Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 C 3 þegar hann þrumaði boltanum naum- lega yfir þverslána úr góðu færi. Í stað- inn jafnaði Barcelona á 72. mínútu. Ronaldinho tók aukaspyrnu við vinstra vítateigshorn og John Terry fyrirliði Chelsea skallaði boltann í eigið mark, 1:1. Barcelona fékk tvö dauðafæri á næstu tveimur mínútum. Messi skaut í markvinkilinn og John Terry bjargaði á síðustu stundu þegar Henrik Larsson var kominn með boltann einn fyrir opnu marki. Terry var aftur á ferð rétt á eftir þegar hann bjargaði á marklínu eftir skot frá Ronaldinho. Á 80. mínútu átti Eiður Smári glæsi- lega rispu á miðjunni og sendi síðan boltann innfyrir vörn Barcelona á Didier Drogba. Hann var einn gegn Valdez markverði sem varði glæsilega í horn. Upp úr hornspyrnunni brunuðu leikmenn Barcelona í skyndisókn, Marquez sendi fyrir mark Chelsea og Samuel Eto’o skoraði með hörkuskalla, 1:2. Jafnt í liðum í seinni leiknum „Við berum mikla virðingu fyrir liði Chelsea og í seinni leiknum verður jafnt í liðunum. Það er bara hálfleikur og við verðum að halda einbeitingu og ljúka verkinu á heimavelli. Ég er ekki hissa á að Chelsea skyldi færast í aukana eftir að Del Horno var rekinn af velli, þetta er lið sem eflist við mót- læti. En úrslitin eru mjög góð og við erum afar ánægðir,“ sagði Henrik Larsson, sænski framherjinn hjá Barcelona. Hann sóttist eftir því að rekast á Del Horno og fyrir það lyftir dómarinn rauða spjaldinu. Þetta er í annað sinn gegn Barcelona sem við þurfum að spila manni færri í 55-60 mínútur og þegar það gerist er um gjörbreyttan leik að ræða. Ég vil ekki ræða um það sem gerðist eftir þetta – því þetta var ekki alvöru fótboltaleikur frá og með þessari stundu,“ sagði Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea. Barcelona var mun meira með bolt- ann í fyrri hálfleik og fékk besta færið á 30. mínútu. Ronaldinho átti þá hörku- skot frá vítateig en Petr Cech varði glæsilega. Í lok hálfleiksins slapp Chelsea með skrekkinn þegar Marquez skaut boltanum í hönd Geremis í víta- teig ensku meistaranna. Chelsea byrjaði seinni hálfleikinn vel og Arjen Robben átti hörkuskot í byrj- un þar sem boltinn straukst við stöng. Chelsea náði síðan forystunni á 59. mínútu. Frank Lampard tók auka- spyrnu á vinstri kantinum og Thiago Motta, aðþrengdur af eigin markverði og John Terry, sendi boltann í eigið mark, 1:0. Didier Drogba var hársbreidd frá því að koma Chelsea í 2:0 á 70. mínútu Reuters portúgalska leikmanninn Deco í liði Barcelona í leiknum á Stamford a stendur mjög vel að vígi eftir sigur, 2:1, á ensku meisturunum. elona er í umastöðu Chelsea að velli, 2:1, í fyrri leik lið- Evrópu sem fram fór á Stamford Chelsea voru manni færri frá 37. ð af velli en náðu samt forystunni í celona eftir tvær vikur og Katalón- um eftir þessi úrslit. Þetta er fyrsti nsku liði og aðeins þriðja tap félags- rá upphafi. a voru tíu í 53 mínútur og töpuðu 1:2 FINNAR og Svíar tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum í ís- hokkíi karla, Finnar með því að leggja Bandaríkjamenn og Sví- ar með því að leggja Svisslendinga. Finnar mæta Rússum í und- anúrslitum, en þeir unnu Kanada í gær og Svíar mæta Tékkum, sem lögðu Slóvaka í gær. Sænsku konurnar í krulluliðinu eru komnar í úrslit, unnu Norðmenn í gær og mæta Sviss í úrslitaleik, sem vann Kanada. Svissnesku bræðurnir Philipp og Simon Schoch urðu í tveim- ur efstu sætunum í stórsvigi á brettum í gær. Philipp, sem er yngri bróðirinn, sigraði og varð þar með fyrsti snjóbrettamað- urinn til að verja ólympíutitil sinn, en hann sigraði einnig í Salt Lake. „Það er frábært að verja titilinn,“ sagði Philipp um leið og hann faðmaði bróður sinn þegar úrslitin voru ljós. „Við ræddum aðeins saman fyrir úrslitaferðina og óskuðum hvor öðrum góðs gengis og sögðumst ætla að hafa gaman af ferðinni og að vonandi ynni sá sem betri væri í dag. Það var ég – fyrir- gefðu Simon,“ sagði Philipp. Frakkinn Roddy Darragon, sem er lítt þekktur, kom öllum á óvart í gær þegar hann varð annar í sprettgöngu karla. Þetta voru fyrstu verðlaun Frakka í skíðagöngu á Ólympíuleikum. Finnar og Svíar í undanúrslit í íshokkíi KR-INGAR hafa orðið fyrir nokkrum skakka- föllum í æfingaferð sinni á La Manga á Spáni. Fjórir leikmenn liðsins, Grétar Ólafur Hjart- arson, Dalibor Pauletic, Tryggvi Bjarnason og Ágúst Gylfason, eru allir meiddir og eiga það sammerkt að hafa tognað aftan í læri. Enginn þeirra verður því með í dag þegar KR-ingar leika síðasta leik sinn í ferðinni og mæta norska liðinu Odd Grenland. Grétar Ólafur varð að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Trínidad og Tóbagó vegna meiðslanna. „Það er ferlega fúlt að missa af landsleiknum en ég verð að hvíla næstu tvær til þrjár vikurnar,“ sagði Grétar við Morgunblaðið. Gunnlaugur Jónsson verður heldur ekki með gegn Odd Grenland í dag þar sem hann er kom- inn heim en Bjarnólfur Lárusson og Bjarki Gunnlaugsson komu til móts við liðið í vikunni og verða með. Lærameiðsli KR- inga á La Manga  ÓVÆNT úrslit urðu í Brosbikarn- um í blaki kvenna í gærkvöldi þegar efsta lið deildarinnar, Þróttur frá Neskaupstað tapaði fyrir KA, neðsta liði deildarinnar. KA-stúlkur unnu 3:0 og er komið í undanúrslit ásamt Fylki, Þrótti úr Reykjavík og HK. Dregið verður í dag.  HELENA Rós Þórólfsdóttir, 15 ára stúlka úr Keflavík, skoraði þrennu á aðeins 17 mínútum í fyrri hálfleik þegar Keflvíkingar unnu stórsigur á FH, 8:2, í Faxaflóamóti kvenna í knattspyrnu en leikurinn fór fram í Reykjaneshöll í gærkvöld.  NÍNA Ósk Kristinsdóttir, sókn- armaður Keflavíkur, bætti síðan um betur því hún sá um að skora hin fimm mörkin fyrir Suðurnesjaliðið.  JÓN Oddur Sigurðsson, sund- maður úr KR, setti mótsmet á há- skólamóti austurstrandarinnar í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Hann sigraði þá í 100 jarda bringu- sundi á 56,33 sekúndum en um- reiknaður tími yfir í 100 metra bringusund í 25 m laug er 1:02,87 mínúta. Jón Oddur setti einnig skólamet í 200 jarda bringusundi, 2:07,34 mínútur en þetta kom fram á vef KR í gær.  KYUNG-SHIN Yoon, handknatt- leiksmaðurinn öflugi frá Suður-Kór- eu, gerði í gær tveggja ára samning við HSV Hamburg. Yoon, sem oft hefur orðið markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar, er að leika sitt tíunda tímabil með Gummers- bach en hann spilar með liðinu til vorsins og fer þá yfir til Hamborg- ar.  ÓLAFUR Stefánsson skoraði 3 mörk í gærkvöld, 2 þeirra úr víta- köstum, þegar Ciudad Real vann nauman útisigur, 31:28, á botnliðinu Alcobendas í spænsku 1. deildinni í handknattleik. Mirza Dzomba skor- aði 9 mörk fyrir Ciudad Real sem var undir í hálfleik, 15:14, en liðið er sem fyrr í þriðja sæti, fjórum stig- um á eftir Barcelona og einu á eftir Portland.  EINAR Örn Jónsson lék ekki með Torrevieja vegna meiðsla þegar lið hans tapaði, 31:19, fyrir Barcelona í gærkvöld. Línumaðurinn gamal- kunni Dragan Skrbic skoraði 7 mörk fyrir Barcelona.  BJARNI Fritzson skoraði 5 mörk fyrir Créteil, tvö þeirra úr vítaköst- um, þegar lið hans tapaði á útivelli fyrir Chambéry, 30:24, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld.  HERMANN Hreiðarsson lék allan leikinn með Charlton sem gerði markalaust jafntefli á útivelli við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Litlu munaði að Her- manni tækist að skora undir lok leiksins þegar hann skallaði boltann yfir mark Newcastle. FÓLK Sænska skíðakonan Anja Pär-son var öryggið uppmálað í gær þegar hún sigraði í svigi kvenna á Ólympíuleikunum og varð þar með fyrst sænskra kvenna til að hampa ólympíugulli í alpagreinum. Svíar hafa oft átt mjög sterkar stúlkur í alpagrein- um, stúlkur sem hafa verið taldar sigurstranglegar, en hafa aldrei náð að sigra. Pärson braut því blað í sögunni með sigrinum í gær, önn- ur varð Nicole Hosp frá Austurríki 0,29 sekúndum á eftir og þriðja Marlies Schild, landa hennar. Jan- ica Kostelic frá Króatíu varð að láta sér lynda fjórða sætið. Hún hefur verið veik síðustu daga en keppt engu að síður. „Ég held það sé komið nóg hjá mér á þessum leikum, ég held að líkaminn sé bú- inn að fá nóg,“ sagði hún eftir keppnina í gær og átti ekki von á að keppa í stórsvigi á morgun. Kostelic er sigursælasta konan í alpagreinum ólympíuleikanna en hún á fjóra gullpeninga frá keppni á þeim og hafði vonast til að fá þann fimmta í dag, eða í stórsvig- inu á morgun, en veikindi hennar hafa sett strik í reikninginn. „Ég er gjörsamlega búin, hef engan kraft þannig að ég verð að sjá til með stórsvigið,“ sagði Kostelic. Pärson reið á vaðið í gær í fyrri ferðinni og útlitið var ekki bjart því hún meiddi sig lítillega á hné í upphituninni en það herti hana bara og hún var ákveðin í að fá ekki enn einn bronspeninginn, en hún varð í þriðja sæti í bruni og alpatvíkeppninni. „Ég var gráti næst þegar ég meiddi mig í upphituninni og því er þetta alveg ótrúlegt. Það var draumur minn að verða Ólympíu- meistari, það hefur gengið upp og niður hjá mér upp á síðkastið en þetta hafðist hjá mér,“ sagði Pär- son eftir sigurinn. Pärson náði langþráðu gulli á ÓL                    !" #$      % & '       ()%* +,   %       !"#           !"#                     ! "#$%  #&% '(  )) #*%  ! - . /  . / ' 0 11# &!(02! 3    &  4  &(&1    "$%  &  $' (  ) *  & (  ) +#&   $    +,  (-.) /012*  &  ,& '5 /67  &3 58(* 78(9 3 :8(*17  0 ;8(5 *8(*   &=>&&  &3 8( ? # *8( 8(: 8('0!0 6(85 #  ? 9/6/7/  &3 98(@ ;8(&< %8(A#1 B 78(6  48(6 ?  $   !%%! .C5 /%5 >6(7/%>6&   4$%   &   () :5/99/67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.