Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG VARÐ þeirrar blessunar að-
njótandi að komast að í fjögurra
vikna endurhæfingu á Reykjalundi
í janúar sl. Fram að því hafði
Reykjalundur verið mér eitthvað
sem ég þekkti af afspurn en ekki
snert neitt við mér, eða ég gert
mér grein fyrir því hvað í raun
færi þar fram. Að vísu vissi ég að
Samband íslenskra berklasjúklinga
og brjóstholssjúklinga, SÍBS, ræki
það og að aðal tekjulind félagsins
væri Happdrætti SÍBS og ýmis
framleiðsla sem unnin er á Múla-
lundi.
En þegar ég fór að kynna mér
starfsemina á Reykjalundi. Komst
ég að því að hún hefur þróast í ým-
is endurhæfingarsvið í gegnum tíð-
ina, sem í dag eru: svið fyrir gigt-
sjúka, fyrir geðsjúka, fyrir þá sem
hafa orðið fyrir áfalli í mið-
taugakerfi, fyrir króníska sjúkdóma
(Parkinson), fyrir fólk sem á við
langvinn verkjavandamál að stríða,
fólk sem glímir við ofþyngd, börn
og ungmenni sem ekki hafa náð
eðlilegum þroska, auk sérstakra
endurhæfingarsviða fyrir annars
vegar hjartasjúklinga og hins vegar
lungnasjúklinga. Á hverju sviði er
starfsmannateymi og
hafa þau í áranna rás
náð að þróa með
ágætum aðferðir og
tækni í endurhæfingu
innan hvers sviðs.
Þegar hjúkr-
unarfræðingurinn
hringdi í mig og tjáði
mér að ég ætti að
mæta þarna í fjögurra
vikna endurhæfingu,
sem læknir minn hafði
pantað, var ég ekkert
uppveðraður þó ég
þyrfti á þessu að
halda, heldur fylltist
kvíða, því ég vissi ekkert hvað biði
mín. Þannig leið mér morguninn
þegar ég keyrði frá Keflavík til
Reykjalundar. Enda vissi ég þá
varla hvar staðurinn var í Mos-
fellsbæ og villtist því þarna um
morguninn í svarta myrkri og rign-
ingu, en komst þó með góðra
manna hjálp að Reykjalundi, en
með hnút í maganum.
Síðan bar ég inn mínar föggur
og tilkynnti komu mína. Tók þá á
móti mér hjúkrunarfræðingurinn
sem hafði í upphafi
hringt í mig og var
hin elskulegasta. Fór
hún svo með mig upp
á þriðju hæð, þar sem
ég átti að dvelja með-
an á endurhæfingunni
stæði og vísaði mér til
herbergis og setti mig
inn í það helsta sem
biði mín. Frá þeirri
stundu fór mér að líða
betur. Síðan fór ég í
viðtöl til þeirra aðila
sem myndu vera með
mig í endurhæfingu.
Viðtal við taugalækni,
sjúkraþjálfa, iðjuþjálfa og talmeina-
fræðing, en til Reykjalundar var ég
kominn ásamt þremur öðrum
vegna Parkinsonveiki. Allir voru
þessir fræðingar elskulegir er þeir
spurðu mig um líðan mína og
mældu þrek mitt og ástand. Síðan
leiddu þeir mig inn í þann sann-
leika sem mér bæri að meðtaka.
Eftir þessi viðtöl fór ég virkilega
að finna mig eins og heima. Og
ekki var það verra, að þau sem
voru með mér, reyndust svo vera
hinir bestu félagar, enda samdi
okkur vel og oft var gaman í þjálf-
uninni.
Á Reykjalundi er unnið stórkost-
legt starf til að hjálpa þeim sem
eiga undir högg að sækja í lífinu,
vegna sjúkdóma og áfalla. Þar
vinnur frábærlega fært og elsku-
legt fólk, sem leggur sig allt hundr-
að prósent fram við að gera veru
þeirra sem þar dvelja árangursríka
og ánægjulega. Það er alveg sama
hvert er farið um deildir og ganga
Reykjalundar. Allstaðar kemur
fram þessi góði andi sem þar er.
Og með veru minni þar, er ég nú
fullviss um, að allir sem þangað
koma í meðferð, verða eftir dvölina
betri menn með nýja lífssýn, annað
er bara ekki hægt. Allavega hef ég
fundið þá breytingu hjá sjálfum
mér og séð hjá öðrum. Enda er
endurhæfingin fyrir Park-
insonveika alveg frábær. Hún
dýpkar líka skilning manns á eðli
sjúkdómsins og hvernig á að takast
á við hann. Og ef menn halda
áfram að stunda þær æfingar sem
kenndar eru þegar heim er komið
er öruggt, að þeir munu lifa betra
lífi, og lengja sjálfsbjörg sína til
muna, sem í raun er visst krafta-
verk. Og fyrir utan þessa mik-
ilvægu hluti þurfum við sem lifum
með krónískan sjúkdóm að skilja,
að heilbrigði býr í huganum. Sem
þýðir; að það er svo margt hægt að
gera og mörgu hægt að breyta, ef
maður hugsar jákvætt.
Reykjalundur er svo sannarlega
vin í eyðimörkinni. En hann hefur
ekki fengið þá umfjöllum sem
skyldi, né almennt skilning landans
Reykjalundur, vin í eyðimörkinni
Hafsteinn Engilbertsson
fjallar um Reykjalund og
þakkar fyrir sig
Hafsteinn
Engilbertsson
’Ég vil þakka þeim semgerðu mér það kleift, að
fá að dvelja á Reykja-
lundi. Þeim sem önn-
uðust mig og endur-
hæfðu. Þeim sem
voru með mér á deild-
inni og þeim sem ég
kynntist þar.‘
HÉR á eftir verður
haldið áfram að rekja
athugasemdir mann-
réttindafulltrúa Evr-
ópuráðsins í skýrslu
um Íslandsheimsókn
sína. Mannréttinda-
fulltrúinn kveðst
ánægður með aðstöðu
hælisleitenda hjá
Reykjanesbæ. Hann
leggur þó til, að þeim
verði oftar séð fyrir
fari til Reykjavíkur
svo draga megi úr
einangrun þeirra.
Um skýrslutökur
yfir hælisleitendum
segir mannréttinda-
fulltrúinn að fyrsta
viðtal fari yfirleitt
fram í viðurvist full-
trúa Rauða kross Ís-
lands (RKÍ). Flestum
umsóknum sé synjað
nokkuð fljótt, oftast
vegna þess að þær
skortir grundvöll eða
vegna samninga um
flutning til annarra landa, sem taki
umsóknina til meðferðar. Fái um-
sóknin hins vegar frekari meðferð,
sé hælisleitandinn aftur yfirheyrður
í viðurvist fulltrúa RKÍ. Sá geti þá
veitt honum ráðgjöf og vísað á lög-
menn, en um ókeypis lögfræðiað-
stoð sé ekki að ræða nema ákvörð-
un Útlendingastofnunar sé kærð til
dómsmálaráðuneytis. Þá sé veitt 5
tíma lögfræðiaðstoð. Sér hafi einnig
verið tjáð að umsókn-
um um hæli væri
gjarnan mjög ábóta-
vant, en með því að
veita hælisleitendum
ókeypis lögfræðiaðstoð
frá upphafi, megi bæta
umsóknirnar. Það
myndi og auka máls-
hraða og draga úr
kærum til dóms-
málaráðuneytis.
Í skýrslunni segir að
íslenskir dómstólar
geti endurskoðað
ákvarðanir yfirvalda
varðandi hæli, þó ekki
sé ljóst að hve miklu
marki, þar sem mjög
fá mál hafi farið til
dómstóla í gildistíð nú-
verandi laga. Segist
fulltrúinn telja að alltaf
ætti að vera hægt að
áfrýja hælisleitenda-
málum til sjálfstæðs og
óhlutdrægs úrskurð-
araðila sem ætti að
vera til þess bær að
meta hvert mál fyrir sig.
Segir mannréttindafulltrúinn ís-
lensk stjórnvöld mega taka til at-
hugunar hvort fulltrúi RKÍ ætti
ekki að vera viðstaddur þegar flytja
þurfi einstakling brott af landinu,
til að tryggja gegnsæi slíkra að-
gerða.
Í skýrslunni eru stjórnvöld hvött
til að beita ekki ákvæðum útlend-
ingalaga, sem heimila brottvísun
þeirra sem ólöglega eru staddir hér
úr landi, og gera refsivert að hafa
fölsuð skilríki undir höndum, í
trássi við 31. gr. flóttamannasátt-
málans, sem mælir fyrir um að að-
ildarríki skuli ekki beita flóttafólk
refsiaðgerðum vegna ólöglegrar
innkomu eða veru í landinu.
Þá gerir mannréttindafulltrúinn
athugasemdir við 45. gr. útlend-
ingalaga. Samkvæmt ákvæðinu má
ekki senda útlending til svæðis þar
sem hann hefur ástæðu til að óttast
ofsóknir sem geta leitt til þess að
hann skuli teljast flóttamaður eða
ef ekki er tryggt að hann verði ekki
sendur áfram til slíks svæðis. Hins
vegar nýtur útlendingur ekki slíkr-
ar verndar ef skynsamlegar ástæð-
ur eru til að álíta hann hættulegan
samfélaginu eða öryggi ríkisins.
Ítrekar mannréttindafulltrúinn
ákvæði 3. gr. flóttamannasáttmál-
ans og segir það bæði afdrátt-
arlaust og óvefengjanlegt að ekki
megi vísa einstaklingi á brott sem
líklegt er að muni sæta pyntingum,
ómanneskjulegri eða niðurlægjandi
meðferð eða refsingu, jafnvel þótt
hann sé hættulegur öryggi ríkisins.
Segir mannréttindafulltrúinn þetta
vera grundvallarskilyrði sem ekki
megi víkja frá undir nokkrum
kringumstæðum.
Erlendar konur
í Kvennaathvarfi
Í skýrslunni er einnig sagt frá
heimsókn í Kvennaathvarfið. Talið
er mikilvægt athugunarefni að um
1⁄3 þeirra kvenna sem til athvarfsins
leita sé erlendur. Þær skorti oft
fjölskyldu og tengslanet á Íslandi
og eigi því ekki í önnur hús að
venda til að flýja ofbeldi á heimili.
Margar erlendar konur sem
verði fyrir ofbeldi af hálfu íslenskra
maka sinna og sambýlismanna, ótt-
ist einnig að verða vísað af landi
brott ef þær yfirgefa þá. Mælir
fulltrúinn með því að stjórnvöld
grípi til aðgerða sem tryggi að þær
fái að dvelja áfram í landinu þó þær
skilji við menn sína. Segir hann
einnig að sumar þessara kvenna
þurfi vegna aðstæðna sinna fjár-
hagsaðstoð frá Félagsþjónustunni
og megi það alls ekki verða til þess
að þeim verði neitað um framleng-
ingu á dvalarleyfi. Einnig ætti að
taka sérstakt tillit til stöðu er-
lendra kvenna við upplýsingagjöf
og þjónustu við þolendur ofbeldis.
Lokaorð
Alþjóðahús hefur bent á mik-
ilvægi þess að tryggja stöðu er-
lendra kvenna sem beittar eru of-
beldi í parasamböndum. Þó ekki
hafi enn komið inn á borð í Al-
þjóðahúsi tilvik þar sem erlendri
konu í slíkri stöðu hafi verið vísað
úr landi, er staða þeirra engu að
síður ekki nógu skýr, t.d. myndu
breytingar á lögum um útlendinga
þar sem kveðið væri á um rétt
kvenna sem beittar eru ofbeldi til
að fá framlengingu dvalarleyfis eða
jafnvel búsetuleyfi fyrr en ella
verða mun til bóta.
Eins og vikið var að í fyrri grein
um skýrslu mannréttindafulltrúans,
ber, í ljósi stöðu hans og hlutverks,
að gefa fullan gaum að at-
hugasemdum hans og tillögum.
Þess utan væri það Íslandi til fram-
dráttar að taka þessar athugasemd-
ir alvarlega og gera þær úrbætur
sem þarf. Það mundi verða til þess
að Ísland uppfyllti væntingar um-
heimsins, sem nú þegar lítur til
okkar sem leiðandi ríkis á sviði
mannréttinda.
Um skýrslu mann-
réttindafulltrúa
Evrópuráðsins
Margrét Steinarsdóttir
fjallar um málefni hælisleit-
enda og erlendra kvenna í
ofbeldissamböndum
Margrét Steinarsdóttir
’Alþjóðahús hef-ur bent á mik-
ilvægi þess að
tryggja stöðu er-
lendra kvenna
sem beittar eru
ofbeldi í para-
samböndum.‘
Höfundur er lögfræðingur
Alþjóðahússins.
Marteinn Karlsson: „Vegna
óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar-
stjórnar Snæfellsbæjar af okk-
ur smábátaeigendum, þar sem
ekkert tillit er tekið til þess
hvort við megum veiða 10 eða
500 tonn, ákvað ég að selja bát-
inn og flytja í burtu.“
Sigríður Halldórsdóttir skrif-
ar um bækur Lizu Marklund
sem lýsa heimilisofbeldi.
Hulda Guðmundsdóttir: „Ég
tel að það liggi ekki nægilega
ljóst fyrir hvernig eða hvort
hinn evangelísk-lútherski
vígsluskilningur fari í bága við
það að gefa saman fólk af sama
kyni …“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
UNDANFARNAR vikur hefur
dunið á landsmönnum málflutn-
ingur fjölmargra aðila um aukna
skattbyrði launafólks og lífeyr-
isþega og fullyrðingar
fjármálaráðherra um
hið gagnstæða. Þó
niðurstöður aðila hafi
verið mótsagna-
kenndar, þá verður að
segja að svo virðist
sem allir hafi nokkuð
til sín máls vegna
meðferðar sinnar á
tölulegum upplýs-
ingum. Því er nefni-
lega þannig farið með
tölulegan samanburð
og tölfræðilega úr-
vinnslu, eins og fyr-
irsögn greinarinnar vísar til, að
með góðu vali á viðmiðunarpunkt-
um er hægt að fá, liggur við,
hvaða niðurstöðu sem er.
Skattbyrði hækkar –
skattprósenta ekki
Deilt er um það hvort skatt-
byrðin hafi aukist á lægstu tekjur.
Stefán Ólafsson, Félag eldri borg-
ara og fleiri hafa bent á að þar
sem skatttekjur ríkissjóðs og
sveitarfélaga hafa aukist og að
þeir sem hafa lægstu tekjur
greiða stærri hluta tekna sinna í
skatta en áður, þá hljóti að mega
draga þá ályktun að skattbyrðin
hafi aukist hjá þessum hópi.
Benda þeir á, að séu 70.000 kr.
mánaðarlaun frá árinu 1994 látin
fylgja neysluverðsvísitölu, þá
greiði launþeginn/lífeyrisþeginn
hærri hluta tekna sinna í skatta af
framreiknuðum mánaðartekjum
sínum árið 2006 en viðkomandi
gerði árið 1994. Fjármálaráðherra
segir aftur á móti að sá sem hafi
100.000 kr. í tekjur á mánuði í dag
greiði lægri skatta en sá sem hafði
100.000 kr. í tekjur á mánuði árið
1994 og það hafi í för með sér að
skattbyrðin hafi minnkað. Fljótt á
litið virðast báðir hafa rétt fyrir
sér, en þeir eru líka að skoða ólíka
hluti. Ráðherrann er að skoða
skatthlutfall af sama nafnverði, en
hinir eru að skoða skattbyrði á
sömu rauntölunni. Með þessum
sama rökstuðningi þá ætti ráð-
herrann líka að fá þá niðurstöðu
að kaupmáttur 100.000 króna hafi
minnkað frá 1994 til 2006. Og þar
með fá þá niðurstöðu að kaup-
máttur hafi ekki aukist á tíma-
bilinu. Ég er nú ekki viss um að
hann vilji fallast á það.
Aukin skattbyrði
skerðir kaupmátt
Guði sé lof, að flestir hafa hærri
tekjur árið 2006 en 1994. Það þýð-
ir að þeir eru jafn-
framt að greiða hærri
skatt en áður. En ef
annars vegar tekjur
einstaklings með
70.000 kr. mánuði í
janúar árið 1994 eru
látnar fylgja neyslu-
verðvísitölu og hins
vegar ráðstöf-
unartekjur, þá kemur
ýmislegt forvitnilegt í
ljós.
Ég hef stillt upp
tveimur dæmum. Í
fyrra dæminu, læt ég
70.000 kr. tekjur einstaklings árið
1994 halda raungildi sínu og í síð-
ara dæminu læt ég ráðstöf-
unartekjur sama einstaklings
halda raungildi sínu. Það skal við-
urkennt að einhver ónákvæmni
fæst vegna afrúnnunar, en hún er
óveruleg. Upplýsingar um hækkun
vísitölu er fengnar af vef Hagstof-
unnar, en hún reyndist vera 47,5%
frá janúar 1994 til janúar í ár.
Dæmi I
Laun fylgja
neysluverðsvísitölu
Liður 1994 2006Hækkun
Laun 70.000 103.000 47,5%
Lífeyrissjóður 2.800 4.100 47,5%
Skattar 600 7.400 1230%
Ráðstöfunartekjur 66.600 91.500 37,4%
Dæmi II
Ráðstöfunartekjur fylgja
neysluverðsvísitölu
Liður 1994 2006Hækkun
Laun 70.000 115.000 64,3%
Lífeyrissjóður 2.800 4.600 64,3%
Skattar 600 13.400 2233%
Ráðstöfunartekjur 66.600 98.000 47,5%
Niðurstöðurnar eru sláandi. Í
fyrra dæminu vantar 6.500 kr. upp
á að ráðstöfunartekjur haldi raun-
gildi sínu, en síðara dæmið sýnir
að laun þurfa að hækka sem nem-
ur 35% umfram hækkun vísitölu
(64,3/47,5) eða um 18 prósentustig
til að raungildi ráðstöfunarstöf-
unartekna haldist óbreyttar. Allt
vegna þess að skattleysismörk
hafa ekki fylgt neysluverðs-
vísitölu. Til að kaupmáttur verði
hærri árið 2006 en hann var árið
Lygi, hvít lygi
og tölfræði
Marinó G. Njálsson
fjallar um skattbyrði
og skattaprósentu
Marinó G. Njálsson