Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 43 UMRÆÐAN Allur hagna›ur af sölu plastpokamerktumPokasjó›i rennur til uppbyggjandi málefna, en Pokasjó›ur, sem á›ur hét Umhverfissjó›ur verslunarinnar, veitir styrki til umhverfis- menningar-, íflrótta- og mannú›armála. Bæ›i einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjó›num. Styrkir úr Pokasjó›i pokasjodur.is MERKI UM UPPBYGGINGU Frestur til a› sækja um styrk úr Pokasjó›i rennur út 10. mars n.k. Umsóknum skal skila› á www.pokasjodur.is en flar eru allar uppl‡singar um sjó›inn, fyrirkomulag og styrki. A›eins er hægt a› sækja um á heimasí›u sjó›sins og skal umsókn send í sí›asta lagi á mi›nætti flann 10. mars n.k. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 10. MARS Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi bankans síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á síðastliðnu reikningsári. 4. Breytingar á samþykktum: Tillaga um að stjórn bankans fái heimild til að hækka hlutafé um allt að 1.250.000.000 króna að nafnverði, með áskrift allt að 125.000.000 nýrra hluta. Lagt er til að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum og að stjórn verði heimilt að ákveða að áskrifendur greiði fyrir hina nýju hluti að hluta eða öllu leyti með öðru en reiðufé. Núverandi ákvæði samþykkta sem varða heimildir stjórnar til hlutafjár- hækkunar verði samtímis felld niður. 5. Stjórnarkjör. 6. Ákvörðun stjórnarlauna. 7. Kosning endurskoðanda. 8. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa eigin hlutabréf. 9. Önnur mál. Fundarstörf fara fram á ensku. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upp- haf fundarins. Stjórn Kaupþings banka hf. Aðalfundur Kaupþings banka hf. 2006 verður haldinn í Borgarleikhúsinu, föstudaginn 17. mars og hefst klukkan 17.00. AÐALFUNDUR KAUPÞINGS BANKA MIÐVIKUDAGINN 1. mars sl. birtist stutt grein í Morgunblaðinu eftir Önnu Kristínu Gunnarsdóttur, námsmann á Spáni, þar sem hún gerir athugasemdir við kvikmynda- gagnrýni Sæbjörns Valdimarssonar (sem hún kallar Snæbjörn). Hugs- unin við þessa grein Önnu er já- kvæð og full skilnings í garð okkar sem höfum farið þessa leið að sam- ræma líkamann og opinbert kyn- ferði að tilfinningum okkar og vil ég þakka henni fyrir það. Um leið verð ég að gera athugasemdir við orða- lag Önnu og þá sérstaklega notkun orðanna kynskiptingur og kyn- skiptur. Íslenska orðið kynskiptingur var fundið upp af einhverjum sem vildi flokka okkur í sérstakan jaðarhóp í stað þess að líta á okkur sem mann- eskjur á sama hátt og samkyn- hneigðir voru flokkaðir með kynvill- ingum. Oft var þetta gert í því skyni að niðurlægja okkur, en oftast þó af hugsunarleysi. Sama gildir um orðið kynskiptur sem ég hefi einnig heyrt og er af sama meiði. Með því að við höfum aldrei skipt um neitt kyn, heldur reynt að laga þá ágalla sem fylgdu okkur frá fæðingu, þá höfum við einungis leiðrétt fæðingargall- ana og höfum því ekki skipt um neitt. Ég tel því fulla ástæðu til að losna við þetta ljóta orð úr málinu fyrir fullt og allt á sama hátt og tókst að eyða kynvillingum úr ís- lensku máli (nema auðvitað hjá þeim sem leggja áherslu á að nið- urlægja samkynhneigt fólk). Sæbjörn Valdimarsson hefur væntanlega séð kvikmyndina Trans- america í kvikmyndahúsi í Reykja- vík og drukkið í sig þá stemningu sem fylgdi neikvæðri þýðingu myndarinnar þar sem sífellt var tönnlast á kynskiptingum. Sömu sögu var að segja af öðrum kvik- myndagagnrýnendum, þó að und- anskildum Ólafi H. Torfasyni á Rás 2 sem gætti þess vandlega að feta hinn þrönga slóða rétthugsunar og fór vel með gagnrýni sína um leið og hann lýsti stuttlega þeim tilfinn- ingum sem felast í transsexualisma. Í þeim tilfellum sem ég hefi þurft að flokka tilfinningar mínar útfrá reynslu minni hefi ég kosið að not- ast við alþjóðlegu heitin, þ.e. trans- sexual persóna eða þá einfaldlega TS fyrir okkur sem höfum gengið alla leið, en transgender sem regn- hlífarheiti fyrir allar þær persónur sem eru einhvers staðar á milli kyn- hlutverka eða hafa náð leiðréttingu á kyni. Um leið lýsi ég eftir þjálu ís- lensku orðalagi sem lýsir tilfinn- ingum okkar sem höfum búið við transsexualisma. ANNA K. KRISTJÁNSDÓTTIR, vélfræðingur og í stýrihóp evrópsku transgender- samtakanna TGEU. Athugasemd við kynlega gagnrýni Frá Önnu Kristjánsdóttur EFTIR að hafa hlustað á viðtal við Ólaf G. Sæmundsson næringarfræð- ing á Rás 2 hinn 3. mars sl. verð ég að koma eftirfarandi á framfæri. Ég get ekki verið Ólafi sammála um að maður sé rændur gleðinni sem fylgir því að borða þótt syk- urinn vanti. Hann spyr hvað sé þá eftir. Sem næringarfræðingur ætti hann að vita að möguleikarnir eru nánast óþrjótandi þótt enginn sé sykurinn og það má einmitt sjá á grunnreglunum tíu. Ég hef skemmt mínum bragðlauk- um allhressilega um dagana og mér fannst orðið tímabært að koma þeim í átak. Grunnreglurnar tíu hafa kennt mér að njóta matarins og gæla við bragðlaukana með hollum mat og hefur heilsan stórbatnað eft- ir að ég fór að sneiða hjá sykri. Ólaf- ur nýtur þess kannski að borða sykr- aðan mat en mér var ekki skemmt er ég uppgötvaði hversu mikinn sykur er að finna í hinum ýmsu matvörum án þess að maður hafi gert sér nokkra grein fyrir því, enda eru inni- haldslýsingarnar oft svo flóknar að margir botna lítið í þeim. Ég skora á fólk að kynna sér gleðina sem fylgir því að borða ósykraðan mat! RAGNHEIÐUR MJÖLL, námsmaður, Hamravík 34, 112 Reykjavík. Heil og sæl, já, takk Frá Ragnheiði Mjöll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 67. tölublað (09.03.2006)
https://timarit.is/issue/284227

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

67. tölublað (09.03.2006)

Aðgerðir: