Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar RENAULT Megane er einn af þessum bílum sem vinna á við nán- ari kynni. Þegar ég settist í fyrsta sinn inn í hann fannst mér furðu- legt útlit hans fráhrindandi, bíllyk- illinn skrítinn og bremsurnar svo næmar að ég keyrði frá bílaumboð- inu B&L í rykkjum. En samt sá ég og fann eitthvað við hann strax og vildi kynnast honum betur. Útlit Renault Megane er nokkuð sérstakt en sportlegt, það sést strax að hann er enginn smábíll því þó hann teljist til þeirra er hann allur meiri en margir slíkir bílar. Kattaraugulag á framljósum gefa honum breitt en töffaralegt útlit að framan sem líður flott yfir bílinn þangað til kemur að skottinu sem er svolítið sérkennilegt. Það er eins og klippt sé af afturenda bílsins, afturrúðan er sveigð en sameinast ekki skottinu á líðandi hátt heldur bólgnar skottið út fyrir neðan hana. Mér fannst þetta ekki flott fyrst en á endanum var þetta bara orðið nokkuð töffaralegt. Skottplássið er mjög gott, 330 lítra, og aftursætisbekkurinn er tvískiptur og hægt að fella hann niður til að auka farangursrýmið. Aðgengi í skottið sjálft er fínt og afturhlerinn opnast vel upp. Ótrúlegt rými Rýmið inn í Renault Megane er alveg ótrúlegt og ekki yfir neinu að kvarta þar. Mikið rými er fyrir hendur og fætur hvort sem það er fram í eða aftur í. Hávaxnar mann- eskjur komast vel fyrir í aftursæt- unum og gætu vel þolað við þar í löngum ökuferðum. Gott var að sitja í sætunum, áklæðið er fallegt og stillingamöguleikarnir á sætun- um eru góðir. Innréttingarnar eru fábrotnar en öðruvísi, það er passlega mikið af hólfum og ekkert sem þvælist fyrir í bílnum. Innréttingarnar virkuðu þó nokkuð veikburða á mig og eru líklega ekki hannaðar fyrir harðhentar manneskjur. Hljómtækin eru ágæt en einn galli er að takkarnir á þeim eru heldur litlir og eiginlega of litlir til að vera í bíl því þeir geta tekið at- hyglina frá akstrinum. T.d er takk- inn sem hækkað er og lækkað í græjunum með mjög lítill og ekki góður til síns brúks, ef maður get- ur ekki horft á hann. En sniðug og þægileg fjarstýring við stýrið bæt- Hljóðlátur töffari sem venst vel Mikið rými er fyrir ökumann inni í bílunum og öllu haganlega komið fyrir. Morgunblaðið/Ásdís Afturendinn er nokkuð sérstakur í útliti og einkennandi fyrir þennan bíl. Kort er notað í stað lykils. Morgunblaðið/Ásdís Renault Megane er svolítið töffaralegur útlits og venst vel við nánari kynni. REYNSLUAKSTUR Renault Megane eftir Ingveldi Geirsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.