Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 C 3 bílar Mesta úrval landsins af rafgeymum! TUDOR fyrir framtíðina! Bíldshöfða 12 • 110 Reykjavík • Sími: 577 1515 • www.skorri.is • Mælum rafgeyma. • Skiptum um rafgeyma.ÞÓ AÐ akstursleikni, akstursöryggi og allt þar á milli sé eitt helsta við- fangsefni BMW-ökuskólans, þá felst helsta aðdráttarafl hans ekki síður í fræðslu um aksturseiginleika BMW. Þrítugasta starfsár skólans er nú nýhafið og hefur aðsóknin að honum aldrei verið meiri. Ekki hefðbundin ökukennsla Í BMW-ökuskólanum – BMW Fahr- er Training – fer ekki fram öku- kennsla í hefðbundnum skilningi þess orðs, heldur er markmiðið fyrst og fremst að þjálfa ökuleikni, með það fyrir augum að þátttak- endur upplifi aukið akstursöryggi og um leið akstursánægju. Mikil aðsókn er að skólanum, sem er einn sá virt- asti sinnar tegundar, með yfir 17.000 þátttakendur á ári. Nám- skeiðsúrvalið er eftir því fjölbreytt, en auk styttri byrjendanámskeiða er boðið upp á námskeið í m.a. akst- ursíþróttum og vetrarakstri, að ógleymdum sérstökum æv- intýraferðum sem farnar eru heims- horna á milli á vegum skólans. Í ár verður m.a. farið um Namibíu á BMW X5 og Ítalíu á Z4 Roadster- sportbílnum. Þá er skólinn einnig með sérhæfðari námskeið í t.d. sparakstri og BMW X aldrifinu. Erfiðasta hraðakstursbraut heims Höfuðstöðvar skólans eru í München í Suður-Þýskalandi og teygir starfsemin sig þaðan víða um Evrópu, m.a. til Svíþjóðar, aust- urrísku Alpanna og Salzburg. Við hann starfa rúmlega 100 leiðbein- endur auk verkfræðinga og annars tæknimenntaðs starfsliðs, en inntak kennslunnar miðast ekki aðeins við að kenna fólki listina að aka rétt heldur einnig að veita því innsýn í aksturseiginleika BMW í öllu sínu veldi. Hlutverk tækninnar kemur einnig við sögu, hvernig hún virkar og hvað hún gerir fyrir jafnt akst- urseiginleika sem öryggi. Hraði gegnir svo að sjálfsögðu lykilhlut- verki í sumum tilvikum, eins og í Fascination Racetrack-námskeiðinu, þar sem þátttakendur glíma á rúm- lega 500 hestafla BMW M5, við margar af erfiðustu brautum Evr- ópu, eins BMW-brautina og Nürburgring-brautina. Námskeið hér á landi Ökuskóli BMW hefur komið nokk- uð við sögu hér á landi, aðallega fyr- ir milligöngu B&L. M.a. hefur um- boðið gengist fyrir námskeiðum með þekktum ökukennurum við skólann með jöfnu millibili og er í því sam- bandi skemmst að minnast X-drive námskeiðsins sem fór fram þarsíð- asta vor undir yfirskriftinni X- dagurinn. Fleiri en B&L hafa þó átt í hlut og hlaut t.a.m. sigurvegari í síð- ustu akstursleikni ungra ökumanna VÍS námskeið hjá skólanum að laun- um. Námskeið BMW-ökuskólans eru öllum opin, sem náð hafa 18 ára aldri og eru með bílpróf. Algengasta lengd þeirra er frá hálfum og upp í tvo daga, á meðan sérhæfðari nám- skeið geti tekið allt að átta daga. Ökuskóli BMW hefur nú starfað í tæp 30́ ár. Markmið hans er að bæta ökuleikni. Ökuleikni þjálfuð í ökuskóla BMW TENGLAR .............................................. bmw.is bmw.de/fahrertraining. SG bílar, umboðsaðili B&L í Reykja- nesbæ, opna um helgina nýjan 500 m² sýningarsal að Bolafæti 1. Af því tilefni fylgja öllum nýjum bílum veg- legur kaupauki eða aukahlutir að eigin vali viðskiptavina fyrir kr. 100.000. SG bílar hófu starfsemi fyrir tveimur árum að Brekkustíg og boðar nýja húsnæðið að sögn Grét- ars Ólasonar, annars eigenda, stökk- breytingu fyrir starfsemina hvað að- stöðu varðar, en heldur hafi verið orðið þröngt um starfsemina á gamla staðnum. „Þá er gaman að geta þess, að þar sem SG bílar hófu starfsemi 1. apríl 2004, þá eigum við enn fremur tveggja ára starfs- afmæli um helgina.“ Opnunarhátíð SG bíla stendur bæði laugardag og sunnudag. Opnunarhátíð hjá SG bílum um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.