Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 11
um mætti að átta mig á því hvað hefur átt sér stað. Er bragðið þessa heims eða ann- ars? Þegar ég ranka við mér sé ég að Halldór veltist um í sófanum. „Ég sagði þér þetta,“ segir hann sigri hrósandi. Við skríkjum eins og smástelpur. Aftur að efninu. Halldór fór á sína fyrstu tónleika tíu ára gamall. Sá þá Kinks í Austurbæjarbíói. Svo skemmtilega vill til að Ray Davies, aðalsprauta þeirrar goð- sagnakenndu hljómsveitar, stefnir einmitt skónum hingað upp á klakann um páskana. Halldór missir aftur á móti af þeim tónleikum, því hann verður sjálfur upp- tekinn við spilamennsku á Blúshátíð í Reykjavík. „Ég fékk minn fyrsta gítar í ferm- ingargjöf. Á þessum árum var litið niður á alla rokktónlist og raunar alla tónlist sem spiluð var á rafmagnshljóðfæri. Þú manst hvað Mimi frænka sagði við John Lennon: „Það er allt í lagi með gítarinn, John, en þú getur aldrei unnið fyrir þér með honum.“ Eigi að síður fór ég að læra á gítar hjá frönskum flóttamanni sem hét Gaston og bjó í Garðastrætinu. Í framhaldi af því fórum við svolítið að spila saman á tónlistar- kvöldum framhaldsskólanna. Hann sá eitthvað í drengnum sem ég sá ekki sjálfur og varð mikill áhrifavaldur í mínu lífi á þessum tíma. Hvatti mig óspart til dáða. Gaston hafði lært á klassískan gítar og var algjör virtúós. Gouloise-sígaretturnar héngu úr vörinni á honum og svo spilaði hann bara tímunum saman – af því það var svo gam- an. Það var frábært að djamma með honum. Ég skildi raunar aldrei hvers vegna hann nennti að burðast með mig, strákgemlinginn, með sér en það var víst vegna þess að hann fílaði ekki að spila einn. Gaston var hámenntaður maður. Hafði lært kjarneðlisfræði eða eitthvað álíka í háskóla en vildi ekki gegna herþjónustu. Þess vegna var hann hér. Hann var líka mikill listamaður, m.a. frábær teiknari. Gaston Halldór á Nordica hótel sem verður vett- vangur Blúshátíðar í Reykjavík í vikunni. „Það hefur verið mjög gaman að sjá hvað hefur komið út úr hátíðinni undanfarin ár. Nýliðar hafa fengið gott pláss og til hafa orðið blúsbönd sem vonandi munu lifa. Það er mikilvægt að hlúa að grasrótinni og það ætlar Blúshátíð í Reykjavík að gera.“ 9.4.2006 | 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.