Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.04.2006, Blaðsíða 4
4 | 9.4.2006 Á Kjarvalsstöðum var hin ævintýralega sýning Kosuth og Kabakov, Lífheimur, sett af herra Ólafi Ragnari Grímssyni en forseti lýð- veldisins var unglegur og gott ef ekki svolítið strákslegur í töff, svörtum jakkafötum. Opnunardaginn bar upp á fæðingarafmæli H.C. And- ersen en skáldið er uppspretta innsetninga listamannanna auk þess sem Sör- en Kierkegaard kemur við sögu. Sýninga-opnana-áskrifendur mættu sam- viskusamlega og sprönguðu um hugarheima listamannanna, keikir og kátir, rétt eins og keisarinn í nýju fötunum sínum. Þekktir og þenkjandi voru Mörður Árnason málverndarmaður, Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona og listamannaættmóðir, og Helgi Þorgils myndlistarmaður. Mætt voru Vigdís Finnbogadóttir hin eina sanna og að sjálfsögðu sendiherra Danmerkur, Lasse Reimann, auk þess sem óvenju margir úr leikarastétt voru á staðnum. Fluga spottaði svo aftur forsetann okkar flotta er þau voru bæði viðstödd frumsýningu á Stóra sviði Þjóðleikhússins á glæpsamlega gamanleikritinu Átta konur eftir Robert Thomas. Stóðu leikhúsgestir allir sem einn upp á annan endann til að sýna tilhlýðilega virðingu, þeirra á meðal Sigríður Dúna Kristmundsdóttir fræðimaður, en hún var með dúnmjúkt hárið uppsett og stóra, gyllta eyrnalokka, og fallegasti leikari landsins, Björn Hlynur Har- aldsson. Þau voru þó ekki saman á ferð. Margt merkra manna mætti, sjarm- urinn Páll Baldvin Baldvinsson, ritstjóri DV, Jón Óttar Ragnarsson Vest- urfari, og frú hans Margrét Hrafnsdóttir, og Þórður Árnason Stuðmaður eða ,,frummaður“ samkvæmt nýjasta útspili bandsins. Í hléinu í Kjallaran- um tylltu sér við dúklagt borð athafnahjónin Björgólfur Guðmundsson með appelsínurautt bindi og samlitan klút í brjóstvasanum og hvítklædd Þóra Hallgrímsson. Fluga er alvarlega að hugsa um að fjárfesta í leikhúskíki enda nauðsynleg njósnagræja fyrir forvitnar hefðardömur og smart viðbót við klæðnaðinn, t.d. skreyttur perlum eða semelíusteinum. Með einum slík- um hefði hún séð kroppinn Samúel Jón Samúelsson (Samma í Jagúar) í nærmynd en hann hafði umsjón með tónlist leikritsins. Í Galleríi Anima í Ingólfsstræti opnaði Helga Egilsdóttir málverkasýn- inguna Hugin. Nokkuð margt var um manninn og sást meðal annars til list- fræðingsins Hrafnhildar Schram og Sigurðar Örlygssonar listmálara. Reykjavík, musteri menningarinnar, var fersk og fjörug þrátt fyrir hressilegt kuldakast. Á vappi sínu á Vesturgötunni spottaði fröken Fluga Kristján Þorsteinsson, veitingamann á Humarhúsinu, sem brunaði flottur á silf- urgráum tveggja sæta Benz eftir götunni í glæsilegum, ljósum leðurjakka. Lalli Johns gaf sig á tal við vegfarendur fyrir framan Kaffi Reykjavík, bros- andi og lífsglaður með veraldlegar eigur sínar í poka á bakinu, og Hugleikur Dagsson hélt fermingarveislu vegna útkomu bókarinnar Fermið okkur í anddyri Borgarleikhússins. Hugmyndasmiðurinn Hugleikur sló upp veisluborði með klassískri kransaköku og bauð upp á malt og appelsín íklæddur presthempu með hvítum kraga og allt. Amen og allt það … | flug- an@mbl.is Valgerður Árnadóttir, Ágúst Bogason, Máni Pétursson og Viðar Friðriksson. Ína Hrund Ísdal og Bríet Ósk Guðrúnardóttir. Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson. Harpa Einarsdóttir, Eygló Lárusdóttir og Berglind Laxdal. Eva Garðarsdóttir Kristmanns, Ástríður Jónsdóttir, Guðríður Sveins- dóttir og Hanna Hjördís Jónsdóttir. Björgólfur Guðmundsson, Þóra Hallgrímsson, Elína Hallgrímsson og Ragnar Guðmundsson. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Sigríður Frans- iska Friðriksdóttir og Júlía Kristmundsdóttir. Ævintýraskáld og átta konur … brunaði flottur á silfurgráum tveggja sæta Benz eftir götunni í glæsilegum, ljósum leðurjakka … FLUGAN TÓNLEIKAR hljómsveitarinnar Leaves voru á Gauki á stöng. Oddur Ingi Þórsson og Valgerður Björk Pálsdóttir. L jó sm yn di r: E gg er t Anna Dóra Ófeigsdóttir og Heiða Dóra Jónsdóttir. Silja Björg Halldórsdóttir og Halla Rut Halldórsdóttir. FRUMSÝNING á Átta konum var á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Kristín Bergs- dóttir og Samúel Jón Samúelsson. L jó sm yn di r: E gg er t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.