Morgunblaðið - 12.05.2006, Síða 2
2 B FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Á HVERJU ári er valin besta nýja vél ársins. Að þessu
sinni bar sigur úr býtum Twincharger TSI, 1,4 lítra vélin
frá VW sem þrátt fyrir lítið slagrými skilar hvorki meira
né minna en 170 hestöflum. Þessi nýja vél er bæði með
hefðbundinni forþjöppu og keflablásara (turbocharger
og supercharger). Auk þess að vera valin Vél ársins 2006
bar hún sigur úr býtum í sínum stærðarflokki, véla með
1–1,4 lítra slagrými.
Galdurinn við hið mikla afl í vélinni er keflablásarinn,
sem skilar auknum afköstum við lægri vélarsnúning en
hefðbundin forþjappa. Auk þess er vélin sérlega spar-
neytin miðað við afköst, eða að jafnaði 7,2 lítrum á hundr-
aðið. Þá er hún algjörlega laus við svokallað forþjöppuhik
og skilar strax hámarksafköstum. Kjörorð VW með
þessa vél er því hámarksafl en lágmarkseyðsla.
Dómnefndin er samsett af 61 bílablaðamanni frá 29
löndum. Valið er skipulagt af stærstu tækniritum Bret-
lands á ári hverju.
Vél ársins:
1. Volkswagen 1,4 TSI (Golf). 250 stig.
2. Toyota 3,5 l V6 Hybrid (GS450h). 196 stig.
3. Chevrolet 7,0 l V8 (Corvette Z06). 123 stig.
4. Mercedes-AMG 6,2 l (CLK, ML). 117 stig.
5. Porsche 3,4 l sex strokka (Cayman). 102 stig.
6. Honda 1,8 l (Civic). 81 stig.
Besta vélin í hraðakstursbíl
1. BMW 5,0 l V10 (M5, M6). 342 stig.
2. Ferrari 4,3 l V8 (F430). 160 stig.
3. Mercedes-AMG 6,0 l twin-turbo (SL65, CL65, May-
bach). 130 stig.
Besta vélin yfir 4,0 l slagrými
1. BMW 5,0 l V10 (M5, M6). 310 stig.
2. Ferrari 4,3 l V8 (F430). 159 stig.
3. Mercedes AMG 6,0 l twin-turbo (SL65, CL65, May-
bach). 108 stig.
Besta vélin 3ja-4ra l
1 BMW 3,2 l sex strokka (M3, Z4 M). 235 stig.
2. Toyota 3,5 l V6 Hybrid (GS 450h). 189 stig.
3. Porsche 3,8 l sex strokka (911). 156 stig.
Besta vélin 2,5-3ja lítra
1. BMW 3,0 l twin-turbo sex strokka (535d). 278 stig.
2. BMW 3,0 l sex strokka (Z4, 330, 530, 630, 730). 182 stig.
3. Honda 3,0 l V6 hybrid (Accord). 163 stig.
Besta vélin 2,0-2,5 lítra
1. Subaru 2,5 l Turbo (Forester, Impreza, Saab 9-2X).
155 stig.
2. BMW 2,5 l (325, 525, Z4).153 stig.
3. Honda Diesel 2,2 l (Civic, Accord (Europe), CR-V, FR-
V) 145 stig.
Besta vélin 1,8-2,0 lítra
1. Volkswagen/Audi 2,0 l FSI Turbo (Golf GTi , Audi A3,
A4, A6, Skoda Octavia, Seat Leon). 218 stig.
2. Honda 2,0 l i-VTEC (Civic Type-R) 131 stig.
3. Honda 2,0 l (S2000 (Europe/Asia)). 126 stig.
Besta vélin 1,4-1,8 lítra
1. Toyota Hybrid 1,5 l (Prius). 274 stig.
2. Honda 1,8 l (Civic). 129 stig.
3. MINI 1,6 l Supercharged (Cooper S). 126 stig.
Besta 1-1,4 lítra vélin
1. Volkswagen 1,4 l TSI (Golf). 264 stig.
2. Honda Hybrid 1,3 l IMA (Civic). 250 stig.
3. Fiat-GM Diesel 1,3 l (Panda, Grande Punto, IDEA,
Doblo, Lancia Ypsilon, Opel/Vauxhall Agila, Corsa,
Astra, Meriva, Tigra, Combo, Suzuki New Ignis). 188
stig.
VW 1,4 TSI vél ársins 2006
1,4 l vélin frá VW skilar hvorki meira
né minna en 170 hestöflum. TOYOTA hefur þriðja árið í röð feng-
ið verðlaun fyrir bestu vélina í
stærðarflokknum 1,4–1,8 lítra fyrir
tvinnvélina í Toyota Prius. Auk þess
hlaut vélin verðlaun sem sparneytn-
asta vélin. 1,5 lítra vélin í
Hybrid Synergy Drive®-vélasam-
stæðu Toyota hefur hlotið báðar
þessar viðurkenningar allt frá því
hún kom í sinni annarri kynslóð í
Toyota Prius árið 2004. Í umsögn
dómnefndar kom m.a. fram að véla-
samstæðan væri „snilldarleg tækni-
lausn“ og jafnframt var tekið til
þess að vélasamstæðan skilaði
„raunverulegum“ orkusparnaði við
venjulega notkun.
Thierry Dombreval, yfirmaður
markaðsmála hjá Toyota í Evrópu,
sagði viðurkenninguna skipta
Toyota miklu máli núna þegar orku-
verð væri í hæstu hæðum. Toyota
hefur selt 613.000 tvinn-bíla út um
allan heim frá því árið 1997, þegar
Prius kom á markað í sinni fyrstu
kynslóð.
Sala á Prius hefur aukist talsvert
í Evrópu, eða úr 8.136 bílum árið
2004 í 18.886 árið 2005, sem er
132% aukning. Spár gera ráð fyrir
sölu á 25.000 bílum á þessu ári í
álfunni.
Hér á landi hafa selst frá árinu
2001 110 Prius bílar. Að sögn Krist-
ins G. Bjarnasonar, markaðsstjóra
hjá Toyota, hefur mikill stígandi ver-
ið í sölunni. Árið 2004 voru seldir
19 bílar en 51 bíll á árinu 2005.
Það sem af er þessu ári hafa
selst 29 Prius bílar. Prius kostar
2.690.000 kr. Veittur er 240.000
kr. afsláttur af vörugjöldum af Prius.
Toyota Prius, eini tvinn-bíllinn á markaði á Íslandi.
Tvinn-vél Toyota
vinnur í sínum flokki
1,5 l vélin í Prius en auk þess er rafmótor sem knýr bílinn áfram.
LÚXUSARMUR Toyota, Lexus, ráð-
gerir að hefja innreið sína á of-
ursportbílamarkaðinn jafnvel strax á
næsta ári. Bíll sem byggir á hug-
myndabílnum LF-A verður smíðaður
og á að velgja bílum eins og Porsche
911, Ferrari F430 og Aston Martin
DB9 undir uggum. Lexus sýndi hug-
myndabílinn LF-A á bílasýningunni í
Detroit 2005. Þetta er tveggja sæta
ofursportbíll sem á sýningunni var
kynntur með V10-vél, yfir 500 hest-
afla. Hann var sagður ná vel á fjórða
hundraðið í hámarkshraða.
LF-A er 10 cm styttri en Porsche
911 en með 22 cm meira hjólhaf.
Hann er jafnhár og Ferrari F430 og
breiddin er hin sama og á Aston
Martin DB9. Þessar tölur gefa
kannski gleggst til kynna hvaða
keppinauta Lexus sér fyrir sér með
þennan bíl. Sést hefur til bílsins þar
sem Lexus hefur verið að prófa hann í
fullum dularklæðum við Nürburg-
hringinn. Líklegt þykir að hann verði
kynntur á næsta ári.
Lexus með
bíl í ofur-
sportbíla-
deild
Nýr ofursportbíll Lexus. Hefur hann roð við Porsche og Ferrari?
Ferrari F430. 490 ha, V8 og 4 sekúndur úr 0 í 100 km. Lágmúla 9 · 108 Reykjavík · Sími 5-333-999 · GSM 896-0578 · betragrip@betragrip.is
Vertu óhrædd/ur að velja það besta!
Ertu að leita að alvöru dekkjum?
Gott úrval af frábærum mótorhjóladekkjum.
MOTORCROSS · ENDURO · GÖTUHJÓL