Morgunblaðið - 12.05.2006, Side 7

Morgunblaðið - 12.05.2006, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 B 7 bílar Toyotasalurinn - Njarðarbraut 19 - Reykjanesbæ 421 4888 421 4888 Toyota Land Cruiser 120 VX dísel. Nýskr. 12/2005, ekinn 11 þ. km, sjálfsk., 8 m., 33" breyttur, aukasæti, filmur, krókur, þver- bogar. Verð 5.700.000. Ath. skipti. Toyota Land Cruiser 120 LX dísel. Nýskr. 9/2004, ek. 33 þ. km, sjálfsk., 35" br. m. 15" felgum, krókur, varad.hlíf, filmur, gl.vindhl. o.fl. Verð 4.700.000. Ath. skipti. Toyota Land Cruiser 120 LX dísel. Nýskr. 6/2003, ekinn 60 þ. km, sjálfskiptur, 35" breyting, filmur, krókur, varadekkshlíf. Verð 4.290.000. Lexus RX 300 Sport Nýskr. 8/2001, ekinn 70 þ. km, sjálfskiptur, leður, filmur loftbóludekk. Verð 2.850.000. Ath. skipti. Lexus RX 300 EXE NEW Nýskr. 6/2003, ekinn 56 þ. km, sjálfskiptur. Verð 4.100.000. Ath. skipti. Infiniti FX-35 3500 bensín. Nýskr. 1/2005, ekinn 23 þ. m., sjálfskiptur bíll með gersamlega ÖLLU. Verð 4.870.000. Ath. skipti. REYKJANESBÆ Toyota Land Cruiser 100 new 4.2 dísel. Nýskr. 12/2002, ekinn 95 þ. km, sjálfskiptur, intercooler, tölvukubbur, leður, lúga. Bíll með öllu. Verð 5.300.000. Ath. skipti. Toyota Hilux D/C dísel. Nýskr. 3/1999, ekinn 155 þ. km, 33" breyttur, krókur, pallhús. Verð 1.490.000. Kia Sorento EX 2.5 TDi Nýskr. 8/2005, ekinn 13 þ. km, sjálfskiptur, krókur, leður. Verð 2.990.000. Ath. skipti. Toyota Land Cruiser 90 GX dísel Common Rail. Nýskr. 10/2002, ekinn 59 þ. km, sjálfskiptur, krókur. Verð 3.100.000. Ath. skipti. Bíllinn er sem nýr. Toyota Land Cruiser 90 VX dísel Common Rail. Nýskr. 10/2001, ekinn 85 þ. km, sjálfskiptur, krókur, 33" breyttur, samlitur. Verð 2.890.000. Toyota Land Cruiser 90 VX dísel. Nýskr. 2/1997, ekinn 293 þ. km, sjálfskiptur, krókur. Verð 1.350.000. Ath. skipti. Toyotasalurinn.is Spurt: Ég var að kaupa nýjan Santa Fe-jeppling með dísilvél. Hjá um- boðinu var mér sagt, þegar ég spurði um olíuskipti, að einu sinni á ári eða á 15 þúsund km fresti væri reglan. Er það óhætt? Svar: Ef til vill er það óhætt en ég myndi ekki telja það skynsamlegt. Sparnað í smurolíuskiptum, sér- staklega á dísilvél við okkar að- stæður (hitasveiflur), tel ég vera vondan bisness. Mín reynsla er sú að hagkvæmast sé að nota ódýra smur- olíu og endurnýja hana oft frekar en dýra smurolíu og endurnýja sjaldn- ar. Á dísilvél myndi ég skipta um ol- íu og síu á 5.000 km fresti og á 8.000 km fresti á bensínvél. Það vill gleymast að eftirlitið, sem fylgir ol- íuskiptum á betri smurstöðvum, er mikilvæg forvörn sem oft getur komið í veg fyrir dýrar viðgerðir. (Smurstöðvar mættu gera meira af því að auglýsa þann þátt þjónust- unnar). Það þarf ekki mikið að ger- ast til að viðgerðarkostnaður hlaupi á hundruðum þúsunda króna og því er kostnaður við tíðari olíuskipti ódýr trygging, að mínu mati, sem ég byggi m.a. á notkun og reynslu af dísilbílum sl. 25 ár og tæplega hálfr- ar milljónar km akstri. Lituð dísilolía Spurt: Hvernig er það með litaða dísilolíu … ég var að spá í dísilbíl og eigandinn sagði mér að hann hefði notað litaða vinnuvélaolíu til að spara sér útgjöld. Hefur lituð olía einhver áhrif á vélina? Mér líst illa á að kaupa eitthvað sem er merkt eða ólöglegt! Svar: Dísilolían er sú sama, lituð eða ólituð. Hafi verið notuð lituð olía á bílinn, en það er ólöglegt og varðar sektum eins og flestum er kunnugt, losnar liturinn ekki úr geyminum fyrr en eftir dúk og disk og eins víst að þú gætir lent í vondum málum þess vegna; t.d. gætir þú lent í mikl- um vandræðum með að sanna að lit- urinn væri leifar af lögbroti fyrri eiganda! Lágt drif eða ekki Spurt: Þegar árgerðir 2005 og 2006 af Jeep Grand Cherokee eru sagðar vera 4x4 – þýðir það að þeir bílar séu með háu og lágu drifi eins og eldri gerðirnar t.d. árgerð 1995? Getur þú jafnframt sagt mér hver sé munur á Quadra-Trac I og II í þessum bílum? Svar: Á bandaríska markaðnum eru flestir svokallaðir sportjeppar (SUV) fáanlegir með drif einungis á afturhjólunum (2WD) eða með fjór- hjóladrifi (4x4). Þótt nýlegur Jeep Grand Cherokee sé sagður 4x4 er ekki þar með sagt að hann sé með bæði hátt og lágt drif. Quadra-Trac I þýðir að bíllinn er með sítengt aldrif en einungis með hátt drif. Quadra- Trac II er með hátt og lágt sítengt aldrif. En Quadra-Trac II er fáan- legt í tveimur útfærslum; annars vegar með aflmiðlun (spólvörn), sem beitir ABS-kerfinu (brake traction control), en hins vegar með rafeinda- stýrðri seiglæsingu í mismunardrifi að framan og aftan og í millikass- anum. Það síðastnefnda nefnist, til aðgreiningar, Quadra-Drive II. Munurinn á þessum drifkerfum er töluverður en mest munar um að bíllinn með spólvörninni, sem byggð er á ABS-kerfinu (þ.e. Quadra-Trac II), eyðir meiru en sá sem er með Quadra-Drive II. Spurt er … Olíuskipti – hve oft? Morgunblaðið/Sverrir Ekki ætti að spara við sig í olíuskiptum – síst á dísilvélum. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.