Morgunblaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
VW Passat 1,8 Turbo Trendline. Ný-
skráður 03/2003. Ekin 52 þús. sjálf-
skiptur, 17” álfelgur, topplúga, spoiler,
krómlistapakki. Tölvukubbur c.a. 190
hö. Ásett verð 2.050 þús. Skoðar skipti
BMW X5 Sport. Árg. 2000.
Ekin 140 þús., sjálfskiptur, 19” álfelgur,
17” álfelgur, leður, lúga, aðgerðarstýri,
Minni í sætum, Cruise control ogfl.
Ásett verð 3.750 þús
áhvílandi 1.050 þús. Skoðar skipti.
MMC Pajero 3,2 GLS 35” br. Nýskr. 02
/2004. 35” breyttur. Ekin 70 þús. Sjálf-
skiptur, leður, lúga, loftk., spoiler, vara-
dekkshlíf, dráttarbeisli. Ásett verð 4.850
þús. áhvílandi 3.700 þús. Skoðar skipti.
MMC Pajero 3,2 Dakar 35” br.
Nýskr. 02/2005. 35” breyttur.
Ekin 25 þús. Sjálfsk., leður, lúga,
loftkæling, spoiler, varadekkshlíf,
dráttarbeisli. Ásett verð 5.290 þús.
Áhv. 4.700 þús. Skoðar skipti.
www.bilasalaselfoss.is - Söluumboð Heklu - Selfossi
Hrísmýri 3 • Selfossi • Sími 482 4022
KIA Picanto með 1,1 lítra dísilvélinni
er líklegra með skynsamlegri kost-
um í bílkaupum. Hann er þó líklega
ekki fyrsti valkostur þeirra, sem
leggja áherslu á mikinn þæginda-
búnað, mikið rými og sportlega eig-
inleika eða eru í miðri ímyndarupp-
byggingu með utanaðkomandi
hlutum. Þrátt fyrir stóraukin gæði
kóreskra bíla á undanförnum miss-
erum hefur ekki þótt sérlega fínt að
aka slíkum bílum. Þetta er sama
vandamál og Skoda á við að glíma að
einhverju leyti ennþá, þó í minni
mæli sé. Þótt Skoda geti meðal ann-
ars státað af Gullna stýrinu fyrir
Octavia, sem þykir með afbrigðum
góður bíll miðað við verð, eru þeir
ennþá til sem telja það fyrir neðan
sína virðingu að eiga Skoda.
Í hópi allra ódýrustu bíla
Picanto er skynsamlegur kostur
sem annar bíll á heimili, því með 1,1
lítra dísilvélinni er hann allt í senn:
Sparneytinn, á lágu verði og sniðug-
lega hannaður. Skemmst er að minn-
ast að Picanto var valinn smábíll árs-
ins 2005 í vali Bandalags íslenskra
bílablaðamanna haustið 2004.
Picanto er í hópi allra ódýrustu
bílanna á markaðnum. Nokkrir eru
þó á svipuðu verði, en enginn þeirra
býðst þó með dísilvél eins og Picanto.
Verðið er 1.325.000 kr. fyrir fimm
dyra bíl með handskiptingu, en þeir,
sem komast næst Picanto í verði, eru
þrennra dyra Toyota Aygo
(1.355.000 kr.), Hyundai Getz
(1.340.000 kr.), VW Fox (1.345.000
kr.), Opel Corsa (1.380.000 kr.) og
Skoda Fabia (1.380.000 kr.). Allir eru
þessir bílar með 1,1-1,2 l bensínvél-
um og þrennra dyra, en Picanto er
sem fyrr segir fimm dyra og með lít-
illi, sparneytinni en um leið furðu afl-
mikilli dísilvél. Hann var prófaður í
EX Classic-útfærslu á dögunum, en í
þeirri gerð er hann betur búinn en í
LX- og EX-gerðunum. Staðalbúnað-
ur í síðarnefndu gerðinni er ABS
bremsukerfi, barnalæsingar, dag-
ljósabúnaður, hæðarstilling á öku-
ljósum, hástætt bremsuljós, hiti í aft-
urrúðu, hliðarlistar, hraðanæmt
vökvastýri, hreyfiltengd þjófavörn,
ISOFIX barnastólafestingar, raf-
magnsrúður að framan, samlæsing-
ar, stafræn klukka, þokuljós að aft-
an, útvarp og geislaspilari.
Viðbótarbúnaður í EX er síðan síl-
saspoiler, vindskeið, snúningshraða-
mælir og fjögurra þrepa sjálfskipt-
ing. Hún er þó ekki fáanleg í
dísilgerðina, en í EX Classic-út-
færslu þess bíls bætast við 14" álfelg-
ur, samlitun, sportáklæði á sætum
og afturrúðuþurrka. Það er því lítið
sem vantar í þennan ódýra bíl af
nauðsynlegasta búnaði, annað en
kannski aksturstölvu og hita í sæti,
sem er svo þægilegt á köldum vetr-
armorgnum. Það er alveg hægt að
sætta sig við handknúna stillingu á
afturrúðum og hliðarspeglum og
þótt ESP-kerfi sé þarfaþing og mik-
ilvægur öryggisbúnaður, er þess
ekki að vænta að slíkan búnað sé að
finna í smábíl á þessu verði.
Dísilvél sem kemur á óvart
Picanto fær heiti sitt úr frönsku
þar sem orðið stendur fyrir krydd-
aður. Picanto er samt ekki sterkk-
ryddaður. Hann er einmitt frekar
laus við allt sem kemur á óvart.
Þannig er hann fyrirsjáanlegur í
akstri en liggur frekar vel á vegi.
Þetta er bíll í anda nytjastefnu - laus
við prjál en dugmikill snattari og
með dísilvélinni jafnvel talsvert
meira en það. Það kom undirrituðum
t.d. á óvart hve mikil millihröðunin er
og það var ekki fyrr en farið var að
einblína á hraðamælinn að ljóst var
að það þarf að gæta sín á inngjöfinni.
Eini ókosturinn við þessa litlu dís-
ilvél er talsvert vélarglamur og dísil-
hljóð í lausagangi.
Hönnun bílsins er miðuð við þarfir
Evrópubúa, með mikilli lofthæð og
miklu nýtanlegu innanrými. Lítið
umfang bílsins hentar síðan vel í
þrengslum evrópskra borga. Bíllinn
er ekki nema 3,5 m á lengd og 1,59 m
á breidd. Hann er því talsvert minni
en minnstu smábílarnir, sem áður
voru nefndir, og fellur frekar í flokk
með Toyota Aygo og VW Fox. Hann
er ákaflega lipur og þægilegur í
þrengslunum og fimm gíra hand-
skiptingin er alveg ásættanleg að því
undanskildu að hann rennur ekki lið-
lega í bakkgírinn.
Kia Picanto – ekki sterkkryddaður
REYNSLUAKSTUR
Kia Picanto
eftir Guðjón Guðmundsson
Morgunblaðið/Ómar
Stórt grill og stórar framlugtir setja virðulegan blæ á Picanto.
Picanto er einfaldur og stílhreinn að innan og vel frágenginn.
Þriggja strokka dísilvélin er togmikil og gerir bílinn sprækan.
gugu@mbl.is
Vél: 3 strokkar, 1.120
rúmsentimetrar, 12
ventlar.
Afl: 75 hestöfl við 4.000
snúninga á mínútu.
Tog: 155 Nm við 2.000
snúninga á mínútu.
Gírskipting: Fimm gíra
handskipting.
Hröðun: 16 sekúndur úr
kyrrstöðu í 100 km.
Hámarkshraði:
162 km/klst.
Lengd: 3.495 mm.
Breidd: 1.595 mm.
Hæð: 1.480 mm.
Hjólhaf: 2.370 mm.
Eldsneytistankur:
35 lítrar.
Eigin þyngd: 1.059 kg.
Eyðsla: 5,4 l innanbæjar,
4,4 l í blönduðum akstri
(skv. framleiðanda).
Farangursrými: 157 lítrar,
882 lítrar með sæti niðri.
Hemlar: Diskar framan og
aftan, ABS.
Hjólbarðar og felgur:
175/60 R14, álfelgur.
Verð: 1.325.000 kr.
Umboð: Hekla.
Kia Picanto 1,1
dísil EX Classic
GRÍÐARLEG viðskipti eiga sér stað á
hverju ári með notaða bíla. Á síðasta
ári urðu 81.556 eigendaskipti sem
jafngildir því að meðaltali að 6.796
notaðir bílar hafi skipt um eigendur í
hverjum mánuði. Bílaumboðin eru
einna fyrirferðarmest í sölu á not-
uðum bílum enda kemur ógrynni af
þeim sem uppítökubílar í nýja. Á
næstunni verður í bílablaðinu sér-
stakt tilboðshorn þar sem einni bíla-
sölu gefst kostur á hverju sinni að
benda á sex sérlega hagstæð kaup.
Það eru notaðir bílar hjá Bernhard
ehf. sem ríður á vaðið.
Peugeot 407 SW HDi. Þetta er dís-
ilbíll, skráður í desember 2004 og
hefur verið ekið 75.000 km. Hann er
sjálfskiptur og ásett verð er
2.390.000 kr. Tilboðsverð er
2.050.000 kr.
Tilboðsbílar
vikunnar
VW Passat Higline með 2ja l bensínvél,
skráður í september 2004. Honum
hefur verið ekið aðeins 11.000 km og
er sjálfskiptur. Ásett verð 2.290.000.
Tilboðsverð 1.890.000 kr.
Daewoo Musso E-32 Grand Luxe er
skráður í maí 2002 og hefur verið ek-
ið 42.000 km. Hann er sjálfskiptur.
Ásett verð er 2.290.000 kr. en til-
boðsverðið er 1.690.000 kr.
Peugeot 206 XR sem er skráður í
febrúar 2003. Honum hefur verið ek-
ið 43.000 km og hann er beinskiptur.
Ásett verð er 990.000 kr. en til-
boðssverð er 650.000 kr.
Mercedes-Benz E-220 CDI Elegance.
Þetta er dísilbíll sem skráður er í jan-
úar 2001 og hefur verið ekið
205.000 km. Hann er sjálfskiptur.
Ásett verð er 2.590.000 kr. en til-
boðsverðið er 1.990.000 kr.