Morgunblaðið - 19.05.2006, Síða 4
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í
blaki leikur í fyrsta sinn í níu
ár hér á landi í dag þegar liðið
mætir Skotum í Evrópukeppni
smáþjóða. Íslenska landsliðið
hefur trúlega aldrei verið
sterkara enda hefur íþróttinni
fleytt mikið fram hér á landi
hin síðari ár og liðið hefur æft
af miklu kappi fyrir þetta mót.
Auk Íslands og Skotlands
eru Færeyingar og Kýpurbúar
í riðlinum sem leikinn verður í
Digranesi. Tvö lið komast
áfram í úrslitakeppnina sem
fram fer í Skotlandi á næsta
ári og er markið sett á að kom-
ast þangað. Vitað er að róð-
urinn verður erfiður því Kýp-
urbúar eru trúlega með
sterkasta liðið en hin þrjú
munu væntanlega berjast um
annað sætið.
Leikur Íslands og Skotlands
hefst klukkan 20 og klukkan
18 leika Færeyingar og
Kýpurbúar en íslenskur þjálf-
ari, Magnús Aðalsteinsson, sér
um þjálfun færeyska liðsins.
Níu ára bið
eftir landsleik
á enda
CELTIC varð 16. liðið til að
tryggja sér sæti í riðlakeppni
Meistaradeildar Evrópu á
næstu leiktíð en skosku meist-
ararnir fengu farseðilinn eftir
sigur Barcelona á Arsenal í
úrslitaleik Meistaradeildar-
innar í fyrrakvöld.
32 félög komast í riðla-
keppnina og liðin 16 sem eru
örugg eru: Anderlecht, Barce-
lona, Bayern München, Bor-
deaux, Celtic, Chelsea, Juven-
tus, Lyon, Manchester United,
AC Milan, Olympiakos, Porto,
PSV Eindhoven, Real Madrid,
Sporting Lissabon og Werder
Bremen.
Liverpool og Arsenal
í 3. umferðina
Ensku liðin Arsenal og
Liverpool hefja keppni í 3. um-
ferð forkeppninnar en sigur-
liðin komast í riðlakeppnina.
Liðin sem taka þátt í 3. um-
ferðinni eru: AEK, Ajax, Ars-
enal, Austria Vín, Benfica,
CSKA Moskva, Fiorentina,
Galatasaray, Hamburg, Inter
Milan, Lille, Liverpool, Mac-
cabi Haifa, Osasuna, Shaktar
Donetsk, Slovan Liberec,
Standard Liege og Valencia.
Í 2. umferð forkeppninar
taka þátt lið á borð við Våler-
enga sem Árni Gautur Arason
leikur með og Djurgården, lið
Kára Árnasonar og Sölva
Geirs Ottesen.
Íslandsmeistarar FH hefja
þátttöku í 1. umferð forkeppn-
innar.
Sextán klár
í Meistara-
deildina
Tim Duncan fór mikinn í San Ant-onio og gerði 36 stig. Hann setti
met í úrslitakeppninni þegar hann
hitti úr fyrstu tólf skotum sínum.
Duncan tók 12 fráköst. Tony Parker
gerði 27 stig. Þrátt fyrir sigurinn eru
meistararnir enn undir í einvíginu en
þeir hafa nú endurheimt sjálfs-
traustið og þá getur allt gerst.
Heimamenn í Spurs voru með 60%
skotnýtingu í leiknum og til alls lík-
legir. Sjötti leikur liðanna verður
einnig í San Antonio en ef kemur til
oddaleiks verður hann í Dallas.
Nick Nowitzki var í stuði í liði
Dallas í fyrrinótt og gerði 31 stig.
Hann tók einnig tíu fráköst í leikn-
um.
Manu Ginobili, sem var í byrjunar-
liði Spurs á ný eftir að hafa verið á
bekknum í síðustu tveimur leikjum,
gerði 18 stig. Hann fór á vítalínuna í
lokin en hitti aðeins úr öðru skotinu –
en það dugði því þetta reyndist sig-
urstigið.
James kominn í stuð
LeBron James gerði 32 stig fyrir
Cleveland þegar liðið vann Detroit
86:84 í fimmta leik liðanna og þar
með tók Cavaliers 3-2 forystu í ein-
víginu. Hann átti einnig stoðsend-
inguna á Drew Gooden í lokin þegar
hann tryggði sigurinn. Sjötti leikur-
inn verður í Michigan en komi til
oddaleiks færa liðin sig yfir til
Detroit.
Leikmenn Cleveland hafa sýnt
ótrúlega mikinn styrk því liðið tapaði
fyrstu tveimur leikjunum fyrir
Detroit og það með tölverðum mun
þannig að menn töldu nokkuð ljóst
að Pistons kæmist auðveldlega í úr-
slitin. En annað er komið á daginn.
Cleveland hefur unnið þrjá leiki í röð
og er 3-2 yfir í einvíginu.
Meistararnir
ekki á því að
gefast upp
MEISTARAR San Antonio Spurs eygja enn von um að komast í úrslit
vesturdeildarinnar í NBA körfunni. Liðið lagði Dallas Mavericks
98:97 í fyrrinótt og staðan í einvígi liðanna er 3-2 fyrir Dallas. Þá tók
Cleveland 3-2 forystu í baráttunni við Detroit í austurdeildinni.
Reuters
LeBron James fagnar naumum sigri Cleveland á Detroit.
„ÉG viðurkenni að ég var of fljótur
á mér að flauta en ég var algjörlega
með það á hreinu hvað gerðist.
Markvörðurinn tók framherjann
niður og ég blés í flautuna án þess
að sjá hvert boltinn fór. Eftir á að
hyggja hefði ég átt að bíða í nokkr-
ar sekúndur áður en ég tók þá
ákvörðun að flauta. Þetta var
óheppilegt en hlutirnir gerðust afar
hratt,“ sagði norski knattspyrnu-
dómarinn Terje Hauge í viðtali við
norska blaðið Verdens Gang í gær.
Atvikið sem um ræðir er þegar
Jens Lehmann markvörður Arsen-
al felldi framherjann Samuel Eto’o
þegar hann var sloppinn einn í
gegn í úrslitaleik Barcelona og Ars-
enal í úrslitaleik Meistaradeildar-
innar í fyrrakvöld. Í kjölfarið barst
boltinn til Ludovic Giuly sem sendi
boltann í tómt mark Arsenal en
andartaki áður hafði Hauge flautað
svo markið stóð ekki. Lehmann
fékk hins vegar reisupassann og
Börsungar aukaspyrnu rétt utan
vítateigs.
Hneyksli að UEFA
skildi velja Hauge
Fjölmargir sparkspekingar hafa
harðlega gagnrýnt Hauge fyrir
frammistöðu hans í leiknum og
meðal þeirra er Paul Merson, fyrr-
um liðsmaður Arsenal, sem lýsti
leiknum á Sky-sjónvarpsstöðinni.
,,Við erum að tala um heimsins
stærsta leik á milli félagsliða og að
UEFA skuli hafa valið Hauge til að
dæma er hneyksli,“ sagði Merson.
Hauge er á öðru máli.
Ánægður með frammistöðuna
,,Við höfðum full tök á leiknum
og ég er yfir höfuð ánægður með
frammistöðu mína. Ég get vel skilið
gremju Arsenal-manna enda sárt
að tapa svona stórleik,“ sagði
Hauge við norska blaðið Dagbladet
en hann var ekki valinn í hóp þeirra
dómara sem dæma á HM í sumar.
Reuters
Jens Lehmann, markvörður Arsenal, grípur í fót Samuel Eto’o, sóknarmanns Barcelona, í úrslita-
leiknum í fyrrakvöld á Stade de France í París þegar Eto’o var rétt að komast gegn opnu marki.
Var of fljótur á mér
FÓLK
THEÓDÓR Elmar Bjarnason og
Kjartan Finnbogason eru í hópi tíu
leikmanna frá skoska knattspyrnu-
félaginu Celtic sem taka þátt í árlegu
móti í Hong Kong á næstu dögum.
Þar er leikið í sjö manna liðum en á
nokkuð stórum velli og Celtic er í riðli
með PSV Eindhoven, Hong Kong FC
og Shanghai Shooters frá Kína. Með-
al þátttökuliða á mótinu eru einnig
Arsenal, Manchester United, Aston
Villa og Southampton.
THEÓDÓR Elmar og Kjartan hafa
leikið með Celtic í hálft annað ár.
Theódór Elmar er að ganga upp úr
unglingaliðinu nú í sumar. Kjartan
var í varaliði Celtic í vetur en missti af
stærstum hluta tímabilsins þar sem
hann meiddist í tvígang.
MARKÚS Máni Michaelsson
Maute skoraði tvö mörk þegar lið
hans Düsseldorf tapaði 34:24, fyrir
Kronau/Östringen í þýsku 1. deild-
inni í handknattleik í fyrrakvöld.
Gunnar Berg Viktorsson lék með
Kronau/Östringen í leiknum en tókst
ekki að skora mark.
VIÐ tapið féllu Markús og samherj-
ar niður í 16. sæti deildarinnar þegar
þrjár umferðir eru eftir. Liðið, sem
endar í 16. sæti þegar upp verður
staðið, leikur tvo leiki um sæti í 1.
deildinni við það lið sem hafnar í 2.
sæti í 2. deild í fyrri hluta júní, um
svipað leyti og íslenska landsliðið leik-
ur við Svía í undankeppni HM í hand-
knattleik.
ARPAD Sterbik, handknattleiks-
maður ársins 2005 hjá Alþjóða hand-
knattleikssambandinu og markvörð-
ur og samherji Ólafs Stefánssonar
hjá Ciudad Real, hefur framlengt
samning sinn við félagið til ársins
2014. Sterbik er 27 ára og aðalmark-
vörður serbneska landsliðsins. Fá-
heyrt er að íþróttamenn geri svo
langa samninga við félög.
SILJA Úlfarsdóttir, hlaupakona úr
FH, hefur þekkst boð um að taka þátt
í 400 m grindahlaupi í hinu þekkta og
vinsæla frjálsíþróttamóti í Hengalo í
Hollandi um aðra helgi.
DANISLAV Jevtic, serbneskur
knattspyrnumaður sem kom til liðs
við úrvalsdeildarlið Víkings í vor, hef-
ur verið lánaður til 2. deildar liðs Aft-
ureldingar. Jevtic er sóknarmaður
en þótti ekki sterkari en þeir leik-
menn sem fyrir voru í röðum Víkinga.