Morgunblaðið - 01.07.2006, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 B 3
börn
N
ei!!! Þetta yrði ömur-
legt sumar. Ö-M-U-R-
L-E-G-T !!!
Mamma lét mig vita
með engum fyrirvara.
Kom tveimur dögum fyrr inn í
herbergi til mín og sagði að hún
yrði að vinna í allt sumar (til-
breyting?) og ég gæti ekki verið
ein heima.
Svo hún hefði hringt í bróður
ömmu og hann hefði boðið mér
vist í mánuð í sveitinni sinni,
ásamt Ingu frænku, og ég færi
eftir tvo daga.
Ég gapti! S v e i t ? Kúamykja?
Skítur? Sveitalubbafrændi? Ekk-
ert sumarfrí?
Það þurfti meira en Ingu
frænku til að ég samþykkti, en
einhvern veginn fór það svo.
Mamma keyrði mig og Ingu í
marga klukkutíma.
Ekkert sást út. Það var full-
komið sveitaveður; þoka, rok og
grenjandi rigning. Fullkomið.
Við renndum í hlað við pínulít-
ið, hvítt steinhús. Það sást voða
lítið út en það var voðalega mikið
drasl í kring. Gömul hjól, dekk,
varahlutir; einfaldlega rusl og
drasl.
Við gengum með töskurnar að
hurðinni og bönkuðum. Ekkert
svar.
Sveitalubbafrændi?
Hurðin var ógeðsleg. Upp-
þornuð, og kóngulóavefir.
Skarkali heyrðist inni og hurð-
inni var hrundið upp.
Þar var pínulítill kall. Hann var
eldgamall, sköllóttur með hvítt
skegg. Hann var rétt 1,55 á hæð,
tannlaus, hrukkóttur og bros-
andi. Hann var í fjólublárri
skyrtu sem var girt ofan í snjáðar
gallabuxur, með svört axlabönd
og var að reykja pípu.
,,Góðan daginn!!“ hrópaði
hann. Hann kastaði pípunni upp í
lofið og fékk allt tóbakið yfir sig.
Mamma heilsaði og kvaddi
okkur. Henni leist ekkert á húsið,
svo hún lofaði að sækja okkur
tveimur vikum fyrr.
,,Jæja, stelpur mínar. Þið verð-
ið ekki einu börnin í sumarvist
þetta árið. Hann Jón á Bakka á
víst von á fullt af drengjum þetta
árið. Þið börnin eruð svo dugleg
að fara í sveit núorðið.“ Hann
brosti, tók töskurnar og bað okk-
ur að elta sig. Við gengum upp
gamlan og niðurníddan stiga og á
meðan hrósaði frændi (hvað hét
hann?) endalaust unga fólkinu og
sveitinni.
„Jæja stúlkur,“ sagði hann og
benti inn í herbergi. Það var gam-
alt, rósótt veggfóður á veggjun-
um. Tvö gömul rúm voru upp við
vegg en einnig skrifborð og tveir
stólar.
,,Hafið það sem best. Frúin er
að elda kvöldmat,“ sagði frændi
og hljóp í skarkala niður.
Frúin ógnarleg
Við tókum upp úr töskunum en
drifum okkur niður eftir að Ingu
sýndist hún sjá mús bak við rúm-
ið sitt. Sóðalegt, sóðalegt.
Eldhúsið var pínulítið. Þar
voru sæti fyrir 4–5 manns og eng-
in nútímaþægindi. Eldavél og ís-
skápur voru það eina sem minnti
á 21. öldina. En hvar var „frúin“?
Frændi galaði einhvers staðar
að við ættum að setjast og bíða,
svo við settumst.
Það brakaði í sætunum.
,,Hver ætli frúin sé?“ hvíslaði
ég.
,,Ætli hann sé ekki giftur kúa-
mömmu!!“ ískraði í Ingu.
Eftir smá stund kom frændi,
rennandi sveittur á harðahlaup-
um.
,,Frúin er að koma,“ sagði hann
og settist.
,,Þið getið kallað hana frúna.
Mig getið þið kallað frænda.“
Eftir fimm mínútur eða svo
birtist gríðarstór og feit kona.
Hún var alveg 1,90 á hæð og spik-
feit. Hún þrammaði inn í eldhús
með diska, klædd í bláan náttkjól
með tvær fléttur í gráu hári. Hún
virtist um fimmtugt. Var hún gift
frænda? Óhugsandi.
,,Frú getið þið kallað mig!“
sagði hún dimmri röddu og tók í
hendurnar á okkur, sem hurfu al-
veg. Svo tók hún til við að leggja á
borð.
,,Þetta er frænka ykkar. Hún
er dóttir mín og býr í kjallaranum
ásamt Páli syni sínum. Páll er í
framhaldsskóla í Reykjavík og
verður þar í sumar,“ sagði
frændi.
Frúin setti svo mat á borðið.
Það var siginn fiskur, kartöflur
og eitthvað ógeðslegt sem minnti
á ælu.
Frændi og frúin hökkuðu þetta
í sig en stelpurnar rétt snertu á
matnum. Þetta var ógeðslegt.
Allt í einu birtust tveir feitir
hundar. Frændi kastaði til þeirra
kartöflu.
,,Gefið bara Snata og Sámi af-
ganginn,“ sagði hann. Við settum
matinn á gólfið og diskana í vask-
inn og þökkuðum fyrir okkur.
Við fórum upp og frændi bauð
góða nótt.
Anita Vestmann,
Akureyri, 12 ára.
Sumarævintýri í sveitinni
Getur þú fundið út hvar sjóræninginn hefur falið fjársjóðinn? Þú skalt
sigla inn í hringina og leggja saman tölurnar. Ef þú nærð summunni 30
hefur þú fundið fjársjóðinn. Gangi þér vel en farðu varlega.
Fjársjóðsleit
Sveitin mín
Hæ, ég heiti Hrafnhildur Jó-
hanna og er 10 ára og bý í
Steinsholti. Það er sveit í
Gnúpverjahreppi, þar eru 14
kúabú. Við erum með hesta,
kýr, kindur, hænur, ketti og
hunda. Við förum daglega á
hestbak og stundum förum
við tvisvar á dag. Hesturinn
minn heitir Fauta en reiðhest-
arnir heita Helir og Flauta. Við
erum með svona um 50 kýr
og nokkrar kvígur. Það er
gaman að gefa kálfunum
mjólk. Við krakkarnir skipt-
umst á að hjálpa pabba í fjós-
inu. Ég vona að ég búi eins
lengi og ég get í sveit. Endir.
Hver á þetta kassalaga auga?
Ætli það sé geimvera, fiskur eða
skrýmsli, hvað heldur þú?
Anna Diljá sem er 8 ára sendi
okkur þessa dularfullu mynd.
Kassalaga
auga
Rauðhetta og úlfurinn röltu
um stræti og ráku burt nag-
dýr sem voru með læti. Þess
vegna Ari frá þessu slapp,
það var töluverð lukka og
happ.
Úr Stafrófsvísum Ara
orms eftir Kristján Jóhann
Jónsson
r R
Strákurinn er skekinn. Eitthvað ófrýnilegt hangir á önglinum. Hvað
skyldi það vera? Reyndu að komast að því.
Hvað hangir á önglinum?