Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar Þ að er kannski lýsandi að þeg- ar sest var í bílinn og vélin ræst þá hljómaði Létt FM 96,7 í útvarpinu – afskaplega viðeigandi fyrir hinn „nýja“ Toyota Avensis sem er svo léttur og þægi- legur að blaðamaður gleymdi hrein- lega að bíllinn væri beinskiptur en ekki sjálfskiptur og startaði bílnum í gír án þess að stíga á kúplinguna, nokkuð sem ekki gerist oft. En það er reyndar líka til marks um karakt- er bílsins – með höfuðáherslu á áreynsluleysi og þægindi að vélin megnaði ekki að hreyfa bílinn úr stað þó honum væri startað í gír og án þess að stíga á kúplinguna – kipp- urinn var rétt nægjanlegur til að vekja reynsluökumanninn til lífsins. Fimm stjörnu Euro NCAP-einkunn- in sem bíllinn hefur hlotið hefur aug- ljóslega vakið þvílíka öryggistilfinn- ingu að blaðamaður slakaði á um leið og sest var inn í bílinn. Andlitslyftingin er látlaus, þó ekki eingöngu á yfirborðinu Bíllinn, sem hefur notið talsverðra vinsælda Íslandi, og selst betur það sem af er þessu ári en á því síðasta, hefur fengið létta yfirhalningu til að hægt sé að halda honum framarlega á meðal keppinautanna. Andlitslyftingin felur í sér örlítið meira króm, reyklituð framljós, ný afturljós og ljósdíóðu stefnuljós í hliðarspeglana. Að innanverðu hefur aðeins verið tekið til líka með nýjum áklæðum og yfirhalningu á mæla- borði og lýsingu þess. Langmikil- vægustu breytingarnar hafa þó verið gerðar á fjöðrun bílsins og stýri en einnig eru bremsur skarpari en þær voru áður. Saman skila þessar breyt- ingar meira spennandi bíl en áður var í boði og engin vanþörf á, því Toyota á Íslandi leggur ekki höfuð- áherslu á mest spennandi Avensis- bílinn þar sem t.d. 180 hestafla dís- ilvélin er ekki í boði en með þeirri vél yrði bíllinn líklega þrælskemmtileg- ur í akstri og, það sem meira er, fengi vél við hæfi. Allt aðeins betra en það var Útlit bílsins hefur elst vel, þetta er að mati undirritaðs einn laglegasti bíllinn frá Toyota í dag, og því var ekki þörf á mikilli yfirhalningu. Það verður að segjast að breytingarnar sem Toyota hefur farið út í eru mjög skynsamlegar – enda ekki við öðru að búast af Toyota. Akstursstaðan er til fyrirmyndar í bílnum, sætin talsvert betri en þau voru þó ennþá skorti nokkuð á lengri setu. Flest öll stjórntæki eru einföld og aðgengileg en þó fannst blaða- manni rofar fyrir þurrkublöð og ljós vera frekar hástæðir miðað við stýrið sjálft og fálmaði hann því nokkuð oft út í loftið – þetta er þó án nokkurs vafa eitthvað sem venst ef bíllinn er notaður sem eini bíll heimilisins. Gírskiptingin var mjög góð, ná- kvæm, mátulega þung og stutt á milli gíra og er auðveldlega hægt að ímynda sér að gaman sé að hræra í skiptingunni á Avensis með öflugri vél en prófunarbíllinn sem er með 1,8 lítra bensínvélinni og skilar 129 hest- öflum skilar sínu en ekkert meira en það. Þessi bíll er ekki búin vél sem ýtir undir líflegan akstur – miklu fremur var þægindanna notið í róleg- heita akstri. Vélin skilar þó sínu eins og áður var sagt og er bíllinn 10,3 Áhyggjulaus og léttur Avensis fær andlitslyftingu Sæti eru nokkuð góð og rúmt um alla farþega. Hólf og glasabakkar finnast fyrir bæði fram og aftursætisfarþega. Ljósdíóðu stefnuljós eru komin í hliðarspeglana. Toyota hefur valið að fara þá leið að breyta eins litlu og mögulegt er við að fríska upp á Avensis. REYNSLUAKSTUR Toyota Avensis Ingvar Örn Ingvarsson Bíllinn er ekki síður laglegur að aftan og leynir stærð sinni vel. Bíllinn er allur geysilega rúmgóður. Afl: 129 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu Tog: 170 Nm við 4.200 snúninga á mínútu Gírskipting: 5 gíra bein- skiptur eða fjögurra þrepa sjálfskiptur Hröðun: 10,3 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km Hámarkshraði: 200 km/klst. Fjöðrun: MacPherson gormafjöðrun með jafn- vægisstöng að framan, tveggja spyrnu fjöðrun með stýrilið með jafnvægisstöng Drifbúnaður: Framhjóladrif Hemlar: Loftkældir diskar að framan, heilir diskar að aftan, ABS, EBD og heml- unarhjálp Hjólbarðar og felgur: Dekk 205/55R16 á stálfelgum með heilum hjólkoppum Stýri: Rafdrifið stýri Lengd: 4.715 mm Breidd: 1.760 mm Hæð: 1.430 mm Eigin þyngd: 1.320 kg Eyðsla: 7,2 lítri í blönd- uðum akstri, 5,8 lítrar í þjóðvegaakstri, 9,4 lítrar í innanbæjarakstri Verð: 2.780.000 kr. Umboð: Toyota á Íslandi Toyota Avensis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.