Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 B 3 bílar Á laugardaginn 29. júlí verður haldin í annað sinn drifterkeppni eftir vel heppnaða keppni í fyrra. Max1-bílavaktin í Reykjavík og Bifreiða- íþróttaklúbbur Reykjavíkur, BÍKR, standa að keppninni en keppnisstaður verður tilkynntur mánudaginn 24. júlí á heimasíðu Max eins, max1.is. Búast má við að 20–25 ökumenn taki þátt að þessu sinni en minnt er á að skráningu fyrir keppnina lýkur á þriðjudaginn 25. júlí. Orðið „drift“ kemur úr ensku og mætti þýða sem flat- rek og er þetta því flatrekskeppni. Það þykir heldur óþjált og flestir notast því við orðið drif- terkeppni en í slíkri keppni er leitast við að sýna færni ökumanns og getu bíls við stöðugt spól, út á hlið (skriði), hring eftir hring á þar til gerðri braut. Einnig verða í boði tvö frísvæði þar sem frjáls tækni í spóli verður leyfð. Allt er þetta gert innan ákveðinna tímamarka og svo gefin stig fyrir magn reyks frá dekkjum, hávaða frá bíl, fagnaðarlæti áhorfenda, drifthringinn, frjálsa svæðið og stíl. Einnig eru gefin refsistig fyrir felldar keilur. Nexen-dekkjaframleiðandinn gefur vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin auk sér- stakra tilþrifaverðlauna. Keppendur fá einnig 40% afslátt af Nexen-dekkjum fram að keppn- isdegi enda má búast við því að miklu gúmmíi verði brennt á keppnisdaginn. Aðgangseyrir verður 500 krónur en 11 ára og yngri fá frítt inn á svæðið í fylgd með fullorðnum. Drifterkeppni haldin í annað sinn The Fast and the Furious: Tokyo Drift - vonandi má búast við svipuðum tilþrifum hér heima. Svona mun brautin verða uppsett en ekki verður gefin upp staðsetning hennar fyrr en eftir helgi. Árið 1983 ákváðu yfirmenn Toyota að takast á við risana á lúxusbílamarkaðnum, Mercedes Benz, BMW og Jagúar með því að hleypa af stokkunum eigin merki sem ætti að skara fram- úr og binda enda á einokun evrópsku framleið- andanna á þessum markaði. 1989 leit afrakstur erfiðisins dagsins ljós og bar bíllinn Lexus- merkið á húddinu. Bílablaðamenn allra landa kepptust við að hlaða lofi á bílinn og alla tíð síð- an hafa Lexus-bílar þótt vera einstaklega vel smíðaðir og hafa sankað að sér viðurkenningum og er svo komið í dag að Lexus-bílar raða sér reglulega í flest efstu sætin í könnum hjá JD Powers. Nú lítur út fyrir að annað vígi evrópskra bíla- framleiðenda sé að falla en það er sá flokkur bíla sem stundum hefur verið nefndur „super sedan“ og þekktasti bíllinn úr þeim flokki er BMW M5. Lexus virðist þó ætla að taka slaginn við systur bílinn M3 og etja um leið kappi við bíla eins og C-línu AMG Benz og Audi S4 og RS4. Bíll frá Lexus hefur sést við prófanir í dul- arbúning á Nordshcleife og er líkum að því leitt að Lexus muni nálgast hugmyndina að þessum flokki bíla á eilítið annan hátt en keppinaut- arnir. Lexus hefur ekki viljað láta draga sig í hestafla stríð þýsku framleiðandanna en þeir munu þó tefla fram öflugri vél, líklegast 4,6 lítra V8 vél sem mun skila minnst 380 hestöflum en þá ætti áherslan jafnframt að vera á afl án átaka – þægindin í fyrirrúmi að venju. Bíllinn mun líklega fá tegundarheitið IS500 og koma á markað á næsta ári ef marka má fréttasíður veraldarvefjarins. Lexus tekur slaginn aftur Í NÝRRI könnun sem birt var í vikunni hjá Insurance Institute for Highway Sa- fety í Bandaríkjunum kemur fram að fleiri látast á hverju ári af völdum áreksturs á hlið bíls en framan á hann. Könnunin þyk- ir vera til vitnis um mikilvægi þess örygg- isbúnaðar sem nú er staðalbúnaður í öllum bílum en það eru líknarbelgirnir. Enn sem komið er eru þó hliðarlíknarbelgir auka- búnaður hjá mörgum framleiðendum og telja rannsakendur að þetta skýri að hluta af hverju fleiri látast í árekstrum frá hlið. Jafnframt kemur fram að mikilvægi hliðarárekstrarvarna hafi aukist verulega eftir mikla söluaukningu á jeppum, pall- bílum og jepplingum vestanhafs en slíkir bílar eru nógu háir til að högg komi fyrir ofan árekstrarvarnarsvæði flestra fólks- bíla við árekstur á hlið. Þróunin hefur ver- ið svipuð hér á Íslandi á síðustu árum með gífurlegri söluaukningu á bílum í þessum flokkum. Í Bandaríkjunum voru 47% allra nýrra bíla árið 2004 jeppar, pallbílar eða jepplingar og því er ljóst að samsetning bílaflotans hefur breyst mjög mikið á síð- ustu árum. Í þeim bílum sem voru prófaðir og voru án hliðarlíknarbelgja, en þessar gerðir eru ekki fluttar inn til Íslands af umboðunum, hefði ökumaður hlotið lífshættuleg meiðsl. Það væri því ekki úr vegi fyrir íslenska vegfarendur að hafa þetta í huga í ljósi sambærilegrar þróunar hér heima – hlið- arlíknarbelgir ættu að vera staðalbúnaður í öllum bílum. Hliðarárekstrarvörn besta vörnin í árekstri við jeppa TENGLAR ....................................................... www.ihs.org

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.