Morgunblaðið - 13.08.2006, Side 11

Morgunblaðið - 13.08.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2006 C 11 Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Háskóli Íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, s. 525 4000 RANNSÓKNAÞJÓNUSTAN VERKEFNISSTJÓRI Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands leitar að háskólamenntuðum verkefnisstjóra til ráð- gjafastarfa við sókn háskólasamfélagsins eftir fjármagni til rannsókna- og þróunar úr inn- lendum og erlendum samkeppnissjóðum. Í starfinu felst: • Aðstoð og ráðgjöf við gerð umsókna og framkvæmd verkefna, sérstaklega samninga og samskipti við styrktaraðila • Upplýsingagjöf til starfsmanna og framhaldsnemenda skólans, m.a. umsjón með heimasíðunni www.evropusamvinna.is • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi. Sjálfstæði í starfi, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg. Góð tölvukunnátta áskilin og áhugi á rannsóknum og vísindum og að tileinka sér nýja hluti mikil- væg. Reynsla af ráðgjafastörfum og þekking á alþjóðlegu rannsóknasamstarfi er kostur. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst, eða samkvæmt samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 28. ágúst n.k. Sjá nánar www.hi.is/page/storf og www.starfatorg.is Friðrik Skúlason ehf. (FRISK Software International) óskar eftir vefritstjóra. Viðkomandi mun sjá um viðhald og þróun vefsvæða fyrirtækisins, skrif fréttatilkynninga og yfirlestur markaðsefnis á ensku auk annarra tilfallandi verkefna. Hæfniskröfur: • Mjög góð enskukunnátta er nauðsynleg • Háskólapróf er skilyrði • Reynsla í vefþróun og viðhaldi vefsvæða er mjög æskileg • Reynsla í markaðsmálum er æskileg • Góð þekking og áhugi á tölvumálum er æskilegur Þverholti 18 • 105 Reykjavík • Sími: 540 7400 • Bréfsími: 540 7401 • www.frisk.is Umsóknir ásamt starfsferilsskrám sendist á: jobs@frisk.is Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2006 Nánari upplýsingar veitir: Erlendur Þorsteinsson, esth@frisk.is Friðrik Skúlason ehf. (FRISK Software) er alþjóðlegt öryggis- og þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig á sviði veiruvarna. Fyrirtækið framleiðir m.a. F-PROT Antivirus (Lykla-Pétur) og er í samstarfi við fyrirtæki um allan heim. Fyrirtækið starfar að mestu leyti á erlendum mörkuðum og er í dag eitt af fremstu veiruvarnar- fyrirtækjum heims. Hjá fyrirtækinu starfa um fimmtíu manns. F-PROT Antivirus Vefritstjóri Spennandi starf hjá traustu fyrirtæki Olíuverzlun Íslands hf. • Sundagörðum 2 • 104 Reykjavík • Sími 515 1000 • Fax 515 1010 • www.olis.is Olíuverzlun Íslands hf. óskar eftir að ráða innkaupastjóra erlendra innkaupa. Starfið tilheyrir vörustýringarsviði Olís en þar fara fram öll innkaup, lagerhald og dreifing á vörum félagsins. Innkaupastjóri Helstu verkefni • Umsjón og ábyrgð á erlendum innkaupum. • Leit að nýjum birgjum erlendis og gerð innkaupasamninga. • Seta í innkaupahópi, þátttaka í stefnumótun og tilheyrandi áætlanagerð vörustýringarsviðs. • Verðákvarðanir og verðlagning. • Heimsóknir á sýningar. • Ýmsar tölulegar úttektir. Menntun og starfsreynsla: • Háskólamenntun, t.d í vörustjórnun, viðskipta- eða verkfræði. • Reynsla af erlendum samskiptum í innkaupum og birgðastýringu. • Færni í tölulegri úrvinnslu. Eiginleikar: Viðkomandi þarf að vera skipulagður og nákvæmur í starfi, heiðarlegur og samviskusamur og eiga gott með samskipti við fólk. H im in n o g h af /SÍA Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð. Skrifstofur Olís eru að Sundagörðum 2 og þar starfa 60 manns. Umsóknir þurfa að berast til starfsmannastjóra Olís fyrir 21. ágúst og má annað hvort senda þær í tölvupósti til rbg@olis.is eða í pósti til Olíuverzlunar Íslands, b.t. starfsmannastjóra, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Olís, á milli kl. 9 og 12 virka daga eða í tölvupósti rbg@olis.is. IÐNSKÓLINN Í HAFNARFIRÐI, Flatahrauni 12, 220 Hafnarfirði, sími 585 3600, fax 585 3601. www.idnskolinn.is Framhaldsskóla- kennarar Kennara vantar til kennslu á haustönn í íslensku og dönsku samtals heil staða. Nánari upplýsingar gefur skólameistari í síma 585 3600. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og stofnana- samningi skólans. Umsóknir þurfa að berast fyrir 16. ágúst n.k. Skólameistari S. Ármann Magnússon heildverslun vantar kraftmikla sölumanneskju Í starfinu felst að selja og afgreiða vefnaðar- vöru eins og: gardínuefni, tískuefni, sængur- fatnað, handklæði, sængur og kodda ásamt fleiru. Reynsla af samsvarandi starfi eða áhugi á saumaskap er kostur en ekki nauðsyn. Vinnutími er: - Frá kl. 9-17 alla virka daga. Vinsamlega sendið umsókn ásamt ferilskrá á samtex@samtex.is eða hafið samband við Svein í síma 568 7070 milli kl. 9 og 17 á virkum dögum. Skútuvogi 12j, 104 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.