Morgunblaðið - 13.08.2006, Side 18

Morgunblaðið - 13.08.2006, Side 18
18 C SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, SHS, þarf á slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum að halda vegna fjölgunar í liðinu. Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu við sjúkraflutninga, slökkvistörf og reykköfun, björgun og neyðarflutninga með möguleika á starfsmenntun og þjálfun erlendis og innanlands. Laun eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Umsækjendur með reynslu: Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn með reynslu eru sérstaklega hvattir til að sækja um. Gott væri ef þeir gætu hafið störf sem fyrst en annars eftir nánara samkomulagi. Umsækjendur þurfa að: • Vera reglusamir og háttvísir. • Hafa góða líkamsburði, gott andlegt og líkamlegt heilbrigði, góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera lausir við lofthræðslu og innilokunarkennd. • Hafa aukin réttindi til að stjórna vörubifreið og leigubifreið. Nóg er að umsækjandi hafi öðlast aukin ökuréttindi þremur mánuðum eftir ákvörðun um ráðningu. • Hafa iðnmenntun (sveins- eða vélstjórapróf) sem nýtist í starfi eða sambærilega menntun (stúdentspróf) og reynslu. Umsóknir Umsóknareyðublöð eru hjá þjónustuveri SHS og á www.shs.is. Umsóknum og fylgigögnum skal skila til þjónustuvers SHS, Skógarhlíð 14, eigi síðar en 22. ágúst nk. Fylgigögn: Læknis- vottorð um almennt heilbrigði, sakavottorð, prófskírteini, ljósrit af ökuskírteini og ökuferilsskrá, passamynd. Konur eru hvattar til að sækja um. Ráðningarferlið Reynsluráðning er áætluð frá 1. nóvember 2006. Að loknum sex mánaða reynslutíma verður tekin ákvörðun um fastráðningu. Þeir sem uppfylla almenn skilyrði þurfa að vera reiðubúnir að gangast meðal annars undir: • Styrkleikapróf, 3.000 m hlaup og sund • Aksturspróf • Próf vegna lofthræðslu og innilokunarkenndar • Göngupróf á bretti í eldgalla með reykköfunartæki á bakinu • Próf í almennri þekkingu og tungumálum • Læknisskoðun, hjóla- og áreynslupróf Nánari upplýsingar: Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 17. ágúst kl. 16.00 í Björgunar- miðstöðinni Skógarhlíð. Frekari upplýsingar veitir Kristín Þorsteinsdóttir starfsmannastjóri (kristin.thorsteinsdottir@shs.is) í síma 528 3000 á skrifstofutíma. Einnig á www.shs.is. SHS er byggðasamlag sem sinnir slökkvistarfi, sjúkraflutningum, viðbrögðum við mengunaróhöppum, forvörnum, almannavörnum og öðrum verkefnum sem stjórn SHS ákveður hverju sinni og varða velferð íbúa. Að rekstri SHS standa sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu: Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarneskaupstaður og Álftanes. Framkvæmdastjórar sveitarfélaganna skipa stjórn SHS. Skógarh l íð 14 105 Reyk jav ík s ím i 528 3000 shs@shs . i s www.shs . i s G A R Ð A R G U Ð JÓ N S S O N / F O R S T O F A N 0 8 /0 6 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn Akureyrarbær Hjúkrunarfræðingar Við leitum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa með góðum og samhentum hópi starfsmanna við Dvalar- og hjúkrunarheimil- ið Hlíð á Akureyri. Framundan eru miklar breytingar á starfsemi heimilisins. Tekið verður í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði í haust og breytingar eru fyrirhugaðar á eldra húsnæði. Áhersla verður lögð á nýsköpun og innleiðslu nýrra hugmyn- da. Starfinu fylgja mikil og krefjandi samskipti við fólk. Það krefst hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum ásamt frum- kvæði og lipurðar í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi hafi góða starfsreynslu auk þekkingar á sviði öldrunarhjúkrunar. Um er að ræða vaktavinnu og starfshlutfall er samkomulag. Hjúkrunarfræðingar eru á bakvöktum á næturnar. Vilt þú vera þátttakandi í uppbyggingu í þjónustu við aldraða? Öldrunarhjúkrun er framtíðin! Akureyrarbær rekur umfangsmikla öldrunarþjónustu bæði innan og utan stofnana. Heimilin eru Dvalar- og hjúkrunar- heimilið Hlíð, þar eru 108 hjúkrunarrými og 16 dvalarrými, heimili aldraðra í Kjarnalundi, þar eru 48 dvalarrými, sambýli aldraðra við Bakkahlíð en þar eru 8 hjúkrunarrými og hjúkrunarheimili í Skjaldarvík en þar eru 15 hjúkrunarrými. Dagþjónusta er starfrækt í tengslum við dvalarheimilið Hlíð og eru þar 12 rými. Fjöldi starfsmanna stofnananna er um 260. Upplýsingar um starfið veita: Helga Tryggvadóttir hjúkrunarforstjóri, helgat@akureyri.is Helga Erlingsdóttir hjúkrunardeildarstjóri helgae@akureyri.is Maríanna Hansen hjúkrunardeildarstjóri marianna@akureyri.is í Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, eða í síma 460 9100. Laun eru skv. gildandi kjarasamningum Launanefndar sveitar- félaga og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Tekið verður tillit til samþykkta bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Hlíðar og í þjónustuand- dyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Einnig á heimasíðu Akureyrabæjar: www.akureyri.is Umsóknir skulu berast á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hlíð, Austurbyggð 17, 600 Akureyri, fyrir 28. ágúst 2006. Bílstjórar/skóflumenn Vegna mikilla verkefna framundan er BM Vallá að leita að kraftmiklum, duglegum og sam- viskusömum starfsmönnum með meirapróf og tækjaréttindi til starfa hjá fyrirtækinu. Við erum að leita að steypubílstjórum, dælu- stjórum og skóflumönnum. Starfsmönnum sem geta unnið sjálfstætt, eru nákvæmir, hafa gaman af mikilli vinnu og geta unnið undir álagi. Verið að leita að starfsmönnum í framtíð- arstörf. Bílstjórar eru í mörgum tilfellum í beinum sam- skiptum við viðskiptavini og þurfa því að hafa góða framkomu og þjónustulund. Bílafloti og tækjakostur fyrirtækisins er í mjög góðu ástandi, að miklum hluta nýr eða nýlegur og vel útbúinn til að auðvelda starfsmönnum vinnuna. Framundan er mikil vinna og góð laun í boði. Unnið er eftir bónuskerfi sem gefur góða tekju- möguleika. Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður Árna- son í síma 585 5010. Sendið umsóknir og fyrir- spurnir á sigurdur@bmvalla.is Bíldshöfða 7. Tækniteiknari óskast til starfa. Upplýsingar í síma 894 5101, netfang gudjon@arkform.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.