Morgunblaðið - 13.08.2006, Page 22
22 C SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
www.toyota.is
Toyota á Íslandi
Nýbýlavegi 2 - 8
200 Kópavogur
Sími: 570-5070
Starfsmaður óskast í fullt starf
í Vefdeild Toyota á Íslandi
Starfssvið:
- Almenn vinna við að setja efni inn á vefi fyrirtækisins
- Myndvinnsla og uppsetning
- Önnur verkefni tengd vefumsjón
Hæfniskröfur:
- Þekking á HTML forritun
- Reynsla í notkun Photoshop og Macromedia Flash
- Færni til að læra á og nýta ýmis veftengd forrit
- Reynsla af vinnu við vefumsjónarkerfi er kostur
Toyota á Íslandi sækist eftir einstaklingi sem er
metnaðargjarn, samviskusamur, jákvæður og lipur í
mannlegum samskiptum.
Áhugasamir sendi umsókn á atvinna@toyota.is
merkt „Vefdeild“.
Umsóknarfrestur rennur út 21. ágúst.
Nánari upplýsingar veitir Fanný Bjarnadóttir
í síma 570-5070 eða á netfanginu fanny@toyota.is
Komdu og keyrðu með okkur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
TO
Y
33
72
08
/2
00
6
Toyota á Íslandi er innflytjandi
Toyota bifreiða, vara- og aukahluta.
Starfsmenn fyrirtækisins byggja
gildi sín og viðmið í starfi á The
Toyota Way: Stjórnunar-, þjónustu-
og mannauðsstefnu Toyota.
Gagnkvæm virðing og náin
samvinna eru hornsteinar í daglegri
starfsemi Toyota á Íslandi. Hverri
áskorun er tekið fagnandi hendi og
leita starfsmenn stöðugt leiða til að
tryggja áframhaldandi framfarir í
öllu því sem við kemur starfsemi
fyrirtækisins og þjónustu gagnvart
viðskiptavinum þess.
Félagsstofnun stúdenta
á og rekur átta
kaffistofur á
háskólasvæ›inu.
Kaffistofur stúdenta eru
í A›albyggingu,
Árnagar›i, Eirbergi,
Háskólabíói, Lögbergi,
Læknagar›i, Odda og
Öskju.
Félagsstofnun stúdenta er
sjálfseignarstofnun me›
sjálfstæ›a fjárhagsábyrg›.
A› henni standa stúdentar
innan Háskóla Íslands, HÍ
og menntamálará›uneyt-
i›. Auk Kaffistofa stúdenta
rekur FS Bóksölu stúdenta,
Leikskóla stúdenta,
Stúdentagar›a og
Stúdentami›lun.
Starfsfólk FS er um 100
talsins.
Kaffistofur stúdenta leita a› fljónustulundu›um einstaklingum
til a› starfa á Kaffistofum stúdenta. Í bo›i eru heilsdags- og
hlutastörf í líflegu umhverfi á flægilegum vinnutíma.
Áhugasamir hafi samband vi› Stúdentami›lun FS í s: 570 0888
Viltu starfa í
líflegu umhverfi?
Störf í boði
Hans Petesen hf byggir starfsemi sína á gömlum grunni á nýrri öld.
Fyrirtækið hefur í fjölda mörg ár verið leiðandi í þjónustu við lands-
menn á sviði framköllunar og ljósmyndunar.
Í dag rekur fyrirtækið sex smásöluverslanir en þær eru: í Austurveri,
Kringlunni, Smáralind, Laugavegi 178, Firði í Hafnarfirði og þar sem
þetta allt hófst í Bankastrætinu. Auk þess rekur fyrirtækið öfluga
heildsölustarfsemi.
Viðkomandi aðilar þurfa að vera þjónustulundaðir, fljótir að tileinka sér nýjungar og með
jákvætt viðmót. Starfssvið er öll almenn sala á vörum í verslunum okkar á eftirfarandi stöðum.
Kringlan
100% starf. Vinnutími frá 10:00 til 18:00.
50% starf. Vinnutími frá 14:30 til 18:30
Bankastræti
75% starf. Vinnutími frá 12:00 til 18:00
Laugavegur 178
75% starf. Vinnutími frá 12:00 til 18:00
Smáralind
30% starf. Vinnutími miðvikudaga, fimmtudaga
og föstudaga frá 15:00 - 19:00
Fiskislóð 75 | 101 Reykjavík | Sími 570 7500 | Fax 570 7510
hanspetersen@hanspetersen.is | www.hanspetersen.is
Hans Petersen óskar eftir að ráða starfsmenn í full störf og hlutastörf í verslanir.
EINELTI á vinnustöðum á sér margar birtingarmyndir en
oft er það þannig að gerendur gera sér enga grein fyrir afleið-
ingum háðs eða aðdróttana sem í þeirra eigin augum eru sak-
leysislegar.
Þessi mál voru nýverið í fréttum í Bretlandi eftir að kona
nokkur að nafni Helen Green fékk sér dæmdar skaðabætur að
upphæð 817 þúsund pund vegna vinnustaðaeineltis sem síðar
leiddi til taugaáfalls. Helen þessi var lögð í einelti af fjórum sam-
starfskonum og einum samstarfsmanni í fjögur ár á meðan hún
starfaði fyrir Deutsche Bank.
Fantarnir stýra samfélaginu
Í hugum margra eru það fautarnir sem ná lengst í nútíma sam-
félagi og nú ber svo við að veruleikasjónvarp virðist ýta undir
þessa hegðan með sjónvarpsþáttum eins og X Factor, The Wea-
kest Link, Stóra bróður og öðru álíka efni þar sem samkeppnin
leiðir oft af sér hópa sem leggjast á eitt um að koma öðrum, oft
einum tilteknum keppanda, frá.
Frægir menn eins og Alex Ferguson, þjálfari Manchester
United, og Donald Trump sem einmitt er með veruleikasjón-
varpsþátt hafa einnig verið ávíttir fyrir að vera ágengir og harðir
í horn að taka í viðskiptum sínum við fótboltamenn, samstarfs-
menn og keppinauta. Einelti í einhverri mynd er því fyrir augum
flestra dags daglega.
Kostar fyrirtækin peninga
Málin fara þó að taka á sig skýrari mynd þegar reynt er að slá
tölu á kostnaðinn sem hlýst af þessari hegðun. Í Bretlandi einu
saman er giskað á að einelti kosti vinnuveitendur um 1,8 millj-
arða punda í veikindadögum og minni framleiðni. Þetta er engin
smá upphæð, um 240 milljarðar íslenskra króna.
Á Íslandi hefur baráttan við einelti verið sterk en dæmigerð
einkenni einstaklinga sem verða fyrir einelti geta verið léleg
sjálfsímynd, líkamsstyrkur undir meðallagi hjá körlum en það
skiptir síður máli hjá konum og er frekar á hinn veginn. Meg-
inatriðið er þó það að gerendur nota hvert tækifæri til að gera
þolandanum lífið óbærilegt, til dæmis með rógburði, slúðri,
slæmu umtali og um margt minnir þessi meðferð á hegðun leik-
skóla- og grunnskólabarna.
Sérstaklega slæm er hvers konar niðurlæging í viðurvist ann-
arra starfsmanna en slíkt er til þess fallið að einangra starfs-
manninn félagslega og brjóta niður sjálfsmynd hans.
Röð atvika frekar en einn atburður
Það verður líka erfiðara að eiga við vandamálið en ella að einelti
er oftast röð atvika sem getur verið erfitt að festa hendur á frem-
ur en eitt dæmi sem hægt er að skýra frá, t.d. segja yfirmanni
frá. Þolanda finnst þá erfitt eða jafnvel vandræðalegt að greina
frá samskiptum sem ein og sér kunna að virðast léttvæg en sam-
an verða til þess að mælirinn fyllist hægt og rólega. Af þessum
sökum er algengt að einelti standi yfir í marga mánuði eða jafn-
vel nokkur ár.
Bæði í Bretlandi og á Íslandi virðist hafa gengið vel að upp-
ræta einelti í skólum en öðru máli gegnir með vinnustaði. Á
vinnustöðum getur gerandinn verið hver sem er en yfirleitt hef-
ur gerandinn sjálfur lítið sjálfstraust, er óöruggur, er félagslega
eða stjórnunarlega vanhæfur og varpar með þessu athæfi at-
hyglinni af sjálfum sér og á þolandann.
Gróflega er einelti á vinnustöðum skipt í tvo flokka; annars-
vegar stýringu með niðurlægingu þar sem gerendur hafa tapað
samúð sinni í framaklifrinu og eru geðþekkir í augum yfirmanna
sinna en á sama tíma snillingar í að grafa undan samstarfsfólki
sínu. Hinsvegar er um að ræða einskonar fullkomnunarkvíða
sem hrjáir venjulega yfirmenn sem eru undir miklu álagi en það
lýsir sér þannig að yfirmenn sem eru vel meðvitaðir um getu sína
og mikilvægi fyrir fyrirtækið krefjast þess sama af öllum öðrum
og eiga það til að bregðast illa við ef undirmenn standa svo ekki
undir væntingum en það hefur einmitt verið mikið um aukningu
eineltis af þessari gerð í Bretlandi hin síðustu ár.
Skynsamlegt fólk getur sem betur fer vanið sig af háttalaginu
og sér í lagi er auðvelt að benda yfirmönnum sem ekki hafa ann-
að á stefnuskránni en að vinna vinnuna sína á að stjórnunarmáti
þeirra getur virkað ógnandi og niðurlægjandi fyrir undirmenn.
Afleiðingar eineltis og viðbrögð
Þolendur eineltis geta meðal annars upplifað eftirfarandi;
Svefnleysi, streitutengda sjúkdóma s.s. höfuðverk
og vöðvabólgu.
Minni afkastagetu.
Félagslega einangrun og höfnun.
Minna sjálfsálit og traust til annarra.
Ótta, kvíða eða örvæntingu.
Hjálparleysi, öryggisleysi og andúð á vinnu.
Þráhyggju eða hefndarþorsta.
Til að spyrna á móti er best að grípa inn í einelti strax og gagn-
rýna þesskonar hegðun. Ef það er ekki nóg þá á að skrá niður
hvað gerist, nákvæmlega, í hvert skipti sem viðkomandi er beitt-
ur einelti. Það er einnig mikilvægt að ræða við trúnaðarmann,
starfsmannastjóra eða yfirmann og gera grein fyrir vanda-
málinu og alvarleika þess.
Einelti á
vinnustöðum
Morgunblaðið/Jim Smart
Margir sem verða fyrir einelti upplifa það sterkt að skóla-
völlurinn hafi verið fluttur inn á vinnustaðinn og vita ekki
hvernig á að bregðast við.