Morgunblaðið - 13.08.2006, Side 24

Morgunblaðið - 13.08.2006, Side 24
24 C SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sölufulltrúi Útgáfufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir sölufulltrúum í fullt starf. Um er að ræða kynningu og sölu á auglýsingum í þau verk sem fyrirtækið gefur út. Fyrirtækið gefur út hin ýmsu blöð og tímarit og sérhæfir sig í útgáfu til erlendra ferðamanna. Krefjandi starf í skemmtilegu umhverfi. Reynsla af sölu- og kynningarmálum æskileg en ekki skilyrði. Góð laun fyrir rétta aðila. Umsóknir sendist á umsokn@sagaz.is Starf óskast 32 ára, reglusamur og skipulagður maður með mikla reynslu af stjórnun og rekstri óskar eftir starfi. Hef góða færni í mannlegum samskiptum. Er með mikla tölvukunnáttu. Er samviskusamur og samvinnufús. Er óhræddur við að axla ábyrgð. Hef einnig reynslu af störfum erlendis. Vinsamlegast sendið tölvupóst á starfsumsokn@hotmail.com - Einn vinnustaður Verkamenn á hverfastöðvar Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar Um er að ræða framtíðarstörf. Æskilegt er að starfsmenn geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjartur Sigfússon yfirverkfræðingur, skrifstofu gatna- og eignaumsýslu (gudbjartur.sigfusson@reykjavik.is) og Pétur Kr. Pétursson (petur.k.petursson@reykjavik.is) og í síma 411 8000. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í afgreiðslu mannauðsdeildar, Skúlatúni 2, sem er opin kl. 8.20- 16.15 alla virka daga eða senda umsóknir með tölvupósti til mannaudsdeild.fs@reykjavik.is. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar, nánari upplýsingar um þau veita starfsmenn mannauðsdeildar í síma 411 11 11. Framkvæmdasvið óskar eftir að ráða verkamenn við borgarframkvæmdir til starfa hjá hverfastöðvum sviðsins. Starfssvið: Hverfastöðvar Framkvæmdasviðs sjá um daglega þjónustu við íbúa borgarinnar vegna ábendinga og athugasemda um hvaðeina sem viðkemur starfsemi skrifstofu gatna- og eignaumsýslu. Bækistöðvarnar sjá m.a. um opin svæði og skólalóðir, stéttar og grasviðgerðir, ruslatínslu og stampatæmingar auk þess að sjá um að ryðja snjó af stofnanalóðum og aðra fínni snjóhreinsun. Menntunar- og hæfniskröfur: Starfsmenn verða að hafa gott atgervi, vera verklagnir og heilsuhraustir. Einnig er æskilegt að þeir hafi almenn ökuréttindi. Starfskona óskast í kvennaathvarfið. Starfið er krefjandi vaktavinna sem felst í að aðstoða konur og börn sem til athvarfsins leita. Ekki er krafist sérstakrar menntunar, en starfskonur skulu vera orðnar 25 ára og búa yfir nærgætni, hæfileikum til að vinna sjálfstætt og skipulega, og getu til að ráða við krefjandi aðstæður í mannlegum samskiptum. Áætluð er tveggja vikna þjálfun í upphafi starfs. Í kvennaathvarfinu er lögð áhersla á heimilislegt og notalegt andrúmsloft þar sem ríkir góður starfsandi. Nánari upplýsingar veitir Thelma Ásdísardóttir í síma 561 1204 eða netfangi: kvennaathvarf@kvennaathvarf.is. Umsóknir þurfa að berast fyrir 20. ágúst. Upplýsingar um starfsemina er að finna á heimasíðunni: www.kvennaathvarf.is Starfskona óskast Raðauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.