Morgunblaðið - 13.08.2006, Qupperneq 26
26 C SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Staða erfðatölfræðings
Hjartavernd leitar að tveimur erfðatölfræðingum. Starfið felst í úrvinnslu gagna í tengslum
við Öldrunarrannsóknina og aðrar rannsóknir Hjartaverndar. Önnur staðan verður að hluta
til í nánum tenglsum við Johns Hopkins háskólann í Baltimore, BNA. Um er að ræða úrvinnslu
á erfðamörkum í stórum rannsóknahópum frá almennu þýði. Hæfniskröfur eru PhD eða sambæri-
leg menntun í tölfræðilegri erfðafræði og reynsla í meðferð stórra gagnabanka.
Hjartavernd (The Icelandic Heart Association) is looking for two statistical geneticists. The
positions involve analysis of data collected in the Age Gene/Environment-Reykjavik Study
(AGES-Reykjavik) and other studies at Hjartavernd. One position will be partly in collaboration
with Johns Hopkins University in Baltimore, USA. The scientists will analyze genetic polymorp-
hism data generated in large population based studies. Position requirements are a PhD or
similar education in statistical genetics and experience in working with large datasets.
Upplýsingar veitir Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar, í síma 535 1800 eða
v.gudnason@hjarta.is
Staða lífeindafræðings
Lausar eru tvær stöður lífeindafræðinga hjá Klíniskri lífefnafræðistofu Holtasmára (KLH ehf).
Um er að ræða almenn rannsóknastofustörf í klínískri lífefnafræði.
Upplýsingar veitir Alda M. Hauksdóttir, yfirlífeindafræðingur KLH, milli kl. 11-12 alla virka
daga.
Umsóknum skal skilað fyrir 24. ágúst á netfangið atvinna@hjarta.is.
Hjartavernd, Holtasmára 1,
201 Kóp., sími 535 1800.
Rannsóknarstöð Hjartaverndar var stofnuð árið 1967 með víðtækri faraldsfræðilegri rannsókn, Hóprannsókn Hjartaverndar, þar sem
áhersla var lögð á að finna helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hérlendis. Nýjasti áfangi í rannsókninni er Öldrunarrannsókn
Hjartaverndar þar sem tæplega 6000 manns hafa verið skoðaðir en þeir tóku jafnframt allir þátt í fyrri áföngum Hóprannsóknar Hjartaverndar.
Í Öldrunarrannsókninni eru öll helstu líffærakerfi skoðuð og er Hjartavernd með fullkomnustu myndgreiningardeild hérlendis. Hjartavernd
vinnur ennfremur að forvörnum á sviði hjarta- og æðasjúkdóma, m.a. með áhættumati Hjartarannsóknar þar sem helstu áhættuþættir
hjarta- og æðasjúkdóma eru skoðaðir. Hjá fyrirtækinu vinna um 50 manns með þverfaglegan bakgrunn, þar af eru nokkrir sem stunda
framhaldsnám við Háskóla Íslands.
- vi› rá›um
Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • www.hagvangur.is
Starfsma›ur í skráningardeild
Starfssvi›
Umsjón me› öllu sem l‡tur a›
n‡skráningu lyfja og vi›haldi
marka›sleyfa.
Samskipti vi› lyfjafyrirtæki,
heilbrig›isyfirvöld og dreifingar-
a›ila.
Hæfniskröfur
Háskólamenntun á heilbrig›issvi›i
(lyfjafræ›i, hjúkrunarfræ›i e›a
sambærileg menntun).
Gó› kunnátta í íslensku, ensku
og einu Nor›urlandamáli.
Gó› almenn tölvuflekking.
Frumkvæ›i og sjálfstæ›i í
vinnubrög›um.
Fagmennska og hæfni í
mannlegum samskiptum.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 21. ágúst nk.
Uppl‡singar veitir Elísabet Sverrisdóttir. Netfang: elisabet@hagvangur.is
Icepharma er eitt af stærstu fyrirtækjum
landsins í sölu- og marka›ssetningu á
heilbrig›isvöru- og lækningatækjum. Fjöldi
starfsmanna er rúmlega 70 og er fyrirtæki›
í eigu Atorku Group.
Icepharma er skipa› hæfu starfsfólki me›
mikla flekkingu á íslenskum lyfja- og
heilbrig›ismarka›i. fia› á a› baki langan
starfsaldur og hefur margflætta menntun á
svi›i lyfja-, vi›skipta-, og hjúkrunarfræ›i.
www.icepharma.is
Icepharma óskar eftir a› rá›a starfsmann í
skráningardeild.
Starfsfólk í
mötuneyti
Starfsfólk óskast í mötuneyti
Reykjalundar endurhæfingar.
Upplýsingar veitir Gunnar Jónsson í
símum 585 2014 og 896 4171.
Ferðaþjónustan Iceland Excursions -
Gray Line Iceland óskar eftir að ráða
framkvæmdastjóra
Fyrirtækið er leiðandi í nýsköpun fyrir ferða-
menn á sviði dagsferða og annarra skipulagðra
ferða en starfar einnig á markaði við skipulagn-
ingu og akstur hópferða. Fyrirtækið hefur vaxið
hratt á undanförnum árum og komið upp
góðum samböndum við aðila sem selja ferðir
til Íslands. Félagið hefur fullt ferðaskrifstofu-
leyfi og mikla möguleika á enn frekari vöruþró-
un og vexti. Varðandi frekari upplýsingar er
vísað á heimasíðu félagsins www.grayline.is.
Leitað er að einstaklingi, manni eða konu, sem
vill stuðla að frekari uppbyggingu og leit nýrra
tækifæra.
Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur,
áætlunargerð, eftirfylgni og starfsmanna- og
skrifstofuhald en um 70 manns vinna hjá fyrir-
tækinu.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af fyrir-
tækjarekstri og/eða menntun á sviði viðskipta.
Reynsla af ferðaþjónustu er æskileg.
Umsóknir berist Iceland Excursions - Gray Line
Iceland, Höfðatúni 12, 105 Reykjavík fyrir
23. ágúst nk. eða rafrænt á jvi@grayline.is.
Farið verður með allar upplýsingar sem trúnað-
armál.
Nánari upplýsingar veitir
Júlíus Vífill Ingvarsson stjórnarformaður
félagsins í síma 540 1313 á milli kl. 13 og 15.
Aðalendurskoðandi
Seðlabanki Íslands auglýsir eftir aðalendurskoðanda. Aðalendurskoðandi heyrir undir bankaráð
og er ráðinn af því. Aðalendurskoðandi stýrir starfi endurskoðunarsviðs bankans sem annast
endurskoðun og innra eftirlit með starfsemi bankans.
Áskilið er a.m.k. viðskiptafræðimenntun auk löggildingar sem endurskoðandi og starfsreynslu.
Aðalendurskoðandi þarf að hafa frumkvæði, getu til sjálfstæðra vinnubragða og mikla samskipta-
hæfileika.
Upplýsingar um starfið veitir Ingvar A. Sigfússon, rekstrarstjóri, en umsóknir skulu sendar
Helga S. Guðmundssyni, formanni bankaráðs, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík, eigi síðar en
8. september nk.
KÓPAVOGSBÆR
www.kopavogur.is - www.job.is
Frá leikskólum
Kópavogs
Kópavogsbær óskar eftir að ráða
leikskólakennara og fleira starfsfólk
í leikskóla Kópavogs.
• Um er að ræða heilar stöður og hluta-
stöður. Kópavogsbær rekur 16 leikskóla
og leitast er við að búa sem best að leik-
skólunum og þeim sem þar dvelja, börn-
um og starfsmönnum.
• Leitað er að fólki sem er tilbúið til að
taka þátt í metnaðarfullu, skemmtilegu
leikskólastarfi og fjölbreyttu þróunar-
starfi þar sem starfsgleði er í fyrirrúmi.
Kynnið ykkur leikskóla Kópavogs á heimasíðu
þeirra www.leikskolar.kopavogur.is þar sem
jafnframt er hægt að sækja um stöðurnar í
gegnum job.is.
Upplýsingar um lausar stöður gefur leikskóla-
fulltrúi (sími: 570-1600 eða netfang: sesselja@
kopavogur.is ) og leikskólastjórar í símum leik-
skólanna eða í tölvupósti (nafnleikskólans@
kopavogur.is ).
Laun eru samkv. kjarasamningi Launanefndar
sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Hvetjum karla jafnt sem
konur til að sækja
um störfin.