Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar Tjónaskoðun Réttingar • Sprautun Vesturbæingar Seltirningar Leitið ekki langt yfi r skammt BYGGGÖRÐUM 8, SÍMAR: FAX: 561 1190 899 2190 561 1190 Alhliða bifreiðaverkstæði réttingar og sprautun. Hyundai TERRACAN GLX 2,9 árg. 2003, ek. 179 þús. km, dísel. Verð 2.380 þús., áhv. 1.580 þús. Land Rover DISCOVERY 2.5 TDI árg. 2000, ek. 114 þús. km, dísel. Verð 1.990 þús., áhv. 1.200 þús. Nissan ALMERA LUXURY 1.8 árg. 2003, ek. 68 þús. km. Verð 1.190 þús. Nissan MICRA árg. 2006, ek. 20 þús km. Verð 1.490 þús. Kostar ný 1.740 þús. Hyundai STAREX 4X4 2,5 dísel túrbó árg. 2000, ek. 176 þús. km. Verð 1.390 þús., áhv. 845 þús. Subaru LEGACY 2,0 GL 4WD árg. 1997, ek. 157 þús. km. Verð 690 þús. Isuzu TROOPER 3,5 árg. 1999, ek. 170 þús. km. Verð 1.090 þús. Suzuki GRAND VITARA árg. 2003, ek. 25 þús. km. Verð 1.640 þús., áhv. 1.400 þús. Jeep LIBERTY 4x4 33" árg. 2003, ek. 64 þús. km. Verð 2.650 þús. 33" breyttur! CITROEN C3 árg. 2006, ek. 2 þús. km. Verð 1.520 þús. Funahöfða 1 • Opið virka daga kl. 10-19 og laugardaga kl. 12-17 SKOÐIÐ FLEIRI MYNDIR Á WWW.100BILAR.IS BÍLABÚÐ Benna hefur fyrir löngu náð góðum árangri með markaðs- setningu á tvennskonar öfgum, ann- arsvegar með Porsche lúxus- og sportbílum, hinsvegar með alvöru jeppum á góðu verði. Í þetta skiptið munum við líta nánar á Ssangyong Kyron jeppann sem á að koma inn á markaðinn sem hagstæður milli- stærðarjeppi. Fyllir skarðið sem samkeppnin skildi eftir sig Ssangyong Kyron dísil er bíllinn sem við erum með til prófunar núna og með honum hyggst Bílabúð Benna fylla skarð það sem samkeppnisaðil- arnir hafa skilið eftir sig, t.d. þegar Santa Fe, einn vinsælasti jepplingur- inn, var stækkaður og fór upp um tollaflokk. Kyron kemur nefnilega með tveggja lítra túrbó dísilvél og það þýðir að þessi alvöru jeppi fellur í lægri tollaflokkinn á meðan margir jepplingarnir eru annað hvort komnir í þann efri eða á leiðinni í hann – með tilheyrandi verðhækkunum. Þannig fæst því hagkvæmur dísiljeppi sem þó fellur í neðri tollaflokkinn á meðan flestir samkeppnisbílarnir, hvort heldur sem þeir eru með bensínvélar eða dísilvélar, fara í þann efri. Sérstakt útlit en sker sig þó úr Útlit bílsins er nokkuð sérstakt, svo ekki sé meira sagt. Í huga undirritaðs minnir hann einhvern veginn alltaf á hönnun Lancia, sérstaklega fram- svipurinn sem þó er reyndar mjög vel heppnaður. Brot frá húddi er ráðandi á hliðarsvip bílsins og hækkar aftur með bílnum og brotið nær alla leið aft- ur á bílinn þar sem það endar í v-laga línu sem svo aftur er endurtekin í ein- um þeim furðulegustu afturljósum sem undirritaður hefur séð. Afturljós- in, sem minna helst á skjaldarmerki, virðast þó virka sem hluti heildarinn- ar og því er varla hægt að segja að bíllinn sé ljótur að aftan – miklu frek- ar sérstakur. Að framan og á hlið er bíllinn þó bara mjög huggulegur og tekur hann sig mun betur út í dekkri litum en ljósum. Góður fyrir Ísland Aksturseiginleikar bílsins á vegum úti og innanbæjar eru fínir svo lengi sem ökumenn halda sig á löglegum hraða og fara sér hægt í hringtorgum. Bíllinn undirstýrir nefnilega mjög mikið og skriðvörn bílsins grípur inn mjög snemma sem þýðir bara eitt – gripið er ekki eins mikið og maður á að venjast í samskonar bílum. Afl vélarinnar er meira en nóg þrátt fyrir hóflega stærð hennar. Það er auðvelt að láta glepjast af lítilli stærð vélarinnar en hún er búin túrb- ínu og skilar sínu afskaplega vel. Bíll- inn er sprækur af stað á ljósum, spól- ar jafnvel ef ekki er farið varlega því ökumaður hefur tilhneigingu til að ýta eldsneytisgjöfinni of langt niður þar sem mikil töf er á svörun vélarinnar. Kyron hefur ágætis millihröðun, er snöggur að ná innanbæjarhraða og heldur þjóðvegahraða vel. Fram- úrakstur er ekki meira vandamál á þessum bíl en flestum öðrum jeppum t.d. en það er meira í anda bílsins að taka því bara rólega. Bíllinn er hinsvegar algjörlega á heimavelli þegar komið er á erfiða vegarslóða. Fjöðrun bílsins er greini- lega frekar stillt fyrir þesskonar að- stæður með slaglengd og mýkt í fyr- irrúmi. Reyndar var grip bílsins við Mikið fyrir lítið Morgunblaðið/Eyþór Kyron Jepplingur, fjórhjóladrifinn og smíðaður á sjálfstæða grind. REYNSLUAKSTUR Ssangyong Kyron Ingvar Örn Ingvarsson Afturendi Afturendi bílsins er sér- kennilegur en ekki beint ljótur. Frágangur Frágangur er góður sem og efnisval. Ný dísilvél Vélin skilar 141 hestafli og togið er 310 Nm. Farangursrými Afturhlerinn opn- ast upp og þar er gott rými. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.