Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar UM þessar mundir eru 10 ár liðin frá því að B&L tók við Land Rover-umboðinu. Af því tilefni er söludeild Land Rover með ýmis afmælistilboð, þeirra veglegast er Discovery 3 í SE útgáfu með aukahluti að verðmæti 850 þúsund krónur. Land Rover á sér langa sögu hér á landi. Fyrsti bíllinn af þessari sögufrægu gerð kom til landsins fyrir tæpum 60 árum eða á árinu 1948 og var hann fluttur inn af Heklu sem var með umboðið þar til B&L tók við því árið 1996. Vegasamgöngur voru afar frumstæðar á þessum árum og segja má að Land Roverinn hafi á sinn hátt verið bylt- ing í samgöngumálum sveitanna. „Það athyglisverða við þessa þróun er síðan að Land Rover hefur á þessum tæpa mannsaldri tekið gríðarlegum breytingum án þess þó að kasta þessari skemmtilegu arfleifð sinni fyrir róða,“ seg- ir Karl Óskarsson, sölustjóri hjá B&L. „Hún lifir áfram í Defender sem hefur varðveitt helstu útlitseinkenni fyrstu Land Roveranna og er vel að merkja enn sterk- byggðasti torfærujeppinn á markaðnum í dag. Karl segir að Discovery 3 státi núna af rúmlega 70 við- urkenningum og því hafi verið ákveðið að hafa hann í for- grunni 10 ára afmælisins. B&L býður hann í SE Wind- sor-útgáfu með afmælispakka að verðmæti 850 þúsund krónur. B&L og Land Rover í tíu ár Bjóða aukahluti að verðmæti 850.000 kr. Windsor Land Rover Discovery 3, sem er á 10 ára afmæl- istilboði hjá B&L í Windsor SE útgáfu. Wieck Sígildur Land Rover eins og margir muna eftir honum á árunum 1955-1965. LOKAUMFERÐ Íslandsmeistara- mótsins í rallíi fer fram nú um helgina og hefst í kvöld en þá verða eknar tvær sérleiðir á Reykjanesi og liggja þær báðar um Djúpavatn. Á morgun, laugardag, verða eknar leiðir um Tröllháls, Uxahryggi og Kaldadal. Úrslitin í Íslandsmeistaramótinu réðust þó í Alþjóðarallinu sem fram fór í ágúst. Þar tryggðu systkinin Daníel Sigurðsson og Ásta Sigurðardóttir á Mishubiski Lancer Evo 6 sér Íslandsmeistara- titilinn. Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson á Ford Focus eru búnir að tryggja sér titilinn í 2000 flokki. Í Max1 flokki eru Guðmund- ur Höskuldsson og Þórarinn Karls- son búnir að tryggja sér Íslands- meistaratitilinn. Þeir keppa á Toyota Corolla. Morgunblaðið/JAK Systkinin Daníel og Ásta eru orðin Íslandsmeistarar í ralli 2006. Haustrall BÍKR Michael Schumacher verður ekki aura vant þótt hann hætti keppni í formúlu-1 með Ferrari-liðinu eftir mánuð. Árstekjur hans munu lækka en verða áfram drjúgar, minnka úr rúmum 50 milljónum dollara á ári í um 25 milljónir doll- ara. Umboðsmaður Schumachers, Willi Weber, segir í samtali við út- breiddasta blað Þýskalands sl. sunnudag, Bild, að takmark sitt sé að gera Schumacher að „keisara auglýsinganna“ á næstu árum. „Flestir núverandi samstarfs- aðilar okkar munu vera með okk- ur áfram – og við munum vinna að nýjum risasamningum,“ segir Weber. Meðal persónulegra styrkt- arsamninga Schumachers eru aug- lýsingasamningar við fjármála- þjónustan DVAG, olíufélagið Shell og úrsmiðinn Omega. Frá DVAG fær hann 2,6 milljónir evra á ári, frá Shell 1,6 milljónir og milljón evrur frá Omega. Talið er að auður Schumachers nemi um 800 milljónum dollara við lok keppnisferils hans. Að sögn tímaritsins BusinessF1 staflar hann þó ekki dollarabúntunum upp í bankahvelfingu því væna summu hefur hann gefið frá sér um dagana. Tímaritið segir að Schumacher hafi látið um 50 millj- ónir dollara af hendi rakna til góð- gerðarmála síðustu fjögur árin. Auk þess að hafa látið 5,6 millj- ónir dollara renna til verkefna á vegum menningar- og mennta- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og gefið 10 milljónir dollara til hjálparstarfa á ham- farasvæðunum í Asíu eftir flóð- bylgjuna miklu fyrir tveimur ár- um, hafi hann einnig fjármagnað sjúkrahús í Bosníu, hæli fyrir munaðarlaus börn í Perú og skóla í Senegal. Schumacher þénar vel þótt hann hætti Reuters Afkoman örugg Michael Schumacher verður ekki á flæðiskeri staddur þótt hættur sé keppni og má búast við að hann styrki áfram góð málefni. Peter Sauber, stofnandi liðsins sem við hann var kennt uns hann seldi það þýska bílafyrir- tækinu BMW í fyrra, segir að arftaki Jacques Villeneuve, hinn 21 árs gamli Pólverji Robert Kubica sé „stór- magnaður“. Sauber réð á sínum tíma Villeneuve og fylgdi hann með í kaupum BMW á Sauber- liðinu. Eftir að hann varð fyrir meiðslum í þýska kappakstrinum var hann leystur undan samningi og Kubica, sem verið hafði tilrau- naökuþór, ráðinn til að keppa í hans stað. Kubica stóð sig strax stórvel og komst á verðlaunapall í sínu þriðja móti, í ítalska kappakstrinum í Monza. „Hann hefur leyst úr erf- iðu hlutverki eins og það væri létt- asta verk í heimi, eins og að drekka vatn,“ sagði Sauber við svissneska blað- ið Blick. Hrifning hans yfir frammi- stöðu Kubica er óblandin, ekki síst því að hann skyldi komast svo skjótt á verðlaunapall. „Að hafa svona frábæran ungan ökuþór á samn- ingi er sérstök hvatning fyrir liðið allt. Því lofa ég ykkur að þetta er aðeins byrjunin,“ sagði Sauber sem á lítinn en óverulegan hlut í liðinu. BMW hefur ekki tilkynnt um skipan keppnisökuþóra liðsins á næsta ári en allt þykir þó benda til að Nick Heidfeld og Kubica verði í þeim hlutverkum. Liðsstjórinn Mario Theissen segir að árangur Kubica í Monza hafi „réttlætt“ þá ákvörðun að leysa Villeneuve undan samningi og fela Pólverjanum unga að keppa í staðinn. Robert Kubica Jacques Villeneuve Kubica réttlætir brott- vikningu Villeneuve

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.