Morgunblaðið - 20.10.2006, Side 6

Morgunblaðið - 20.10.2006, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ bílar Toyota Avensis 1,8 bensín, nýskr. 6/2005, ekinn 22 þ. km, .sjálfskiptur, heilsársdekk, motta í skott. Verð 2.450.000. Ath. skipti. Toyota Land Cruiser 120 GX Diesel, nýskr. 10/2004, ekinn 36 þ. km, sjálfskiptur, 33" breyttur, krókur, filmur. Verð 4.790.000. Ath. skipti. Toyota Land Cruiser 120 GX Diesel, nýskr. 6/2006, ekinn 4 þ. km, sjálfskiptur, krókur, filmur, aukasæti. Verð 5.280.000. Ath. skipti. 420 6600 REYKJANESBÆ Toyota Reykjanesbæ - Njarðarbraut 19, www.toyotasalurinn.is 420 6600 Toyota Rav4 2,0 bensín, nýskr. 4/2004, ekinn 18 þ. km, sjálfskiptur, spoiler. Verð 2.490.000. Ath. skipti. Nisssan Patrol SE+ Diesel, nýskr. 1/1999, ekinn 156 þ. km, beinskiptur, 35" breyttur, topp- lúga, upptekin vél hjá Kistufelli. Verð 1.950.000. Ath. skipti. M. Benz ML-320 AMG útlit 3,2 bensín, nýskr. 1/2002, ekinn 80 þ. km, sjálfskiptur, sóllúga, krókur, spoiler, brettakantar, leiðsögukerfi, leður, bose hljóðkerfi. Verð 3.200.000. Ath. skipti. Dodge Ram 3500 TD + ferðahús Diesel, nýskr. 6/2004, ekinn 50 þ. km, sjálfskiptur, leður, ferðahús með vaski, eldavél, sturtu, wc, ískáp o.fl. o.fl. Verð saman 4.990.000. Ath. skipti. Toyota Land Cruiser 120 LX Diesel, nýskr. 3/2006, ekinn 17 þ. km, sjálfskiptur, krókur, vara- dekkshlíf, álfelgur, samlitur spoil- er, filmur. Verð 4.990.000. Ath. skipti. Lexus RX 300 Luxury, nýskr. 2/2003, ekinn 47 þ. km, sjálfskiptur, leður, krókur, viðar- innrétting. Verð 3.350.000. Ath. skipti. Toyota Land Cruiser 120 LX Diesel, nýskr. 03/2006, ekinn 12 þ. km, sjálfskiptur, samlitur, ál- felgur, húddmerki, krókur. Verð 4.790.000. Toyota Land Cruiser 100 VX Diesel, nýskr. 8/2005, ekinn 25 þ. km, sjálfskiptur, aukasæti, leður, 33" breyttur, topplúga, spoiler, filmur, webasto, krókur. Verð 7.800.000. Ath. skipti. Toyota Avensis 1,8 bensín, nýskr. 01/2005, ekinn 42 þ. km, sjálfskiptur, filmur. Verð 2.390.000. Ath. skipti. MICHAEL Schumacher keppir um helgina síðasta sinni í Formúlu 1. Verður það 248. mót hans en hann hefur fagnað sigri oftar en nokkur annar eða 91 sinni. Hann segist stefna að sigri í mótinu og tryggja Ferrari heimsmeistaratitil bílsmiða. Schumacher sagðist eftir síðasta mót vera búinn að tapa fyrir Fern- ando Alonso hjá Renault í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra. Stærðfræðilega á hann þó enn mögu- leika á titlinum. Hann segir Ferrari verðskulda tit- il bílsmiða og hann muni gera sitt til að svo megi verða. „Drengirnir verð- skulda hann. Menn sem rísa upp á erfiðum tímum og komast á toppinn aftur og leggja sig fram af jafn mikl- um áhuga og ástríðu eiga æðstu virð- ingu skilda,“ skrifar Schumacher á heimasíðu sína á netinu. „Ég ber virðingu fyrir þeim og þeir eru þeir bestu á sínu sviði. Að mínu mati væri bílsmiðatitillinn verðskuldaður,“ bætir hann við. Re- nault þykir líklegra til að hampa titl- inum þar sem liðið hefur níu stiga forskot á Ferrari fyrir kappakstur helgarinnar, sem fram fer í Sao Paulo í Brasilíu. „Við munum sækja af fullum þunga og viljum vinna tvöfalt. Eini möguleiki okkar á titilinum er að það megi gerast,“ sagði Schumacher. „Vitaskuld er ég meðvitaður um að þetta verður síðasta mót mitt á 16 ára ferli. Það þarf ekki að taka fram að ég vil ljúka ferlinum með góðu móti,“ bætir hann við. Schumacher hefur unnið heims- meistaratitil ökuþóra oftar en nokk- ur annar eða sjö sinnum. Hann vann fyrstu tvo titlana með Benetton 1994 og 1995 og síðan fimm í röð með Ferrari á árunum 2000–2004. Síðasta keppni Schumachers AP Endapunkturinn Michael Schumacher fagnar með Jean Todt á Monza brautinni. Fræknum ferli Schumachers lýkur í Sao Paulo um helgina. TENGLAR .............................................. www.michael-schumacher.rtl.de Í FYRRA lést enski verkfræðing- urinn Keith Duckworth en hann stofnaði Cosworth-fyrirtækið með kollega sínum Mike Costin og með því að steypa saman fyrri og seinni hlutum eftirnafna sinna fengu þeir hið fína nafn Cosworth árið 1958. Cosworth-fyrirtækið er eitt hið allra farsælasta í kappakstri og hefur meðal annars ráðið ríkjum um lengri tíma í Formúlu 1 og rallíi þar sem bílar útbúnir vélum frá Cosworth sýndu yfirburði sína. Lengst af hefur samstarf Cos- worth verið mest og best við Ford en Cosworth hefur einnig selt þekkingu sína áfram, t.d. til notk- unar í Mercedes Benz, í 16 ventla 190 bílunum. Sigursælasta vél Cosworth hefur líklega verið V8-vélin frá sjöunda áratug Formúlu 1 en sú vél skilaði 177 sigrum. Cosworth Cosworth DFV (Double Four Valve) vélin er sú sigursælasta í Formúlu eitt frá upphafi en mis- munandi útgáfur þessari öflugu V8 vél voru notaðar í rúmlega 20 ár. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.