Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 1
laugardagur 2. 12. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Hörð keppni fram undan um markakóngstitilinn >> 4 TAP GEGN PORTÚGAL DRAUMUR KVENNALANDSLIÐSINS Í HANDBOLTA UM AÐ KOMAST ÁFRAM ER NÁNAST ÚR SÖGUNNI » 2 RONALDINHO verður hvíldur í liði Evrópu- og Spán- armeistara Barcelona í leikn- um gegn Levante í kvöld. Börsungar eiga afar þýðing- armikinn leik fyrir höndum í Meistaradeildinni á þriðju- daginn þegar þeir taka á móti Werder Bremen en þann leik verður Barcelona að vinna til að komast áfram í 16 liða úr- slit keppninnar. Ronaldinho fær því gott tækifæri til að safna kröftum fyrir þann slag en Brasil- íumaður- inn hefur farið mik- inn í liði Börsunga í síðustu leikjum. Eiður Smári Guðjohn- sen verður í fremstu víglínu gegn Lev- ante og líklega stólar Frank Rijkaard á íslenska landsliðs- fyrirliðann að sjá um marka- skorun liðsins en hann og Ro- naldinho eru tveir markahæstu leikmenn liðsins. Ronaldinho hefur skorað 10 mörk, þar af fimm úr víta- spyrnum, og Eiður Smári hef- ur skorað fimm mörk. Líklegt er að Thigao Motta komi inn í byrjunarliðið í stað Ronaldin- hos en Börsungar tróna á toppnum, hafa eins stigs for- skot á Sevilla. Eiður Smári Guðjohnsen Rijkaard stólar á Eið Smára gegn Levante KVENNALIÐ ÍS í körfu- knattleik kvenna hefur samið við bandaríska leikmanninn Anabel Lucia Perdomo og mun hún leika með liðinu það sem eftir er keppnistímabils- ins. Hún er bakvörður og lék með Southern Connecticut- háskólaliðinu sl. vor. Per- domo er væntanleg til lands- ins í byrjun næstu viku og gæti leikið fyrsta leik sinn með félaginu gegn Keflavík á þriðjudaginn í 1. deild kvenna. Frá þessu er greint á fréttavefnum karfan.is. ÍS er í fjórða sæti af alls sex lið- um deildarinnar en liðið hef- ur unnið þrjá leiki af alls sjö í 1. deild. Öll lið í Iceland-Express deild kvenna í körfuknattleik eru nú með erlendan leik- mann í sínum röðum en Breiðablik er með tvo er- lenda leikmenn. Forráða- menn Hamars leita að nýjum leikmanni í stað Atari Parker sem lék fimm fyrstu leikina með liðinu en er nú farin til síns heima. Forráðamenn Hamars vonast til þess að nýr leikmaður verði kominn í raðir liðsins fyrir leik gegn Haukum hinn 10. desember. Þeir erlendu leikmenn sem leika í 1. deild kvenna eru: Ifeoma Okonkwo (Haukar), TaKesha Watson (Keflavík), Tamara Bowie (Grindavík), Tiara Harris og Vanja Per- icin (Breiðablik). Stúdínur fá liðstyrk – Atari Parker farin FJÖLNISMENN hafa ákveðið að skipta um þjálfara hjá úrvalsdeild- arliði sínu í körfuknattleik karla. Keith Vassell hefur verið leystur frá störfum og Bárður Eyþórsson ráðinn í hans stað. Forráðamenn Grafarvogsliðsins eru ekki ánægðir með uppskeruna eftir fyrstu átta umferðirnar í Ice- land Express-deild karla en Fjölnir er í 10 sæti með 4 stig líkt og fjög- ur önnur lið. Vassell var ráðinn til Fjölnis í sumar. Hann hafði þá dvalið er- lendis í nokkurn tíma, en hann lék með KR hér á landi áður en hann fór utan. Hann hefur spilað með Fjölni jafnframt því að þjálfa, en Vassell er með íslenskan ríkisborg- ararétt. Bárður hefur náð góðum árangri sem þjálfari hjá Snæfelli en ákvað að söðla um í vetur og tók við liði ÍR. Hann hætti þar fyrir skemmstu en hefur nú ákveðið að snúa á ný til Reykjavíkur og taka við Fjölni. Fjölnir skiptir um þjálfara „Mér leið vel og það var mikil orka í mér. Ég hef verið lengi í gang á þessu keppnistímabili eftir aðgerð á hné en ég finn að ég get treyst á styrkinn í hnénu,“ sagði Bryant en hann tróð nokkrum sinnum með miklum tilþrifum. Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, vakti athygli er hann faðmaði Bryant við hliðarlín- una er honum var skipt útaf í lokin. En Jackson er ekki þekktur fyrir að sýna tilfinningar í garð leikmanna á meðan leikurinn stendur yfir. „Það var frábært að horfa á Kobe í leiknum enda tókst honum vel upp í því sem hann reyndi að gera. Ég verð hinsvegar að hrósa öllu liðinu þar sem varnarleikurinn lagði grunninn að sigrinum,“ sagði Jack- son en Bryant er fyrsti leikmað- urinn í sögu NBA-deildarinnar ger- irtvívegis 30 stig í einum fjórðung. Pistons á sigurbraut Dwyane Wade náði ekki að bjarga málunum fyrir meistaralið Miami Heat en hann hitti ekki úr síðasta skoti leiksins gegn Detroit Pistons. Meistararnir töpuðu, 87:85, en Wade reyndi að jafna metin þeg- ar 2 sekúndur voru eftir en skotið geigaði. Þetta var sjöundi sigurleik- ur Pistons í röð en Miami hefur unnið 6 leiki en tapað 9 leikjum á keppnistímabilinu. Bryant var sjóðheitur KOBE Bryant skoraði 52 stig fyrir LA Lakers í NBA-deildinni í körfu- knattleik í fyrrinótt þegar liðið vann Utah Jazz 132:102. Bryant hitti úr öllum 9 skotum sínum utan af velli í þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 30 stig og jafnaði hann eigið met í stigaskorun í ein- um leikfjórðungi. Bryant hefur ekki skoraði jafn mikið í einum leik frá því hann skoraði 81 stig gegn Toronto Raptors á síðustu leiktíð. Morgunblaðið/ÞÖK Nýir tímar Þjóðminjasafn Íslands fékk í gær gamla bikarinn sem fylgt hefur nafnbótinni Íþróttamaður ásins í 50 ár og um leið var nýr gripur kynntur til sögunnar og er hann um margt frábrugðinn þeim gamla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.