Morgunblaðið - 02.12.2006, Page 4
4 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
Goran Gusic er markahæstur –
hefur skorað 59 mörk. Þar af 40
mörk úr vítaköstum. Gusis hefur
skorað sex mörk úr horni, fimm
með langskotum, fjögur af línu og
fjögur mörk eftir hraðaupphlaup.
Jóhann Gunnar hefur skorað 56
mörk og þar af 29 úr vítaköstum.
Hann hefur skorað 10 mörk með
langskotum, átta eftir gegnum-
brot, sjö eftir hraðaupphlaup og
eitt af línu.
Valdimar, sem er skytta góð,
byrjaði sinn keppnisferil með Sel-
fossi, fór þaðan í Aftureldingu, síð-
an í Fram og leikur nú sitt annað
keppnistímabil með HK, hefur
skorað 54 mörk – 19 úr vítaköst-
um. Hann hefur skorað 27 mörk
með langskotum, fimm eftir gegn-
umbrot og þrjú eftir hraðaupp-
hlaup.
Eins og sést á listanum yfir
markahæstu leikmenn hér á síð-
unni koma Davíð, Björgvin Þór og
Markús Máni næstir á blaði, hafa
skorað yfir fimmtíu mörk.
Eymar með flest mörk
úr langskotum
Eymar Kruger, leikmaður Fylk-
is, er sá leikmaður sem hefur skor-
að flest mörk með langskotum, eða
27.
Valdimar Þórsson kemur næstur
á blaði með 27 mörk, Markús Máni
hefur skorað 26 mörk úr lang-
skotum og Björgvin Þór 25 mörk.
Vladimir Duric, Fylki, hefur
skorað 23 mörk úr langskotum.
Tite Kalandaze, Stjörnunni, hefur
skorað 21 mark úr langskoti og þá
koma Andri Stefan, Haukum, og
Ernir Arnarson, Val, með 20 mörk
skoruð með langskotum.
Þrír með 17 mörk af línu
Þrír leikmenn hafa skorað 17
mörk af línunni – Hörður Fannar
Sigþórsson, Akureyri, Haraldur
Þorvaldsson, Fram og Jón H.
Gunnarsson, ÍR.
Kári K. Kristjánsson, Haukum,
og Ingvar Árnason, Val, hafa skor-
að 16 mörk af línu.
Framarar með
öfluga hornamenn
Þorri B. Gunnarsson, fyrirliði
Fram, sem leikur í hægra horninu,
hefur skorað langflest mörk úr
horni, eða 24 mörk. Stefán Stef-
ánsson, félagi hans úr Fram, sem
leikur í vinstra horninu, kemur
næstur á blaði með 18 mörk úr
horni.
Elías Már Halldórsson, Stjörn-
unni, hefur skorað 12 mörk úr
horni og þeir Ragnar Hjaltested,
HK, og Guðmundur Petersen,
Haukum, hafa skorað 11 mörk úr
horni.
Þorri B. fljótastur
Þorri B. er einnig fljótasti leik-
maðurinn fram í sókn í deildinni –
hefur skorað 15 mörk eftir hraða-
upphlaup. Elías Már kemur annar
á blaði með 14 mörk skoruð eftir
harðaupphlaup.
Andri Snær Stefánsson, Val, er í
þriðja sæti með 10 mörk skoruð
eftir harðaupphlaup.
Fámennur hópur
gegnumbrotsmanna
Það eru ekki margir leikmenn
sem hafa sýnt mikinn styrk í gegn-
umbrotum. Tveir leikmenn hafa
skorað yfir tíu mörk eftir gegn-
umbrot – báðir 11 mörk. Það eru
Vladimir Duric, Fylki, og Sigfús
Sigfússon, Fram.
Skotnir af toppnum
AKUREYRINGURINN Goran Gu-
sic, Jóhann Gunnar Einarsson, leik-
maður Fram, og HK-maðurinn
Valdimar Þórsson eru komnir í þrjú
efstu sætin á listanum yfir marka-
hæstu menn í úrvalsdeildinni í hand-
knattleik karla eftir átta umferðir.
Þeir hafa skotið ÍR-ingana Davíð
Georgsson og Björgvin Þór Hólm-
geirsson ásamt Valsmanninum
Markúsi Mána Michaelssyni af
toppnum, en þeir þrír hafa verið í
efstu sætunum frá byrjun Íslands-
mótsins. Ljóst er að hörð keppni er
fram undan um markakóngstitilinn.
Morgunblaðið/Kristinn
Í sókn Valdimar Þórsson, leikmaður HK-liðsins, hefur skorað grimmt fyrir sitt lið að undanförnu í úrvalsdeildinni.
Goran Gusic, Jóhann Gunnar Einarsson og Valdimar Þórsson eru búnir
að hreiðra um sig sem þrír markahæstu menn í úrvalsdeild karla
Ólafur Þórisson körfuknattleiks-maður hefur ákveðið að ganga
til liðs við sitt gamla félag, ÍR, en
hann hefur leikið með Breiðabliki í
1. deild frá því í fyrra. Ólafur verð-
ur löglegur með úrvalsdeildarliði ÍR
þann 22. desember. Tveir aðrir leik-
menn hafa gengið til liðs við ÍR að
undanförnu, Elvar Guðmundsson
kemur úr námi frá Danmörku um
miðjan desember og Róbert Már
Ingvason, 19 ára bakvörður, úr
Njarðvík.
Kolbeinn Sig-þórsson,
drengjalandsliðs-
maður í knatt-
spyrnu úr HK,
fer á morgun til
Hollands og æfir
með Íslend-
ingaliðinu
Alkmaar í eina
viku. Forráðamenn Alkmaar óskuðu
eftir því að fá að skoða hinn 16 ára
Kolbein sem vakti athygli með und-
ir 17 ára landsliðinu í ár og þá lék
hann fimm leiki með HK í 1. deild-
inni í sumar og skoraði eitt mark. Í
haust óskuðu PSV Eindhoven og
Reading eftir því að fá Kolbein til
sín til reynslu en hann hefur ekki
farið þangað enn þá.
Shavlik Randolph, framherjiNBA-liðsins Philadelphia
76’ers, ökklabrotnaði á æfingu liðs-
ins og verður hann frá keppni 6–8
vikur. Randolph hefur verið í byrj-
unarliði 76’ers í undanförnum leikj-
um vegna meiðsla Chris Webber en
Randolph kom til liðsins sl. sumar
eftir að hafa verið án samnings í
þrjú ár.
Clay Bennett, eigandi NBA-liðsins Seattle Sonics, hefur
fengið Lenny Wilkens til starfa hjá
félaginu og verður hann varaforseti
þess. Wilkens þjálfaði liðið á sínum
tíma og gerði Seattle að meisturum
en hann er 69 ára og þjálfaði síðast
hjá New York Knicks árið 2005.
Forráðamenn NBA-deildarinnarhafa sektað Phil Jackson um
1,7 milljónir króna vegna ummæla
hans í garð dómara eftir leik LA La-
kers og Utah Jazz á dögunum. Þar
kvartaði Jackson yfir því að And-
rew Bynum, leikmaður Lakers,
fengi óréttláta meðferð hjá dóm-
urum leiksins.
Lilian Thuramsegir í við-
tali við franska
íþróttablaðið
L’Equipe að
hann sé ekki
ánægður með
stöðu sína hjá
Evrópu- og
Spánarmeist-
urum. Frakkinn, sem er 35 ára, hef-
ur ekki fengið að spreyta sig mikið
með Börsungum en Rafael Margu-
ez og fyrirliðinn Carles Puyol hafa
nær einokað miðvarðarstöðurnar.
,,Ég kom ekki til Barcelona sem
túristi. Kannski þekkja for-
ráðamenn liðsins mig ekki og halda
bara að ég sé ánægður en það er
fjarrri lagi,“ segir Thuram.
Robbie Green frá Englandi erlítt þekktur atvinnumaður í
pílukasti en hann er sá fyrsti sem
fellur á lyfjaprófi í þeirri íþrótt.
Green fór í lyfjapróf í júní á þessu
ári á opna breska meistaramótinu
og reyndist hafa notað kannabisefni.
Aðeins átta atvinnumenn í pílukasti
hafa farið í lyfjapróf á þessu ári á
Bretlandseyjum en í byrjun þessa
árs tóku í gildi nýjar reglur þar sem
að keppendum er skylt að mæta í
lyfjapróf sé þess krafist. Keppn-
isbannið, sem Green var úrskurð-
aður í, nær yfir átta vikur og tvo
daga.
Fólk sport@mbl.is
ERNIE Els náði sér á strik á öðum
keppnisdegi á Nedbank-golfmótinu
í heimalandi hans, S-Afríku, í gær
en þar eigast við 12 atvinnukylf-
ingar. Els lék á 67 höggum eða 5
höggum undir pari vallar en hann
lék á pari vallar á fyrsta keppn-
isdegi eða 72 höggum. Keppni var
frestað í gær vegna þrumuveðurs,
þar sem að Jim Furyk frá Banda-
ríkjunum var búinn að leika 16 hol-
ur og er hann samtals á 10 höggum
undir pari á Gary Player-vellinum.
Furyk hefur titil að verja á mótinu.
Sigurvegari mótsins fær rúmlega
81 millj. kr. í verðlaunafé en allir
keppendur mótsins fá verðlaunafé.
Annað sætið gefur af sér rúmlega
40 millj. kr. og sá sem endar í 12.
sætið fær rúmlega 12 millj. kr.
Staðan í gær þegar mótinu var
frestað, feitletruð nöfn hafa lokið
36 holum: Jim Furyk (-10), Henrik
Stenson (-6), Charl Schwartzel (-5),
Padraig Harrington (-5), Ernie Els
(-5), Retief Goosen (-4), Trevor Im-
melman (-4), David Howell (-2), Jose
Maria Olazabal (par), Sergio Garcia
(+4), Chris DiMarco (+5), Colin
Montgomerie (+8).
Ernie Els
lék vel
DAVID Williams, 18 ára piltur hjá
danska knattspyrnuliðinu Bröndby,
sló í gegn í fyrrakvöld þegar hann
skoraði tvö mörk fyrir liðið í 3:1-
sigri gegn Hammarby í Skandinav-
íudeildinni. Hannes Þ. Sigurðsson
lék við hlið hans í framlínu Bröndby
og skoraði þriðja markið og Willi-
ams þakkar Hannesi mörkin tvö.
„Ég hafði aldrei áður spilað með
Hannesi en það var frábært að vera
með sterkan mann eins og hann við
hliðina á sér. Hann fór í öll návígin
og bjó með því til auð svæði handa
mér. Ég er alls ekki viss um að ég
hefði skorað þessi tvö mörk ef hann
hefði ekki hjálpað mér svona mik-
ið,“ sagði Williams í samtali við vef
Bröndby.
Þakkar
Hannesi
mörkin
Markahæstu leikmenn úrvalsdeildarkarla í
handknattleik eru þessir leikmenn:
Goran Gusic, Akureyri..........................59/40
Jóhann G. Einarsson, Fram.................56/29
Valdimar Þórsson, HK .........................54/19
Davíð Georgsson, ÍR.............................52/31
Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍR ............51/4
Markús Máni Michaelsson, Val ...........51/14
Eymar Kruger, Fylki .............................43/7
Guðmundur Petersen, Haukum ..........41/23
Þorri B. Gunnarsson, Fram ......................41
Valdimir Duric, Fylki..............................41/3
Árni Þór Sigtryggsson, Haukum..............38
Elías Már Halldórsson, Stjörnunni .......33/1
Ernir Arnarson, Val...................................33
Tite Kalandaze, Stjörnunni ....................31/6
Andri Stefan, Haukum...............................30
Stefán B. Stefánsson, Fram ......................27
Markahæstu menn