Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Side 2
Eftir Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com Í vikunni birtist frétt í 24 stundum af því að þrjár konur sem allar hafa haft sig frammi í umræðunni um jafnréttismál á undanförnum misserum, Drífa Snædal, Katrín Anna Guðmundsdóttir og Sóley Tómasdóttir, ætluðu ekki að koma fram í Silfri Egils um ófyrirséða framtíð af því að þær teldu forsendur umræðna þar ekki jafnréttishugsjóninni til framdráttar. Við fyrstu sýn vakti þessi frétt enga sérstaka furðu. Áður hefur komið fram gagnrýni á val viðmælenda í Silfur Egils á meðan sá þáttur var á Stöð 2 og þar áður á Skjá ein- um. Umræðan um stöðu kvenna í fjöl- miðlum á sér langa sögu og gerðar hafa verið mælingar hérlendis jafnt sem erlendis sem sýna að fyrirferð kvenna í umræðum um samfélagsmál, stjórnmál og efnahags- mál endurspeglar ekki þá einföldu stað- reynd að konur eru álíka fjölmennar og karlar. Þetta mál hefur raunar verið svo ít- arlega rætt að bera myndi í bakkafullan orðalækinn að þylja hér þá miklu litaníu af með- og mótrökum sem jafnvel eldri frænd- ur geta þulið í fjölskylduboðum án þess að fipast: röksemdir á borð við „konur hafa engar sterkar fyrirmyndir ef þær birtast ekki í fjölmiðlum“ eða „staðreyndin er að konur eru í minnihluta í fjármálalífi og stjórnmálum, er það mér að kenna?“ Allir vita um hvað málið snýst. Fyrir vikið hefði líklegast verið frumlegra að hlífa okkur við enn einni ræðukeppninni um kosti og galla femínisma og skoða þessa yfirlýsingu sem vitnisburð um að feðraveldið eigi það sam- eiginlegt með Rómaveldi að þurfa að ganga í gegnum mjög langt hnignunarskeið áður en það fuðrar upp nóttina þegar varðsveit- irnar gleyma sér við að súpa bjór sem keyptur var í kjörbúð og hala niður ósíað porn. En einmitt vegna þess að við getum þulið fyrirfram upp allt sem femínistarnir og gagnrýnendur þeirra munu segja ætti um- ræðan að vera óþörf. John Stuart Mill tíndi þegar á 19. öld til í riti sínu um Kúgun kvenna mjög einföld rök fyrir jafnrétti sem maður skyldi álíta að væru komin eitthvað áleiðis inn í hausinn á þeim velmenntuðu ungu mönnum sem nú jarma í slíkum hys- teríukór á netsíðum um hættur „öfgafem- ínismans“ að eyfirska Lúkasarguðspjallið frá því í sumar virkar næstum eins og mjálm í samanburðinum. En það er nú ald- eilis ekki. Sú einfalda ábending Mills að það sé sóun á mikilvægum hæfileikum og kröft- um að útiloka annan hluta samfélagsins frá gæðum sem hinn hlutinn telur sjálfsögð er einfaldlega ekki viðurkennd skoðun í ákveðnum þjóðfélagshópum. Strax sama dag og fréttin í 24 stundum birtist snjóaði inn í netheima slíkum hópeflisblamm- eringum um „öfgafemínistana“ Katrínu Önnu en einkum þó Sóleyju Tómasdóttur að maður varð hálf tómur í framan yfir heift- inni og rætninni. Það er einfaldlega absúrd að sjá hlið við hlið á bloggsíðum og vefsetr- um vandað efni úr pennum þessara ungu karlmanna og síðan hatursrullur sem hafa í mesta lagi gildi sem skoðunarefni á sviði sálfræðinnar. Samt hafa þær Katrín Anna Guðmunds- dóttir og Sóley Tómasdóttir í raun ekki sagt og gert annað en það sem góðir og vandaðir menn, hófstilltir andstæðingar „öfgafemínismans“ á borð við Þorstein Sig- laugsson hagfræðing (tsiglaugsson.blog.is), sem þjóðinni er kunnur sem maðurinn sem reiknaði Kárahnjúkavirkjun út af borðinu og Guðmund Magnússon sagnfræðing (dv.is), sem þjóðinni er m.a. kunnur sem höfundur bókarinnar um Thorsarana, myndu hafa ráðlagt öðrum í sömu stöðu: Maður haslar sér sinn eigin völl áður en hólmgangan hefst. Annars eru átökin alltaf á forsendum andstæðingsins. Þetta er grunnatriði í almannatengslum og stjórn- málabaráttu. En þessir herramenn auk tveggja tuga annarra minni spámanna ýja engu að síður sterklega að því að „öfgafem- ínisminn“ sé fyrir vikið skaðlegur frelsi borgaranna, já og sumir, einkum margir hinna minni spámanna, halda því raunar blákalt fram að hann ógni samfélagsgerð- inni. Það eru engin ný tíðindi að þeir sem eru sannfærðir um kosti frjáls markaðs- búskapar og ókosti hverskonar íhlutunar hins opinbera í líf og starf borgaranna líti svo á að félagslegar röksemdir hópa í rétt- indabaráttu séu varhugaverðar sósíalískar hugmyndir sem hafi aukna forræðishyggju og ríkisafskipti að leiðarljósi. Frjálsir ein- staklingar og haftalausir séu í fræðilegum skilningi jafnréttháir hver öðrum og því sé jafnrétti best tryggt með sem minnstri íhlutun hins opinbera um þessi mál. Þetta er falleg hugsjón sem er þess meira en verð að hún sé útskýrð og varin. En af hverju er mönnum um megn að setja þessar skoðanir fram skilmerkilega og heimfæra þær upp á aðstæður í okkar samtíma? Af hverju bregðast menn við því sem femínistar á borð við Sóleyju Tómasdóttur hafa að segja með úlfúð, útúrsnúningi, háði, svívirðingum og einelti? Hafa þeir miður góðan málstað að verja? Því þegar rökþurrðin ein blasir við setjast karlmenn með þrefalt háskóla- próf niður og fá klapp á bakið og ferföld húrrahróp hjá félögum sínum úr ungliða- hreyfingu stærsta stjórnmálaflokks landins fyrir að skrifa svona nokkuð (þetta á nátt- úrlega að vera ofsafyndið): „Áður en ég skelli mér í Valhöll að horfa á grófar klám- myndir og borða fimm þúsund kalla með 100 ríkustu karlmönnum Íslands vil ég beina þeim tilmælum til Sóleyjar að slappa aðeins af.“ (Deiglan.com, 28.11.2007) Finnst forvígismönnum ungra og aldinna sjálfstæð- ismanna og sjálfstæðiskvenna þetta virki- lega frábært framlag til kynningar á hug- myndum þeirra og hugsjónum? Stöðvum öfga- femínistana strax! Deiglan.com Eru hinir vel menntuðu karlmenn sem skrifa á Deigluna.com metnaðarlausir? FJÖLMIÐLAR »En af hverju er mönnum um megn að setja þessar skoðanir fram skilmerkilega og heimfæra þær upp á að- stæður í okkar samtíma? Af hverju bregðast menn við því sem femínistar á borð við Sól- eyju Tómasdóttur hafa að segja með úlfúð, útúrsnúningi, háði, svívirðingum og einelti? Hafa þeir miður góðan málstað að verja? 2 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Padraig Mara padraig@hi.is ! Við hverju má búast þegar mað- ur innritar sig á nýtt hótel? Hlutlausum litum, lyktinni af hreingerningalegi og nýþvegn- um þvotti. Húsgögnum sem stinga ekki í augu og eru valin eftir notagildi. Málverk sem uppfylla tilgang sinn með því að vekja engar tilfinningar í brjósti þeirra sem á horfa. Þetta á, að mestu leyti, við sama hvert er farið, frá Kína til Kanada og yfir til Kamerún og allt er þetta með vilja gert. Hóteliðnaðurinn ákvað það fyrir löngu að ferðalangar vildu snyrti- legan griðastað sem minnti ekki á neitt sérstakt eða nokkurn sérstakan stað. Herbergi og rúm sem gæti verið hvar sem er, gæti verið alls staðar. Hótel Chelsea í New York, betur þekkt sem The Chelsea Hotel, sneiðir alfarið hjá þessari sótthreinsuðu tísku. Bygg- ingin sjálf svignar undan sögulegum þunga. List, gömul jafnt sem ný, þekur alla ganga. Í herbergjunum finnur maður völundarhús af sprungum, dældum og flagnandi veggfóðri. Hótel Chelsea aug- lýsir sig sem „viðkomustað fyrir einstaka einstaklinga“, og óneitanlega hefur fjöldi merkilegra listamanna kallað hótelið heimili sitt í gegnum tíðina, allt frá Brendan Behan til Milos Forman, og mikið hefur verið gert úr því hvernig hót- elið stuðli að listsköpun. Hvað sem það nú þýðir. Maður spyr sig, hvernig hótel (sem rukkar 150 dali fyrir nóttina), eða nokkur annar staður, geti eignað sér verk þeirra sem læðast þar um gangana. Í augum Chandlers var Los Angeles sveipuð dulúð, of mikilfengleg og subbu- leg til að geta verið af þessum heimi. Du- blin var skáldagyðja Joyce og hans versti óvinur. Hann reyndi að yfirgefa hana en hún yfirgaf hann aldrei. Orhan Pamuk átti sína Istanbúl og William Kennedy valdi sér Albany, líklega vegna þess að enginn annar vildi neitt með borgina hafa. En hvað hefur hótel upp á að bjóða, sem gæti vakið skáldagáfuna? Chelsea- hótelið heldur í hefðina, innan veggja þess er að finna New York sem nú hefur, að mestu, horfið. Það var byggt í lok 19. aldar og var eitt af fyrstu fjölbýlishús- unum í borginni. Hönnun hússins er áþekk öðrum risum sem er að finna á austurströnd Bandaríkjanna, aðal- inngangurinn gæti verið fenginn úr hvaða St. Aidan eða Lady of Mercy frá Gunhill Road til Hoboken. Þarna er eng- in herbergisþjónusta, enginn matur yfir höfuð, enginn minibar, engin MTV-áveita inn í herbergin (nokkuð sem þeir hreykja sér af í auglýsingum). Ósamstæð hús- gögnin, gömul og ný, liggja óttaslegin, umkringd gifsveggjum sem svigna undan hverju málningarlaginu á fætur öðru. Lyftan æpir og bilar í sífellu og á baðher- bergjunum eru sprungurnar eins og köngulóavefur á flísainnréttingunni. Þarna má enn finna fyrir gamla, slæma andanum, frá þeim tíma þegar menn fóru á Time Square til að verða sér út um föls- uð skilríki og kynlífsþjónustu á kosta- kjörum, þegar menn keyptu sér heróín í austurhluta borgarinnar, ekki dýrt kaffi. Ljóðskáld, listmálarar, leikstjórar og tónlistarmenn gista enn Chelsea-hótelið þó að það sé ekki lengur nándar eins ódýrt, en nú endurspeglar það ekki leng- ur raunveruleikann utan veggja. Dansinn sem þar dunar er ekki dansaður lengur. Kannski er það öll þessi saga, öll þessi orð sem þarna voru rituð, allar þessar uppákomur, allir þessir söngvar og allt það blóð sem þarna var úthellt (mörg morð, mörg sjálfsmorð), kannski eru það þessir draugar sem nú veita mönnum innblástur. Kannski er það starfsfólkið, sem hefur ekki of miklar áhyggjur af því að bjóða góðan daginn eða elta fólk á röndum, og leyfa þér, andskotinn hafi það, að gera það sem þú þarft að gera. Eða kannski eru það þykku veggirnir sem halda hávaðanum úti, og leku glugg- arnir sem hleypa umferðarómnum inn. Hótel Chelsea Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.