Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Blaðsíða 3
Kári Elíson, næturvörður á Grund, hefur leikinn: Eitt sinn um nótt þurfti ég að laga ljós yfir rúmi einnar heimiliskonunnar. Til þess að komast að ljósinu varð ég að fara að einhverju leyti upp í rúmið til hennar og segi þá um leið: „Ég er bara komin upp í rúm til þín, frú mín góð.“ „Já,“ svaraði sú gamla. „Það fer nú hver að verða síðastur til þess.“ * Ómar Ragnarsson fór að sjálfsögðu mikinn þegar hann fyrir síðustu alþingiskosningar opnaði kosningaskrifstofu Íslandshreyfingar- innar í Suðvesturkjördæmi. Þar réðist hann meðal annars að Frjálslynda flokknum og stefnu hans í innflytjendamálum og sagði þá þetta: „Það besta sem myndi gerast er ef við næðum atkvæðum Frjálslynda flokksins og myndum þurrka hann út. Þeir eru á móti inn- flytjendum, en það er bara staðreynd að inn- flytjendur hafa gert okkur svo margt gott ... Til dæmis hafa innflytjendur kynnt okkur fyrir framandi mat og kryddi. Innflytjendur hafa tekið að sér að vinna í fiski sem engir Íslendingar vilja taka að sér.Þeir hafa tekið að sér byggingavinnu. Og að sofa hjá forse- tanum.“ * Séra Valdimar Eylands fæddist á Tittlinga- stöðum í Víðidal í Þorkelshólshreppi í Vestur- Húnavatnssýslu árið 1901. Þar ólst hann enn- fremur upp, en flutti vestur til Kanada í árslok 921, hvar hann starfaði sem prestur mestan hluta ævinnar, meðal annars hjá íslenskum söfnuðum. Einnig var hann prestur um eins árs skeið á Útskálum í Garði er hann og séra Eiríkur Sv. Brynjólfsson skiptu á presta- köllum. Vafalítið finnast huggulegri bæjarheiti en það sem æskuheimili Valdimars bar, enda fór það svo að þegar hann á fullorðinsárum var spurður að því hvaðan hann væri, hikaði hann eilítið en síðan kom svarið: „Frá Smáfuglastöðum.“ Hér læðast inn örfá mismæli úr ljósvakamiðl- unum: Seinni hlutann í febrúar 2006 var viðtal í fréttatíma á RÚV við Vernharð Guðmundsson, fulltrúa í launanefnd slökkviliðsmanna, en hún var þá nýbúin að hafna launatilboði. Þegar ástæðu þess svaraði hann: „Fólk verður að gera sér grein fyrir því að við erum búnir að fá okkur fullsadda á því að hætta bæði lífi, limi...“ Í fréttum á sömu stöð, það er RÚV, sagði Gunnar Gunnarsson fréttamaður: „Litlar líkur eru á því að fleiri lík finnist á lífi...“. Ingólfur Bjarni Sigfússon var að lesa fréttir á Stöð 2 og varaði þá meðal annars við óholl- ustu í tilreknum matvælum. Fréttinni lauk hann á þennan veg: Þetta á einkum við um vanfærar konur á barneignaraldri. Einhverju sinni bar svo til að truflanir urðu á rafmagninu í húsi læknishjónanna á Sauðár- króki, þeirra Torfa Bjarnasonar og Sigríðar Auðuns. Þórður Pétursson rafvirkjameistari var kvaddur til að kanna hvað ylli þessum vandræðum og eftir ýmsar mælingar hrópaði hann upp yfir sig úr eins manns hljóði: „Það er barasta vitlaust riðið í þessu húsi,“ sem á máli rafmagnsfræðinnar þýðir eitthvað á þá leið, að straumtíðnin sé öðruvísi en hún ætti að vera. Læknisfrúin hafði fylgst nokkuð grannt með vinnu Þórðar. Hún þekkti lítið til fagmáls raf- virkja og varð því fremur hvumsa við þessa yfirlýsingu hans. Lét þó ekki á neinu bera, en létti hins vegar mjög í sinni þegar rafvirkinn lýsti því yfir einhverjum mælingum síðar, að „líklega væri nú rétt riðið í húsinu eftir allt saman“. Missti hún þá reyndar út úr sér: „Mikið þykir mér nú vænt um að heyra það, Þórður minn.“ A N T O N Y B E E V O R STALÍNGRAD JÓLABÆKUR ÁRSINS! Íslenskar gamansögur Fyrsti vestur-íslenski feministinn Þættir úr baráttusögu Margrétar J. Benedictsson Björn Jónsson Njósnari í Þýskalandi nasista? Ráðgátan um Olgu Tsékovu Hér segir Sveinn í Kálfskinni frá því þegar hann: – var fóðurmeistari á dönskum búgarði og vann með amerískum indíánum á Keflavíkurflugvelli – var tekinn í landhelgi í Jórdaníu á ólöglegri siglingu á seglbretti – svaf í svítu á diplómatahóteli í Berlín og lá úti í grenjandi stórhríð, einn og týndur uppi á öræfum Íslands – ók í brynvörðum bíl um Bronx og Harleem og sat á spjalli við þriggja kvenna ættarhöfðingja í Afríku – bjó til bæði flugvöll og stöðuvatn upp á eigin spýtur – seldi ferðamönnum allt frá slori og fjósalykt upp í þyrluferðalög. holar@simnet.is M bl 9 42 51 5 Bráðskemmtileg ævisaga Sveins í Kálfskinni; ævintýramannsins sem aldrei hefur séð eftir neinu og ætlar, hvað sem hver segir, að byggja kláfferju upp á Vindheimajökul áður en yfir lýkur. 3. sætið á metsölulista Mbl. – ævisögur! Orrustan um Stalíngrad kostaði meira en milljón mannslíf. Orrustan um Stalíngrad var ekki einungis sálfræðilegur vendipunktur síðari heims- styrjaldarinnar – hún breytti einnig nútímahernaði. Margrét J. Benedictsson helgaði líf sitt jafnréttis- báráttu kvenna. Saga hennar má ekki gleymast. Átti breski flotinn einhver svör við togvíraklippum Landhelgisgæslunnar? Mögnuð og spennandi bók um hatrömm átök, bæði á hafi úti og í landi. Kenningar höfundanna eru afar umdeildar og þeir setja fram djar- far tilgátur sem snerta hugmyndir og viðhorf allra kristinna manna. Bókin varð kveikjan að Da Vinci lyklinum og fleiri bókum. Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út Íslenskar gamansögur 1 í samantekt Guðjóns Inga Eiríkssonar. Hér á eftir fara nokkrar sögur úr þessari bráðsmellnu bók. Hin unga og fagra Olga Tsékova átti ekkert nema demantshring þegar hún fór frá Moskvu 1920. Leið hennar lá til Þýskalands og hún varð uppáhaldsleikkona Hitlers – starfaði um leið fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.