Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Blaðsíða 5
vegar séu ekki andstæðir pólar held- ur tvær hliðar á sama peningi. Pældu aðeins í því hvernig barn lærir að tala. Það finnur sjálft sig upp, það býr til sjálfsmynd sína úr ákveðnu hráefni – tungumálinu sem er til staðar í um- hverfi þess – en samt eignast hver einasta manneskja sína eigin rödd.“ Og tjáningin tengist svo fleiri þátt- um í umhverfinu? Lionel er einangr- aður innan um bækurnar á bókasafn- inu, en svo segir að Frank Minna og staðurinn, Brooklyn, hafi opnað hann og „kennt honum að tala“. „Já, vinkona mín sem er leikskáld og ólst upp í sömu götu og ég djókum oft með það að krakkarnir í hverfinu hafi annaðhvort orðið löggur, bófar eða rithöfundar. Ég held að það sé eitthvað við það hvernig þetta hverfi er varanleg samsuða af ólíkri menn- ingu, stéttum og kynþáttum sem ger- ir það að verkum að hér verður óhjá- kvæmilega til ákveðin leikræn meðvitund. Tungumálið sem þú notar úti á götu er allt annað en tungumálið sem þú notar heima hjá þér. Í skól- anum kemstu í kynni við röð ólíkra tungumála sem þú gætir þess vegna tekið upp sjálfur og notað, og nú á ég ekki bara við ensku annars vegar og spænsku hins vegar, heldur á ég við ólíkar leiðir til að tjá þig og eru til þess fallnar að ná valdi á umhverfi þínu. Bæði í Móðurlaus Brooklyn og Fortress of Solitude reyndi ég að draga upp mynd af því hvernig það að taka þátt í götulífinu í Brooklyn snýst um að skilja og notfæra sér tungu- málið og að miðla á milli ólíkra „tungumála“. Þetta gerir Frank Minna til dæmis öllum stundum. Og ástæða þess að manni líkar svona vel við hann er einmitt sú hvað hann er umburðarlyndur. Hann segir: Jæja, tungumálið þitt er enn ein útgáfan af þessum ljótu, fáránlegu, ómögulegu, áráttukenndu og yfirmáta sjarmer- andi leiðum sem fólk finnur upp á til að vera til hérna í Brooklyn. Og: Við erum öll stórskrýtin og öll að reyna að finna okkar litla reit, okkar litla svæði til að athafna okkur á. Þannig var það í raun að alast upp hérna, þetta var stöðug samningaumleitan. Allt þetta leiðir af sér verulega áhugaverða hegðun og talsmáta því maður áttar sig á því að hvorki hegð- unin né tungumálið verða til sjálf- krafa, þau eru ekki náttúrleg, heldur eru þau valin, þau eru búin til.“ Glæpasöguformið var öryggis- net fyrir óreiðukenndan efnivið Hvers vegna valdirðu að skrifa um þetta efni í glæpasöguformi? „Ég leitaði í glæpasöguformið sem einskonar öryggisnet. Glæpasögur hafa mjög ákveðinn og öruggan strúktúr. Þær virðast kannski fjalla um kaos og glæpi, en fjalla í raun um mynstur, skipulag og það að finna svör. Ég vissi að efniviðurinn sem ég hafði í höndunum – tungumálið, ákveðin innri meðvitund sögunnar, og Brooklyn – væri í eðli sínu mjög kaót- ískur. Þess vegna varð ég – burtséð frá lesandanum, bara fyrir sjálfan mig sem höfund sem er að vinna með þessi ólíku form ringulreiðar – að finna öruggan strúktúr til að byggja á. Ég leit því í raun á formið eins og ílát til að koma mér í höfn.“ Hvað finnst þér um flokkanir og þá merkimiða sem settir eru á bækur. Er þetta eitthvað sem þú hugsar um þegar þú sendir frá þér bók? „Ég varð einu sinni að hugsa tals- vert um þessa hluti – fyrstu bækur mínar gáfu til kynna að ég væri að skrifa vísindaskáldskap og síðan skrifaði ég glæpasögu – en ég er mjög heppinn að þurfa ekki að spá í þetta lengur. Ég get einfaldlega sagt, jú, þetta er svona bók en svo er hún allt þetta líka. Ég hef áhuga á efniviðnum sem liggur í hinum ólíku bókmennta- greinum, og það sama á við um áhuga minn á rokktónlist og myndasögum og ég vil ítreka að ég er ekki að agí- tera fyrir samsuðu á hámenningu og lágmenningu á einhverskonar hug- myndafræðilegum forsendum. Þegar ég sé teiknimyndir, myndasögur, glæpasögur, þá stend ég frammi fyrir hlutum sem ég elska. Og ég er hrein- lega og algjörlega blygðunarlaust að endurskapa þann kraft sem ég finn þar, púsla efninu saman, og setja síð- an saman við annað, og þá kannski hefðbundnari bókmenntaform, sem ég er líka mjög áhugasamur um.“ Mörk skilgreindra einkenna andlegra kvilla og persónu leikans sjálfs Eitt af því sem ég tók eftir við lestur bókarinnar er hversu margt Tourette á sameiginlegt með einhverfu. „Ég hef sjálfur spáð í þessa teng- ingu svona eftir á að hyggja og finnst hún sláandi. Þegar ég skrifaði bókina á árunum ’97 og ’98 gerði ég mér varla grein fyrir því hvað einhverfa var. Ég hafði auðvitað heyrt hug- takið, en núna er þetta auðvitað orðin miklu meira áberandi og algengari greining. Mér finnst hugur ein- hverfra einstaklega heillandi og at- hyglisverður, það hvernig hann teng- ist mörgu í samtímanum og hvernig fólk sem er greint með einhverfu fún- kerar frábærlega vel, rétt eins þeir sem eru með Tourette og síðan þeir sem eru með ýmsar útgáfur af þessu eða fólk sem hefur ákveðin einkenni, þar á meðal ég sjálfur. Mér finnst stundum alveg stórmerkileg upp- götvun að hægt sé að líta á það hvern- ig stórir hópar fólks takast á við heiminn og umhverfi sitt, sem vel fún- kerandi einhverfu.“ Þá kemur líka til sögunnar spurn- ingin um eðli persónuleikans og hvar mörk tiltekinna skilgreindra ein- kenna og sjálfs persónuleikans liggja. „Jú, algjörlega og þetta á við um svo marga nútímakvilla. Maður veltir því oft fyrir sér að ef við „læknum“ hluti, ef við tökum tiltekna mann- eskju og fjarlægjum allt sem hefur verið skilgreint sem „einkenni“, hvað yrði þá eftir? Við erum öll stödd á rófi einhverskonar einkenna.“ Er þetta ekki efni og spurningar sem er spennandi að takast á við í skriftum og persónusköpun? „Alveg hreint. Og núna er mjög nærtækt að taka lífeðlisfræðilegar út- skýringar og skilgreiningar til greina þegar verið er að lýsa mannlegu ástandi. Þegar ég skrifaði þessa bók leit ég ekki svo á að ég væri hluti af einhverskonar bylgju, en þegar mað- ur horfir til dæmis á Richard Powers og The Echo Maker og Furðulegt háttalag hunds um nótt, þá sést að það er verið að skrifa talsvert af líf- eðlisfræðilegum skáldskap núna.“ Myndasaga um einhverfa ofurhetju Stendur til að kvikmynda Móðurlaus Brooklyn? „Já, það er víst. New Line Cinema hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn fyrir Edward Norton og hann ætlar að leika aðalhlutverkið, skrifa og leik- stýra. Það bíða því allir eftir því að Edward skrifi handritið og þá er hægt að byrja. En þetta er algjörlega hans verkefni og ég kem ekki nálægt því. Ég vildi það ekki, var búinn með Tourette og fannst ekki áhugavert að fara aftur þangað. Ástæða þess að bækurnar mínar eru svona gjörólíkar hver annarri er sú að ég er eirðarlaus á þennan hátt, mér finnst ekki gaman að endurtaka mig. Ég hef alltaf haldið upp á höfunda sem koma mér á óvart, sem leggja sig fram um að skrifa fjöl- breyttar sögur og verða þannig á vissan hátt aftur byrjendur því þeir leggja út í eitthvað sem þeir kunnu ekki fyrirfram. Þetta er í raun önnur þversögn, alveg eins og þessi með frumleikann og áhrifin. Höfundarnir sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér – Thomas Berger er gott dæmi – eru þeir sem eru stöðugt að reyna að skrifa eitthvað nýtt og ólíkt því sem þeir hafa áður gert en hafa um leið rödd sem er svo fullkomlega einkenn- andi fyrir þá að manni gæti aldrei dottið annað í hug en að þetta sé bók eftir þá. Ég vona að ég sé svona höf- undur, að þrátt fyrir tilraunir mínar til að leggja rödd mína til hliðar þá komi ég til með að endurskapa hana aftur og aftur.“ Og þitt næsta verkefni. Ertu að skrifa myndasögu? „Ég er búin að skrifa hana og hún verður gefin út á næstu tíu mánuðum í hefðbundnu myndasöguformi, eitt blað í hverjum mánuði.“ Er þetta saga sem þú skrifaðir frá grunni? „Nei, þetta er endurunnið efni. Ég tók gamla Marvel-persónu sem ég hélt mikið upp á en var hér um bil gleymd og lífgaði hana við. Omega the unknown heitir hann.“ Er hann ofurhetja? „Já, hann er mjög einhverf of- urhetja.“ Þú hlýtur þá að vinna náið með teiknara. Er það ekki ágætis tilbreyt- ing frá því að vinna einn alla daga? „Jú og það er ekki síst málið. Rit- höfundar eru alltaf að leita leiða til að komast, að minnsta kosti stuttlega, út úr einsemd sinni. Þegar upp er staðið erum við auðvitað dæmdir til að vera meira og minna einir, og það að taka að sér önnur verkefni eins og kennslu, blaðamennsku eða hand- ritaskrif, er okkar tækifæri til að fá að leika við aðra.“ Sem er jákvætt? „Þokkalega. Það er nauðsynlegt.“  1 Samkvæmt textalykli eru hugmyndir og textabrot eftir Mark Twain (úr bréfi til Hellen Keller), Brian Wilson (úr Beach Boys-laginu „Till I die“), Christinu Stead og Saul Bellow, í ofangreindu textabroti. Grein Lethem má lesa í heild á vefsíðu Harper’s, www.harpers.org. ekki einu sinni sínar eigin leggja sig fram við að skrifa á fjölbreyttar sögur og verða þannig á vissan hátt »Maður byggir tungumál sitt úr efnivið sem er til staðar fyrir. Og ég kýs að líta svo á að frumleiki annars vegar og það að taka til sín áhrif hins vegar séu ekki andstæðir pólar heldur tvær hliðar á sama peningi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 5 Fimmtíu sumur! Bókin Fimmtíu sumur í Hrafnkelsdal, sem út kom hjá Bókaútgáfunni Hólum haustið 2006 og seldist fljótlega upp, hefur nú verið endurprentuð. Bókin rekur búskaparsögu hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur og Aðalsteins Jónssonar sem bjuggu í hálfa öld á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og auk þess er þar að finna margs konar efni frá fyrri tíð. Bókina er hægt að panta hjá Hólum (holar@simnet.is), hjá Aðalsteini Aðalsteinssyni, s: 4712354, eða Ragnari Inga Aðalsteinssyni (ria@khi.is), s: 895 8697. holar@simnet.is M bl 94 02 07

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.