Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Page 6
6 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Fjöldamorðingjar áttunda ára-tugarins virðast vera komnir aftur í tísku í Hollywood, sér- staklega þeir sem unnu illvirki sín í San Frans- isco og nágrenni. Zodiac var ein af betri myndum þessa árs og nú er von á mynd um zebra-morðin svokölluðu, byggðri á bók- inni The Zebra Murders: A Season Of Killing, Racial Madness and Civil Rights. Þetta langa nafn segir vissulega töluvert um söguna, en zebra- morðin voru framin af öfgahóp inn- an múslímsku blökkumannasamtak- anna Þjóðar Íslam sem kallaði sig Dauðaenglana. Þeir trúðu því að hvíti kynstofninn hefði verið fund- inn upp af brjáluðum svörtum vís- indamanni að nafni Yakub og að með því að myrða hvítt fólk færð- ust þeir skrefi nær paradís. Það er óskarsverðlaunahafinn Jamie Foxx sem leikur lögreglumanninn sem gerir allt til þess að leysa málið á meðan hann þarf að búa við sífellt meira áreiti í vinnunni fyrir það eitt að vera svartur eins og morð- ingjarnir.    Paul Thomas Anderson lagði æv-intýragjarnari hluta Holly- wood að fótum sér með Boogie Nights, Magnolia og Punch-Drunk Love – og hvarf svo, að eigin sögn að aðallega til þess að sjá um nýfætt barn. En nú, fimm ár- um síðar, er hann kominn aft- ur með olíu- dramað There Will Be Blood, sem byggt er á sög- unni Oil! frá árinu 1927 eftir sósíal- íska rithöfundinn Upton Sinclair. Anderson segist þó hafa bætt enda- laust við upphaflegu söguna þannig að óvíst sé hvort Sinclair myndi kannast mikið við gripinn. Það er annar ekki síður sjaldséður fugl sem leikur aðalhlutverkið, stórleik- arinn Daniel Day-Lewis er hér í aðeins þriðju bíómyndinni sinni á síðustu tíu árum, í þetta skiptið í hlutverki olíubarónsins Plainview sem er holdgervingur kapítalism- ans – og gárungarnir fullyrða að Day-Lewis, sem er þekktur fyrir að undirbúa sig betur fyrir hlutverk en aðrir dauðlegir leikarar, hafi vafalítið horft á ófáa Dallas-þætti síðustu árin. Þá fer þunglyndi tán- ingurinn úr Little Miss Sunshine, Paul Dano, einnig með stórt hlut- kverk en athygli vekur að leikhóp- urinn sem fylgt hefur leikstjór- anum allan hans feril með litlum breytingum er víðsfjarri, en ýmsir úr þeim hópi hafa raunar verið mjög uppteknir á meðan Anderson var í burtu. Anderson minnist sér- staklega á meistaraverk Johns Hustons, The Treasure of Sierra Madre, sem innblástur fyrir mynd- ina og verður vafalaust forvitnilegt þegar þar að kemur að bera saman Day-Lewis og gullóðan Humphrey Bogart. Loks er rétt að geta þess að það er Jonny Greenwood úr Ra- diohead sem sér um tónlistina.    Johnny Triumph tók luftgítarinnum árið á meðan stelpurnar dönsuðu en nú hefur kappinn feng- ið samkeppni, enda luftgítariðkun alþjóðleg listgrein, og er komin heimildarmynd um heimsmeist- aramótið í greininni, Air Guitar Nation. Engar fréttir hafa þó enn borist af því hvort Johnny tók þátt en myndin einblínir á þá David „C- Diddy“ Jung og Dan „Bjorn Turo- que“ Crane í baráttu þeirra við aðra luftgítarleikara í finnsku borg- inni Oulu þar sem keppnin fór fram árið 2003. KVIKMYNDIR Daniel Day Lewis Jamie Foxx Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com Íeinu af fjölmörgum skúmaskotum kvik-myndafræðinnar má finna greinar ogkenningar um „snertanlega“ (e. haptic)kvikmyndagerð, þar sem sjónum er beint að því hvernig unnt er að draga áhorfendur inn í kvikmyndarýmið. Umræðan á sér iðulega stað á einkar abstrakt stigi – ekki er bókstaflega um að ræða tækni þar sem skjárinn verður snert- anlegur, heldur hvernig brellur og brögð kvik- myndagerðarfólks geta skilað sér í snertanlegri upplifun áhorfenda, t.a.m. með yfirgengilega ná- lægum og lífrænum nærmyndum, þar sem augun fá að kjassa og knúsa viðfangsefnið. Gilles De- leuze er einn þeirra sem hafa fjallað hvað mest um þetta efni – að snerta skjáinn með augunum. Þessi umræða tengist víðari pælingum um fram- lengingu tjaldsins, útvíkkun kvikmyndarammans, um samskipti myndefnis og áhorfenda og múrinn þar á milli. Ýmsir hafa gert tilraunir með að brjóta niður þennan múr, en líklega hefur enginn gengið jafn- bókstaflega til verks og b-myndakóngurinn Willi- am Castle. Hann dró myndefnið sitt langt út úr hvíta tjaldinu á sjötta og sjöunda áratugnum með haug af tilraunum sem eiga meira skylt við myndlistarinnsetningar en kvikmyndagerð þess tíma. Af fjölmörgum brögðum hans eru líklega frægust beinagrindin sem flaug yfir höfuð áhorf- enda í The House on Haunted Hill (1959), líf- tryggingin sem hann bauð áhorfendum fyrir sýn- ingar á Macabre (1958) og rafmögnuðu sætin sem gáfu fólki stuð í rassinn á meðan The Tingler (1959) skreið yfir skjáinn. Castle nýtti ýmsar að- ferðir til að hafa bein líkamleg áhrif á áhorfendur en hann tókst aldrei beint á við lyktarskynið. Þar tók John Waters (sem er jafnframt forfallinn Castle-aðdáandi) við með hinni illa þefjandi Poly- ester (1981). Á sýningum fengu áhorfendur þar til gerð lyktarspjöld sem átti að skafa og lykta af á ákveðnum merktum stöðum í myndinni. Heppnir íslenskir áhorfendur minnast kannski viðhafnarsýningar á þessari mynd á Jóni forseta fyrir nokkrum árum í fullu „Smell-O-Rama“ með upprunalegum „Scratch’n’Sniff“-spjöldum. Það sem fékk mig til að rifja upp þessar pæl- ingar var að sjá loks Ilm: sögu af morðingja (2006) – kvikmyndaaðlögun á bók sem margir (þ.á m. Stanley Kubrick) töldu ómögulegt að kvikmynda, vegna umfjöllunarefnis sem snýst fyrst og fremst um lýsingar á lykt. Túlkunin á lykt í Ilmi gengur ágætlega en jafnframt yf- irborðslega upp. Hún er afar háð bókartextanum og með stanslausum nærmyndum af nefi í bland við það sem lyktað er af minnir hún of gjarnan á snyrtivöruauglýsingar. Þetta er áhugaverð til- raun engu að síður sem vekur enn og aftur pæl- ingar varðandi túlkun á lykt í bíó – hvaða aðferðir bjóðast? Er það yfir höfuð hægt? Hvers vegna gefum við okkur að texti geti framkallað lykt sterkar en hljóð og mynd? Líklega eigum við enn eftir að sjá réttu kvikmyndina. Kannski þurfum við að bíða áfram eftir sýndarveruleikabíóinu þar sem við tengjum skilningarvitin beint við verkið. Á meðan við bíðum mæli ég með að rifja upp myndir sem lykta í minningunni, því þær eru fleiri en margan grunar. Oftar en ekki eru þetta myndir sem tengjast ilmandi matargerð, yf- irgengilegum skít eða sveittum líkamsvessum. Allir eiga eflaust sinn uppáhalds kvikmyndailm. Margir munu rifja upp góða lykt og fá vatn í munninn þegar hugsað er til Kryddleginna hjarta (1992). Efst á mínum lista er hins vegar Jabber- wocky (1977) eftir Terry Gilliam. Ég hef enn ekki fundið skítalykt í bíó sem kemst nálægt þeirri drullu. Skítalykt í bíó SJÓNARHORN »Kannski þurfum við að bíða áfram eftir sýndarveru- leikabíóinu þar sem við tengjum skilningarvitin beint við verkið. Á meðan við bíðum mæli ég með að rifja upp myndir sem lykta í minningunni, því þær eru fleiri en margan grunar. Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com E nn standa yfir sýningar á kvik- myndinni 30 daga nótt (30 Days of Night) (2007) í íslenskum kvikmyndahúsum. Um er að ræða áhugaverða og ágætlega frumlega vampírumynd sem byggir á samnefndri myndasögu er kom út fyrir nokkrum árum. Umrædd nótt á sér stað í nyrsta hluta Alaska, í smábænum Barrow, þar sem sólin lætur sig hverfa samfleytt í heilan mánuð á hverju ári. Þá lætur stór hluti íbúanna sig hverfa, þar sem erfitt er að þola sólarleysið, en fastur kjarni situr út mánuðinn, nánast í einangrun frá umheiminum. Þetta eru vissulega draumaðstæð- ur fyrir vampírur – heill flokkur af forn- eskjulegum ófreskjum mætir á staðinn og veið- arnar byrja. Myndin gerist í þessum dimma mánuði þar sem við fylgjumst með og lifum okk- ur inn í trylling nokkurra aðalpersóna sem berj- ast við að halda lífi. Það er vel við hæfi að sjá myndina í rísandi skammdeginu hér á landi, enda er þetta söguefni sem ætti að standa nærri okkur Íslendingum. Að- stæður íbúa Barrow eru reyndar nokkuð ýktar miðað við íslenskan veruleika, en þar sem ég gekk heim á leið eftir bíó í kolniðamyrkri og kulda var ekki laust við að fantasíurnar færu í gang og svipirnir á stjá. Enn og aftur bölvaði ég andleysi íslenskrar hryllingsmyndagerðar – auð- vitað er þetta mynd sem við áttum að vera löngu búin að gera! Við búum kannski ekki við mán- aðarlangar nætur, en hugmyndin um sólarleysi íslenskra vetrarmánaða sem kjörvettvang vamp- íruveiða er nokkuð sem hefur lengi blundað í mér og ég er eflaust ekki sá eini sem hefur látið sig dreyma um íslenska vampírumynd. Þegar ég var unglingur fékk ég æði fyrir þessum pælingum og setti saman ýmis sögubrot í tengslum við íslensk- ar vampírur – ég sá fyrir mér að þær gætu legið í dvala á hálendinu yfir sumartímann og gengið hringinn um landið á veturna. Þær myndu veiða sér til matar á hinum og þessum bæjum og þorp- um og leggjast svo aftur í dvala fyrir vorið. Löngu áður en ég heyrði af 30 daga nótt ætlaði ég að verða fyrstur til að kvikmynda þetta stór- verk. Að sjálfsögðu varð ekkert úr því á end- anum. Í fyrra sá ég aðra vampírumynd sem styðst við svipað efni. Myndasagan 30 daga nótt var þá löngu komin út og ég veit ekki hvort kvikmynda- gerðarmennirnir hafi verið undir áhrifum eða hvort þeir hafi einfaldlega fengið sömu hugmynd- ina. Það skiptir svo sem ekki öllu máli, en þegar ég sá þessa mynd bölvaði ég því enn og aftur að nú værum við of sein að nýta okkur íslenska þátt- inn til að gera vampírumynd. Svíarnir voru búnir að því á undan. Frostbiten (2006) segir frá ung- lingsstúlku sem flytur með móður sinni í smábæ mjög norðarlega í Svíþjóð. Hún kemst fljótlega að því að þarna hafa vampírur fyrir löngu hreiðr- að um sig, vegna þess hversu auðvelt það reynist þeim að búa þar sem sólin staldrar stutt við. Eins og þetta sé ekki nóg, þá gerðist það sama ár að Norðmenn urðu fyrri til að gera morðingjamynd sem gerist á jökli – auðvitað áttum við að vera löngu búin að því líka. Ég efast ekki um að ein- hver Íslendingur hefur látið sig dreyma um ax- armorðingja í Vatnajökli, líkt og ég lét mig dreyma um hálendisvampírurnar áður fyrr. Norska myndin heitir Fritt vilt (2006) og segir frá hópi ungmenna sem fer á snjóbretti í óbyggð- um og gistir í yfirgefnu hóteli, þar sem þau eru hökkuð í spað af vafasömum manni. Íslensk kvikmyndagerð státar af einni mynd sem hefur ratað í uppflettirit hryllingsmynda. Það er Húsið eftir Egil Eðvarðsson, sem kom út fyrir tæpum aldarfjórðungi. Nú þegar íslenskar kvikmyndir eru farnar að taka á ýmsum málum og geirum þá sárvantar meiri íslenskan hrylling. Af nógu er að taka. Það þarf ekki að leita lengra en í þjóðsagnabrunninn, þar sem úir og grúir af skrímslum og óvættum. Kostnaður ætti ekki að vera til fyrirstöðu – flest meistaraverk hryllingskvikmyndasögunnar hafa verið gerð fyrir lítinn sem engan pening. Það eina sem þarf er góð hugmynd sem sækir í brunn íslenskrar hryllingshefðar – eitthvað sem gefur okkur sérstöðu í endalausri víðáttu hryll- ingsklisjumynda samtímans. Fyrir nokkru sá ég brot úr væntanlegri morðingjamynd um jóla- sveininn Kjötkrók – hún var í framleiðslu hjá ZikZak kvikmyndagerð undir nafninu Örstutt jól – hvar er sú mynd? Er hún væntanleg fyrir jólin 2007? Það væri óskandi! Þetta er reyndar stutt- mynd, ef mér skjátlast ekki, en ætti vel að geta teygt úr sér. Hryllingsmynd um gömlu jólasvein- ana er ein af þessum hugmyndum sem svífa í loftinu og bíða þess að vera gerðar að veruleika – hún hljómar kannski fyndin í fyrstu en ef vel er að gáð leynist mikill hryllingur á bak við þá bræður. (Sjálfur gaf undirritaður út hryll- ingssmásögu um jólasveinana fyrir nokkrum ár- um – jafnvel þótt Kjötkrókur hafi ekki verið í að- alhlutverki var nærvera Hurðaskellis, Gluggagægis, Stúfs og Stekkjastaurs nægilega tryllingsleg til að hrylla, en þar héldu fáeinir þorpsbúar í hefndarför gegn óvættunum eftir að börnunum þeirra hafði ítrekað verið rænt og þau étin af fjölskyldunni ógurlegu). Íslensk sagnahefð býður upp á ógrynni af subbuskap og það er bara tímaspursmál hvenær fyrsta alvöru íslenska hryllingsmyndin lítur dagsins ljós. Því fyrr, því betra. Ég á mér martröð Hvers vegna hefur ekki verið gerð íslensk vamp- írumynd? Eða morðingjamynd sem gerist á jökli? Hér eru kjöraðstæður til framleiðslu á slík- um myndum en Svíar og Norðmenn urðu fyrri til. Hér er fjallað um möguleika Íslands í hryll- ingsmyndagerð. 30 daga nótt „Það er vel við hæfi að sjá myndina í rísandi skammdeginu hér á landi, enda er þetta söguefni sem ætti að standa nærri okkur Íslendingum.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.