Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Raftónlistarmaðurinn breski Her-bert hefur nú leitað á náðir al- mennings um aðstoð vegna næstu plötu sinnar. Um er að ræða plötu með Matthew Herbert Big Band en Herbert hefur víða farið á fjölskrúð- ugum ferli og not- ast við ýmis lista- mannsheiti og eitt þeirra er téð stór- sveit. Á myspace- setri sínu býður hann eitt hundrað áhugasömum að syngja eitt orð, en bara eitt einasta orð. „Þú þarft ekki að vera fag- maður,“ segir Herbert, „það nægir að vera ástríðufullur“. Afraksturinn verður notaður á næstu plötu stór- sveitarinnar sem kemur út á nýju ári. Svona uppátæki eiga ekki að koma á óvart, Herbert hefur alla tíð farið sína eigin einstrengingslegu leið og slíkt virðist borga sig (eins og það gerir reyndar alltaf) en plata hans frá því í fyrra, Scale, er hans vinsælasta til þessa. Herbert hefur snert á ýmsu í gegnum tíðina, hann hefur t.d. endur- hljóðblandað fyrir Björk og þá gaf hann út plötur með Mugison; Lonely Mountain og Niceland. Þá vélaði hann um fyrstu breiðskífu Róisín Murphy, Ruby Blue, en nánar er rætt um þá vinnu í burðargreininni sem prýðir þessa síðu.    Margt af því merkilegasta semhefur komið úr jaðarkántríi, kántríi og „nýju“ þjóðlagatónlistinni er runnið undan rifjum kvenna og nægir að nefna nöfn eins og Gillian Welch, Lucinda Williams, Neko Case, Laura Cantrell, Em- mylou Harris, Al- ison Moorer og Mary Gauthier því til staðfest- ingar. Hin kan- adíska Kathleen Edwards hefur og áunnið sér gæða- stimpil með tveimur plötum sínum til þessa, hinum frábæru Failer (2003) og Back to Me (2005), sem innihalda kröftugt, melódískt og haganlega samsett kántrírokk. Það er því gam- an að segja frá því að næsta plata Edwards, Asking for Flowers, er væntanleg í mars komandi. Edwards stýrir upptökum sjálf ásamt Jim Scott og mikið stórskotalið sér um hljóðfæraleik, leiguspilarar sem hafa leikið með kanónum á borð við Tom Petty, Bob Dylan, Jackson Browne og Leonard Cohen.    Ein vinsælasta öfgaþungarokks-sveit samtímans er hiklaust hin bandaríska Killswitch Engage, en líkt og landar þeirra í Mastodon hefur sveitin náð eyrum fólks sem svamlar allajafna um í meginstraumn- um. Þannig hefur plata hennar frá 2004, The End Of Heartache, selst í yfir 500.000 þús- und eintökum og nýjasta verk hennar, As Day- light Dies sem út kom í fyrra, stefnir hraðbyri í sömu átt. Svo vel gengur hjá sveitinni að nú er stefnt á næstu plötu seint á næsta ári en tónleika- ferðalagið í tengslum við As Daylight Dies mun standa fram á næsta sum- ar. Meðlimir sveitarinnar eru pínulít- ið ringlaðir yfir þessum ótrúlegu við- tökum og tala um að velgengnin sé farin að stoppa þá í að gera það sem skipti máli – semja og taka upp tón- list. Eftirspurn eftir sveitinni á tón- leika er linnulaus en hún er sem stendur á tónleikaferðalagi með Lamb Of God, enn einni öfgasveitinni sem er að gægjast inn á markaðs- lendur. Er þessi þróun vegna þess að við lifum í öfgafullum heimi eða hvað? Verða kannski plötur með Cradle of Filth í næsta jólapakka KB banka? TÓNLIST Matthew Herbert Kathleen Edwards Killswitch Engage Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Gæði eru afstæð. Það á við um hljóm-plötur eins og annað. Áhrif og vinsældireru vissulega mælistika en engan veg-inn tæmandi. Eigi að síður er það svo að yrðu þungarokkarar, einkum þeir sem aðhyllt- ust bresku bylgjuna upp úr 1980, beðnir um að til- greina bestu plötur allra tíma þá yrði The Num- ber of the Beast með Iron Maiden í mörgum tilvikum ofarlega á blaði. Má í því sambandi vísa til vefsíðunnar metal-rules.com, sem er einskonar suðupottur stefnunnar, en þar er platan af sér- fræðingum sett í annað sætið á eftir Master of Puppets með Metallica. Tíminn flýgur og það er ótrúlegt að á þessu ári skuli vera aldarfjórðungur frá því þessi tímamótaplata í sögu þungarokksins kom út. Iron Maiden hafði numið lönd með tveimur fyrstu breiðskífum sínum, Iron Maiden (1980) og Killers (1981), og var á góðri leið með að verða eitt helsta hreyfiaflið í rokkheimum. Um sveitina blésu ferskir vindar, beittar lagasmíðar rímuðu við hrá- an hljóminn, hraðan taktinn, samstillta gítara Da- ves Murrays og Adrians Smiths og bandbrjálaðan bassaleik leiðtogans Steves Harris. Allt lék í lyndi á yfirborðinu en undir niðri kraumaði ósætti sem lauk með því að söngv- aranum Paul Di’Anno var gert að taka pokann sinn skömmu eftir útgáfu Killers. Gjálífið tók sinn toll og öðrum hljómsveitarmeðlimum þótti kapp- inn ekki lengur valda verkefninu. Metnaðurinn var mikill og menn þurftu á öllum sínum styrk að halda við tíðar upptökur og stíft tónleikahald. Það hefur aldrei þótt góð latína að skipta um söngvara í miðjum klíðum en í tilviki Iron Maiden var það mikið gæfuspor. Enda þótt Di’Anno væri frambærilegur rokksöngvari af pönkmeiði hafði hann hvorki raddsvið né persónutöfra eftirmanns síns, Bruce Dickinsons. Það er engin tilviljun að sá síðarnefndi hlaut þegar í upphafi viðurnefnið Loftvarnaflautan. Dickinson var ekki fyrr geng- inn til liðs við Maiden en honum var stefnt inn í hljóðver. Harris og félagar höfðu tekið jóðsótt og eftir undraskamma meðgöngu leit The Number of the Beast dagsins ljós. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og skífan linnti ekki látum fyrr en hún sat á toppi breska breiðskífulistans. Það afrek hefur Iron Maiden aðeins einu sinni leikið eftir – með Seventh Son of a Seventh Son árið 1988. The Number of the Beast inniheldur líklega þrjú frægustu lög Iron Maiden frá þrjátíu ára ferli, titillagið, Run to the Hills og Hallowed Be Thy Name sem öll eru eftir Harris. Þarna eru líka prýðileg lög á borð við Children of the Damned, The Prisoner og 22 Acacia Avenue. Tvö þau síð- arnefndu sömdu Harris og Smith í sameiningu en sá síðarnefndi átti seinna eftir að láta hraustlega til sín taka við lagasmíðarnar. Þá er á plötunni eina lagið sem trymbillinn Clive Burr lagði af mörkum, Gangland. The Number of the Beast var svanasöngur Burrs með Maiden en á næstu plötu tók Nicko McBrain við kjuðunum. Enda þótt Burr væri framsækinn trymbill og taktviss réð hann ekki við hraðann á þessari þeysireið til frægðar og frama. Burr berst nú við MS- sjúkdóminn og hafa Maiden-liðar verið óþreyt- andi að létta honum lífið m.a. með fjáröflunartón- leikum. The Number of the Beast var ekki bara vinsæl plata á sínum tíma heldur líka umdeild, ekki síst í Bandaríkjunum. Titillinn fór fyrir brjóstið á sann- kristnu fólki sem gerði því skóna að Iron Maiden væri með texta lagsins að daðra við djöfladýrkun. Voru platan og „djöfullegt“ umslagið víða brennd á báli. Þessar vangaveltur áttu hins vegar ekki við rök að styðjast. Harris, sem á líka heiðurinn af textanum, var bara að velta fyrirbærinu fyrir sér án þess að taka afstöðu til þess. Fræg er sagan af því þegar Derek Riggs, höfundur teikninganna á plötuumslögum Maiden, fékk skömmu eftir út- komu The Number of the Beast reikning frá bif- vélaverkstæði upp á 666 pund. Í ljósi umræðunn- ar um plötuna neitaði hann að borga þá upphæð – lét hækka hana upp í 667 pund. Dýrið gengur laust POPPKLASSÍK Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is É g hef alltaf verið doldið skotinn í Róisín Murphy, allt síðan ég varð fyrst var við hana í Mo- loko forðum daga. Sá sveitina spila á Reading ’96, en þá var hún ekki nema rétt rúmlega árs gömul (hljómsveitin þ.e.a.s.). Það er eitthvað leyndardómsfullt við Murphy, eins og hún sé alltaf að halda aftur af sér. Það er eins og hún leyfi sér ekki að ganga alla leið, vilji ekki full- nýta sjarmann sem hún býr yfir og þessi heft- ing er auðvitað það sem er svo gríðarlega heillandi. Hún er ekki þessi hefðbundna bomba, þokki hennar og fegurð læðist einhvern veginn aftan að manni. Það er eitthvert óútskýranlegt „mojo“ í gangi sem erfitt er að koma böndum á. Svo er hún eitthvað svo lúmskt klikkuð (sjá mynd) og heldur þannig mönnum sífellt á tán- um. Krufning Moloko aflaði sér fljótt vinsælda. Fyrsta platan, Do You Like My Tight Sweater?, kom út 1995 en titillinn er vísun í pikköpplínu sem Murphy notaði á Mark Brydon, félaga sinn í Moloko, er hún hitti hann í teiti (línan var svona: „ Do you like my tight sweater? See how it fits my body!“). Þessi ekki svo lymskulega og nokk kynæsandi lína virkaði, því að Murphy og Bry- don byrjuðu fljótlega saman og sveitin, eða dú- ettinn öllu heldur, var sett á fót skömmu síðar. Um þetta leyti var mikil rafpopps- og dans- tónlistarbylgja í gangi og Moloko smellpassaði inn í það æði. Lagið „Fun For Me“ naut þó- nokkurrar hylli en Moloko komst þó enn betur á kortið með plötunni I Am Not A Doctor, sem kom út þremur árum síðar, en þar er að finna þeirra helsta smell, „Sing It Back“. Sveitin treysti sig svo frekar í sessi árið 2000 með plöt- unni Things To Make And Do en þar er að finna annan stórsmell, „The Time Is Now“. Hér var Moloko tekin að umbreytast úr rafdúett yf- ir í hljómsveit með öllum þeim „lífrænu“ hljóð- færum sem slíku fylgir. Það slitnaði svo upp úr sambandi Murphy og Brydons ári síðar en sveitin hélt þó áfram að starfa. Svanasöng- urinn, Statues, kom svo út 2003 þar sem sam- bandið og niðurgrotnun þess er krufið til mergjar. Hljómsveitin túraði vel og rækilega í kjölfarið og leystist upp eftir það. Enn Moloko Það var svo strax árið 2004 sem Murphy leitaði til Matthews Herberts, raftónlistarmannsins kunna, vegna sólóplötu. Herbert hafði endur- hljóðblandað Moloko nokkuð og hann og Murphy áttu gott með að vinna saman. Herbert fór að setja saman vel víraða tónlist, og þótti útgefendunum hjá Echo Records nóg um. Þeir báðu Murphy um að útvarpsvæða nokkur af lögunum en hún þvertók fyrir það. Platan, Ruby Blue (2005), seldist illa en fékk góðar við- tökur gagnrýnenda. Murphy samdi síðan við EMI-risann ári síðar og platan Owerpowered kom út í síðasta mánuði. Ímyndarvinna er vel sýrð en tónlistin felur hins vegar í sér ákveðið afturhvarf. Teknóskotin og melódísk og minnir rækilega á Moloko og Murphy hefur viðurkennt að kannski hafi hún farið yfir strikið á Ruby Blue. Það virðist gott á milli fyrrverandi skötuhjú- anna, þeirra Murphy og Brydons, því að þau komu saman í fyrra til að kynna Moloko- safnplötu með nokkrum órafmögnuðum uppá- komum í útvarpi. Murphy hefur líka lagt áherslu á að Moloko sé ekki hætt, og það geti vel verið að hún verði vakin upp einhvern tíma í framtíðinni. Það yrði djúsí … Djúsí díva Helgislepja Dags íslenskrar tungu hangir enn yf- ir manni og þess vegna er mjög gaman að möl- brjóta öll fyrirheit um góða og kjarnyrta ís- lensku í fyrirsögninni. What the hell. Umfjöllunarefnið er enda Róisín Murphy, fyrr- verandi söngkona Moloko en nú sólólistamaður, og sú hefur ekki látið boð, bönn, hefðir og reglu- gerðarriddara trufla sig í gegnum tíðina. Þessi frjálsi andi var að gefa út aðra plötu sína fyrir stuttu og ekki handónýtt að skoða það mál að- eins nánar. Roisin Murphy „Hún er ekki þessi hefbundna bomba, þokki hennar og fegurð læðist einhvern veginn aftan að manni. Það er eitthvað óútskýranlegt „mojo“ í gangi sem erfitt er að koma böndum á.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.