Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Sverri Jakobsson sverrirj@hi.is Í Lesbók Morgunblaðsins 24. nóv- ember (bls. 12-13) gerir Ólafur Teitur Guðnason að umtalsefni ritdóm minn um Maó: Sagan sem aldrei var sögð, en sjálfur er hann þýðandi bók- arinnar. Ver Ólafur Teitur jafnmiklu rými í að ræða ritdóminn og undirritaður varði í að gagnrýna bókina og mætti af því ætla að svar hans tæki á stóru sem smáu í ritdómnum. Svo er hins vegar ekki heldur bregst hann við örfáum gagnrýnisatriðum. Þau fáu atriði sem hann tekur til umfjöllunar úr efnismiklum rit- dómi verða honum tilefni til glannalegra full- yrðinga og samsæriskenninga þar sem kjarni máls Ólafs Teits virðist vera sá að neikvæður ritdómur sé jafngildi ritskoðunar. Það eru svo sem ekki ný tíðindi að menn taki bókadóma óstinnt upp, ekki síst þegar þeir eru sjálfir við- riðnir útgáfu verkanna, en þó er sjaldgæft að jafn glannalegar ályktanir séu dregnar af nei- kvæðum ritdómi. Ágallar á heimildarrýni ekki ræddir Ólafur Teitur ræðir ítarlega ritdóm eftir And- rew Nathan um þessa bók í London Review of Books og gefur til kynna að ritdómur hans sé eðlisólíkur mínum. Það er hins vegar hæpin túlkun. Eins og Ólafur Teitur hefur réttilega eftir Nathan þá er hann alls ekki andvígur notkun nafnlausra heimildarmanna í svona rit- um og hefur notað þá sjálfur. Ég er ekki heldur andvígur notkun nafnlausra heimildarmanna, en á hinn bóginn er notkun þeirra vand- meðfarin og erfitt að sannreyna slíkar heim- ildir. Því er alvarlegt mál þegar í ljós kemur að uppgötvanir sem byggjast á slíkum heimildum eiga ekki við rök að styðjast. Það gefur tilefni til að efast um vinnubrögð höfunda almennt, eins og við Andrew Nathan höfum báðir bent á. Í ritdómi mínum gerði ég að umtalsefni þann kafla bókarinnar þar sem fullyrt er að „gangan mikla“ 1934-1935 hafi hafist vegna þess Jiang Jeshi leyfði göngumönnum að sleppa úr herkví (bls. 145-48). Þennan kafla gagnrýndi ég vegna þess að „það sem ekki kemur fram í bókinni er að þessi fullyrðing stangast á við fjölmargar frásagnir sjónarvotta sem höfundar kjósa af einhverjum ástæðum að sniðganga, þar á meðal heimildir sem þau taka annars góðar og gildar“. Ólafur Teitur mótmælir ekki þessari staðhæf- ingu en gerir mér upp skoðun, sem ekki er haldið fram í ritdómnum, að höfundarnir vísi ekki í neinar heimildir fyrir þessu. Það sagði ég ekki heldur benti ég á að höfundar virðast velja eftir geðþótta þær heimildir sem þeir taka gild- ar hverju sinni. Þeirri gagnrýni svarar Ólafur Teitur ekki, en úrskurðar það „dæmalaust bí- ræfið“ hjá mér að halda fram þeirri skoðun sem hann gerir mér upp. Þau orð hæfa hann sjálfan illilega fyrir í þessu dæmi. Annað dæmi þar sem Ólafur Teitur gerir ágreining við ritdóminn, snýst um orrustuna við Dadu-fljót. Þar ástunda höfundar svipuð vinnubrögð; þau hunsa markvisst hvers konar heimildir sem falla ekki að þeirra eigin túlkun en kjósa þess í stað að trúa einum heimildar- manni, sem raunar er nafnlaus í þessu tilviki. Ólafi Teiti yfirsést þetta aðalatriði í gagnrýni minni, en eyðir þess í stað miklu rými til að sanna að heimildarmenn sem staðfesti frásögn bókarinnar séu fleiri en einn. Virðist hann þar rugla saman heimildum annars vegar, og hins vegar þagnarrökum (argumenta ex silentio) og ályktunum sem dregnar eru af kringumstæðum (s.s. meintu mannfalli í röðum rauða hersins). Aðalatriði málsins er þó ekki það sem hann virð- ist halda, hvort heimildarmenn séu nafnlausir eða hversu margir þeir eru, heldur hitt að höf- undar sniðganga markvisst vitnisburð sem ekki er þeim að skapi og beita hreinum geðþótta- mælikvarða á heimildir. Tvær ad hominem – rökvillur Ólafur Teitur telur höfunda í bókinni „sýna fram á með algerlega óyggjandi hætti“ að stjórnvöld í Kína hafi ætlað að svipta þjóðina mat með því að flytja hann út og telur hann að höfundarnir sýni fram „á það með fjölda tilvitn- ana“ að hungursneyðin mikla hafi stafað af áformum stjórnvalda um útflutning á kjöti og öðrum landbúnaðarvörum. Skjalið sem hann dregur fram því til sönnunar er þó einungis eitt og reynist vera frá árinu 1954. Þá var mikill hagvöxtur í Kína og umframframleiðsla var á matvörum. Það er ekkert undarlegt við að það flytja út matvörur í slíku ástandi og þetta dæmi segir því ekkert um áhrif stefnu stjórnvalda í Kína á gang hungursneyðarinnar miklu árin 1959-1961. Þar með er auðvitað ekki útilokað að röng stjórnarstefna hafi haft áhrif á hana, en matreiðsla Jung Chang og Jon Halliday á til- vitnunum í Maó formann sannar það hins vegar ekki. Í svari sínu við þessum ritdómi seilist Ólafur Teitur stundum yfir í aðrar og óskyldar heim- ildir. Hann gerir það t.d. að umtalsefni að ég vitnaði í bók eftir Han Suyin í svari um menn- ingarbyltinguna á vísindavefnum. Þetta gæti haft einhverja þýðingu ef Ólafur Teitur gerði ágreining við þetta svar eða hefði fundið ein- hverjar rangfærslur í því sem ættaðar væru úr þessari bók. En svo er ekki; hann gerir bara at- hugasemd við að bókin sé á heimildaskrá. Þetta er sérkennileg röksemdafærsla því auðvitað skiptir öllu máli hvernig bækur eru notaðar sem heimildir; ekki hvort þær séu á heim- ildaskrá – og þar að auki í grein sem kemur þessum umrædda ritdómi ekkert við! Maður má líklega vel við una að Ólafur Teitur fann ekki bitastæðari hluti til að gera athugasemdir því þarna er hann farinn að leita langt út fyrir bæjarlækinn. Annar maður sem Ólafi Teiti er illa við að vitnað sé til er fræðimaðurinn Y.Y. Kueh sem hefur unnið ítarlegustu rannsóknina á orsökum hungursneyðarinnar miklu 1959-1961. Ólafur Teitur finnur raunar ekkert til að gagnrýna í því riti (sem er til á Háskólabókasafni) eða kafl- anum sem ég vitna sérstaklega til.1 Þess í stað eyðir hann miklu rými í að ræða tímaritsgrein eftir þennan höfund sem tengist ekki á nokkurn hátt því sem fjallað er um í ritdómi mínum. Endursögn Ólafs Teits er greinilega ætlað að gera þennan ágæta fræðimann tortryggilegan – en hún er hins vegar skólabókardæmi um svo kallaða ad hominem – rökvillu. Það ætti raunar eitt og sér að vera tilefni fyrir áhugasaman les- anda að kynna sér bók Y.Y. Kueh – bókina sem sumir vilja ekki að þú lesir. Sumt er réttilega mælt Þrátt fyrir gífuryrði Ólafs Teits og rangtúlkanir á köflum er ég ekki ósammála öllu því sem sagt er í þessu andsvari. Það er t.d. heiðarlega mælt hjá honum að viðurkenna að hann sé „enginn sérfræðingur um sögu Kína“ þótt andsvar hans taki raunar af öll tvímæli um það. Það sem hann hefur eftir Andrew Nathan er að mörgu leyti rétt þótt mér finnist hann seilast langt í því að búa til greinarmun á sjónarmiðum sem koma fram í ritdómi Nathan og því sem ég hef sagt. Ólafur Teitur telur upp fræðimenn sem hafi hrósað bókinni og er það vissulega rétt hjá hon- um. Á hinn bóginn eru ritdómar þeirra sem gagnrýnt hafa bókina að mínu mati efnismeiri og bitastæðari. Auðvitað er það líka rétt hjá Ólafi Teiti að ég hafi ekki fundið neitt gott um bókina að segja. En það er einfaldlega vegna þess að þessi bók stenst ekki fræðilegar kröfur sem sagnfræði eða vönduð ævisaga. Við það stend ég og sé ekki að andsvar Ólafs Teits breyti neinu þar um.  1 Ritdómnum sem birtist 20. október áttu að fylgja 29 neð- anmálsgreinar með heimildatilvísunum, en þær birtust af ein- hverjum ástæðum ekki í Morgunblaðinu. Lesa má dóminn í fullri lengd á heimasíðu minni, kaninka.net/sverrirj Langt seilst í svörum „ÞAÐ eru svo sem ekki ný tíðindi að menn taki bókadóma óstinnt upp, ekki síst þegar þeir eru sjálfir viðriðnir útgáfu verkanna, en þó er sjaldgæft að jafn glannalegar ályktanir séu dregnar af neikvæðum ritdómi,“ segir grein- arhöfundur í svari við grein Ólafs Teits Guðna- sonar í seinustu Lesbók um ævisögu Maós. Ólafur Teitur með Maó „Maður má líklega vel við una að Ólafur Teitur fann ekki bitastæðari hluti til að gera athugasemdir því þarna er hann farinn að leita langt út fyrir bæjarlækinn.“ Höfundur er sagnfræðingur. Eftir Marianne Ping Huang og Tania Ørum S íðustu fjögur til fimm árin höfum við oft heimsótt Ísland og orð- ið hugfangnar af nátt- úru landsins og heill- aðar af samblandi hins gamla og nýja í Reykjavík. Við höf- um tekið þátt í ráðstefnum og mál- þingum í Norræna húsinu og Há- skóla Íslands og um leið höfum við farið á söfn í Reykjavík og séð bæði handritasýninguna og íslensku lista- söfnin okkur til gagns og gamans. Mesta upplifunin var þó þegar við fundum Samtímalistasafnið Safn á Laugavegi 37 í einni af okkar fyrstu heimsóknum í Reykjavík. Í þessu einstæða safni hafa listamennirnir og hjónin Ragna Róbertsdóttir og Pétur Arason safnað saman lista- verkum eftir alþjóðlega gesti á heim- ili þeirra. Frá árinu 2003 hefur hús þeirra verið safn og þar hafa verið haldnar sýningar á alþjóðlegri og ís- lenskri list, meira en 700-800 verk- um, sem nota mismunandi miðla eins og höggmyndir, málverk, mynd- bönd, teikningu, hljóð og ljós. Þar er að finna heimsfræga listamenn eins og Donald Judd, Carl Andre, On Kawara, Karin Sander, Ilia Kaba- kov, Dan Flavin, Dieter Roth, Pipi- lotti Rist, Hrein Friðfinnsson, Sig- urð og Kristján Guðmundssyni og Magnús Pálsson svo nokkrir séu nefndir. Stöðugt nýir gestir og lista- menn bætast við þennan hóp. Við undirritaðar erum í forsvari fyrir Norrænt tengslanet í fram- úrstefnurannsóknum sem er fjár- magnað af norræna rannsókna- sjóðnum NordForsk. Í þessu samstarfi eru Íslendingar virkir. Við sitjum í ritnefnd fjögurra binda verks um menningarsögu fram- úrstefnunnar á Norðurlöndum og það var í okkar augum eins og að finna gullnámu að koma í Safn í fyrsta sinn. Þetta er meira en lista- verkasafn og sýningarstarfsemi. Þetta er lifandi vitnisburður um al- þjóðleg tengsl Íslands og umheims- ins í myndlist á síðari hluta tutt- ugustu aldar. Við furðuðum okkur á því í fyrstu heimsókn okkar að þessi mikilvægi þverskurður af nýrri menningarsögu Íslands væri í einka- eign og ekki hluti af þjóðarsöfn- unum. Í næstu heimsókn okkar gladdi það okkur mjög að heyra að viðræður væru í gangi um að fella Safnið og listaverk þess inn í Lista- safn Reykjavíkur. En þegar við heimsóttum safnið síðast virtist það helst í fréttum að safninu yrði lokað innan skamms og listaverkin sett í geymslu eða jafnvel flutt úr landi. Við getum ekki skilið hvernig Reykjavík og Ísland láta sér þannig úr hendi sleppa listaverkasafn sem er ómetanlegur hluti af menning- arsögu Íslands á síðari hluta tutt- ugustu aldar. Við viljum gjarna taka undir með þeim Íslendingum sem hafa harð- lega gagnrýnt og mótmælt lokun Safns, en þeir hljóta að vera margir. Ekki slá hendinni á móti íslenskri menningarsögu sem sýnir svo vel hin fjörlegu samskipti Íslands og listamanna úr öllum heimshornum, listamanna sem eru að geta sér æ meira orð og eiga eftir að hafa mikil áhrif á 21. öldina. Dagný Kristjánsdóttir þýddi. Haldið Safninu! „ÞETTA er meira en listaverkasafn og sýningarstarfsemi,“ segja grein- arhöfundar um Samtímalistasafnið Safn á Laugavegi 37 og bæta við: „Þetta er lifandi vitnisburður um alþjóðleg tengsl Íslands og um- heimsins í myndlist á síðari hluta tuttugustu aldar.“ Höfundarnir mæla gegn því að Safni verði lokað. Morgunblaðið/Einar Falur Ragna og Pétur í Safni Í þessu einstæða safni hafa listamennirnir og hjón- in Ragna Róbertsdóttir og Pétur Arason safnað saman listaverkum eftir al- þjóðlega gesti. Frá árinu 2003 hefur hús þeirra verið safn og þar hafa verið haldnar sýningar á alþjóðlegri og íslenskri list, meira en 700-800 verkum. Marianne Ping Huang er skor- arformaður í lista- og menning- arfræðideild Kaupmannahafnarhá- skóla og meðlimur í dómnefnd til bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs. Tania Ørum er lektor í lista- og menningarfræðideild Kaup- mannahafnarháskóla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.