Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Side 11
gullum“, en línur Jónasar búa yfir miklu víðari skírskotun sem með þessu sýnist að miklu leyti horfin í dönskunni. Það má líka velta fyrir sér þýðingunni á hinni frægu ljóðlínu úr kvæðinu Svo rís um aldir … : „því tíminn vill ei tengja sig við mig“, sem á dönskunni hljómar svona: „for fælles har min tid og jeg kun lidt.“ Hér er líka merkingin miklu víðtækari hjá Jónasi, til- vistarleg í hæsta máta, en danskan virðist frek- ar segja að við tíminn eigum lítið sameiginlegt. Á þessu tvennu er mikill munur. Sem dæmi um skáldfrelsi má hins vegar taka hið harmræna niðurlag Heylóarvísu, sem reyndar virkar vel á mann á dönskunni og „smellur víða í munni“, eins og Jónas hefði sagt. Lóa Jónasar flýgur aftur heim í hreiðrið „til að annast unga smá/ – alla étið hafði þá/ hrafn fyrir hálfri stundu!“. Hjá Søren er nið- urlagið svona: „ned til sine unger små./ Dem holdt ravnen måltid på,/ Det tog den ikke længe.“ Í stað þess að hjá Jónasi er ekki liðinn langur tími frá hreiðurráninu við heimkomu ló- unnar, hreiðrið hálfvolgt af yl hinna dánu, sem eykur auðvitað á harm lóunnar og gerir hann áþreifanlegri, þá er tíminn í dönsku útgáfunni miðaður við að máltíð hrafnsins hafi tekið fljótt af. Munurinn blasir við, en á hinn bóginn styðst Søren að líkindum við bragleg rök og lausn hans má vel teljast lukkuð. Eins og sjá má af þessum fáu dæmum er að mörgu að hyggja í þessum þýðingum og má skemmta sér við slíkan samanburð, og draga af ýmsa lærdóma. Einn er sá að flest orkar tví- mælis þá þýtt er. Eftir Pál Valsson pall@forlagid.is Þ ótt við Íslendingar lítum á Jónas Hallgrímsson sem stórskáld er hann tiltölulega óþekktur hjá ná- grannaþjóðum okkar. Ástæðan er vitaskuld augljós; fá skáld er erf- iðara að þýða þannig að hið ein- falda, tæra ljóðmál Jónasar skili sér í öllum sín- um blæbrigðum. Ýmsir hafa þó spreytt sig á að þýða Jónas, sérstaklega á dönsku og ensku, og margt hefur þar verið vel gert, þótt oft þyki manni talsvert tapast á leiðinni af eiginleikum kvæðanna á móðurmáli skáldsins. Það breytir þó ekki því að það ágæta fólk sem glímir við að þýða íslenskan skáldskap á skilið alla okkar virðingu og hlýjan hug. Nú er komið út fallegt kver, Landet var fa- gert, með 20 þýðingum á kvæðum Jónasar eftir Søren Sørensen og allítarlegum formála eftir Matthías Johannessen. Þar eru þýdd mörg af helstu kvæðum Jónasar, t.d. Ísland, Ég bið að heilsa, Gunnarshólmi, Ferðalok og Til herra Páls Gaimard, svo nokkur séu nefnd. Hið eina í valinu sem vekur undrun er kvæði sem Jónas kallar Óskaráð, um vinnukonuraunir, sem verð- ur seint talið í hópi betri kvæða. Hér skal strax sleginn sá varnagli að ég get að sjálfsögðu ekki fellt neinn vitrænan dóm um málsnið kvæðanna né hvort danskur búningur þeirra er sannfærandi. Stundum virkar dansk- an svolítið gamaldags, og ekki á því einfalda, gagnsæja máli sem einkennir kvæði Jónasar. Þýðandinn virðist hafa leitað fanga í 19. aldar dönsku, við það verður hljómur kvæðanna stundum svolítið fornlegur og gefur því dönsk- um nútímalesanda heldur takmarkaða mynd af Jónasi. Það er gríðarlega erfitt að þýða ljóð bæði bókstafslega nákvæmt og miðla um leið anda þeirra og áhrifum, og oft verða þýðendur að velja á milli þessara aðferða; annaðhvort halla sér meira að bókstafnum eða taka sér aukið frelsi til þess að úr verði skáldskapur á málinu sem þýtt er á. Søren Sørensen virðist reyna eft- ir fremsta megni að fylgja bókstafnum, sem er skiljanlegt. Þetta veldur því að stundum finnst manni merking kvæðanna þrengjast, og fyrir vikið tapast talsvert af seiðmagni þeirra og skáldskap. Dæmi um þetta eru línurnar úr Sáuð þið hana systur mína, þar sem Jónas segir: „Fyrrum átti ég falleg gull;/ nú er ég búinn að brjóta og týna“ og Halldór Laxness sagði að tjáðu „alla sína harmsögu“. Í þýðingu Sørens eru línurnar svona: „Før var legetøjskassen fuld/ borte alt nu, alt lagt øde.“ „Legetøjs- kassen“ er vissulega bókstafsþýðing á „barna- Flest orkar tvímælis þá þýtt er ÝMSIR hafa spreytt sig á að þýða verk Jónasar. Nú er komið út lítið kver með dönskum þýð- ingum Sørens Sørensens á ljóðum Jónasar en formála ritar Matthías Johannessen. Greinarhöf- undi þykir ýmislegt orka tvímælis í þýðingunum. Fornlegur tónn „Þýðandinn virðist hafa leitað fanga í 19. aldar dönsku, við það verður hljómur kvæðanna stundum svolítið fornlegur.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 11 Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is JPV útgáfa hefur sent frá sérbókina Uppgötvaðu köllun þína með hjálp munksins sem seldi sportbílinn sinn – Hið sjö stiga ferli sjálfs- uppgötvunar eft- ir Robin S. Sharma. Höfund- urinn er þekktur fyrir bók sína Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn sem kom út í íslenskri þýð- ingu í fyrra. Hér segir frá Dar Sandersen, sem nýtur velgengni í starfi og virðist lifa hinu fullkomna lífi, en einn daginn hrynur veröld hans til grunna; sókn eftir veraldlegum gæðum, frægð og frama hefur svipt hann öllu sem máli skiptir og hann fyllist vonleysi. En þegar öll sund virðast lokuð haga örlögin því svo að hann hittir Julian Mantle, munkinn sem seldi sportbílinn sinn, og nýr kafli hefst í lífi hans. Á ferð sinni um sjálfsuppgötunvarstigin sjö lærir Dar að lifa lífinu til fulln- ustu og láta ljós sitt skína.    Út er komin bókin Skaftafell íÖræfum – Íslands þúsund ár eftir breska fjallavistfræðinginn dr. Jack D. Ives. Jack D. Ives fæddist í Grimsby árið 1931. Hann útskrifaðist sem landfræðingur frá háskólanum í Nottingham 1953. Á náms- árunum skipu- lagði hann og stjórnaði rann- sóknaleiðöngrum enskra há- skólanema til Ís- lands þar sem kannaðir voru m.a. Morsárjökull, Svínafellsjökull og Skaftafellsjökull. Bæði masters- og doktorsverkefni hans fjölluðu um Öræfin og Morsárjökul. Jack er einn af höfundum Ríó- sáttmálans og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar vegna rannsókna sinna á fjallahéruðum um allan heim. Hann kynntist Ragnari Stef- ánssyni, bónda í Skaftafelli, í fyrstu Íslandsferðinni 1952 og tengdist honum sterkum böndum. Upp frá þeirri stundu hefur hann verið tíð- ur gestur í Skaftafelli. Bókin er því öðrum þræði saga Ragnars, fyr- irrennara hans og afkomenda. Höfundur tekur saman efni um náttúru og mannlíf í Öræfum frá landnámsöld fram á okkar daga.    Hjá Máli og menningu er kominút bókin Flugvélar á og yfir Íslandi eftir Baldur Sveinsson. Í bókinni eru yfir 500 ljós- myndir af öllum gerðum flugvéla sem hafa haft viðdvöl hér á landi um lengri eða skemmri tíma. Sérstök áhersla er lögð á að sýna flugvél- arnar í sínu rétta umhverfi, í há- loftunum, með ís- lenskt landslag í bakgrunni en svo stórt safn slíkra mynda hefur hvergi sést áður. Og hjá JPV útgáfu er komin út bókin Veiðar á villtum fuglum og spendýrum eftir Einar Guðmann, sérfræðing hjá veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar og umsjón- armann skotvopnanámskeiða stofn- unarinnar. Bókinni er ætlað að uppfylla tvö meginmarkmið; annars vegar að efla þekkingu hins al- menna skotveiðimanns á veiðum og bráð og hins vegar að safna saman í eina bók öllu því sem veiðimönn- um ber að kunna til að standast hæfnipróf. Hér er því kominn sam- an mikill fróðleikur um veiði- mennsku og villibráð BÆKUR Robin S. Sharma Veiðar á villtum fuglum og spendýrum Jack D. Ives. Eftir Þóri Óskarsson thoriroskars@simnet.is Steingrímur Thorsteinsson (1831–1913)var tvímælalaust einhver víðlesnasti rit-höfundur Íslendinga á 19. öld og sérþess víða merki í frumsömdum skáld- skap hans. Með ljóða- og lausamálsþýðingum sínum miðlaði hann landsmönnum líka óspart af erlendum bókmenntaverkum af ýmsu tagi. Bróðurpartur þessara þýðinga var prentaður á hans dögum og náðu margar þeirra miklum vin- sældum. Auk ljóðaþýðinga eftir Schiller, Goethe, Hölderlin, Byron, Burns, Tegnér og Petöfi, svo að aðeins örfá skáld séu nefnd, nægir að nefna lausamálsþýðingar hans á Þúsund og einni nótt (1857–64) og Ævintýrum og sögum eftir H.C. Andersen (1904–1908). Nokkur hluti þýðinga hans hefur þó hingað til legið óútgefinn í hand- ritum. Uppistaða bókarinnar Undir sagnamána (2007), sem þau Þorsteinn Antonsson og María Anna Þorsteinsdóttir gáfu út, eru þýðingar Steingríms á 28 erlendum smásögum og æv- intýrum, þar af 17 áður óbirtum. Þýðingarnar eru frá ýmsum tímum, þær elstu frá því um 1860 en þær yngstu frá síðustu tveimur áratug- um 19. aldar og byrjun hinnar tuttugustu. Upp- runi sagnanna er líka mjög margvíslegur og gef- ur góða hugmynd um hversu víða Steingrímur seildist til fanga. Við hlið fornrar indverskrar goðsagnar og japanskra, spænskra og þýskra ævintýra og þjóðsagna standa m.a. sam- tímasögur eftir H.C. Andersen, Mark Twain, Al- exander Puskin, Leo Tolstoj og Ivan Turgenjev. Það eru ekki síst sögur raunsæishöfundanna Twain, Tolstoj og Turgenjev sem vekja athygli og varpa áhugaverðu ljósi á Steingrím Thor- steinsson og stöðu hans í íslenskri bókmennta- sögu. Þær sýna svo að ekki verður um villst að allan rithöfundarferil sinn hefur hann fylgst vel með því sem var efst á baugi í erlendum skáld- skap, jafnvel því sem beindist gegn þeirri síð- rómantík eða hughyggju sem hann hefur oftast verið bendlaður við. Um leið eru sögurnar í Undir sagnamána góð vísbending um almenna afstöðu Steingríms til tilverunnar og þess sam- félags sem hann bjó í, afstöðu sem breyttist lítt eða ekki frá ungdómsárum hans til síðasta dags. Í flestum þeirra skín í gegn andúð á efn- ishyggju, yfirborðsmennsku, valdahroka og svik- semi en samúð með lítilmagnanum og lotning fyrir eilífum lögmálum náttúrunnar. Stundum fellur þessi afstaða jafnvel í farveg þjóðfélags- gagnrýni sem fágæt er í frumortum ljóðum Steingríms. Þar leitar skáldið oftast burt úr samfélaginu á vit mannauðrar náttúrunnar eða síns innra sjálfs. Rúsínan í pylsuenda Undir sagnamána er „Ljóðsaga“ Steingríms Thorsteinssonar, þ.e. nokkrir ljóðrænir lausamálstextar hans frá um 1860 sem hér eru prentaðir í fyrsta sinn. Hann- es Pétursson vakti upphaflega athygli á þeim í bók sinni um Steingrím frá 1964 og birti nokkur sýnishorn af þeim. Jafnframt benti hann á að þessir textar væru líklega elstu dæmi þess að ís- lenskt skáld yrki „ljóð í lausu máli“ þótt Stein- grímur hafi sennilega fremur litið á þá sem „ók- veðin ljóð“ enda komi fyrir að hann styðjist við þá í hefðbundnum kvæðum sínum. Ljóst er líka að textana skortir oft þá hugmyndalegu úr- vinnslu og fágun sem setur almennt svip á verk Steingríms. Það er hins vegar mikill fengur að fá þá í einu lagi þar sem þeir veita merkilega innsýn inn í hugarheim skáldsins og raunar inn í hugmyndaheim samtíma hans. Þó má deila um þá ákvörðun útgefenda að raða þeim upp í eina heild og lesa sem þroskasögu skáldsins sjálfs. Undir sagnamána er góð og athyglisverð við- bót í flóru íslenskra skáldverka 19. aldar, jafnt fyrir bókmenntafræðinga sem leitast við að sjá þetta tímabil í sem skýrasta ljósi og venjulega nútímalesendur sem eru á höttunum eftir vel skrifuðum og áhugaverðum textum. Undir sagnamána »Rúsínan í pylsuenda Undir sagnamána er „Ljóðsaga“ Steingríms Thorsteinssonar, þ.e. nokkrir ljóðrænir lausamáls- textar hans frá um 1860 sem hér eru prentaðir í fyrsta sinn. ERINDI Ég bið að heilsa Jeg beder hilse Nu ånder saligt blide vinde. Småbølger, alle rejser sig på søen og følges hjem til Islands ynde, øen, min fosterjord med strand og li og tinde. O, hils ved sund og høje dem I finder, og ønsk dem blidt Guds fred og gode tanke. Kys, bølger, ømt hver båd på fiskebanke. Blæs, vinde, blidt på fagre pigekinder. Forårsbebuder trofast, fugl som spædt la’r vingen glide vejløst i det høje til somrens dal og slipper sangen løs, hils du en engel som går trøjeklædt, rød kvast har huen, og om du får øje dér på min drossel, da er det min tø. Nú andar suðrið sæla vindum þíðum. Á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði. Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði. Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín, heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf, – í peysu. Þröstur minn góður, það er stúlkan mín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.