Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.2007, Síða 12
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is U m daginn fékk ég á tilfinn- inguna að ég hefði verið í fangelsi í ell- efu ár og loksins fengi ég hvíld frá þessu fólki. Eftir að ég skilaði hand- ritinu af mér svaf ég næstu tvær næt- ur án þess að vakna til að hugsa. Ég hafði ekki sofið svona vel síðan árið 2000! Það er satt, ég hef alltaf verið að vakna. Þetta eru svo margar per- sónur, mikil átök við að þroska hverja persónu og ákveða lífshlaup hennar. En nú voru þær farnar og ég gat ekki meira. Svo er ég strax farin að hugsa um hvað ég eigi að gera næst. Einn morguninn hugsaði ég, guð minn góður, ég get ekki farið að skapa per- sónur aftur! Það er svo hræðilega erfitt.“ Hún hristir höfuðið en brosir. Kristín Marja Baldursdóttir er að koma úr sjónvarpsviðtali þar sem henni var úthlutað sjö mínútum til að tala um nýju bókina; þegar á reyndi sagði hún ekki helminginn af því sem hún ætlaði. Og strax á eftir er gamall kollegi mættur; allir vilja vita eitt- hvað um fólkið og söguheiminn sem hún hefur setið ein yfir og spunnið upp í mörg ár. Þessi nýja bók Kristínar Marju nefnist Óreiða á striga. Er hún fram- hald síðustu skáldsögu hennar, Kar- itas án titils, sem kom út fyrir þrem- ur árum, naut mikilla vinsælda og fékk glimrandi dóma. Var hún til- nefnd til Bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs. Hér er enn fylgst með myndlistarkonunni Karitas og veg- ferð hennar um lífið. Þetta er mikil bók, hátt á sjötta hundrað síður, og margt undir; þetta er dramatísk fjöl- skyldusaga, ástarsaga, saga um kon- ur, listasaga – í öllum þessum þáttum speglast saga 20. aldar. „Það var árið 1996 sem ég byrjaði að safna heimildum fyrir þessa vinnu og lesa mér til,“ segir Kristín Marja. „Í mörg ár hafði ég verið að hugsa um hversu sérkennileg 20. öldin hefði verið í sögu kvenna, hvað atburða- rásin var hröð miðað við kyrrstöðuna sem áður ríkti. Ég var farin að safna í sarpinn án þess að vita hvað ég ætl- aði að gera við það. Svo kom fyrsta bókin mín, Mávahlátur, út 1995 og þá sat annar kollegi hér. Hún sagði að sér hefði alltaf fundist að ég ætti að skrifa sögu kvenna. Ég horfði lengi á hana, ég hafði nú verið að hugsa um þetta. En ég sagði að þá yrði það að vera á mínum forsendum. Og ég fór að viða að mér efni og hugmyndir að fæðast. Nokkrum árum síðar var ég svo að ganga undir Gullinbrú og þá komu fyrstu setningarnar til mín. Þá vissi ég líka að ég ætlaði að skrifa um lista- konu. Listafólk vinnur með tilfinn- ingar meðan aðrir vinna með skyn- semina. Einkalíf listakvenna er tilfinningar og starfið einnig. Hjá öðrum er einkalífið tilfinningar og starfið skynsemin. Fólki sem vinnur svona mikið með tilfinningar er hætt- ara við að fá áfengissýki, þjást af þunglyndi og vera í sjálfsmorðs- hugleiðingum.“ Kristín Marja horfir á mig með svip sem segir, jú víst! Bætir svo við að hún hafi einhvern tímann lesið um rannsókn sem sagði rithöfunda í mestri hættu, á undan öðrum listamönnum. – Kannski hefur einsemdin sem fylgir starfinu eitthvað að segja. „Í Dauðanum í Feneyjum lætur Thomas Mann Aschenbach segja að einsemdin þroski með okkur frum- leika og sköpunargáfu en efli líka fá- ránleikann.“ – Þú kýst að hafa listakonuna ekki rithöfund. Varð þetta ekki enn meiri vinna fyrir vikið, við að lesa þér til? „Jú. Ég hef oft hugsað af hverju ég gerði þetta. Frá því ég var barn hef ég haft mikinn áhuga á myndlist og einhvern tímann á lífsgöngunni ætl- aði ég að verða myndlistarmaður. Ég valdi listakonu svo ég gæti litað frá- sögnina fantasíu hennar.“ Fjölskyldan fer ekkert – Þú hefur sýnilega stúderað lista- sögu 20. aldar. Þú vísar sitt á hvað og í milliköflum skrifar þú eins og list- fræðingur, um ímynduð verk sem Karitas skapar. „Mig óraði ekki fyrir allri þessari vinnu. Stundum vaknaði ég á morgn- ana og hugsaði, æ, nú þarf ég að mála mynd í dag! Stundum tók marga daga að finna hvernig myndin ætti að vera. Stundum gerði ég skissur. Ég sá myndirnar alltaf í huganum en það gat verið erfitt að mála þær með orð- um.“ – Þú leitaðir ekki til listfræðinga? „Aldrei.“ Hún hristir höfuðið. „Ég þurfti að gera þetta sjálf. Ég lagðist í rannsóknir á listakonum og varð margs vísari. Ég byrjaði að lesa um íslenskar listakonur á síðustu öld og síðan tóku erlendar við; ég var alltaf að hugsa um hvernig ég léti list Kar- itasar þróast. Hún lifði í tæpa öld. Það var til að mynda merkilegt að lesa dagbækur Käthe Kollwitz. Í dagbókarfærslum sínum, frá árunum 1908 til 1943, minnist hún afar sjald- an á verkin sem hún er að gera, en skrifar mikið um hugrenningar sínar, talar um fjölskyldu og vini. Eins er með Louise Bourgeois, hún skrifar hugleiðingar sínar en talar ekki bein- línis um verkin, frekar um reiðina sem bjó í henni vegna þess hvernig faðir hennar hafði komið fram við móður hennar. Í stað þess að fjar- lægjast þessa reiði magnar hún hana upp og notar í verkin sín. Og er ennþá að, fædd 1911! Louise Nevelson er önnur merk- iskona, skúlptúristi sem féll í gleymsku þegar tímabil abstrakt- expressjónismans ríkti í New York og seldi ekki verk í 30 ár. Vegna plássleysis varð hún að brenna sum verka sinna. Hún var loks uppgötvuð á nýjan leik og er nú talin einn helsti skúlpúristi 20. aldar. Loks var það Georgia O’Keeffe. Hún valdi þá leið, eins og margar aðrar listakonur, að eignast ekki börn en hún var gift ljósmynd- aranum Alfred Stieglitz og árið 1932 skrifaði hún: Ég verð að skipta mér milli mín og eiginmanns míns og lífs með honum. Ég verð að lifa með tví- skiptri sjálfri mér.“ Kristín Marja er búin að lesa mikið um þessar kunnu listakonur, á stofu- borðinu sem við sitjum við er bunki af listsögulegum bókum. Ég segi að saga Karitasar sé líka mikil fjöl- skyldusaga. „Í lok fyrri bókarinnar er Karitas stödd í Öræfunum og fer að tala um að sig hafi alltaf dreymt um að skapa óreiðu í list sinni. Henni tekst það en reiknaði ekki með því að óreiðan yrði um leið í einkalífi hennar. En kona sem hefur eignast börn er komin með fjölskyldu og sú fjölskylda fer ekk- ert.“ – Þetta er litrík fjölskylda og vandamálin mörg; þú hefur gaman af að flétta saman svona hópsögur. Mér finnst vanta svolítið upp Ný skáldsaga Kristínar Marju Bald- ursdóttur, Óreiða á striga, er sjálf- stætt framhald sögunnar Karitas án titils. Þetta er dramatísk saga um myndlistarkonu sem dreymir um frægð og skrautlega fjölskyldu hennar. Kristín Marja segist hafa lifað með þessu fólki síðustu ellefu árin og það sé bæði óreiða í verkum söguhetjunnar, Karitasar, og í lífi hennar. „Kona sem hefur eignast börn er komin með fjölskyldu og sú fjölskylda fer ekkert.“ » „Stundum tók marga daga að finna hvernig myndin ætti að vera. Stundum gerði ég skissur. Ég sá myndirnar alltaf í huganum en það gat verið erfitt að mála þær með orðum.“ Kona áður „Í Konan áður, sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu, er stokkið fram og aftur í atburðarásinni og atriði jafnvel endurtekin að hluta. Fyrir vikið öðlast athafnir persón- anna ákveðinn framandleika, þeim fylgir ávallt ákveðið persónulegt sjónarhorn, túlkun.“ Eftir Magnús Þór Þorbergsson magnusthor@lhi.is U m miðjan síðasta áratug reis alda nýrrar leikritunar í Bretlandi sem vakti býsna mikla athygli fyrir kraftmikil verk ungra höfunda. Fremst í þessari bylgju voru leikskáld á borð Mark Ravenhill og Sarah Kane, sem eins og fleiri ungir höfundar vöktu umtal og oft hneykslun fyrir bersögli og grófar birtingarmyndir ofbeldis og kynlífs í verkum sínum. Af þeim sökum hafa nöfn á borð við „New brutalism“ eða „In-yer-face theatre“ fest við þau leikskáld sem upp spruttu fyrir um áratug. En í raun eru slík heiti allt að því ótæk til skilgreiningar á þeirri bylgju sem hér um ræðir, þar sem þau leggja nær eingöngu áherslu á grófleika og hörku og sjokkeraða áhorfendur, sem alls ekki einkenna alla höfunda þessarar bylgju, né öll verk einstakra höfunda. Þar fyrir ut- an er þessi nýbylgja leikritunar á engan hátt eingöngu bundin við Bret- landseyjar, því á sama tíma spratt upp fjöldi nýrra leikskálda í Evrópu, til dæmis í Þýskalandi. Ólíkt bresku leikhúsi var þýskt leikhús á síðustu öld þekktara fyrir mikla leikstjóra og afgerandi túlkanir þeirra á klassískum verkum en nýj- ungar í leikritun. Jafnvel þeir höf- undar sem þekktastir eru, s.s. Bertolt Brecht og Heiner Müller, voru ekki síður þekktir sem leikstjórar en leik- skáld. Sá fjöldi nýrra leikskálda sem steig fram á sjónarsviðið í Þýskalandi upp úr miðjum síðasta áratug er því býsna óvenjulegur. Þar má sjá nöfn á borð við Theresiu Walser, Gesine Danckwart, Falk Richter, Moritz Rinke, Deu Loher, Albert Osterma- ier og David Gieselmann. Nú í vetur kynnir Þjóðleikhúsið þrjá þessara höfunda, þá Igor Baursima, Marius von Meyenburg og Roland Schim- melpfennig, en verk hans, Konan áð- ur, var nýlega frumsýnt á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins. Roland Schimmelpfennig fæddist árið 1967 í borginni Göttingen í miðju Þýskalandi og er eitt mest leikna þýska leikskáld samtímans. Schim- melpfennig lagði stund á nám í leik- stjórn við Otto Falckenberg- leiklistarskólann í München um tíma, og starfaði snemma á tíunda áratugn- um sem aðstoðarleikstjóri við Kamm- erspiele í München, en snerist fljótt frá því og að leikritun. Hann vakti strax nokkra athygli fyrir fyrstu verk sín, Hina eilífu Maríu og Engin vinna fyrir ungu konuna í sumarkjólnum, sem bæði voru frumsýnd árið 1996. Strax í þessum fyrstu verkum tekst Schimmelpfennig á við þemu sem skjóta upp kollinum í einni eða annarri mynd í velflestum verkum hans til þessa. Persónur hans þurfa oftar en ekki að glíma við átök ólíkra sjónarhorna, mismunandi túlkana á atburðum og athöfnum. Í Hinni eilífu Maríu hverfur Karl frá brúði sinni Maríu á brúðkaupsnóttina og ekkert spyrst til hans í heilt ár. Hann er jafn- vel talinn af og faðir Karls, Franz, er farinn að gera hosur sínar grænar fyrir Maríu þegar Karl birtist aftur. Erfitt reynist að greina sannleikann í sambandi þeirra þriggja. Roland Schimmelpfennig segir að hann hafi í Tilbrigði við veruleika VERK þýska leikskáldsins Rolands Schimmelpfennigs fela ekki í sér einfalda endurspeglun veruleikans heldur ávallt ólík tilbrigði við hann. Fyrir stuttu var leikrit hans Konan áður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu en Schimmelpfennig er eitt af mest leiknu leikskáldum Þýskalands um þessar mundir. 12 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.