Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 1
laugardagur 6. 1. 2007
íþróttir mbl.isíþróttir
Leikmenn Dallas eru á miklu skriði í NBA-deildinni >> 4
BIKARBARÁTTA
BIKARMEISTARAR LIVERPOOL TAKA Á MÓTI
LEIKMÖNNUM ARSENAL Á ANFIELD >> 3
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Staðan var 16:13 fyrir Norðmenn í
hálfleik en þegar upp var staðið
skoruðu Norðmenn 34 mörk gegn
22 mörkum Íslands.
„Þetta var vissulega æfingaleikur
en ég tek að sjálfsögðu á mig
ábyrgð á hve stórt við töpuðum.
Það fengu allir leikmenn liðsins að
spila nokkuð mikið. Hinsvegar var
sóknarleikurinn í síðari hálfleik al-
veg ömurlegur og við skoruðum
ekki mark utan af velli. Það var
engin liðsheild í sóknarleiknum og
menn að dunda sér eitthvað hver í
sínu horni. Við gerðum líka ótal
mistök sem urðu til þess að norska
liðið komst í mörg hraðaupphlaup
og ég get ekki skellt skuldinni á
markverði liðsins. Þeirra hlutverk
var ekki öfundsvert að fá á sig
hvert hraðaupphlaupið á eftir öðru.
Á meðan voru varnarmenn okkar
liðs að „skokka“ til baka í vörnina.
Það var sorglegt að sjá okkur í síð-
ari hálfleiknum þar sem að bar-
áttan var ekki einu sinni til staðar,“
sagði Alfreð og var frekar óhress
með íslensku leikmennina.
„Ég sagði við liðið eftir leikinn að
andrúmsloftið yrði að lagast í hópn-
um. Ef við berjumst ekki af lífi og
sál á heimsmeistarakeppninni í
Þýskalandi bíður ekkert annað eftir
okkur en að enda á svipuðum slóð-
um og Brasilía, Angóla eða Ástr-
alía. Þetta er sá hluti leiksins sem
hefur alltaf verið helsta einkenni ís-
lenska liðsins. Barátta. Og ég átti
erfitt með að horfa á leikmenn liðs-
ins skokka á eftir sóknarmönnum
Norðmanna þegar þeir skoruðu
hvert markið á fætur öðru úr
hraðaupphlaupum.“
Ege fór á kostum
Steinar Ege, markvörður Norð-
manna, fór á kostum í leiknum og
varði hann 28 skot í leiknum.
„Ég held að við höfum skotið
hann í stuð. Skotin sem við tókum
voru flest léleg og hann átti ekki í
erfiðleikum með að taka þessa
bolta.“
Línumaðurinn Frank Løke var
atkvæðamestur í liði Norðmanna en
hann skoraði 8 mörk úr aðeins 9 til-
raunum. Róbert Gunnarsson skor-
aði flest mörk fyrir íslenska liðið
eða alls 4 en Alexander Pettersson,
Vignir Svavarsson og Guðjón Valur
Sigurðsson skoruðu 3 mörk hver.
Ólafur Stefánsson skoraði 2 mörk
fyrir Ísland.
„Ömurlegur
sóknarleikur“
Morgunblaðið/ÞÖK
Áhyggjufullur þjálfari Alfreð Gíslason þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik karla var afar ósáttur við leik
sinna manna eftir 12 marka tap liðsins gegn Norðmönnum, 34:22, á æfingamóti í Hróarskeldu í Danmörku.
VIÐ vorum alveg skelfilega lélegir í
síðari hálfleik og ég hef aldrei séð
liðið sýna eins litla baráttu í vörn-
inni frá því ég tók við þjálfun liðs-
ins. Fyrri hálfleikurinn var í lagi en
sá síðari algjör hörmung,“ sagði Al-
freð Gíslason, þjálfari íslenska
landsliðsins í handknattleik, við
Morgunblaðið eftir 12 marka tap ís-
lenska liðsins gegn Norðmönnum á
æfingamóti í Danmörku í gær. Ís-
lendingar mæta Pólverjum í dag og
Dönum á morgun.
Alfreð Gíslason ósáttur við uppgjöf
Íslendinga í stórtapi gegn Noregi
FORVARSMENN karlaliðs
Hauka í körfuknattleik hafa í
hyggju að senda inn kæru til
dómstóls Körfuknattleikssam-
bands Íslands vegna ólöglegs
leikmanns sem var á leik-
skýrslu Tindastóls gegn Hauk-
um sl. fimmtudag. Tindastóll
hafði betur í leiknum en Hauk-
ar telja að Hans Björnsson,
leikmaður Tindastóls, hafi
ekki verið löglegur í leiknum.
„Forsvarsmenn Tindastóls
telja að Hans hafi aldrei til-
kynnt fé-
lagaskipti
úr Tinda-
stóli – en
hann lék
einhverja
leiki með
liði Smára í
2. deild fyr-
ir nokkrum
misserum. Við erum ekki bún-
ir að ná í þau gögn sem skýra
málið og þegar kæran berst til
okkar munum við senda þau
gögn sem dómstóll KKÍ óskar
eftir,“ sagði Friðrik Rúnars-
son, framkvæmdastjóri KKÍ, í
gær. Hans Björnsson var á
leikskýrslu Tindastóls gegn
Haukum en kom ekki við sögu.
Keflavík tapaði leik á síðustu
leiktíð vegna svipaðs atviks.
Þar sat Guðjón Skúlason á
varamannabekk og kom ekki
við sögu í leiknum. Hann var
ekki löglegur í leik gegn
Hamri/Selfoss og var H/S
dæmdur sigur í leiknum.
Haukar ætla að kæra
úrslitin gegn Tindastóli
STJÓRN Knattspyrnusam-
bands Íslands samþykkti á
fundi á dögunum að leggja
fram tillögu á ársþingi KSÍ,
sem haldið verður í næsta
mánuði, um fjölgun í Lands-
bankadeild karla og 2. deild
karla úr tíu liðum í tólf. Verði
tillagan samþykkt munu tólf
lið skipa þrjár efstu karla-
deildirnar keppnistímabilið
2008 en á komandi tímabili í
sumar verða í fyrsta sinn tólf
lið í 1. deild karla. Gert er ráð
fyrir að flutningar á milli
deilda eftir næsta tímabil
verði með þeim hætti að liðið
sem hafnar í 10. og neðsta
sæti í Landsbankadeildinni
flyst í 1. deild en liðin sem
hafna í þremur efstu sætun-
um í 1. deild flytjast upp í
Landsbankadeild.
Liðið sem lendir í 12. og
neðsta sæti í 1. deildinni fellur
í 2. deild en þrjú efstu liðin í 2.
deild taka sæti í 1. deildinni.
Liðið sem lendir í 10. og
neðsta sæti í 2. deildinni fellur
í 3. deild en fimm efstu liðin í
3. deild flytjast upp í 2. deild.
Þá ákvað stjórnin að leggja
til við ársþingið að fjölgað yrði
um eitt sæti í Landsbanka-
deild kvenna á komandi tíma-
bili og liðin urðu níu í stað
átta. Lagt er til að ÍR verði 9.
liðið og er tillaga stjórnar KSÍ
komin til vegna kærumáls
sem varð vegna aukaleikja
Þórs/KA og ÍR um sæti í
Landsbankadeildinni í haust.
KSÍ vill fjölga í Lands-
bankadeildinni 2008