Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ úrslit HANDKNATTLEIKUR Alþjóðlegt mót í Danmörku Ísland – Noregur 22:34 Mörk Íslands: Róbert Gunnarsson 4, Alex- ander Pettersson 3, Vignir Svavarsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Ólafur Stefáns- son 2, Snorri Steinn Guðjónsson 1, Einar Örn Jónsson 1, Ragnar Óskarsson 1, Logi Gunnarsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. Danmörk – Pólland ..............................26:31 Mót í Frakklandi A–riðill: Frakkland – Tékkland ..........................38:25 B–riðill: Úkraína – Túnis.....................................27:33 1. deild kvenna, DHL-deildin FH – Akureyri ......................................26:19 Mörk FH: Ásta Björk Ragnarsdóttir 8, Þóra Björg Helgadóttir 6, Sigrún Gilsdóttir 5, Andrea Olsen 3, Elín Hrafnsdóttir 2, Hafdís Guðjónsdóttir 1, Marianne Marx 1. Mörk Akureyrar: Guðrún Tryggvadóttir 5, Ester Óskarsdóttir 4, Lilja Þórisdóttir 4, Þórdís Sigurbjörnsdóttir 2, Erla Tryggva- dóttir 2, Emma Havin Davoody 1, Jóhanna Tryggvadóttir 1. Staðan: Grótta 10 8 0 2 260:227 16 Valur 9 7 1 1 247:209 15 Stjarnan 8 7 0 1 268:172 14 Haukar 10 6 0 4 290:244 12 ÍBV 8 4 1 3 214:201 9 Fram 10 3 3 4 231:259 9 HK 10 3 0 7 258:309 6 FH 11 2 1 8 241:295 5 Akureyri 10 0 0 10 190:283 0 1. deild karla FH – Haukar 2.......................................23:22 Selfoss – Víkingur/Fjölnir ....................28:25 KÖRFUKNATTLEIKUR Grindavík – Fjölnir 78:85 Íþróttahúsið í Grindavík, úrvalsdeild karla, Iceland Express-deildin, föstudagur 5. jan- úar 2007: Gangur leiksins: 19:20, 38:35, 61:55, 78:85. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 30, Steven Thomas 24, Calvin Clemons 11, Páll Kristinsson 7, Þorleifur Ólafsson 6, Adam Darboe 4, Björn S Brynjólfsson 2. Fráköst: 11 í sókn, 15 í vörn. Stig Fjölnis: Nemanja Sovic 29, Kareem Johnson 24, Hörður Axel Vilhjálmsson 18, Árni Ragnarsson 6, Hjalti Vilhjálmsson 4. Fráköst: 10 í sókn, 21 í vörn. Áhorfendur: Um 250. Dómarar: Jón Guðmundsson og Halldór Jensson. Staðan: KR 12 10 2 1058:929 20 Njarðvík 12 10 2 1042:962 20 Snæfell 12 9 3 944:867 18 Skallagrímur 11 8 3 971:895 16 Keflavík 11 7 4 981:903 14 Grindavík 12 6 6 1019:953 12 Hamar/Selfoss 12 5 7 900:955 10 Tindastóll 12 4 8 1032:1095 8 ÍR 12 4 8 969:1028 8 Þór Þ. 12 3 9 967:1090 6 Fjölnir 12 3 9 1003:1083 6 Haukar 12 2 10 1005:1131 4 1. deild karla KFÍ – Stjarnan ......................................82:79 Þór Ak. – Höttur..................................102:85 Staðan: Þór A. 6 6 0 608:462 12 Breiðablik 6 4 2 555:531 8 Valur 6 4 2 585:563 8 FSU 5 3 2 465:465 6 Höttur 4 2 2 343:344 4 Stjarnan 6 1 5 492:513 2 Ármann/Þróttur 5 1 4 375:425 2 KFÍ 6 1 5 456:576 2 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: New Orleans – Detroit..........................68:92 Dallas – Indiana...................................100:91 Sacramento – LA Lakers .................128:132 KNATTSPYRNA England 2. deild Yeovil – Huddersfield ...............................3:1 Bikarkeppnin 3. umferð: Bristol R. – Hereford................................1:0 Stoke – Millwall .........................................2:0 SKÍÐI Marlies Schild frá Austurríki varð sigur- vegari í svigi á heimsbikarmótinu, en keppt var í Zagreb-Slieme í Króatíu. Marlies Schild, Austurríki .................1.59,40 Ana Jelusic, Króatíu...........................2.01,06 Sarka Zahrobska, Tékklandi.............2.01,25 Chiara Costazza, Ítalíu ......................2.01,42 Resi Stiegler, Bandaríkjunum ..........2.01,50 Um helgina: HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna, DHL-deildin: Ásgarður: Stjarnan – Valur.......................14 Framhús. Fram – Haukar.........................15 Sunnudagur: 1. deild kvenna, DHL-deildin: Vestmannaeyjar.: ÍBV – Grótta...........15.30 1. deild karla: Vestmannaeyjar. ÍBV – Grótta............13.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrvalsdeild karla, Iceland Express: Borgarnes: Skallagrímur – Keflavík ........16 Sunnudagur: Lýsingarbikarkeppni karla, 8 liða úrslit: Hveragerði: Hamar – KR.....................19.15 Lýsingarbikarkeppni kvenna, 8 liða úrslit: Stykkishólmur: Snæfell – Hamar.............15 Kennaraháskólinn: ÍS – Haukar..........19.15 Grindavík: UMFG – Fjölnir .................19.15 SUND Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga verður haldið í innisundlauginni í Laugar- dal á morgun, sunnudag, kl. 15. Leiðrétting Sigurður Lárusson var ekki þjálfari Þórs 1990 er hann lék með syni sínum, Lárusi Orra, í efstu deild. Lúkas Kostic var þjálf- ari þetta ár, en Sigurður tók síðan við þjálf- arastarfinu af Kostic. EIÐUR Smári Guðjohn- sen verður í byrjunarliði Evrópu- og Spánarmeist- ara Barcelona á morgun þegar liðið sækir Getafe heim í fyrstu umferð spænsku 1. deildarinnar á nýju ári. Skörð hafa verið höggvin í lið meistaranna og örugglega kemur til með að mæða töluvert á landsliðsfyrirliðanum þar sem brasilíski snillingurinn Ronaldinho og Portúgalinn Deco verða báðir fjarri góðu gamni. Tvímenningarnir, sem báðir taka út leikbann, hafa leikið stóra rullu í sóknarleik liðsins á tímabilinu og Ronaldinho er markahæstur í deildinni með 12 mörk. Bör- sungar verða sömuleiðis án varnarmann- anna sterku Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram sem eru meiddir. ,,Það er í leikjum eins og gegn Getafe sem deildin vinnst. Margir leikmenn eru frá í liði okkar en þá er okkar að sýna styrkinn, breiddina og karakterinn í okkar liði. Við höfum nægilega marga gæðaleikmenn sem geta fyllt skörð þeirra sem vantar,“ sagði Eiður á blaðamannafundi Barcelona. Barcelona, sem leikur á morgun sinn 29. leik á tímabilinu, er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Sevilla, en á leik til góða. Leikmenn Barcelona ættu að vera vel út- hvíldir en þeir fengu tólf daga jólafrí og mættu á fyrstu æfingu á nýju ári á miðviku- dag. Daginn eftir þegar allar helstu stjörn- ur liðsins voru mættar komu 12.000 manns til að fylgjast með æfingu liðsins. Líklegt að mikið mæði á Eiði Smára gegn Getafe Eiður Smári Guðjohnsen HEINER Brand, landsliðs handknattleik, hefur áhy mundir þar sem flest bend geti ekki stillt upp sinni st heimsmeistaramótið hefst í úar. Ekki færri en fimm landsliðshópnum eru meidd að a.m.k. þrír þeirra miss kemur til kraftaverk. Fran Tiedtke og Oleg Velyky le vegna meiðsla. Behren er armaður Þjóðverja um þes lyky ein öflugasta rétthenta henti hornamaðurinn Flor að ná sér eftir handarbrot o hann getur beitt sér. Mich leikmaðurinn sem er á sjúkr Brand liggur nú á bæn o menn hans komist hjá freka Brand he meiðslum íþróttir Það verður mikið í húfi á Anfield þeg- ar stórliðin Liverpool og Arsenal leiða saman hesta sína. Bæði lið líta svo á að möguleikar þeirra á að hampa Eng- landsmeistaratitlinum í ár séu nánast fyrir bí og sigur í bikarkeppninni geti að einhverju leyti bjargað tímabilinu þó svo að liðin eygi von um velgengni í meistaradeildinni þar sem þau eru bæði í 16 liða úrslitum. Arsenal vann öruggan 3:0-sigur á Liverpool þegar liðin mættust í deild- inni á Emirates Stadium, heimavelli Arsenal, fyrr á leiktíðinni en í tveimur síðustu viðureignum þeirra á Anfield hefur Liverpool haft betur. Liðin átt- ust síðast við í bikarkeppninni í 4. um- ferðinni 2002 þar sem Arsenal hrósaði sigri og hefndi ófaranna frá árinu áður þegar Liverpool lagði Arsenal í úrslit- um á Þúsaldarvellinum í Cardiff þar sem Michael Owen var hetja Liver- pool. Arsenal, sem hefur hampað bikar- meistaratitlinum þrívegis á síðustu árum, verður án Robins van Persie og Cesc Fabregas, sem báðir taka út leikbann, og þá eru Theo Walcott, Emmanuel Adebayor, Fredrik Ljungberg, William Gallas og Abou Diaby allir á sjúkralistanum. Hjá Liv- erpool, sem hefur ekki tapað á Anfield síðan í mars 2006, eru allir lykilmenn klárir í slaginn. Larsson leikur sinn fyrsta leik Manchester United er sigursælast allra liða í bikarkeppninni en 12 sinn- um hafa rauðu djöflarnir unnið keppnina og 17 sinnum hefur liðið leikið til úrslita. Sir Alex Ferguson hefur fimm sinnum stýrt United-lið- inu til sigurs í bikarkeppninni en tví- vegis hefur lið hans tapað úrslitaleik, síðast fyrir tveimur árum. Henrik Larsson leikur sinn fyrsta leik fyrir Manchester United á morg- un þegar toppliðið í ensku úrvals- deildinni fær Aston Villa í heimsókn. Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur tilkynnt að Larsson muni hefja leik í fremstu víg- línu með Ole Gunnari Solskjær en báðir eru komnir á fertugsaldurinn. Louis Saha er meiddur og verður ekki í hópnum hjá United en að öðru leyti getur Ferguson stillt upp sínum sterkustu leikmönnum. Fyrirliðinn Gareth Barry kemur aftur inn í lið Aston Villa eftir að hafa afplánað eins leiks bann en sænski varnarmaðurinn Olof Mellberg verð- ur í banni. Liðin áttust við á Villa Park á dögunum þar sem United fór með sigur af hólmi og þau eigast svo við í þriðja sinn á skömmum tíma um næstu helgi þegar þau mætast að nýju í úrvalsdeildinni. Þetta verður tólfta viðureign liðanna í bikarkeppninni og af leikjunum ellefu til þessa hefur United unnið átta, þar af síðustu fjóra leiki. Aston Villa hefur gengið afar illa á móti United og hefur tapað síðustu níu leikjum sínum gegn liðinu. 24 ár eru liðin frá því Villa hrósaði sigri á Old Trafford en 1983 hafði liðið betur, 2:1, þar sem Peter nokkur Whithe skoraði bæði mörk liðsins. Davíð og Golíat á Stamford Leik Englandsmeistara Chelsea og 3. deildarliðs Macclesfield á Stamford Bridge í dag má með sanni kalla við- ureign Davíðs og Golíats. Chelsea sit- ur í öðru sæti úrvalsdeildarinnar á meðan Macclesfield berst fyrir lífi sínu í 3. deildinni en liðið er þar í næst- neðsta sæti og er í baráttu um að halda sæti sínu í deildarkeppninni. Bikarkeppnin er eina keppnin sem Jose Mourinho hefur ekki tekist að vinna með Chelsea. Liðið komst í und- anúrslit í fyrra en beið þar lægri hlut fyrir Liverpool. Chelsea hefur þríveg- is farið alla leið, síðast fyrir sjö árum þegar það hafði betur á móti Aston Villa, 1:0. ,,Ég get ekki leyft mér þann munað að hvíla menn þó svo að margir þurfi á hvíld að halda. Lykilmenn eru meidd- ir og við þurfum að nota þá menn sem eru til staðar,“ segir Mourinho en hans menn glíma við annað 3. deild- arlið í næstu viku þegar þeir mæta Wygombe í fyrri leik liðanna í undan- úrslitum deildabikarsins. Gamall refur er við stjórnvölinn hjá Macclesfield, Paul Ince, fyrrum leik- maður West Ham, Manchester Unit- ed og Liverpool, en hann var í vikunni var útnefndur knattspyrnustjóri mán- aðarins í 3. deildinni. Ince tók við lið- inu fyrir nokkrum vikum og hefur heldur betur tekist að hleypa lífi í leik þess. Liðið hefur unnið átta af tíu síð- ustu leikjum sínum. Liverpool hefur titil- vörnina gegn Arsenal Reuters Mark í fæðingu Kolo Toure skýtur boltanum á milli fóta Jose Reina og skorar mark fyrir Arsenal gegn Liverpool þegar liðin áttust við á Emirates Stadium í úrvalsdeildinni í nóvember þar sem Arsenal vann öruggan sigur. LIVERPOOL hefur titilvörn sína í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu á Anfield síðdegis í dag þegar liðið tekur á móti Arsenal í stórleik 3. um- ferðarinnar sem leikin verður í dag og á morgun. Englandsmeistararar Chelsea taka á móti 3. deildar liði Macclesfield og á Old Trafford fá heimamenn í Manchester United lið Aston Villa í heimsókn. Í HNOTSKURN »Eins og jafnan áður ríkirmikil spenna og eftirvænt- ing hjá liðunum, ekki síst hjá þeim smærri, fyrir leikina í bik- arkeppninni sem hefur verið við lýði í 136 ár og er elsta bik- arkeppni í veröldinni. »Manchester United hefuroftast allra liða hampað bikarmeistaratitlinum eða 12 sinnum. Arsenal kemur næst en 10 sinnum hefur liðið sigrað. Liverpool hefur unnið 7 sinn- um, síðast í fyrra þegar liðið lagði West Ham. v v þ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.