Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Reading hefur ekki tapað fyrir liði úr neðri deild í 3. umferð bikarkeppn- innar í sex ár og Coppell treystir á að gæfan verði honum hliðholl áfram. Reading hefur leikið vel í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og er nú um stundir í 9. sæti eftir stórsigur á West Ham, 6:0, á nýársdag. Burnley, sem nú sækir Reading heim á Madejski Stadium er í 12. sæti 1. deildar. Það féll úr bikar- keppninni á síðustu leiktíð í 3. um- ferð gegn Derby. Í fimm síðustu skipti sem þessi lið hafa mæst í deild- arkeppni þá hafa leikmenn Burnley aldrei náð að hrósa sigri. Hermann ekki með í Nottingham Hermann Hreiðarsson verður ekki með Charlton í dag þegar liðið sækir Nottingham Forest á City Ground í Nottingham. Vegna meiðsla í hné hefur Hermanni verið skipað að taka sér tveggja til þriggja vikna hlé frá keppni og var hann t.d. ekki með gegn Arsenal í úrvalsdeild- inni á þriðjudagskvöldið. Ekki bætir úr skák að Osei Sankofa tekur út leikbann og framherjinn Darren Bent glímir við meiðsli í hné og tekur ekki þátt. Phil Parkinson, fyrrverandi knatt- spyrnustjóri Hull, var í gær ráðinn aðstoðarmaður Alans Pardews, knattspyrnustjóra Charlton. Saman eiga þeir erfitt verkefni fyrir hönd- um að bæta liðið og rífa það upp úr kjallara úrvalsdeildarinnar. Fyrirfram virðast möguleikar Nottingham Forest ekki vera miklir. Liðið er í þriðja sæti annarrar deild- ar en á hitt ber þó að líta að leikmenn Charlton hafa ekki leikið vel í vetur og sjálfstraust þeirra er ekki mikið. Liðin hafa einu sinni mæst í bik- arkeppninni. Það var fyrir níu árum og einnig í þriðju umferð. Þá vann Charlton, 3:1, á heimavelli sínum í Lundúnum. Óvíst var í gær hvort Rúrik Gísla- son fengi tækifæri á að spreyta sig með Charlton að þessu sinni en hann hefur einstöku sinnum verið í 17 leik- manna fyrir leiki. Fer Montella beint í liðið? Nú þegar ljóst er að Luis Boa Morte hefur yfirgefið skútuna hjá Fulham og gengið til liðs við West Ham þá opnast möguleiki til þess að Heiðar Helguson verði í byrjunarliði Fulham þegar liðið mætir Leicester á útivelli í dag. Ítalinn Vincenzo Montella, sem lánaður var til Ful- ham í vikunni, verður örugglega á varamannabekknum en ósennilegt er talið að hann verði í byrjunarlið- inu þar sem hann er ekki í mikill leik- æfingu. Montella gæti komið við sögu þegar líður á leikinn. Steve Coppell íhugar að gefa Ívari frí STEVE Coppell, knattspyrnustjóri Reading, íhugar að stilla ekki upp sínu sterkasta liði gegn Burnley í bikarkeppninni í dag og leyfa þar með nokkrum þeirra leikmanna sem mest hefur reynt á síðustu mánuði að slaka aðeins á. Þetta get- ur þýtt að Ívar Ingimarsson verði ekki í byrjunarliðinu og svo kann einnig að fara að Brynjar Björn Gunnarsson byrji á varamanna- bekknum en hann hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu að undanförnu og náði m.a. að skora mark gegn West Ham á mánudaginn. AP Einvígi Bobby Zamora, West Ham, og Ívar Ingimarsson, Reading, berjast um knöttinn. Reading mætir Burnley á heimavelli í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Hermann Hreiðarsson leikur ekki með Charlton. Í HNOTSKURN » Í fimm síðustu skipti semReading og Burnley hafa mæst í deildarkeppni þá hafa leikmenn Burnley aldrei náð að hrósa sigri. » Phil Parkinson, fyrrver-andi knattspyrnustjóri Hull, var í gær ráðinn aðstoð- armaður Alans Pardews, knattspyrnustjóra Charlton. Dallas ermiklu skriði í NBA-deildinni í körfuknattleik en liðið vann í fyrri- nótt sinn 12. sigur í röð þegar það lagði Indiana, 100:91. Josh Howard skoraði 25 stig fyrir Dallas, Devin Harris 24 og Dirk Nowitski 20. Hjá Indiana var Al Harrington atkvæðamestur en hann skoraði 24 stig.    Kobe Bryant fór fyrir liði LA La-kers sem hafði betur gegn Sacramento, 132:128 í framlengdum leik. Bryant skoraði 42 stig, tók 10 fráköst og átti 9 stoðsendingar í leiknum en hann komst þó ekki á blað fyrr en eftir 16 mínútur. Smush Parker tryggði Lakers framleng- ingu en honum tókst að jafna á loka- sekúndu venjulegs leiktíma. Brian Cook kom næstur í stigaskorun fyrir Lakers en skoraði 26 stig. Hjá Sacramento var Mike Bibby langa- tkvæðamestur en hann skoraði 38 stig.    Ítalski landsliðsmaðurinn AntonioCassano fer líklega frá Real Ma- drid fljótlega. Fabio Capello, þjálf- ari Real, hefur hug á að selja hann.    Markvörð-urinn Oli- ver Kahn, fyr- irliði Bayern München, segist ekki ætla að hefja störf við knatt- spyrnu er hann leggur skóna á hilluna eftir þetta keppnistímabil. „Ég er ákveðinn að taka mér gott frí frá knattspyrnu, þegar ég yfirgef æfingasvæði Bay- ern,“ sagði Kahn við þýska blaðið Abendzeitung.    Roma hefur fengið miðherjannFrancesco Tavano, 27 ára, að láni frá Valencia út keppn- istímabilið.    Luiz Felipe Scolari, fyrrverandiþjálfari heimsmeistara Brasilíu 2002, mun stjórna landsliðið Portú- gals í vináttuleik gegn Brasilíu á heimavelli Arsenal í London, Em- irates Stadium, 6. febrúar. Brasilía lék vináttuleik gegn Argentínu á vellinum í ágúst sl. Sama dag leika Suður-Kórea og Grikkland vináttuleik á heimavelli Fulham, Craven Cottage.    Wigan fékk í gær varnarmann-inn David Unsworth í sínar raðir frá Sheffield United. Uns- worth er 33 ára og hefur víða komið við á ferli sínum. Hann lék sam- anlagt í 11 ár með Everton en hefur einnig leikið með West Ham, Portsmouth og Ipswich. Hann er þriðji leikmaðurinn sem Wigan fær á nýju ári en áður hafði félagið fengið Andreas Granqvist frá Helsingborg og Krist- ofer Hæstad frá Start.    Fabien Bart-hez leikur í dag sinn fyrsta leik með Nantes þegar liðið mætir Guingamp í frönsku bik- arkeppninni. Þessi litríki markvörður, sem lék með Manchester United fyrir nokkrum árum, ákvað að taka fram hanskana að nýju en hann stóð síðast á milli stanganna þegar Frakkar biðu lægri hlut fyrir Ítölum í úrslita- leik HM í Berlín í júlí. Barthez er 35 ára og sagði skilið við Marseille í vor. Fólk sport@mbl.is WEST Ham gekk í gær frá kaupum á Luis Boa Morte, fyrirliða Fulham, og greiddi fyrir hann 5 milljónir punda eða sem svarar um 700 millj- ónum króna. Hann er þar með fyrsti leikmaðurinn sem Alan Curbishley, nýráðinn stjóri West Ham, kaupir. ,,Ég mat stöðuna þannig að það væri kominn tími fyrir mig til að breyta til og fara til annars stórliðs á Englandi. Það var ekki auðvelt að fara frá Fulham en mér var boðinn góður samningur hjá West Ham og ég fæ mun hærri laun en ég hafði hjá Fulham,“ sagði Boa Morte í gær. Boa Morte er 29 ára gamall miðju- og sóknarmaður og kemur frá Portúgal. Hann hefur verið á Eng- landi í áratug og hóf feril sinn hjá Arsenal og var einn af fyrstu leik- mönnunum sem Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, keypti þegar hann tók við stjórn liðsins árið 1997. Hann var í herbúðum Arsenal í tvö ár, fór þaðan til Southampton þar sem hann var í eitt ár en síðustu sex árin hefur hann leikið með Ful- ham. Hann á að baki 25 landsleiki með Portúgölum og var í landsliðs- hópi þeirra á HM í sumar. Luis Boa til West Ham VIJAY Singh frá Fidji-eyjum fékk sex fugla á fyrsta keppnisdegi Mercedes meistaramótsins í golfi á PGA-mótaröðinni í fyrrinótt á Hawaii en hann lék fyrsta hringinn á 69 höggum eða fjórum höggum undir pari Kapalua-vallarins. Fimm kylfingar deila efsta sætinu og er Singh þar á meðal en hinir fjórir eru; K.J. Choi, Brett Wetterich, Stephen Ames og Will MacKenzie. Mótið er það fyrsta á PGA- mótaröðinni á þessu ári en þeir kylfingar sem náðu að sigra á PGA- móti á árinu 2006 fá að taka þátt á þessu móti og eru því aðeins 34 kylfingar sem leika. Davis Love III lék á 70 höggum og er því á þremur höggum undir pari en Tiger Woods og Phil Mic- kelson eru ekki með á mótinu. Vijay Singh byrjar vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.