Morgunblaðið - 17.02.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.02.2007, Qupperneq 1
Beltisdýr þurfa að verjast rándýrum og þess vegna eru þaumeð harða skel á bakinu, trýninu og skottinu. Ein tegund beltisdýra getur hringað sig saman í litla, harða kúlu ef ráðist er á hana. Beltisdýr eru næturdýr og sofa í holum í jörðinni yfir daginn. Úr bókinni Stafróf dýranna eftir Halldór Á. Elvarsson. Beltisdýr HVER Á HEIMA HVAR? SNÚIN EN SKEMMTILEG ÞRAUT Í VERÐLAUNALEIK VIKUNNAR >> 2 Pínulítill handgerður goggur » 3 Hæ, hæ! Ég heiti Esther Elín og mig lang- ar rosalega í pennavin á aldrinum 8– 12 ára. Sjálf er ég 10 ára. Áhuga- málin mín eru tónlist, dans og hundar. Ég vona að póstkassinn fyllist af skemmtilegum bréfum. Kær kveðja, Esther Elín Þórðardóttir Heiðarholti 1F 230 Keflavík Hæ, hæ! Ég heiti Rán Ísold og mig langar í pennavinkonu, helst stelpu. Ég er 11 ára og verð 12 ára í ágúst. Ég óska eftir pennavinkonum á aldrinum 11– 13 ára. Ég æfi körfubolta og spila á flautu. Mér finnst gaman að fara á hestbak. Heimilisfangið mitt er, Rán Ísold Eysteinsdóttir Íshússtíg 6 230 Keflavík Hæ Ég heiti Sara Cheney. Ég er 12 ára og bý í Lousiana-fylki í Banda- ríkjunum. Ég er að leita eftir ís- lenskum pennavini og helst á mínum aldri. Þar sem ég skil einungis ensku þarf pennavinur minn að geta lesið ensku og skrifað. Ég er forvitin um Ísland og hlakka til að heyra frá ykk- ur. Ég vona að póstkassinn fyllist fljótt. Kveðja, Sara Cheney 37231 Ski Side Drive Prainieville LA 70769 USA Penna- vinir Nú liggja úrslitin fyrir í ljóða- samkeppni Barnablaðsins. Okkur barst ótrúlegur fjöldi ljóða frá krökkum á öllum aldri og þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir. Þemað var kærleikur, fjölskylda og vinátta og var tekið mið af því þeg- ar dæmt var. Verðlaunahafarnir eru að þessu sinni eingöngu stúlkur en þær heita Hrafnhildur Magney Gunn- arsdóttir, Iðunn Rúnarsdóttir, Kristín Axelsdóttir Foelsche, Sig- rún Lóa Þorsteinsdóttir og Þórdís Tryggvadóttir. Í verðlaun hlutu þær tvær bækur og DVD-disk Á síðu 3 birtum við ljóð verð- launahafanna en næstu vikur mun- um við birta nokkur ljóðanna sem okkur bárust í þessa keppni. Morgunblaðið/Kristinn Skáldkonur Sigrún Lóa, Kristín, Hrafnhildur Magney og Þórdís tóku á móti viðurkenningum fyrir sigur sinn í ljóðasamkeppni Barnablaðsins. Á myndina vantar Iðunni Rúnarsdóttur en hún komst því miður ekki til okkar vegna veikinda. Við óskum þessum ungu skáldkonum innilega til hamingju. Skáldkonur framtíðarinnar Í hverri línu, lárétt og lóðrétt, eiga að koma fyrir tölurnarfrá 1–4. Eins eiga tölurnar 1–4 að koma fyrir í öllum fjór- um ferningunum. Þeir krakkar sem hafa aldrei áður leyst sudoku-gátu geta stuðst við eftirfarandi vísbendingar: Í efri, vinstri ferningnum vantar tölurnar 3 og 4. Næst at- hugum við efstu línuna lárétt og sjáum að í henni er talan 3. Þá vitum við að í reitnum efst til vinstri er ekki talan 3 svo þá hlýtur það að vera 4. Nú ættuð þið að eiga auðvelt með að leysa afganginn. Gangi ykkur vel og góða skemmtun. Krakka-sudoku Um mig hefur veriðskrifað þekkt æv- intýri. Ég á fullt af litlum vinum. Veistu hvað ég heiti? Lausn aftast. Hvað heiti ég? börn laugardagur 17. 2. 2007

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.