Morgunblaðið - 23.02.2007, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 3
KylfingurinnOttó Sig-
ursson úr GKG
er í 30. til 33.
sæti á móti í
Scanplan móta-
röðinni í Portú-
gal eftir tvo
hringi. Hann lék
á einu höggi yfir
pari í gær en tveimur yfir pari í
fyrradag og er því á 149 höggum
samtals, þremur yfir pari.
Heiðar Davíð Bragason úr Kilivar í gær vísað úr mótinu þar
sem hann gleymdi að skrifa undir
skorkortið sitt. Fyrri hringinn lék
Heiðar Davíð á 3 höggum yfir pari,
76 höggum, en í gær lauk hann leik
á 69 höggum, fjórum undir pari
vallarins og frávísunin því sár.
Grétar Rafn Steinsson lék allanleikinn með AZ Alkmaar í
gærkvöldi þegar liðið gerði 2:2
jafntefli við Fenerbache í UEFA
bikarkeppninni. Hann var bókaður
á 61. mínútu. Alkmaar komst áfram
í keppninni, gerði 3:3 jafntefli í
Tyrklandi í fyrri leiknum og kemst
því áfram á fleiri mörkum skor-
uðum á útivelli. Fenerbache komst
í 2:0 í gær með mörkum í fyrri
hálfleik en heimamenn náðu að
minnka muninn á 63. mínútu og
jafna á 86.
Ademar León, lið Sigfúsar Sig-urðssonar, vann stórsigur á
BM Antequera, 34:24, í spænsku 1.
deildinni í handknattleik. Sigfús var
ekki á meðal markaskorara León í
leiknum. Liðið hafði mikla yfirburði
í leiknum, var m.a. yfir 26:13 þegar
síðari hálfleikur var hálfnaður.
León er í 3. sæti, 6 stigum á eftir
Portland sem er í efsta sæti.
Einar Örn Jónsson lék ekki með
félögum sínum í GWD Minden í
gær þegar liðið sótti HSV Hamb-
urg heim í þýsku 1. deildinni í
handknattleik. Einar Örn veiktist í
vikunni og varð eftir heima í Mind-
en þegar samherjar hans töpuðu í
Hamborg, 34:26.
Forsvarsmenn Wimbledon-tennismótsins hafa tekið
ákvörðun þess efnis að verðlaunafé
á stórmótinu verði jafnt í karla - og
kvennaflokki. Wimbledon var eina
stórmótið sem skar sig úr að þessu
leyti en forsvarsmenn keppninnar
hafa verið harðlega gagnrýndir á
undanförnum misserum. Roger
Federer frá Sviss sigraði á
Wimbledon-mótinu á síðast ári og
fékk hann rúmlega 85 millj. kr. fyr-
ir sigurinn en Amelie Mauresmo
frá Frakklandi fékk rúmlega 81
millj. kr. fyrir sigur sinn í kvenna-
flokki. Á árum áður var mun meiri
munur á verðlaunafé á Wimbledon-
mótinu en sá munur hefur minnkað
jafnt og þétt á undanförnum árum.
Bandaríska skíðakonan LindseyKildow hefur ákveðið að
keppa ekki meira á þessum vetri
vegna eymsla í hægra hné. Hin 22
ára gamla skíðakona meiddist þeg-
ar hún datt á svigæfingu á heims-
meistaramótinu í Åre í Svíþjóð í
síðustu viku, þar sem hún varð í
öðru sæti í risasviginu.
Jón Arnór Stefánsson gerði fjög-ur stig fyrir Lottomatica Roma
þegar liðið tapaði 71:69 á heimavelli
fyrir Maccabi Elite í Meistaradeild
Evrópu í kvöld. Hann lék í 14 mín-
útur.
Bobby Convey, miðjumaðurReading, leikur ekkert með
félaginu á þessari leiktíð en vonast
hafði verið til að hann gæti leikið
með í lok tímabilsins.
Fólk sport@mbl.is
Heimamenn voru ákafari í byrjun en
Breiðhyltingurinn Nate Brown hélt liði
sínu inni í leiknum með dyggri aðstoð
Sveinbjarnar Claessen. Það dugði
samt ekki til, KR-ingar bættu vörnina
og sigu fram úr þótt þeim tækist aldrei
að stinga ÍR af. Um miðjan annan leik-
hluta skelltu KR-ingar stundum á
gestina pressuvörn sem sló þá aðeins
út af laginu og þegar þeir náðu ekki
nýta sér gallana í henni tókst KR að ná
tíu stiga forskoti en með góðum enda-
spretti tókst ÍR að halda forskoti KR
við tvö stig í hálfleik.
KR-ingar slökuðu á klónni í byrjun
seinni hálfleiks. Slíkt létu Breiðhylt-
ingar ekki bjóða sér tvisvar og með
góðri sókn tókst þeim að snúa blaðinu
við og ná níu stiga forystu. Þá loks
hristu KR-ingar af sér slenið, snar-
bættu vörnina og eftir mikinn sprett
Pálma Sigurgeirssonar og Tyson Pat-
terson náðu þeir að minnka muninn í
tvö stig í lok þriðja leikhluta með
flautukörfu Tysons. Þeir fylgdu því síð-
an eftir, náðu 73:71 forystu á fyrstu
tveimur mínútum fjórða leikhluta og sá
munur hélst þar til rúm mínúta var eft-
ir en eftir klaufalegt brot og tæknivillu
á Keith Vassel fengu heimamenn fjög-
ur vítaskot, sem þeir nýttu til hins ýtr-
asta auk þess að halda boltanum. Það
kom KR í 6 stiga forskot – bil sem ÍR
tókst ekki að brúa.
Ryðgaðir í byrjun
„Mér fannst við frekar ryðgaðir
meirihlutann úr leiknum,“ sagði Bene-
dikt Guðmundsson, þjálfari KR, eftir
sigurinn. „Það hafa verið þrjú tíu daga
hlé í deildinni svo að liðin ná sér ekki
eins mikið á flug og maður vonaðist eft-
ir en það verður ekki frá ÍR-ingum tek-
ið að þeir eru með gott lið og þeir sem
héldu að við myndum valta yfir þá í
kvöld voru á villigötum því að þeir eru
með eitt besta lið landsins.“
Jeremiah Sola fór á kostum í byrjun
þegar hann skoraði grimmt og tók 4
fráköst en síðan fór minna fyrir honum
þegar Tyson Patterson tók upp hansk-
ann. Fleiri áttu góða spretti, eins og
Darri Hilmarsson sem tók 5 fráköst og
var sterkur í vörninni. „Það var strögl í
byrjun en við kláruðum þetta í lokin,“
sagði Darri eftir leikinn. „Við þurftum
bara að spila góða vörn og berjast, það
dugir ekkert annað. Við slökuðum að-
eins á um tíma en þegar við bættum í
kom þetta með vörninni. Við þurftum
að spila vörn og berjast og halda kraft-
inum í leiknum enda gekk þetta upp
hjá okkur í síðari hálfleik þegar við fór-
um að tala saman. Þessi sigur er gott
veganesti fyrir leikinn gegn Njarðvík á
sunnudaginn – sem við vinnum.
Einbeitingin fór upp í Breiðholt
Hjá ÍR var Nate Brown öflugur í
byrjun, gaf meðal annars 5 stoðsend-
ingar og tók 6 fráköst auk þess að stela
boltanum 5 sinnum. Ómar Sævarsson
tók syrpu í byrjun en síðan fór minna
fyrir honum. Keith Vassel hrökk í gang
þegar á leið og tók líka 6 fráköst en
hittnin var ekki góð. Sveinbjörn Claes-
sen lagði rækilega sitt af mörkum þeg-
ar hann dreif liðið áfram auk þess að
skora flest stig fyrir ÍR. „Við komumst
níu stig yfir en þá fór einbeitingin upp í
Breiðholt,“ sagði Sveinbjörn eftir leik-
inn. „Ég held að flestir hafi búist við að
myndum mæta og glutra leiknum nið-
ur, eins og hefur einkennt okkar lið, en
við mættum tilbúnir en kláruðum ekki
leikinn eins vel tilbúnir. Við misstum
einbeitingu í lokin og það var lélegt að
gera ekki út um þennan leik. Við erum
inni í leiknum um þrjátíu mínútur en
það er ekki nóg og þar liggur mun-
urinn á liðunum, sýnir af hverju þeir
eru í efstu sætunum en við ekki. Svona
gera góð lið, þau klára leiki.“
Það er ekki seinna vænna fyrir bik-
armeistarana að sinna deildinni þar
sem liðið er í sjöunda sæti en tvö önnur
lið eru með jafnmörg stig. „Við verðum
að taka á þessu því að við erum ekki
einu sinni lausir við fallbaráttuna, þurf-
um fyrst að losa okkur úr henni áður
en við förum að hugsa um úrslita-
keppnina. Það eru fjórir leikir eftir og
við þurfum að vinna allavega þrjá,“
hélt Sveinbjörn áfram. „Bikarsigurinn
var góður fyrir okkur en við þurftum
að ná okkur niður á jörðina. Við gerð-
um það en bikarinn er bara byrjunin
og við ætlum okkur þann stóra. Þegar
komið er í úrslitakeppnina skiptir ekki
máli hvort við erum í sjöunda eða átt-
unda sæti, það getur allt gerst.“
KR-ingar lögðu bikar-
meistara ÍR á seiglunni
Morgunblaðið/ÞÖK
Krappur dans Keith Vassel úr ÍR varð að sætta sig við tap fyrir KR í gærkvöldi. Hér er hann í kröppum dansi en með
augun á boltanum og KR-ingarnir Pálmi Sigurgeirsson og Jeremiah Sola fylgjast með.
BARÁTTUÞREK KR-inga reyndist
meira þegar þeir fengu nýbakaða
bikarmeistara ÍR í heimsókn í gær-
kvöldi í Iceland Express-deildinni.
Breiðhyltingar reyndust þó ekki
auðveld bráð og náðu níu stiga for-
skoti en Vesturbæingum, með efsta
sæti deildarinnar innan seilingar,
tókst að ná upp baráttu sem dugði til
89:81 sigurs og efsta sætis deild-
arinnar.
Eftir Stefán Stefánsson
ste@mbl.is
sér á
tnsæt-
s-deild
gær-
á móti
r hafði
ngdan
rð að
remur
ir liðið
sleikj-
sliðinu
Hauka
í inn-
gi all-
kúndu
Damon
Hann
tók frákast við eigin körfu,
rakti boltann aðeins út úr
teignum og skaut frá eigin
þriggja stiga línu og beint ofan
í körfu Fjölnis hinum megin á
vellinum.
Hörður Axel Vilhjálmsson
var hetja Fjölnis í gær. Hann
jafnaði metin með erfiðu
þriggja stiga skoti í lokin,
83:83, og fór svo fyrir sínum
mönnum í framlengingunni
ásamt Árna Ragnarssyni.
Í Grindavík höfðu heima-
menn betur gegn Tindastóli,
109:99 í jöfnum leik þar sem
Grindvíkingar náðu góðum leik-
kafla í lokin og tryggðu sér sig-
ur.
enn komnir
æðinu
KVENNALIÐ ÍBV í handknattleik mun
ekki draga sig úr keppni á yfirstandandi
Íslandsmóti samkvæmt yfirlýsingu sem
aðalstjórn ÍBV íþróttafélags sendi frá
sér í gær. Nokkuð hefur verið rætt um
það síðustu vikurnar að Eyjamenn
myndu draga lið sitt úr keppni vegna
manneklu en aðalstjórnin tók af allan
vafa í gær og sendi frá sér eftirfarandi
yfirlýsingu:
„Ekki kemur til greina af hálfu ÍBV að
draga liðið úr keppni á yfirstandandi Ís-
landsmóti. Stjórn félagsins, leikmenn,
þjálfarar og allir stuðningsmenn ÍBV
nær og fjær eru einhuga um að þjappa
sér saman og yfirstíga þá erfiðleika, sem
við er að etja. Aðalstjórn ÍBV hvetur
stuðningsmenn félagsins alls staðar á
landinu til að fjölmenna á leiki liðsins og
sýna þannig stuðning í verki.“
Kvennalið ÍBV
heldur áframMIKIL spenna var á öðrum
keppnisdegi á heikmsmótinu í
holukeppni í golfi í Arizona í
gær. Tiger Woods hélt upp-
teknum hætti frá fyrstu umferð-
inni og vann Tim Clarke á fjór-
tándu holu, 5/4.
Vijay Singh tapaði fyrir Steph-
en Ames á 19. holu og er úr leik
líkt og Padraig Harrington sem
tapaði á 18. holu fyrir Stewart
Cink. Sömu sögu er að segja af
Colin Montgomerie sem tapaði
4/3 fyrir Paul Casey. Retief Goo-
sen er einnig úr leik, tapaði fyrir
Niclas Fasth á 18. holu og Jose
Maria Olazabal getur einnig tek-
ið saman settið sitt því hann lá
2/1 fyrir Geoff Ogilvy.
Toms vann Crane 3/2 og Chad
Campbell lagði Jim Furyk á 19.
holu, en Furyk var raðað í efsta
sæti á öðrum vængnum, líkt og
Woods á hinum.
Woods mun mæta Nick O’Hern
í átta manna úrslitum en O’Hern
lagði Rory Sabbatini 2/1 í gær.
Englendingurinn Justin Rose
sýndi allar sínar bestu hliðar í
gær og það dugði til að sigra Phil
Mickelson 3/2. Rose leikur í dag
á móti Charles Howell II sem
gerði sér lítið fyrir og vann Ser-
gio Garcia 4/2.
Trevor Immelman vann Chris
DiMarco 3/1 og mætir Ian
Poulter sem lagði Bradley
Dredge 3/1.
Luke Donald varð að játa sig
sigraðan á 18. holunni í leik sín-
um við Aaron Baddeley og mun
Baddeley mæta Henrik Stenson
sem vann K.J. Choi í gær á
sautjándu holunni.
Margir góðir úr leik