Morgunblaðið - 23.02.2007, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
CRAIG Bellamy, velski knatt-
spyrnumaðurinn hjá Liverpool,
fullyrðir að ekkert alvarlegt hafi
gerst í æfingaferð liðsins til Portú-
gal í síðustu viku. Fullyrt hefur ver-
ið að hann hafi slegið félaga sinn,
John Arne Riise, í fæturna með
golfkylfu í kjölfar þess að sá síð-
arnefndi neitaði að taka þátt í ka-
rókí-keppni.
Í fyrrakvöld voru þeir félagar í
aðalhlutverki þegar Liverpool vann
frækinn útisigur á Barcelona, 2:1, í
Meistaradeild Evrópu. Þeir skor-
uðu hvor sitt markið og Bellamy
lagði upp sigurmarkið fyrir Riise.
„Ég get orðað þetta svona: Hefði
eitthvað alvarlegt gerst hefði ég
ekki spilað gegn Barcelona. Stjór-
inn er grjótharður og hefði aldrei
tekið það í mál. Það hefur ekkert
gerst, mér hefur ekki verið refsað,
stjórinn hefur ekki rætt við mig um
neitt og ég veit ekki hvort hann
mun gera það,“ sagði Bellamy eftir
sigurinn á Barcelona.
Liðsandinn aldrei betri
Hann sagði jafnframt að liðsand-
inn hjá Liverpool hefði aldrei verið
betri en einmitt núna. „Við af-
greiddum málið á réttan hátt –
hlógum mikið að því. Það hefur
aldrei verið eins mikið grín og
glens í liðinu eins og einmitt síðustu
vikuna,“ sagði Bellamy.
Riise hefur ekkert viljað segja
um það sem gerðist í Portúgal. Um
fögnuð félaga síns, sem þóttist slá
með golfkylfu eftir að hann jafnaði
gegn Barcelona, sagði Norðmað-
urinn:
„Þetta var stór stund fyrir hann.
Síðasta vika var honum erfið og
það er magnað að skora í svona
leik. Ég skil vel að hann skuli hafa
fagnað því á sérstakan hátt,“ sagði
Riise.
Bellamy: Ekkert alvarlegt gerðist
BIRKIR Bjarnason, knattspyrnu-
maðurinn ungi, sem leikur með
norska úrvalsdeildarliðinu Viking
Stavanger, fór í gær í aðgerð á hné.
Birkir meiddist í æfingaleik Viking
gegn FC Köbenhavn í Danmörku á
þriðjudaginn og þurfti að fara af velli
í fyrri hálfleiknum. Í ljós kom að lið-
þófi hafði skemmst og hann var strax
drifinn í aðgerð sem var framkvæmd
í Ósló.
„Ef allt fer að óskum mun hann
fara með liðinu í æfingaferðina til La
Manga. Hann fer að sjálfsögðu ekki
beint á æfingar með bolta en byrjar
strax í endurhæfingu. Það er ekki
hægt að segja strax til um hvenær
hann getur farið að æfa af fullum
krafti því það fer eftir því hvernig
aðgerðin heppnast. En það er alla-
vega mjög jákvætt að það var hægt
að láta hann gangast undir hana
svona fljótt,“ sagði Knut Andersen
hjá Viking við vef félagsins í gær. Lið
Viking fer til La Manga á Spáni á
morgun.
Birkir er aðeins 18 ára en hann lék
samt 16 leiki með Viking í norsku úr-
valsdeildinni í fyrra, fjóra þeirra í
byrjunarliðinu, og þá spilaði hann
þrjá leiki með íslenska 21-árs lands-
liðinu á síðasta ári.
Birkir í aðgerð á hné
Phil Jacksonþjálfari LA
Lakers í banda-
rísku NBA-
deildinni í körfu-
knattleik sá sitt
lið tapa, 112:108,
gegn Portland
Trailblazers í
fyrrinótt en þetta
var sjötti tapleikur Lakers í röð og
hefur Jackson aldrei tapað jafn
mörgum leikjum í röð sem þjálfari.
Hann getur státað sig af 10 meist-
aratitlum en hann varð meistari
sem leikmaður New York Knicks,
sex sinnum sem þjálfari Chicago
Bulls og þrívegis sem þjálfari La-
kers.
Steve Nash lék á ný með Phoe-nix Suns í NBA-deildinni eftir
fjögurra leikja hvíld vegna meiðsla
á öxl. Í fjarveru hans tapaði Suns
þremur af fjórum leikjum sínum en
í fyrrinótt sigraði Suns lið LA Clip-
pers, 115:90.
Norska úrvalsdeildarliðið Aale-sund hefur falast eftir því að
fá Guðmann Þórisson, knatt-
spyrnumann úr Breiðabliki, til
reynslu. Líklegt er að hann fari til
æfinga hjá norska félaginu í apr-
ílmánuði. Guðmann er tvítugur
varnarmaður og lék tvo leiki með
21-árs landsliðinu á síðasta ári en
hann skoraði tvö mörk í átta leikj-
um með Kópavogsliðinu í úrvals-
deildinni í fyrra.
Hörður Már Magnússon, elsti ogreyndasti leikmaður HK, ný-
liðanna í úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu, þarf að gangast undir upp-
skurð á fæti en hann hefur verið frá
æfingum og keppni vegna meiðsla
síðan í ágúst. Ljóst er að Hörður
Már spilar ekki með liðinu fyrstu
vikur Íslandsmótsins í það minnsta.
Ola Lindgren,einn af
kunnustu hand-
knattleik-
mönnum Svía á
seinni árum, hef-
ur verið ráðinn
aðstoðarþjálfari
sænska lands-
liðsins og verður
aðalþjálfaranum Ingemar Linnéll
innan handar. Lindgren lék 376
landsleiki á árunum 1986–2003 en
hann er nú þjálfari þýska liðsins
Nordhorn og sinnir því landsliðinu í
hlutastarfi.
Halldór Jóhann Sigfússon náðiekki að skora og brást boga-
listin í einu vítakasti þegar lið hans,
Tusem Essen, gerði jafntefli, 28.28,
við Bayer Dormagen í suðurhluta
þýsku 2. deildarinnar í handknatt-
leik í fyrrakvöld. Essen hefur eftir
sem áður örugga forystu í deildinni
og virðist stefna rakleitt upp í efstu
deild. Halldór hefur glímt við
meiðsli og kom ekki mikið við sögu
í leiknum af þeim sökum.
Fólk sport@mbl.is
Liverpool, sem hampaði Evrópumeistaratitlin-
um 2005, varð fyrsta liðið til að leggja Börsunga
á Nou Camp í Evrópukeppni í hart nær fjögur
ár og í fjórum viðureignum Barcelona og Liver-
pool á Nou Camp hefur Liverpool unnið tvo leiki
og tvívegis hafa liðin skilið jöfn.
,,Kraftaverk er það eina sem eftir er,“ segir í
íþróttablaðinu Sport í Barcelona.
Madridingurinn niðurlægði Barcelona
Rauði þráðurinn í umfjöllun spænsku blað-
anna er að þau telja möguleika Barcelona hverf-
andi að komast áfram í 8-liða úrslitin.
Marca, söluhæsta dagblað Spánar og er hlið-
hollari Real Madrid, erkióvinum Barcelona, slær
upp á forsíðu; ,,Madridingur niðurlægði Barce-
lona“. Þar er vísað til þess að Rafael Benítez,
knattspyrnustjóri Liverpool, hafi á árum áður
leikið með varaliði Real Madrid og verið þjálfari
hjá félaginu. Blaðið segir að Benítez geti byrjað
að undirbúa sína menn fyrir 8-liða úrslitin því
Barcelona hafi aldrei í sögu Evrópukeppninnar
tekist að komast áfram eftir tap á heimavelli í
fyrri viðureign.
Frank Rijkaard þjálfari Evrópumeistaranna
er þó ekki búinn að játa sig sigraðan. ,,Ég geri
mér grein fyrir að við þurfum að ná fram algjör-
um toppleik og allt þarf að ganga upp ef okkur á
að takast að fara áfram. Það eru 90 mínútur eftir
af þessu einvígi og allt getur enn gerst. Við er-
um ekki búnir að gefast upp,“ sagði Rijkaard við
fréttamenn í gær.
Eto’o eina vonin
,,Eto’o er eina vonin“ segir í Sport og á þar við
kamerúnska sóknarmanninn Samuel Eto’o sem
varð að sætta sig við að fylgjast með leiknum úr
VIP-stúkunni, hvítklæddur sem gerði sjón-
varpsmönnum auðveldara fyrir að beina vélum
sínum að honum. Eto’o er ekki orðinn heill
heilsu eftir hnémeiðsli en Börsungar halda í von-
ina um að hann verði með í seinni leiknum á An-
field.
Sport segir ennfremur; ,,Með Ronaldinho í
toppformi og Eto’o í fremstu víglínu þá er
Barcelona með betra lið en Liverpool en ef það
getur ekki orðið þá er þetta óyfirstíganleg
hindrun fyrir Barcelona.“
Börsungar sleikja sárin en þeir taka upp þráð-
inn í spænsku deildinni á sunnudagskvöld þegar
þeir fá Atletico Bilbao í heimsókn. Deco, marka-
skorari Barcelona gegn Liverpool, verður í
banni en Evrópu- og Spánarmeistararnir hafa
byrjað árið illa – hafa aðeins unnið þrjá af síð-
ustu átta leikjum sínum í deildinni og standa
verulega höllum fæti í baráttunni um að verja
Evrópumeistaratitilinn.
Glæsilegt Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, gæti verið að segja hollenska miðjumanninum Boudewijn Zenden – „Þú þekkir allt hér. Láttu
verkin tala. Við þurfum á sigri að halda.“ Zenden lék með Barcelona áður en hann gekk til liðs við Liverpool, sem fagnaði sigri á Nou Camp, 2:1.
Barcelona þarf kraftaverk
gegn Liverpool á Anfield
KRAFTAVERK – er lýsingarorðið sem mörg af
spænsku blöðunum slá upp varðandi möguleika
Evrópumeistara Barcelona að slá Liverpool út í
Meistaradeildinni eftir sigur Liverpool á Nou
Camp í fyrrakvöld.
AP