Morgunblaðið - 08.03.2007, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þeir hljóta bara að vera einhverjir afdalabændur sem ekki hafa verið búnir að frétta að við
bændur vildum ekkert með klámráðstefnu hafa í okkar húsum, Jón minn.
Í fyrsta skipti í langan tíma berastfréttir af landsbyggðinni þess efn-
is að atvinnuástand fari versnandi,
atvinnuleysi sé í augsýn og hætta á
að fólk flytjist á brott. Á sunnudag-
inn verður almennur borgarafundur
á Ísafirði um atvinnumál. Ástæðan
er sú að samdráttur er í atvinnu-
starfsemi við Djúp.
Nú er auðvitað ljóst að það erskortur á vinnuafli á flestum
stöðum á landinu. Þeir sem eru að
missa vinnu í byggðunum við Djúp
geta auðveldlega fengið vinnu ann-
ars staðar.
En þá kemur tvennt til.
Í fyrsta lagi yrði það mikið áfall fyr-ir þessar byggðir ef tugir fjöl-
skyldna flyttust á brott. Í öðru lagi
er augljóst að það yrði erfitt fyrir
þessar fjölskyldur að koma eignum
sínum í verð við þessar aðstæður,
þótt auðvelt geti verið að fá vinnu
annars staðar.
Það er skiljanlegt að Vestfirðingarvilji ræða þessi mál. En það er
líka hætta á því að verði svartsýnin
of mikil hafi það öfug áhrif og ýti
undir þessa þróun í stað þess að
hamla gegn henni.
Vestfirðingum er því vandi á hönd-um. Þeir hafa unnið sig upp úr
fyrri vandamálum m.a. sölu kvóta til
annarra landshluta í stórum stíl, eins
og kunnugt er.
Þeim hefur tekizt að eyða þeirriímynd Vestfjarða að þar væri
allt á fallanda fæti.
Þeir mega ekki falla í þá sömugryfju á nýjan leik.
STAKSTEINAR
Áhyggjur á Vestfjörðum
!
"#
$!
%!!
! &'
(
)
* !
-(
--
.
-/
-/
-/
+-0
+-/
+1
+'
'2
3!
)*3!
4 3!
3!
5 3!
!
! 3!
)# + !
,- . '
/ ! !
0
+-
!
!
/
-
.
(
--
-0
(
.
-'
-/
-
6
3!
3!
3!
5 3!
)*3!
3!
3!
)*3!
3!
"12
!
1
3 2- 2 4!
1!
& 5# )67!
8 !!)
7
-
/
'
8
0
/
+2
1
2
7
3!
4 6 %
6 %
3!
3!
3!
)
%
3!
3!
9! :
;
"
#
!
# : # !* )
!
<2 < # <2 < # <2
!
9:
:!
; *
3!
5
; %
!!
-0+-89 5!
<
)
!
6 %
*
<6
(+-/9 4
;5<
! *= !
>
- 7
?; *3
*=
"3(4=
=<4>"?@"
A./@<4>"?@"
,4B0A*.@"
'2'
28'
00-
0<8
0</
0</
(2/
-02-
-07
88/
-28'
-78.
100
-'0-
'-00
'/00
-/'/
-(-'
(-'
('0
(02
12/
-.07
-.0(
-(8-
-(/8
-.-1
/<7
-<(
-<-
-<(
0<7
0</
0<'
0</
/<7
-<1
-<-
-<.
0<'
VEÐUR
SIGMUND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Anna Lilja | 7. mars 2007
Dómur vegna
kynferðisbrots
Að mati dómsins var
framburður konunnar
trúverðugur, grein-
argóður og laus við
ýkjur, konan þykir
einnig hafa sýnt fram á
sannsögli sitt óheft og
alltaf sagt eins frá atburðum.
Fyrir mér er þetta augljóst mál,
kynferðisbrot gegn einstaklingum, í
þessu tilfelli nauðgun, þykja ekki svo
alvarleg brot.
Meira: annalilja.blog.is
Brynja Björg Halldórsdóttir | 7. mars
Baráttudagur kvenna
Í tilefni af alþjóðlegum
baráttudegi kvenna, 8.
mars, efnir femínista-
félagið Bríet til bar-
áttugleði á Barnum
(Laugavegi 22) kl.
20:00. Kvöldið verður
pakkfullt af baráttuþrungnum
þrumuræðum, tónlist og skemmti-
legheitum.
Í fyrra sveif andi fyrri tíma kven-
réttindakvenna yfir vötnum, en nú
mun póllinn færast yfir til nútíma-
legs og fjölbreytilegs femínisma.
Meira: brynjabh.blog.is
Ingibjörg Rósa | 7. mars 2007
Tjah, eru þau
nokkuð...
systkini samkvæmt
lögum? Er kannski
gloppa í lögunum?
Ég á t.d. hálfbróður
sem lögum samkvæmt
er móðurbróðir minn,
þar sem amma mín og
stjúpafi ættleiddu hann.
Hann er því jafnframt bróðir líf-
fræðilegrar móður sinnar, sam-
kvæmt lögum. Svona getur lífið ver-
ið flókið...
Meira: irb.blog.is
Anna Pála Sverrisdóttir | 7. mars 2007
Tilgangslaus
yfirbreiðsla
Afsakið hlé. Nú vil ég
ekki gefa mig út fyrir
að kokgleypa endilega
allt sem kennt er við
lagadeild Íslands. En
ég semsagt vil lýsa yfir
samstöðu minni með
þeim háu herrum lagadeildar sem nú
reyna að koma landanum í skilning
um að fyrirhugað fiskveiðiauðlinda-
ákvæði í stjórnarskrá sé popúlismi af
verstu gerð.
Þetta ákvæði hefði enga þýðingu.
Það yrði aldrei hægt að beita því.
Þetta vita lögfræðingar sem hugs-
anlega er ástæðan fyrir að ég man
ekki eftir að hafa heyrt neinn stjórn-
málamann sem líka er lögfræðingur,
tjá sig um málið. Nema Sigga Kára
sem leyfir sér að vera með efasemdir.
En efasemdaraddirnar fá að
drukkna í innblásnum orðaflaumi
allra þeirra sem ætla að láta kjósa sig
í vor. Það gildir ekki síður um stjórn-
arandstöðuna en Framsókn sem ætl-
ar að fleyta sér áfram á þessu og
Sjálfstæðisflokk sem þorir ekki að
vera vondi kallinn. Geir tekur samt
fram að þetta hafi ekki áhrif á kvóta-
kerfið.
Ég held að stjórnarflokkarnir ættu
að hugsa sinn gang og hætta þessum
tilraunum til að breiða yfir að þeim
hafi tekist illa upp við að innleiða
kvótakerfi. Nær væri að beina kröft-
unum að því að skoða hvað má laga
þar ef fólk hefur á annað borð áhuga
á málinu.
Fyrir þá sem vilja kynna sér af
hverju þetta ákvæði væri einskis
vert, bendi ég á pistil Skúla Magn-
ússonar í Fréttablaðinu í dag. Ég er
ekki endilega sammála því alla leið
sem hann segir um að „skreyta
stjórnarskrár með ýmsum lagalega
merkingarlausum stefnuyfirlýs-
ingum“. Hins vegar hittir hann nagl-
ann á höfuðið hér: „Það keyrir um
þverbak þegar setja á í stjórnarskrá
ákvæði sem enginn veit hvað þýðir!“
--
Stjórnmálamönnum bendi ég svo á
að ýmis mál bíða afgreiðslu og þurfa
athygli. Má nefna frumvarp til breyt-
inga á kynferðisbrotakafla hegning-
arlaganna og nýja jafnréttismála-
frumvarpið. Ef færi gefst á væri
jafnvel hægt að ræða kjör aldraðra.
Nei ég segi nú bara svona.
Meira: annapala.blog.is
BLOG.IS