Morgunblaðið - 08.03.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristín Sig-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
9. ágúst 1932. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 1. mars.
Foreldrar hennar
voru Hanne Sofie
Halldórsson, hús-
móðir, f. 1904 í
Haugasundi, Nor-
egi, d. 1988 og Sig-
mundur Hall-
dórsson,
húsasmíðameistari,
f. 1903 í Skeljavík í Strandasýslu,
d. 1971. Systur Kristínar eru
Dóra Sigríður, f. 1933, d. 1937,
Dóra. f. 1937, Jenný Bergljót, f.
1940, Guðrún, f. 1943 og Bene-
1962. Börn hennar eru Margrét
Heiður Jóhannsdóttir, Marteinn
Hörður Kristínarson og Þórhild-
ur Vígdögg Þráinsdóttir. 5) Ingi-
mundur, f. 1967. 6) Guðni Arnar,
f. 1972. Kona hans er Jóhanna
Þórisdóttir. Sonur Guðna er
Nikulás. 7) Valgerður Guðrún, f.
1976. Sambýlismaður hennar er
Rögnvaldur Þórsson. Dætur
hennar eru Bergdís Júlíana Ben-
der og Ástríður Embla Rögn-
valdsdóttir. Barnabarnabörn
Kristínar eru Hrafnhildur Diljá,
Karlotta Ólöf, Matthías Esra og
Tristan Máni.
Kristín ólst upp í Reykjavík.
Hún tók gagnfræðapróf frá Ingi-
marsskólanum.Hún var lengst af
heimavinnandi en starfaði einnig
við ræstingar hjá KRON, á Land-
spítalanum og Kleppsspítalanum.
Kristín og Guðni bjuggu allan
sinn búskap á Langholtsvegi 96 í
Reykjavík.
Útför Kristínar verður gerð
frá Langholtskirkju í dag, 8.
mars og hefst athöfnin kl. 13.00.
dikta Sigurrós (sam-
feðra), f. 1929.
Kristín giftist 6.6.
1953 Guðna Baldri
Ingimundarsyni,
húsasmíðameistara,
f. 6.6. 1926, d. 13.1.
2003. Foreldrar
hans voru: Ástríður
Gróa Guðmunds-
dóttir og Ingimund-
ur Guðmundsson.
Börn Kristínar og
Guðna eru: 1) Ásta,
f. 1953. Maður henn-
ar er Jón Eggert
Bragason. Börn þeirra eru:
Guðný, Gylfi og Hlynur. 2) Soffía,
f. 1954. Dóttir hennar er Sunna
Björg Simonardóttir. 3) Sonur, f.
1955, d. 1955. 4) Kristín Elfa, f.
Mamma stóð úti á tröppum í
morgunslopp á inniskóm með mig í
fanginu, ég var á öðru ári. Þetta var
yndislegur sumardagur. Þá birtist
nágranni okkar efst í tröppunum,
hann var veikur maður og að þessu
sinni mjög æstur, það blikaði á eitt-
hvað í hægri hendinni. „Ég ætla að
drepa ykkur,“ orgaði hann. „Já, er
það, vinur,“ sagði mamma. „Viltu
ekki bíða aðeins með það, ég var að
laga svo gott kaffi og sólin skín.
Komdu inn og fáðu þér sopa og við
skulum tala saman.“
Mamma hafði róandi áhrif á fólk.
Ungir og aldnir komu til hennar og
léttu á hjarta sínu og mamma var
alltaf jafnáhugasöm og ráðagóð. Hún
var svo lánsöm að eiga tengda-
mömmu sem var dásamleg kona og
mikil og góð vinkona hennar. Einu
sinni sem oftar, þegar ömmu var far-
ið að förlast, kom hún í kaffi til
mömmu og sagði henni sögu sem ég
hafði oft heyrt áður. Athygli mömmu
hvarflaði ekki frá sögunni eitt augna-
blik. Eftir á spurði ég mömmu
hvernig hún gæti hlustað svona oft á
sömu söguna full áhuga? „Hvað áttu
við?“ spurði mamma hvumsa.
„Finnst þér til of mikils mælst að ég
spjalli við hana Ástu mína yfir kaffi-
bolla?“
Ég nefni þessar spjallstundir
mömmu ekki bara til að lýsa henni
heldur vegna þess að ég sakna
þeirra. Bernskuvinkona mín hefur
sagt mér hvað henni fannst alltaf
gott að koma heim og hversu vel var
tekið á móti henni. Slíkt athvarf er
ómetanlegt fyrir börn.
En mamma var líka sjálf barnsleg;
einlæg, tilfinningarík og hrifnæm.
Tónlist var hennar líf og yndi og hún
hafði stórkostlega rödd. Þegar ég
var barn fannst mér hún eins og
Maria Callas, bara fallegri og röddin
flottari. Ég fékk oft að heyra það í
bernsku hvað mamma mín væri fal-
leg. Hún hafði geðslag listamannsins
en auk þess hafði hún þennan und-
arlega hæfileika að sjá inn í mann og
segja það rétta þegar eitthvað bját-
aði á. Hún og pabbi voru samhent í
að gagnrýna okkur ekki, við fengum
aldrei að heyra að við værum ómögu-
leg eða ákvarðanir okkar heimsku-
legar. Ég lærði margt af mömmu. Að
dæma aldrei fólk af fyrstu kynnum.
Að dæma fólk ekki yfirleitt. Að þrá
að kynnast nýjum stöðum og hafa
opinn huga gagnvart nýrri reynslu.
Að láta ekki deigan síga þótt eitt-
hvað bjátaði á. Að elska tónlist. Að
meta menntun. En sumt gat mamma
ekki kennt mér hversu mjög sem
hún reyndi. Ég man margar stundir
þar sem við mamma stóðum á gang-
inum eða úti ef vel viðraði og hún
reyndi að kenna mér að jóðla og
henda á lofti mörgum boltum í einu.
Hún var snillingur í þessu en ég réð
ekki nema við tvo.
Við bjuggum með afa, ömmu og
föðursystur minni í húsinu sem fjöl-
skyldan byggði á sjötta áratug síð-
ustu aldar. Með okkur bjuggu þó enn
fleiri, ýmist tímabundið eða til lang-
dvalar og ýmist lífs eða liðnir.
Mamma fagnaði þessum gestum eins
og öðrum og var þess fullviss að
draugar væru til og meðal okkar. Ég
var efagjarnari en það var óneitan-
lega gaman að alast upp í húsi þar
sem draugar gerðu sig svo heima-
komna. Þessi hæfileiki mömmu til að
hafna hvorki hugmyndum né fólki
(eða draugum) og taka opnum örm-
um hverju því sem lífið færði henni
hefur reynst okkur börnunum ómet-
anlegt veganesti. Hún var líka lunkin
að finna leiðir til að glæða lífið ein-
hverju aukalega þegar bjargir þraut.
Mamma hafði yndi af að ferðast og
sem barn og unglingur réð hún sig í
vist hingað og þangað til að kynnast
nýjum stöðum og fólki. Á fullorðins-
árum var þröngt í búi en þá skráði
hún sig í skógræktarfélag og fór á
þess vegum í skógræktarferðir til
Norðurlanda. Einu sinni fór mamma
með Guðrúnu föðursystur minni til
Spánar og síðar bauð Jenný systir
mömmu henni með sér til Finnlands.
Mamma átti ótal góðar minningar
frá þessum frábæru ferðum með
konunum tveim sem voru henni svo
kærar.
Mamma var norsk í móðurætt og
þegar hún bauð góðgæti sagði hún
gjarnan „ta’ mange, ta’ to“ (frb. tú)
til að hvetja mann til að fá sér sem
allra mest. Hún var rausnarleg í hví-
vetna og eldaði eins og hún ætti von
á hundrað manns í mat. Okkur
systkinunum lætur ekki vel að elda
fyrir fáa frekar en mömmu. Þegar
við erum beðin um uppskriftir svör-
um við á sama hátt og hún: „Slump-
aðu þessu út í og settu svo slatta af
hinu.“ Mamma mældi ekki hráefnið í
réttina frekar en hún mældi andleg-
ar og veraldlegar góðgjörðir, sjálfrar
sín og annarra. Þetta voru lífsþræðir
sem átti ekki að setja á vogarskálar.
Mömmu minni auðnaðist ekki að
verða öldruð og hún var ekki einu
sinni orðin gömul þegar Alzheim-
erssjúkdómurinn sló sinni köldu
eignarkrumlu á hug hennar og
smám saman einnig líkama. Fyrir
nokkrum árum orti ég prósaljóð um
líf mömmu og samband okkar
mæðgna í þessu nýja og óþekkta
landi. Ljóðið heitir Alzheimer og hér
er brot úr því:
Ef þér væri rænt bundið fyrir aug-
un á þér fötin rifin af þér keyrt með
þig langar leiðir og hent út í dimmri
auðn sem þú þekkir ekki. Ef eina
lífsmarkið á staðnum eru þoku-
kenndar verur sem þú skilur ekki og
þær ekki þig, hvernig myndi þér
líða? Þó er þetta betra en þeir dagar
sem hún þraukar í gegnum, þú hefðir
enn hugsun þína, þú værir sjálfur
bandamaður þinn. Ég horfi á hana
hlýja gestrisna, ég man hlátur henn-
ar og söng hvað hún var sterk, já-
kvæð, skaprík, geislandi og góð. Ég
segi var því ég horfi á hana núna og
spyr: hvar ertu, mamma? Þetta er
það versta að finnast hún horfin. Á
hverjum degi vakna ég með kalda
krumlu um hjartað. Ég ætti að halda
í höndina á henni, syngja fyrir hana,
hætta að vinna til að vera hjá henni.
Hvers vegna? spyr ég, andskotinn!
blóta ég, bít svo á jaxlinn einsog hún
gerði alltaf áður en nú skilur hún
ekki af hverju heimurinn er vondur
og fjölskyldan ekki alltaf hjá henni.
Ég veit að ef ég væri sú veika myndi
hún fórna öllu.
Það er munurinn á að vera móðir
og barn.
Við sem elskum mömmu erum sár
og reið yfir að lífið hafi fært henni
svo margar sorgir; dauða systur á
barnsaldri, dauða nýfædds sonar, fá-
tækt og rýr tækifæri til að gera það
sem hana langaði til og loks þennan
illvíga sjúkdóm. En einhvern veginn
stendur það upp úr núna hvað hún
gaf öðrum margar ómetanlegar gjaf-
ir og hversu hún sjálf hefur auðgast
af þeim sökum. Það stendur upp úr
hvað þau pabbi voru samhent og
þótti innilega vænt hvoru um annað.
Pabbi sinnti mömmu af ást og enda-
lausri þolinmæði árin sem hún var
veik og enn búsett á heimili þeirra
beggja. Honum fannst það ekki til-
tökumál þótt hann væri sjálfur mjög
heilsuveill, ekki frekar en henni
fannst ekki til of mikils mælst að
hlusta á ömmu mína forðum daga.
Mamma gladdist yfir hinu smæsta
og þakkaði fyrir það. Oft rakst mað-
ur á snepla sem hún hafði párað á
eitthvað um dásamlegan göngutúr í
grasagarðinum eða golu sem var svo
hlý og kyrrðin svo falleg eða kórinn
sem söng svo vel. Þá brást ekki að í
lokin kom setning sem innifól orðið
„þakklæti“. Mamma var þakklát fyr-
ir svo margt; náttúruna sem hún
elskaði, blómin í garðinum, Amelitu
Gallicurci, Jussi Björling, Lang-
holtskirkju og músíkina þar, börnin
sín, manninn sinn, þakið yfir höfuðið,
systur og mægðafólk og aðra vini og
vandamenn, bækurnar sem hún las
af mikilli áfergju og góða veðrið en
ekki síst fegurðina í mannfólkinu.
Hún var fagurkeri og elskaði harm-
óníu í öllum hlutum. Áhugi minn í
bernsku á hráslagalegum málverk-
um Goya var ekki hennar en hún
gerði ekki lítið úr honum. Ég var
bara öðruvísi en hún og margbreyti-
leiki var góður. Fyrir mömmu var
ekkert mannlegt ljótt eða slæmt,
nema falskur tónn. Hún sjálf átti
ekki svo mikið sem einn slíkan tón í
sínu tónverki.
Kristín Elfa.
Mamma fæddist og ólst upp í mið-
bænum. Hún bjó í Grjótaþorpinu og
Þingholtunum þar til fjölskyldan
flutti í Efstasund þegar hún var á
unglingsaldri. Mamma átti margar
skemmtilegar sögur í fórum sínum
af leikjum barnanna og lífinu á
stríðsárunum. Rætur hennar lágu
einnig norður á Strandir og til Nor-
egs. Þegar mamma var þriggja ára
sigldi hún til Noregs með mömmu
sinni til að heimsækja ömmu og afa í
Haugasundi. Einn daginn týndist
hún og þegar farið var að leita að
henni fannst hún umkringd áheyr-
endum, syngjandi fagurri röddu.
Þessi fallega rödd og tónlistargáfa
átti eftir að fylgja henni alla tíð. Með-
an krakkarnir í hverfinu fóru út í
leiki sat mamma oft og hlustaði hug-
fangin á óperusöng í útvarpinu, og
hreifst sérstaklega af rödd Amelitu
GalliGurci sem hún þreyttist aldrei á
að lýsa fyrir okkur. Mamma hafði
alla tíð mikla útþrá og ánægju af
ferðalögum. Hún var aðeins 10 ára
þegar hún tók strætisvagninn á
Ráðningarskrifstofu Bændasamtak-
anna og réð sig í sveit um sumarið.
Eftir það var hún meira og minna í
sveit á sumrin fram undir tvítugt og
sagði okkur margar skemmtilegar
sögur af ævintýrum sínum, t.d. þeg-
ar hún stytti sér leið yfir girðingar
og tún og slapp naumlega fram hjá
mannýgu nauti. Sögurnar hennar
mömmu voru líflegar, hvort sem hún
sagði okkur frá skemmtilegum út-
reiðartúrum eða skrautlegum per-
sónum sem hún kynntist hér og þar.
Hún hvatti okkur börnin sín óspart
til að ferðast, hún hefði sjálf gjarnan
viljað ferðast meira til útlanda en
hún gerði. Við systkinin eigum öll
minningar um ferðalög með mömmu
og pabba um landið þó að aldurs-
munurinn í systkinahópnum sé yfir
20 ár. Mamma og pabbi að fara í
sunnudagsbíltúr upp í sveit með litlu
stúlkurnar Ástu, Soffíu og Kristínu.
Mamma í fínum doppóttum kjól með
slæðu og á háum hælum. Pabbi kaffi-
brúnn í nælonskyrtu með uppbrettar
ermar, fer í heljarstökk á flötinni.
Mamma 20 árum seinna í útilegu
með Völu, Guðna og Ingimundi,
ennþá fín og falleg en komin í síðbux-
ur og pabbi alltaf jafn brúnn og töff-
aralegur en kominn með staf.
Það voru mikil forréttindi fyrir
okkur að eiga mömmu sem var
heimavinnandi. Við komum heim,
hentum skólatöskunni í ganginn og
kölluðum ,,mamma“ og hún svaraði
um hæl. Það skipti okkur miklu
máli að vita að hún var til staðar ef
við höfðum þörf fyrir hana. Mamma
var einstaklega gestrisin kona, alltaf
var heitt á könnunni og þó að ekkert
virtist vera til í ísskápnum tókst
mömmu að reiða fram kræsingar.
Hún gaf sér líka alltaf góðan tíma til
að spjalla og því var mikill gesta-
gangur á heimilinu. Mamma var
mikill húmoristi og hafði ótrúlega
smitandi hlátur, það var erfitt að
vera í fýlu nálægt henni. Í barnaaf-
mælum, á gamlárskvöld og við hin
ýmsu tækifæri spilaði mamma á gít-
arinn og söng með sinni yndislegu
rödd.
Þó að við eigum margar sameig-
inlegar minningar um mömmu eig-
um við einnig ólíkar minningar. Þeg-
ar við elstu systurnar vorum litlar
var ekkert sjónvarp til. Þá var ým-
islegt gert sér til skemmtunar á
kvöldin, m.a. dansað í stofunni,
hlustað á útvarpsleikrit, spilað og
spjallað saman. M.a. var mikið hlust-
að á Fats Domino, Miriam Makeba,
The Shadows og Harry Belafonte.
Vala litla fer með mömmu sinni út í
Viðey eða í sund og heim að spjalla í
eldhúsinu. Litla stúlkan biður
mömmu sína að syngja og spila fyrir
sig á gítarinn eða lesa fyrir sig sög-
una af stúlkunni í turninum. Mamma
las mikið og smitaði okkur börnin af
þessum mikla bókaáhuga. Það var
helst að maður næði ekki sambandi
við hana ef hún var niðursokkin í
spennandi bók. Hún hafði einnig
mikinn áhuga á kvikmyndum og það
var alltaf hægt að leita til hennar ef
við mundum ekki nafnið á einhverj-
um leikaranum. Mamma elskaði að
fara á tónleika en þoldi ekki falska
tóna og varð stundum alveg ómögu-
leg við þær aðstæður. Hún dreif sig
oft í messu á sunnudögum, ekki síst
til þess að hlusta á fallegan söng.
Tónlistin var það sem hvarf henni
einna síðast þegar Alzheimerssjúk-
dómurinn hafði náð tökum á henni.
Síðustu árin voru henni mjög erfið
en eitt af því sem veitti henni gleði og
ánægju var að fara í bíltúr með
Guðna sínum upp að Esjunni og
hlaupa þar upp hlíðarnar og tína
blóm. Henni þótti líka gott að vera
innan um fólkið sitt. Við höfum oft
syrgt örlög mömmu síðustu árin
hennar, það að hún gat ekki notið
lífsins og hæfileika sinna lengur. Við
getum þó huggað okkur við það að
gleðistundirnar í lífi hennar voru
margar og að hún kunni öðrum frem-
ur að njóta augnabliksins. Við sökn-
um mömmu mikið, hún mun alltaf
lifa með okkur.
Ásta, Soffía og Vala.
Elsku amma.
Þegar ég frétti af andláti þínu og
lagði af stað upp í Skógarbæ til þess
að hitta fjölskylduna og kveðja þig
var margt sem fór í gegnum hugann.
Margar góðar stundir og minningar
á ég af þér og okkur við hina ýmsu
iðju. Það sem stóð upp úr þegar ég
velti öllum þessum stundum fyrir
mér var hlátur þinn og hin eilífa lífs-
gleði. Mér leið alltaf rosalega vel inni
á Langholtsvegi og hlakkaði alltaf til
að koma þangað. Hversu vel mér leið
hjá ykkur afa sést vel á því að ég var
ekki gamall þegar mamma kenndi
mér að ganga til ykkar frá Skipholti
og eftir það jukust heimsóknir mínar
inn á Langholtsveg til muna. Ég hef
átt góða ævi og á mjög góða að en fá-
ar manneskjur hafa verið jafn góðar
við mig og hlýjar og þú varst. Að fá
að alast upp við jafn mikla hlýju frá
ömmu sinni og ég gerði er ómetan-
legt og er ég fullviss um að það hefur
haft mikil áhrif á mig og þá mann-
eskju sem ég er í dag. Þú fylltir mig
ævinlega gleði og góðmennsku, enda
varstu einstaklega glöð og góð kona.
Að senda slíka strauma út í sam-
félagið og vera hluti af þeim alheims-
krafti sem manngæskan er, er ómet-
anlegt fyrir alla. Ég er betri
manneskja í dag heldur en ég hefði
orðið hefði ég aldrei kynnst þér og sú
hlýja sem ég fékk frá þér er hluti af
þeirri hlýju sem ég gef frá mér í dag
til sonar míns og annarra. Ég sakna
þín en þú munt lifa áfram í minningu
minni og mun ég segja syni mínum
frá langömmu sinni og hversu góð
kona hún var. Það þótti fleirum en
mér gott að koma til þín því þegar ég
tók vini mína með mér í heimsókn til
þín úr skólanum voru þeir allir sam-
mála um hvað ég ætti góða ömmu og
hversu góðar veitingar væru alltaf á
boðstólum. Ég kem til með að sakna
þína mikið og hef reyndar saknað þín
töluvert síðustu ár líka, en ég er
sannfærður um að á þessari stundu
ert þú einhvers staðar með afa og þið
eruð ung og frjálsleg í fasi og laus við
þær þjáningar og erfiðleika sem
fylgdu ellinni á jörðinni. Takk fyrir
allt.
Gylfi Jónsson.
Þegar við setjumst niður frænk-
urnar til að skrifa þessi orð kemur
strax upp í hugann hvað það var allt-
af gott að koma í heimsókn til ömmu
því maður var alltaf svo velkominn.
Amma bauð til sætis í eldhúsinu
og dró fram allan þann mat sem til
fannst í húsinu (að því er virtist) og
Andrés-blöðin ómissandi til að lesa
með. Henni var umhugað um að allir
hefðu allt til alls og að vel færi um
alla.
Hún var alltaf síðust til sætis því
aldrei fannst henni vera nógur mat-
ur á boðstólum.
Þegar amma loksins settist niður
eyddum við löngum stundum í rabb
um alla skapaða hluti, bæði þessa
heims og annars. Hún smitaði okkur
af áhuga sínum á álfum og draugum
og hvatti okkur til að halda ávallt
opnum huga. Amma var mikil æv-
intýrakona og vakti hjá okkur öllum
mikinn áhuga á ferðalögum, bæði
innanlands og utan.
Það var lýsandi fyrir ömmu hvað
hún hafði mikinn áhuga á fólki á öll-
um aldri og hún gaf sér alltaf tíma til
að setjast niður með okkur.
Annað sem átti sér stað í eldhús-
inu var regluleg klipping okkar
frænkna. Amma klippti ágætlega og
var mikið í mun um að við tolldum í
tískunni, þess vegna klippti hún allt-
af á okkur hliðar. Þegar fram liðu
stundir vöktu hliðarnar með okkur
mikla skelfingu en ekki vildum við
mótmæla ömmuklippingunni af
hættu við að sýna vanþakklæti.
Amma var mjög músíkölsk og
naut þess bæði að hlusta á tónlist og
spila og syngja sjálf.
Hún hafði yndislega söngrödd en
hápunkturinn að okkar mati var þó
jóðlið, sem ávallt vakti mikla lukku.
Þegar amma var aðeins byrjuð að
veikjast komu stundum upp skondin
tilfelli t.d. í skírn litlu frænku. Hún
ber seinna nafnið Vígdögg, en þegar
nafnið var lesið upp í kirkjunni segir
amma hátt og snjallt: „Heitir barnið
Vígtönn?“ Þetta vakti mikla kátínu
meðal viðstaddra.
Sjúkdómurinn herjaði æ meira á
ömmu og síðustu ár voru henni mjög
erfið, sem og okkur í fjölskyldunni.
Við erum þakklátar fyrir þann stutta
tíma sem við fengum að njóta sam-
vista við hana og munum ávallt muna
hana eins og hún var; falleg, bros-
mild og syngjandi.
Sunna, Guðný og Margrét.
Kristín
Sigmundsdóttir