Morgunblaðið - 08.03.2007, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
www.heimili.is
Ný 127 fm útsýnisíbúð á efstu hæð í lyftuhúsi. Íbúðin er 102 fm og bílskúr
26 fm. Íbúðin afhendist fullbúin með flísum á votrýmum en án annarra gólf-
efna. Innréttingar eru í forstofu, herbergjum, baðherbergi og
eldhúsi. Eldhúsinnrétting með viftu, keramikhelluborði og ofni
úr burstuðu stáli. Baðherbergi er flísalagt með innréttingu og
vegghengdu salerni. Innihurðir eru yfirfelldar. Allt tréverk í
íbúðinni er úr eik. Stórar vestursvalir og geysimikið útsýni til
vesturs og norðurs yfir borgina og faxaflóa. Verð 28,9 millj.
Ásakór
3ja herb. útsýnisíbúð og bílskúr
Bogi Molby
Pétursson
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Sími
530 6500
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
VIÐSKIPTI með bréf í Arcadia, sala
á hlutafé í Baugi.net „fyrir tíu krónur
íslenskar“ og kaupréttarsamningar
sem gerðir voru við stjórnendur
Baugs þegar félagið var stofnað var
meðal þess sem Bjarni Ármannsson,
forstjóri Glitnis, gaf skýrslu um í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, við
upphaf 18. dags aðalmeðferðinnar.
Annar forstjóri, sem áður var fram-
kvæmdastjóri matvælasviðs Baugs,
sagði að Jón Gerald Sullenberger
hefði sagst geta valdið Baugi miklum
„ímyndarskaða“ um það leyti sem
Baugur var að hætta viðskiptum við
Nordica vorið 2002.
Bjarni var fyrst spurður um hluta-
fjárútboð í Baugi í desember 2000
sem kemur við sögu í þremur liðum
ákærunnar en í þeim er Jón Ásgeir
Jóhannesson, forstjóri Baugs Group,
sakaður um að hafa veitt þremur
hluthöfum, þ.e. Gaumi, Fjárfari og
Kristínu Jóhannesdóttur, ólögleg lán
með því að láta færa skuld fyrir
hlutafé sem þau skráðu sig fyrir í
hlutafjárútboðinu á viðskiptamanna-
reikning í stað þess að innheimta
greiðslur.
Bjarni sagði aðspurður að hann
hefði ekki verið inni í því hvers vegna
Baugi en ekki Fjárfestingabanka at-
vinnulífsins (FBA) var falið að inn-
heimta hlutafé sem fimm hluthafar
skráðu sig fyrir, þ.e. Gaumur, Fjár-
far, Jón Ásgeir, Jóhannes Jónsson og
Kristín Jóhannesdóttir. Hann myndi
ekki eftir útboðinu í smáatriðum.
Sigurður Tómas Magnússon, sett-
ur ríkissaksóknari, spurði Bjarna þá
hvort venjan væri að banki sem hefði
umsjón með útboði sendi tilkynning-
ar um það til Verðbréfaþings og kvað
Bjarni svo vera. Þegar saksóknarinn
vildi vita hvort umrædd tilkynning
gæti verið komin frá bankanum
spurði Gestur Jónsson, verjandi Jóns
Ásgeirs, hvort það væri ekki óheppi-
legt að orða spurningar með þessum
hætti, forstjóri Glitnis gæti ekki vitað
um allt sem gerðist á gólfinu, jafnvel
þótt hann væri afskiptasamur. Gest-
ur átti eftir að gera fleiri athuga-
semdir við spurningar og það gerði
Arngrímur Ísberg dómsformaður
einnig. Gestur fékk sömuleiðis at-
hugasemdir við sínar spurningar,
reyndar færri, bæði frá saksóknara
og dómara.
Í 12. lið ákærunnar eru þeir Jón
Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrver-
andi aðstoðarforstjóri Baugs, ákærð-
ir fyrir að færa 13 milljónir sem skuld
Kaupþings við Baug en þeir hafa sagt
að þetta hafi verið vegna söluþókn-
unar á bréfum í Baugi eftir stofnun
félagsins árið 1998 en skuldin hafi
jafnan verið kölluð „kötturinn“.
Fram kom hjá Bjarna að við stofn-
un félagsins hefðu FBA og Kaupþing
bæði keypt 37,5% í Baugi sem átti að
selja síðar. Áður en Bjarni svaraði
spurningum saksóknarans um þetta
efni spurði hann dómsformanninn
hvort hann mætti gera ráð fyrir að
bankaleynd væri aflétt af honum
vegna þessara sakarefna. Arngrímur
sagði að hann yrði að meta það sjálfur
og Sigurður Tómas tók fram að í
spurningunum yrði ekki kafað djúpt
ofan í viðskiptin.
Bjarni greindi frá því að erfitt hefði
reynst að selja allt hlutaféð í Baugi og
að Jóhannes Jónsson hefði haft milli-
göngu um að Odd Reitan keypti um
20% hlut í bankanum. Rætt hefði ver-
ið um að Baugur fengi hluta af þeirri
söluþóknun sem ella hefði átt að
koma í hlut bankans en hann vissi
ekki hvernig þeim umræðum hefði
lyktað. Aðspurður af Gesti Jónssyni,
sagði Bjarni að vel gæti verið að slík
viðskipti væru gerð upp í öðrum
óskyldum viðskiptum.
Bjarni gat litlu bætt við það sem
þegar hafði komið fram um viðskiptin
með bréf í Arcadia og minnti á að
samningarnir hefðu verið flóknir og
hann væri ekki með öll efnisatriði
þeirra í kollinum. Bjarni játti því að
hafa vitað af kaupréttarsamningum
sem gerðir voru við stjórnendur
Baugs þegar fyrirtækið var stofnað
árið 1998.
Saksóknarinn spurði töluvert um
kaup Talentu, sjóðs í eigu Íslands-
banka-FBA, á hlutafé í Baugi.net árið
2000. Bjarni sagði að sú fjárfesting
hefði endað illa og þegar einsýnt þótti
að félagið yrði gjaldþrota hefði Baug-
ur keypt eignarhlut Talentu á „tíu
krónur íslenskar“. Upphaflega fjár-
festingin nam milljónum króna en
verðmat fyrirtækisins var um 1 millj-
arður, sem var „út í hött“ en ekki
óvenjulegt miðað við önnur netfyrir-
tæki á þessum tíma, að því er fram
kom í framburði fyrrum sjóðsstjóra
Talentu.
Vissi ekki af kreditreikningi
Alls báru sjö manns vitni fyrir
dómnum í gær og fór langmestur tími
í skýrslutöku af Árna Pétri Jónssyni
sem tók við sem yfirmaður matvörus-
viðs Baugs í byrjun árs 2001 en hann
er nú forstjóri Teymis.
Árni Pétur greindi frá því að hon-
um hefði þótt viðskipti Nordica, fyr-
irtækis Jóns Geralds Sullenberger,
og Baugs vera óeðlileg, ýmis ágrein-
ingsmál hefðu verið í gangi milli fyr-
irtækjanna og um mitt ár 2001 hefði
töluverður lager með vörum Nordica
safnast upp í vöruhúsi Baugs, alls að
verðmæti um 60 milljónir króna.
Hann hefði rætt þessa lagerstöðu við
Jón Gerald að líkindum í október
2001 en sagði aðspurður að aldrei
hefði kreditreikning frá Nordica upp
á 62 milljónir króna borið á góma.
Reikningurinn hafði verið gefinn út
um tveimur mánuðum áður og hefur
Jón Ásgeir sagt að reikningurinn hafi
verið vegna „vandræðalagers“ Nor-
dica í vöruhúsinu og í verslununum.
Árni sagði að ekkert hefði verið rætt
við sig áður en reikningurinn var gef-
inn út og hann hefði fyrst heyrt um
reikninginn í fjölmiðlum. Aðspurður
sagði hann að í tölvukerfinu væri
hægt að sjá hversu miklar birgðir
væru í vöruhúsinu af vörum frá til-
teknum birgjum og jafnframt hversu
langt væri í að þær rynnu út. Guð-
mundur Marteinsson, framkvæmda-
stjóri Bónuss, sagði sömuleiðis að
ekkert hefði verið rætt við hann áður
en umræddur reikningur var gefinn
út.
Árni Pétur sagði að þegar Jóni
Geraldi hefði verið gert ljóst að við-
skiptum við hann yrði ekki haldið
áfram hefði hann orðið verulega
ósáttur og „óeðlilega reiður“ miðað
við það sem gerðist í viðskiptadeilum.
Jón Gerald hefði m.a. í símtali sagt að
hann gæti valdið Baugi slíkum
ímyndarskaða að þeir gætu ekki trú-
að því.
Seldi bréfin í Baugi.net
fyrir „tíu krónur íslenskar“
Vissi af kaupréttarákvæðum stjórnenda við stofnun Baugs Jón Gerald sagður hafa talað um að
hann gæti valdið Baugi „ímyndarskaða“ Leituðu ekki upplýsinga vegna kreditreiknings
Morgunblaðið/G.Rúnar
Vitni Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, bar vitni í Baugsmálinu í gær. Hann spurði dómara hvort hann teldist
undanþeginn ákvæðum um bankaleynd áður en hann svaraði spurningum um viðskipti með hlutafé Baugs.
Í HNOTSKURN
Dagur 18
» Bjarni Ármannsson, forstjóriGlitnis, bar í gær vitni, fyrst-
ur bankastjóra. Hann varð for-
stjóri Fjárfestingabanka at-
vinnulífsins FBA árið 1998 en
bankinn sameinaðist Íslands-
banka vorið 2000 og varð loks að
Glitni.
» Bjarni sagði m.a. að rætthefði verið um að Baugur
fengi söluþóknun vegna sölu á
hlutafé til Odd Reitan. Þetta
tengist „kettinum“.
» Fyrrum yfirmaður mat-vælasviðs Baugs sagði að
ekkert hefði verið rætt við sig
um útgáfu kreditreiknings frá
Nordica upp á 62 milljónir.
» Þegar hann ræddi um lag-erstöðu Nordica við Jón Ger-
ald í október 2001, skömmu eftir
að reikningurinn var gefinn út,
minntist Jón Gerald ekki á reikn-
inginn.
TORFI B. Tómasson
stórkaupmaður lést á
Landspítalanum 6.
mars. Torfi fæddist í
Reykjavík 20. maí 1935,
sonur kaupmanns-
hjónanna Tómasar Óla-
sonar og Maríu Ísafold-
ar Emilsdóttur.
Torfi starfaði mikið
að félagsmálum, ekki
síst innan íþróttahreyf-
ingarinnar. Hann var
formaður sundfélagsins
Ægis frá 1956–1966 og
seinna meir heiðurs-
félagi. Sundþjálfari var
hann í sjálfboðavinnu til margra ára,
m.a. sem landsliðsþjálfari. Torfi sat í
stjórn Sundsambands Íslands frá
1966–1976, þar af síðustu 5 árin sem
formaður. Hann sat í ólympíunefnd
Íslands frá 1970 til 1997 með stuttu
hléi og var fararstjóri íslenska liðs-
ins á tvenna Ólympíuleika 1972 og
1976. Torfi var formaður aðalstjórn-
ar Breiðabliks í Kópavogi á árunum
1977–1979. Honum var veitt heiðurs-
merki Íþrótta- og ólympíusambands
Íslands.
Torfi var heiðurs-
félagi Félags íslenskra
stórkaupmanna, en
hann var formaður fé-
lagsins á miklum um-
breytingatímum í fé-
laginu 1983–1987. Þá
bar Torfi æðstu heið-
ursorðu Frímúrara-
reglunnar á Íslandi.
Torfi var fram-
kvæmdastjóri Styrkt-
arfélags vangefinna á
árunum 1967–1977, en
fyrir þann tíma starf-
aði hann að skrifstofu-
störfum hjá nokkrum
fyrirtækjum.
Torfi var jafnan kenndur við
SPEEDO-sundfatamerkið enda var
hann umboðsmaður þess á Íslandi
frá því árinu 1963. Rekstur heild-
verslunar, sem nýlega fékk nafnið
Tótem, var hans aðalstarf frá árinu
1977 fram á sumarið 2006.
Eftirlifandi eiginkona Torfa er
Anna Ingvarsdóttir, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Hússjóðs Ör-
yrkjabandalags Íslands. Þau eignuð-
ust tvö börn.
Torfi Tómasson
Andlát
Bjarni Ármannsson ber vitni
í Baugsmálinu
VEFVARP