Morgunblaðið - 08.03.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.03.2007, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2007 27 Á blaðamannafundinum kynnti Ingólfur nýja skýrslu um áhrif laga um fæðingar- og foreldraorlof frá árinu 2000 þar sem greiðslur í orlofi voru tekjutengdar og orlofinu skipt milli foreldra. Jákvæð áhrif feðraorlofs Í máli Ingólfs kom fram að fyrsta árið sem lögin voru í gildi, þ.e. 2001, voru 82,4% feðra í fæðingarorlofi. Árið 2004 var hlutfallið 89,8%. Árið 2001 tóku feður að meðaltali 39 daga í fæðingarorlofi en konur 186. Árið 2004 tóku feður að meðaltali 96 daga en konur 182. Alls nýtir 17,1% feðra eitthvað af sameiginlega tím- anum, en 90,5% mæðra. Samtals 17,9% feðra fullnýta ekki rétt sinn til þriggja mánaða orlofs, en 1,1% mæðra. „Vafalítið eru því fleiri feð- ur en nokkru sinni áður virkir við umönnun ungra barna sinna,“ sagði Ingólfur og tók fram að vísbending- ar væru um að staða karla og kvenna á vinnumarkaði hefði eitt- hvað jafnast í kjölfar lagasetning- arinnar. Jafnframt sagði hann ljóst að lögin hefðu ljóslega aukið frjó- semi hérlendis, sem væri um 2,1 barn á konu en var fyrir gildistöku laganna komið niður í 1,9 barn. „Rannsóknir erlendis frá sýna að einn af stærstu þáttum á bak við ákvörðun konu um að eignast barn númer tvö eða þrjú er hversu virkur barnsfaðir var við umönnun fyrsta barnsins,“ sagði Ingólfur. yn- amun fresti og gefa skýrslu til Jafnréttisstofu um mgang mála. Verði þessu ekki sinnt sé heim- að leggja dagsektir á viðkomandi fyrirtæki ráðherra setji nánari ákvæði um sektirnar í lugerð. gt er til að launamanni sé hvenær sem er milt að veita þriðja aðila upplýsingar um n eða önnur starfskjör sín. Jafnframt er at- nurekanda óheimilt að gera launaleynd að yrði fyrir ráðningu starfsmanns. gt er til að menntamálaráðherra ráði jafn- isráðgjafa sem fylgi eftir ákvæðum 21. gr. mvarpsins um menntun og skólastarf og veiti gjöf í jafnréttismálum. því er varðar tilnefningar í nefndir, ráð og rnir á vegum ríkis og sveitarfélaga er lagt að skylt sé að tilnefna bæði karl og konu og punaraðili gæti þess að hlutfall hvors kyns ði sem jafnast og ekki minna en 40%, en í ggja manna nefndum sé minnst einn nefnd- manna af hvoru kyni. gt er til að jafnréttisumsögn fylgi öllum rnarfrumvörpum á Alþingi. rumvarpsins nur allra rétt til örf. gu ár- til 954 dur ar nur og an a og til störf. sland t Al- nar- í að rla og mæt lög enna am- kvenna 62–67 fyrir erka- u, sem tofu- tu al- fnrétti .e. lög silja@mbl.is  Meira á mbl.is/itarefni Morgunblaðið/RAX isstjóri, Guðrún Erlendsdóttir, fv. hæstarétt- V. Gíslason, sviðsstjóri á Jafnréttisstofu. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is GRUNNSKÓLANEMENDUR sem vilja flýta skólagöngu sinni eiga ýmissa kosta völ og þeim virð- ist fremur fjölga en fækka. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær stunda nú meira en þúsund grunnskólanemendur nám við framhaldsskóla. Flestir lesa grein- ar í fjarnámi við framhaldsskóla sem bjóða upp á áfangakerfi. Grunnskólar sem bjóða nemendum sínum upp á slíka áfanga á fram- haldsskólastigi fara ólíkar leiðir til þess. Þá mun vera í undirbúningi í nokkrum grunnskólum að gefa nemendum kost á að ljúka námi í 8.–10. bekk á tveim árum í stað þriggja og útskrifast þannig ári fyrr en ella, að því er heimildir Morgunblaðsins herma. Menntaskólinn á Akureyri (MA) var fyrstur bekkjarskóla á fram- haldsskólastigi til að skipuleggja námsbraut fyrir nemendur úr 9. bekk grunnskóla. Kennsla á þess- ari námsbraut hófst haustið 2005 og er um að ræða tilraunaverkefni til fjögurra ára, eins og greint var frá í Morgunblaðinu 28. maí 2005. Skilyrði fyrir inngöngu er að hafa fengið 8 eða hærra í einkunn í 9. bekk. Nú feta Menntaskólinn í Reykjavík og Verzlunarskóli Ís- lands í sömu spor og munu taka við nemendum úr 9. bekk á hausti komanda. Tilraunaverkefni í MA Jón Már Héðinsson, skólameist- ari MA, sagði að haustið 2005 hefðu 18 nemendur verið teknir inn á hina nýju námsbraut og þeir hefðu allir staðið sig með prýði. Nemend- urnir voru hafðir saman í bekk og námsefni 10. bekkjar grunnskóla og 1. bekkjar menntaskóla ofið saman í kennslunni. „Við litum á það sem heilsársverkefni að þau stæðu jafnfætis öllum öðrum nem- endum í 1. bekk skólans um vorið,“ sagði Jón Már. Þetta krafðist þess að bekknum væri kennt sér og var nemendunum veittur mikill stuðn- ingur og aðhald, t.d. í heimanámi, og haft mikið samstarf við foreldra. Nýr álíka stór hópur úr 9. bekk var tekinn inn í MA á liðnu hausti og segir Jón Már að þá hafi verið sniðnir af ýmsir agnúar sem reynslan hafði leitt í ljós. Nemend- urnir koma víða að af Norðurlandi, flestir af Eyjafjarðarsvæðinu, og búa sumir á heimavist MA. Þrátt fyrir að vera árinu yngri en aðrir nemendur 1. bekkjar hafa þessir nýnemar fallið vel inn í félagslíf skólans, að sögn Jóns Más. „Þetta eru nemendur sem völdu sjálfir að koma. Það má segja að þeir hafi verið andlega undir það búnir að koma fyrr inn í skólann. Þau voru mjög fljót að aðlagast skólastarfinu og bekkjakerfið hjálpaði þeim að aðlagast fé- lagslega. Nemendafélagið heldur utan um mjög öflugt félagslíf og það hefur staðið með okkur í að passa upp á að enginn verði út- undan og alls ekki þessir nem- endur.“ Jón Már sagði að skóla- stjórnendur hafi einna helst óttast félagslega þáttinn við þessa til- raun, en sá ótti hafi reynst ástæðu- laus. MA er heimilt að taka inn einn hóp í tilraunaverkefnið á hausti meðan tilraunin stendur. Jón Már segir að umsóknir um þátttöku hafi verið a.m.k. tvöfalt fleiri en hægt hafi verið að anna. Hann telur að ekki sæki allir um sem gætu staðist námskröfurnar en mikilvægt sé að nemendur velji sjálfir, í samráði við fjölskyldu sína og skóla, að sækja um námið. Þá koma þeir sem eru tilbúnir. Jón Már sagði álagið mik- ið og námið krefjast mikillar vinnu. Tvö næstu haust verða teknir fjölbrautaskóla að uppbyggingu. Hver nemandi fær eigin stunda- skrá og nemendur raðast í til- teknar námsgreinar og „ferðir“ eft- ir frammistöðu og námsgetu. Boðið er upp á hægferðir, miðferðir, hraðferðir og flugferðir. Í flug- ferðum er farið yfir námsefni 9. og 10. bekkjar í 9. bekk. Nemendur sem lenda heilu og höldnu úr flug- ferð geta stundað nám í fjöl- brautaáföngum í 10. bekk. Fjöl- brautaáfangar samsvara fyrstu áföngum í framhaldsskóla og eru þeir í boði í ensku, bókfærslu, ís- lensku, náttúrufræði, stærðfræði og spænsku. Nemendur sem ljúka þessum áföngum geta fengið þá metna við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og jafnvel fleiri fram- haldsskóla. Í Hafnarfirði er einnig unnið að sveigjanlegri skilum grunn- og framhaldsskóla. Í vetur hófst vinna í grunnskólum Hafnarfjarðar sem miðar að því að aðstoða nemendur að flýta töku samræmdra prófa og þar með för þeirra í framhalds- skóla. Magnús Þorkelsson, aðstoð- arskólameistari Flensborgarskól- ans, sagði að grunnskólanemendur í 10. bekk væru nú þegar að taka framhaldsskólaáfanga við Flens- borgarskólann sem valgreinar. Meðal valgreina eru tungumál, saga og náttúrufræði. Nemendur eru ýmist í beinu fjarnámi, taka áfanga í grunnskóla sínum undir eftirliti Flensborgarskóla eða þeir sækja tíma í Flensborgarskóla. nemendur. Þar af eru 433 nem- endur í unglingadeild en í hana safnast unglingar að loknum 7. bekk í Ártúnsskóla, Selásskóla og Árbæjarskóla. Nemendur geta val- ið að taka samræmd próf í 8. eða 9. bekk, þótt almennt séu þau tekin í 10. bekk. Þess má geta að í vor hyggjast 64 nemendur í 8. og 9. bekk Árbæjarskóla taka samræmd próf í einhverri námsgrein. Nem- endur í 9. og 10. bekk geta tekið áfanga á framhaldsskólastigi sem skipulagðir eru í samvinnu við Fjölbrautaskólann við Ármúla, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Borgarholtsskóla. Algengast er að þessir áfangar séu kenndir í Ár- bæjarskóla og annast kennsluna kennarar sem viðkomandi fram- haldsskólar viðurkenna. Eins geta nemendur stundað nám í vissum greinum í fjarkennslu. Ingvar Einarsson, skólastjóri Árbæjarskóla, sagði að um 60–70 nemendur tækju áfanga á fram- haldsskólastigi á hverju skólaári. Í vetur er franska vinsælasta fram- haldsskólagreinin. Hann sagði að þess væru allmörg dæmi að nem- endur útskrifuðust úr 10. bekk með allt að fjóra áfanga á framhalds- skólastigi að auki. Nemendum sem hefðu lokið einhverjum samræmd- um prófum þegar þeir kæmu í 10. bekk hentaði mjög vel að taka framhaldsskólaáfanga. Á heimasíðu Garðaskóla má lesa um hópakerfi sem notað er í 9. og 10. bekk og er áþekkt áfangakerfi nýir hópar á námsbraut nemenda úr 9. bekk. Að tilrauninni lokinni verður metið hvernig til tókst. „Ég tel að það að bjóða upp á þennan sveigjanleika milli skólastiga sé komið til með að vera,“ sagði Jón Már. „Þegar við verðum komin með lengri sýn á þetta munum við væntanlega geta komið með raun- hæfar tillögur um hvernig þetta verði best gert í framhaldinu. Ég tel tvímælalaust að þetta sé kostur sem eigi að bjóða nemendum upp á. Ég get vel séð fyrir mér að í skóla eins og okkar gætu tveir svona námshópar komið inn á hverju ári.“ Tilraunaverkefnið við MA inni- felur einnig sérstaka námsbraut fyrir nemendur sem ekki hafa stað- ist samræmd próf og standast því ekki kröfur menntamálaráðuneyt- isins um inngöngu á bóknáms- brautir framhaldsskóla. Kennsla á þessari braut við MA hófst á liðnu hausti. „Þetta snýst um hvernig við getum hjálpað þessum nemendum þannig að þeim seinki ekki um eitt ár heldur útskrifist úr framhalds- skóla með jafnöldrum sínum. Enn sem komið er finnst mér þessi námsbraut lofa góðu,“ sagði Jón Már. „Það má einnig segja að markmið þessa sé að stytta náms- tíma nemenda til stúdentsprófs um eitt ár.“ Mismunandi leiðir skóla Árbæjarskóli er einn fjölmenn- asti grunnskóli landsins með 812 Ýmsar hraðleiðir eru í boði milli skólastiga NEMENDUR í unglingadeild Árbæjarskóla, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, segjast helst ekki vilja missa af því að fara í 10. bekk. Þeim þykir hins vegar gott að eiga kost á því að taka námsáfanga á fram- haldsskólastigi í grunnskólanum og telja að það geti komið sér vel þegar í framhaldsskóla er komið. Blaða- maður átti stutt spjall við þau Tryggva Brynjarsson, Sigrúnu Ólafsdóttur og Helenu Guðjónsdóttur, sem eru í 9. bekk Árbæjarskóla, og Halldór Bjarna Þór- hallsson og Silju Stefánsdóttur í 8. bekk. Þau sögðu lítið talað um styttingu náms til stúdents- prófs í þeirra félagahópi. Flest væru heldur að hug- leiða að taka samræmd próf áður en þau kæmu í 10. bekk og litu þá til þeirra möguleika sem það opnaði. Tryggvi er nú að taka ensku 103 við Fjölbrautaskólann í Ármúla og langar að taka framhaldsskólaáfanga í ís- lensku á næsta ári. Hann kvaðst vera eini nemandinn úr 9. bekk í ensku 103 en um 15 nemendur úr 10. bekk væru með honum í áfanganum. Honum þótti námið skemmtilegt og alls ekki of erfitt, það væri mun áhuga- verðara en grunnskólaenskan hefði verið. Helena kvaðst stefna að því að taka samræmd próf í ensku og dönsku í ár og framhaldsskólaáfanga í sömu greinum á næsta ári. Sigrún sagði að það væri ekki skilyrði að ljúka sam- ræmdum prófum til að taka framhaldsskólaáfanga. Það ætti t.d. við um áfanga í frönsku, spænsku og þýsku en í þeim greinum eru ekki tekin samræmd próf. Hún er að læra spænsku 103 við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Halldór Bjarni sagðist vera að spá í að taka sam- ræmt próf í ensku á næsta ári og síðan framhalds- skólaáfanga í 10. bekk. Silja taldi mjög jákvætt að eiga kost á því að taka framhaldsskólaáfanga á síðustu árum grunnskóla, en þetta þyrfti hver og einn nemandi að velja fyrir sig. Nemendurnir töldu helsta ókostinn, við að flýta námi með því að færast ári fyrr upp í framhaldsskóla, vera hættuna á að missa tengslin við gamla skólafélaga og óvissuna um hvort maður félli inn í nýjan hóp skóla- félaga. Þau töldu flesta unglinga vilja fylgja jafn- öldrum sínum og félögum í námi. Eins vilji fáir missa af þeirri lífsreynslu að vera í 10. bekk. Það var auðheyranlega eftirsóknarverður áfangi í lífinu; þá væri maður í hópi elstu nemenda í skólanum og lokaári grunnskóla fylgdu ýmsir skemmtilegir viðburðir í félagslífinu. Tryggvi taldi helsta kostinn við að ljúka framhalds- skólaáföngum í grunnskóla að þá gæfist meira ráðrúm í framhaldsskólanum til að taka áhugaverða auka- áfanga. Hann sagði að sinn framhaldsskólaáfangi væri kenndur í lok skóladags og því myndaðist gat í stunda- töfluna, meðan skólafélagarnir lærðu sömu námsgrein á grunnskóalstigi. Gatið notar hann til heimanáms. Vilja ekki missa af 10. bekk Morgunblaðið/G. Rúnar Nemendur Tryggvi Brynjarsson, Sigrún Ólafsdóttir, Helena Guðjónsdóttir, Halldór Bjarni Þórhallsson og Silja Stefánsdóttir og aðrir nemendur í Árbæjarskóla geta tekið ýmsa framhaldsskólaáfanga í grunnskólanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.