Morgunblaðið - 08.03.2007, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIKIL umræða er í þjóðfélag-
inu um hugsanlega stækkun ál-
versins í Straumsvík og uppbygg-
ingu stóriðju á Íslandi. Menn hafa
mjög misjafnar skoðanir á þessum
málum og er öll mál-
efnaleg umræða af
hinu góða. Mín skoð-
un er sú að hér ætti
að hafa færri álver og
styrkja þau sem fyrir
eru og gera þau hag-
kvæm og arðbær. Við
þurfum einnig að
spyrja okkur hvort
við getum neitað fyr-
irtækjum að vaxa og
dafna. Hér er ekki
verið að byggja nýtt
álver heldur er verið
að gera fyrirtæki með
langa sögu kleift að
vera samkeppnishæft á sínu sviði.
Starfsöryggi stefnt í hættu
Menn hafa deilt á ýmsa þætti
eins og umhverfismál, sjónræn
áhrif verksmiðjunar og fleira. Það
sem hefur gleymst í umræðunni er
fólkið sem vinnur nú hjá álverinu í
Straumsvík. Hvernig snúa þessi
mál að því. Jú, það er verið að
kjósa um störf þess hvort sem því
líkar betur eða verr. Við stöndum
frammi fyrir því hvort störf okkar
og lifibrauð síðustu 40 árin verði
tryggð til frambúðar. Getum við
réttlætt að stefna starfsöryggi 450
starfsmanna álversins og velferð
fjölskyldna þeirra í hættu. Þeir
sem eru á móti stækkun segja að
verksmiðjan verði áfram og starfs-
fólk þurfi ekki að óttast um störf
sín. Það er hins vegar staðreynd
að verksmiðjan er orðin 40 ára
gömul og ekkert sjálfgefið að svo
gömul verksmiðja án stækkunar
gangi vel ár eftir ár. Margar for-
sendur eru fyrir því að hún geng-
ur vel núna eins og hátt álverð á
heimsmarkaði. En hvernig vitum
við hvernig staðan verður eftir
nokkur ár? Það er einnig stað-
reynd að Isal er með háan fram-
leiðslukostnað á hvert framleitt
tonn innan Alcan-samsteypunnar
og þarf því að stækka til að verða
samkeppnishæf. Orkusamningar
Isal renna út árið 2014, eftir 7 ár
og engin veit hvað gerist eftir það.
Að óbreyttu gæti þá lokun verk-
smiðjunnar blasað við.
Góður vinnustaður
Margir hafa mjög ranga sýn á
starfsemi Isal. Þeir
halda að starfsfólkið
starfi við óviðunandi
mengun allan daginn
og óþrifalegar að-
stæður. Þetta er á
miklum misskilningi
byggt. Það segir sig
sjálft að starfsfólk
myndi ekki vinna hjá
Isal í 30 til 35 ár ef
aðbúnaður starfs-
manna væri ekki góð-
ur. Nei, það myndi
enginn láta bjóða sér.
Ástæðan fyrir því að
fólk vinnur í Isal er
sú að mikið er lagt upp úr góðum
aðbúnaði fyrir starfsfólk. Starfs-
menn hafa glæsilega búningsklefa
og sturtur. Starfsfólk á kost á
rútuferðum í vinnu án endur-
gjalds, frábæru mötuneyti sem
býður upp á mikinn fjölbreytileika
og vinnufatnaði sem Isal útvegar
og þvær einnig. Aðsókn í vinnu
hja Isal væri ekki svona mikil sem
raun ber vitni ef þessir hlutir
væru ekki í lagi.
Hér er einnig mikil aðsókn í
sumarstörf. Hjá Isal fá um 130
skólanemar vinnu á sumrin og
komast ekki nærri allir að sem
vilja. Þessir skólakrakkar koma
aftur og aftur. Myndu þessir
krakkar gera það ef þau upplifa
að hjá Isal væri aðbúnaður og um-
hverfismál í ólestri. Nei, ég held
ekki.
Mikil þekking er innan fyr-
irtækisins sem tekur langan tíma
að byggja upp. Með löngum
starfsaldri innan fyrirtækisins hef-
ur hún byggst upp. Isal rekur
Stóriðjuskóla þar sem verkamenn
og iðnaðarmenn eiga kost á að
mennta sig. Nú hafa um 160
manns útskrifast og því lang-
stærsti hluti starfsmanna hjá Isal
menntað fólk. Þessi skóli hefur
byggt upp mikla sérþekkingu inn-
an Isal og enn eitt dæmið um
metnað Isal til að ná langt og
auka þekkingu innan fyrirtæk-
isins.
Frábær árangur
í umhverfismálum
Isal er vottað af umhverfisstaðl-
inum ISO 14001 eitt fárra fyr-
irtækja í þessu landi. Hér er því
mikið eftirlit með umhverfismálum
bæði innan sem utan vinnusvæðis.
Þessi staðall krefst ekki eingöngu
þess að við séum innan við ákveð-
in tilskilin mörk heldur krefst
hann þess að við bætum okkur ár
frá ári. Upplýsingar um útblástur
frá fyrirtækinu eru því stað-
reyndir en ekki tölur sem Isal
getur búið til. Margir hafa áhyggj-
ur af mengun frá fyrirtækinu og
umhverfismálin vega þungt þegar
fólk myndar sér skoðanir. Ég
myndi skilja þessar áhyggjur ef
þau væru í ólestri hjá fyrirtækinu
sem þau eru alls ekki. Einnig er
verið að framleiða ál á eins vist-
vænan hátt og kostur er með
orkugjöfunum sem við höfum hér
á landi. Ef við notum ekki orkuna
hér, eykur það líkurnar á að álið
verði framleitt með kolum og gasi
sem orkugjöfum. Það kallar á mun
meiri losun gróðurhúsalofttegunda
í heiminum.
Líka kosið um störf okkar
Þegar gengið verður að kjör-
borðinu hinn 31. mars verður ekki
eingöngu kosið um stækkun Isal
og fjölgun starfa og fleira. Það er
einnig verið að kjósa um starfs-
öryggi okkar til frambúðar sem nú
vinnum hjá Isal. Setjið því ykkur í
okkar spor þegar kosið verður um
stækkun Isal. Við erum jú líka
fólk.
Við erum líka fólk
Sigurður Egill Þorvaldsson
segir frá starfsemi álversins í
Straumsvík frá sjónarhóli
starfsmanns
» Það sem hefurgleymst í um-
ræðunni er fólkið sem
vinnur nú hjá álverinu í
Straumsvík
Sigurður Egill
Þorvaldsson
Höfundur er starfsmaður
Alcan á Íslandi.
Í DAG er alþjóðanýrnadagurinn
(World Kidney Day) haldinn í annað
sinn. Þessu framtaki var hrundið af
stokkunum í fyrra af Alþjóða-
samtökum nýrnalækna (Int-
ernational Society of Nephrology)
og Alþjóðasamtökum nýrnafélaga
(International Federation of Kidney
Foundations) í þeim tilgangi að
vekja athygli almennings, forystu-
manna heilbrigðismála og heilbrigð-
isstofnana, og sjúklinga og fjöl-
skyldna þeirra á mikilvægi
nýrnasjúkdóma – að þeir séu al-
gengir, alvarlegir og síðast en ekki
síst að meðferðarúrræði séu fyrir
hendi.
Einstaklingum sem þurfa að
gangast undir lífsnauðsynlega með-
ferð vegna nýrnabilunar á lokastigi,
ýmist með svokallaðri skilun (blóð-
hreinsun, e. dialysis) eða ígræðslu á
nýra, hefur fjölgað mjög á und-
anförnum áratugum. Þessi aukning
hefur haldist í hendur við fjölgun
sjúklinga með aðra langvinna sjúk-
dóma, s.s. háþrýsting, sykursýki, of-
fitu og hjarta- og æðasjúkdóma. Auk
þess að vera þung byrði fyrir sjúk-
linga og fjölskyldur þeirra, hefur
lokastigsnýrnabilun áhrif á sam-
félagið allt því meðferð hennar
krefst sérhæfðs starfsfólks, aðstöðu
og tæknibúnaðar og er því er mjög
kostnaðarsöm. Ígræðsla á nýra er
kjörmeðferð við lokastigsnýrnabilun
en hentar þó ekki öllum sjúklingum.
Á Íslandi hefur lokastigs-
nýrnabilun reyndar verið mun fátíð-
ari en víðast hvar á Vesturlöndum
en aukningin hefur engu að síður
verið umtalsverð (sjá mynd). Árlega
hefja nú um 20 Íslendingar meðferð
við nýrnabilun á lokastigi. Í árslok
2006 voru 66% sjúklinga með loka-
stigsnýrnabilun með starfandi íg-
rætt nýra og er það hlutfall eitt hið
hæsta sem þekkist.
Til að reyna að stemma stigu við
sívaxandi fjölda sjúklinga með loka-
stigsnýrnabilun hefur áhugi manna í
auknum mæli beinst að því að greina
langvinnan nýrna-
sjúkdóm snemma og
beita meðferð sem
miðar að því að hindra
framrás sjúkdómsins.
Við greiningu sjúk-
dómsins er stuðst við
mælingar á svonefndu
kreatíníni í blóði og
þvagrannsóknir.
Kreatínín er efni sem
skilst út um nýrun og
hækkar því í blóði við
hnignun á nýrna-
starfsemi. Besti mæli-
kvarðinn á starfsemi
nýrna er þó svonefndur gaukulsíun-
arhraði (GSH) og eru eðlileg gildi á
bilinu 90–120 ml/mín./1,73 m2 lík-
amsyfirborðs. Hægt er að reikna
GSH út frá kreatíníni í blóði. Með
einfaldri þvagrannsókn er unnt að
greina merki um nýrnaskemmdir,
t.d. blóð og/eða aukið magn próteina
í þvagi. Skilmerki langvinns nýrna-
sjúkdóms eru þau að GSH sé undir
60 ml/mín./1,73 m2 líkamsyfirborðs
og/eða að þvagrannsókn bendi til
nýrnaskemmda. Nýlegar rann-
sóknir er byggjast á þessum skil-
merkjum sýna að tíðni langvinns
nýrnasjúkdóms er talsvert há á
Vesturlöndum. Nýleg rannsókn
sýndi að langvinnur nýrna-
sjúkdómur er til staðar hjá um 7%
karla og 12% kvenna hér á landi og
er það svipað og komið hefur fram í
öðrum löndum.
Orsakir langvinns nýrnasjúkdóms
geta verið mismunandi milli landa,
t.d. er alvarlegt nýrnamein af völd-
um sykursýki fátítt hér á landi þar
sem innan við 10% af sjúklingum
með lokastigsnýrnabilun eru með
sykursýki en er allt upp í 40–50%
annars staðar. Aðrar helstu orsakir
langvinns nýrnasjúkdóms meðal
fullorðinna eru háþrýstingur, æða-
kölkun og gauklabólga. Útlit er því
fyrir að tíðni langvinns nýrna-
sjúkdóms muni halda áfram að
aukast á næstu árum samfara öðrum
langvinnum sjúkdómum og helst það
í hendur við vaxandi fjölda aldraðra í
samfélaginu. Fyrir utan heilsutjón
sem hlýst af nýrnabilun hefur verið
sýnt fram á að langvinnum nýrna-
sjúkdómi fylgir stóraukin hætta á
hjarta- og æðasjúkdómum. Lang-
vinnur nýrnasjúkdómur er því um-
fangsmikið lýðheilsuvandamál í
vestrænum samfélögum.
Meðferð langvinns nýrna-
sjúkdóms beinist einkum að því að
seinka eða koma í veg fyrir hnignun
nýrnastarfsemi ásamt því að huga að
öðrum áhættuþáttum hjarta- og
æðasjúkdóma.
Sýnt hefur verið
fram á að hægt er
að hafa áhrif á
framrás langvinns
nýrnasjúkdóms
með góðri blóð-
þrýstingsstjórnun
og markvissri
meðferð und-
irliggjandi orsaka.
Fylgikvillar
nýrnabilunar, s.s.
vökvasöfnun, há-
þrýstingur og
blóðleysi, koma
fram er nýrnabil-
unin ágerist og
þarf þá að hyggja að meðferð þeirra.
Fyrri hluta þessa árs mun Rann-
sóknastofa í klínískri lífefnafræði á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi
byrja að gefa upp reiknaðan GSH
fyrir alla einstaklinga sem eru yfir
18 ára aldri, til viðbótar við kreat-
íníngildið. Vonast er til að þessi ný-
breytni muni gera greiningu og
meðferð langvinns nýrnasjúkdóms
markvissari. Einnig er þýðing-
armikið að upplýsa sjúklinga og gera
þá meðvitaða um reiknaðan GSH og
blóðþrýsting sinn og stuðla þannig
að því að þeir verði þátttakendur í
eigin meðferð að því marki sem
færni þeirra leyfir. Telja margir að
með tímanlegri greiningu og bættri
meðferð megi stórlega minnka tíðni
lokastigsnýrnabilunar og þannig
draga úr sívaxandi útgjöldum vegna
meðferðar hennar.
Ólafur Skúli Indriðason og
Runólfur Pálsson skrifa í tilefni
af Alþjóðanýrnadeginum
» Alþjóðanýrnadag-urinn er haldinn í
þeim tilgangi að vekja
athygli á mikilvægi
nýrnasjúkdóma.
Ólafur Skúli
Indriðason
Ólafur Skúli er sérfræðingur í nýrna-
lækningum. Runólfur er yfirlæknir
nýrnalækninga á Landspítala –há-
skólasjúkrahúsi.
Runólfur
Pálsson
Vaxandi algengi meðhöndlaðrar lokastigs-
nýrnabilunar á Íslandi.
0
100
200
300
400
500
600
1968-76 1976-80 1981-85 1986-90 1991-95 1996-00 2001-05 2006-
A
lg
en
gi
(
á
m
il
lj
ón
íb
úa
)
Langvinnur nýrnasjúkdómur
ÞAÐ er spurning sem allir ættu
að spyrja sig á alþjóðanýrnadaginn
8. marz 2007, til að
reyna að fyrirbyggja
að lenda í skilun eða
þurfa ótímabæra
ígræðslu á nýra og er
það mest áríðandi boð-
skapur þessa dags.
Alþjóðanýrnadag-
urinn 8. marz er hald-
inn annað árið í röð af
Alþjóðasamtökum
nýrnafélaga og Al-
þjóðasamtökum
nýrnalækna. Félag
nýrnasjúkra gekk í
þessi samtök fyrir
tæpu ári. Við erum
einnig aðilar að Evr-
ópusamtökum nýrna-
félaga og Norrænum
samtökum nýrna-
félaga. Fulltrúar nor-
rænu samtakanna
hittast einu sinni á ári
til að bera saman bæk-
ur sínar.
Félag nýrnasjúkra
var stofnað 30 október
1986. Markmið þess er
að styðja alla sjúklinga
með þráláta nýrna-
sjúkdóma og einkum
og sér í lagi að vinna að hagsmunum
skilunarsjúklinga og nýraþega.
Í tilefni þessum degi hefur Félag
nýrnasjúkra ákveðið að hafa opið
hús hinn 8. marz að Hátúni 10B, 9.
hæð milli kl.15 og 17 til kynningar á
félaginu og störfum þess og eru allir
velkomnir.
Markmið og tilgangur Félags
nýrnasjúkra er eftirfarandi :
Félagið gefur út upplýsinga- og
fræðslubæklinga til að auka þekk-
ingu á nýrnasjúkdómum og leiðbein-
ingar fyrir skilunarsjúklinga og
sjúklinga með ígrætt nýra.
Margir sérfræðingar halda
fræðsluerindi á félagsfundum og
veita þannig sjúklingum og aðstand-
endum þeirra þýðingarmiklar leið-
beiningar.
Að fræða almenning og sjúklinga
um nýrnasjúkdóma, meðferð þeirra
og félagsleg vandamál, sem þeim
fylgja. Að efna til fræðslufunda,
skemmtifunda, skemmtiferða og
annarra félagsstarfa.
Að halda sambandi við systurfélög
á Norðurlöndum og víða erlendis.
Fjáröflun félagsins
er með félagsgjöldum,
sölu minningarkorta,
og styrkjum frá Ör-
yrkjabandalagi Íslands
og öðrum aðilum.
Góð samvinna er
milli félagsins, nýrna-
lækna og starfsfólks
nýrna- og skil-
unardeildar Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húss. Þar eru reyndir
starfsmenn sem þjóna
nýrnasjúklingum fag-
mannlega.
Fyrsta ígræðsla á
nýra í Íslending var
framkvæmd í Englandi
1970. Fyrir nokkrum
árum var farið að
græða nýru í fólk hér á
landi og eru gerðar um
það bil 8–12 aðgerðir á
ári. Fyrsta ígræðslan
hér heima var fram-
kvæmd í desember
2003.
Biðtími eftir nýra
getur verið allt að eitt
ár því ígræðsluaðgerð-
irnar eru aðeins gerðar
nokkrum sinnum á ári. Hvernig sem
á það er litið aukast lífsgæði sjúk-
linga til muna eftir nýraígræðslu og
fara sumir jafnvel aftur út á vinnu-
markaðinn.
Annað sem þarf að hyggja að sem
fyrst er að þeir sem gefa nýra fari
ekki af launaskrá hjá sínum vinnu-
veitendum og veikindaréttur skerð-
ist ekki á meðan þeir eru að ná sér
eftir aðgerð. Líklega þurfa stjórn-
völd að koma að þessu máli.
Þeir sem vilja styrkja Félag
nýrnasjúkra fjárhagslega geta gerst
styrktarfélagar. Ágætu lesendur, ef
fleiri upplýsinga er þörf farið þá á
heimasíðu okkar www.nyra.is Þar
eru tengingar út um allan heim og
mun meira af upplýsingum en í þess-
ari stuttu samantekt.
Eru þín nýru í lagi?
Kristján Pétursson skrifar í til-
efni af alþjóðanýrnadeginum
Kristján Pétursson
»MarkmiðFélags
nýrnasjúkra er
að styðja sjúk-
linga með þrá-
láta nýrna-
sjúkdóma og að
vinna að hags-
munum skil-
unarsjúklinga
og nýraþega.
Höfundur er formaður
Félags nýrnasjúkra.