Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 3
háls- hjálp m á oraði liðið an af ekki elsea anga var ea á telja ra en rslit farið æti í Val- kinn ki að ntefli Mo- ar í - um og iðli um HM óð- um nnig með am gðu ara þar fjög- í s til vu. aug- n ip- sk ún n: ns- HK, di- - Val, s- , g MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 3 Elfsborg - Malmö FF Arsenal - West Ham Blackburn - Aston Villa Middlesbro - Watford Portsmouth - Man Utd Reading - Liverpool Sheff Utd - Newcastle Wigan - Bolton Cardiff - Sheff Wed Crystal Palace - Preston Luton - Southampton Sunderland - Wolves W.B.A - Stoke Pétur Georg Markan tryggði 1.deildarliði Fjölnis jafntefli, 3:3, gegn úrvalsdeildarliði Keflavíkur í deildabikarnum í knattspyrnu í gær- kvöld en liðin mættust í Reykjanes- höllinni. Keflvíkingar virtust stefna í öruggan sigur, 3:1, Guðjón Árni Ant- oníusson og Hallgrímur Jónasson skoruðu tvö mörk fyrir þá á þremur mínútum um miðjan síðari hálfleik, en á síðustu mínútum leiksins skor- aði Pétur tvívegis og jafnaði metin.    Stjarnan sigraði Val, 100:84, íoddaleik um sæti í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í gærkvöld. Þetta verður í annað sinn sem Garða- bæjarfélagið leikur í efstu deild en liðið lék í úrvalsdeildinni tímabilið 2001-2002.    Haukar, sem leika í 2. deild,burstuðu úrvalsdeildarlið Vík- ings í knattspyrnu, 7:1, í æfingaleik í gærkvöld. Leikurinn var settur upp fyrir Víkinga til að skoða kamer- únska miðjumanninn Isaac Mopi, sem er til reynslu hjá þeim um þess- ar mundir. Þeir stilltu upp sínu sterkasta liði en voru samt grátt leiknir af frísku liði Haukanna sem virðist líklegt til að fljúga beint upp í 1. deildina á ný í sumar. Hilmar Rafn Emilsson skoraði þrennu fyrir Hauk- ana.    Logi Gunnarsson og félagar hansí ToPo eru úr leik í baráttunni um finnska meistaratitilinn í körfu- knattleik. ToPo tapaði fyrir Namika Lahti, 60:80, í fjórða leik liðsins í 8- liða úrslitnum og þar með tapaði ToPo einvíginu, 3:1. Logi skoraði 4 stig í leiknum, öll úr vítum.    Örn Davíðsson, ungur spjótkast-ari úr Ungmennafélagi Selfoss, kastaði spjótinu 58,22 metra á móti í Portúgal í fyrradag þar sem hann er staddur í æfingaferð ásamt félögum sínum. Þar með tryggði Örn sér far- seðilinn á heimsmeistaramót ung- linga sem fram fer í Tékklandi í sum- ar. Lágmarkið fyrir mótið er 58 metrar.    Örn bætti sinn fyrri árangur íspjótkasti frá síðasta ári um 13 metra. Félagar í Frjálsíþróttadeild UMF Selfoss verða við æfingar ytra fram yfir páska.    Þórey Edda Elísdóttir, Norð-urlandamethafi í stangarstökki kvenna úr FH, hefur nú verið við æf- ingar í Suður Afríku í viku ásamt fjórtán félögum sínum úr frjáls- íþróttafélaginu í Leverkusen. Reikn- að er með að hún verði við æfingar þar í landi næsta hálfa mánuðinn. Fólk folk@mbl.is Eftir Svan Má Snorrason Í heildina var sigur Hauka sann- gjarn þótt ekki hafi þetta verið einn af bestu leikjum liðsins í vetur. Já- kvæðu hlutarnir voru sóknarfráköst- in og stórleikur Unnar Töru Jóns- dóttur í síðari hálfleik. Einnig leikur Kristrúnar Sigurjónsdóttur. Hjá Keflavík var Takesha Watson langbest, bar á löngum köflum í fyrri hálfleik leik liðs síns uppi. Leikmenn liðsins náðu ekki að fylgja eftir stór- leik hennar. „Þetta var hörkuleikur og þótt þetta hafi ekki verið besti leikur lið- anna á þessu tímabili þá held ég að hann hafi verið mjög skemmtilegur á að horfa. Það voru mörg mistök í leiknum á báða bóga og það er ekk- ert óeðlilegt í lokaúrslitum – það er mikið í húfi og taugarnar þandar til hins ýtrasta,“ sagði Ágúst S. Björg- vinsson, þjálfari Haukastelpna í samtali við Morgunblaðið í leikslok. Ágúst sagði leik Unnar Töru Jóns- dóttur hafa verið sérlega góðan og ánægjulega viðbót. „Unnur hefur sýnt það áður að hún getur þetta allt. Hún átti frábæra leiki fyrir jól, átti stórleik á Ítalíu í Evrópukeppninni og sýndi þar hversu góður leikmaður hún er. Núna förum við heim og jöfn- um okkur eftir þennan leik, skoðum síðan á morgun hvað gekk upp og hvað fór úrskeiðis. Síðan er að sjálf- sögðu stefnan að vinna sigur í Kefla- vík á laugardaginn en við vitum vel að það verður erfitt. Við ætlum okk- ur sigur í þessu einvígi en munum þurfa að hafa mikið fyrir því, það er klárt mál, sagði Ágúst S. Björgvins- son. Þjálfari Keflavíkurkvenna, Jón Halldór Eðvaldsson, sagði í spjalli við Morgunblaðið eftir leik að miklu hefði munað hversu ákveðnar Haukakonur voru í sóknarfráköst- unum. „Það segir sig sjálft að ef þú leyfir andstæðingnum að taka 9 sóknarfráköst á síðustu fjórum mín- útum leiksins fer ekki vel – og það drap okkur. Við áttum góða spretti en alltaf þegar við nálguðumst þær misstum við einbeitninguna. Í heild- ina voru það sóknarfráköst þeirra, ásamt einbeitingarskorti á köflum, sem gerði það að verkum að við ógn- uðum þeim alls ekki nægilega mikið. Ég er alls ekki sáttur við leik minna stelpna í þessum leik – þær geta bet- ur og ég veit að þær ætla að gera betur í næsta leik. Það verður hins vegar erfitt, við þurfum að sækja, og þótt flestir, ef ekki allir telji Hauka- stelpur besta lið landsins, held ég að við getum strítt þeim og vel það. Ég held að þeir sem sáu þennan leik hafi séð það greinilega að það vantaði eingöngu herslumuninn hjá okkur. Og þennan herslumun verðum við að brúa í næsta leik, það er algjör úr- slitaleikur fyrir okkur ef við ætlum að halda okkur lifandi í þessu ein- vígi,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Stórleikur Unnar var Haukunum mikilvægur Morgunblaðið/Ómar Átök Sigrún Ámundadóttir úr Haukum reynir að brjóta sér leið framhjá Svövu Ósk Stefánsdóttur og Maríu Ben Erlingsdóttur í leiknum í gærkvöld. HAUKAKONUR báru sigurorð af stöllum sínum úr Keflavík, 87:78, í gærkvöldi í fyrsta leik lokaúrslita Íslandsmóts kvenna í körfuknatt- leik. Leikurinn, sem fram fór á Ás- völlum, náði aldrei að verða sér- staklega spennandi þótt gestirnir gæfust aldrei upp. Íslands- og bik- armeistarar Hauka voru ávallt skrefi á undan en þrátt fyrir góða stöðu oftsinnis í leiknum gekk þeim erfiðlega að hrista af sér andstæð- ingana en þó var sigur þeirra aldrei í mikilli hættu. 21 árs landslið karla í handknattleik tekur þátt í undankeppni heims- meistaramótsins sem hefst á morgun en riðillinn sem Ísland leikur í er spilaður í Colindres á Spáni. Íslensku strákarnir mæta Austurríkismönn- um í fyrsta leik sínum á morgun, á laugardag leika þeir gegn Spánverjum og á móti Svisslendingum á sunnudaginn. Efsta liðið í riðlinum kemst áfram í úrslitakeppnina. Íslenska liðið er þannig skipað: Björn Viðar Björnsson (Haukar), Björn Ingi Friðþjófsson (Haukar), eru markverðir – aðrir leikmenn: Andri Snær Stefánsson (Akureyri), Arnór Þór Gunnarsson (Valur), Björgvin Þór Hólmgeirsson (ÍR), Davíð Georgsson (ÍR), Elvar Frið- riksson (Valur), Ernir Hrafn Arnarson (Valur), Fannar Friðgeirsson (Valur) Finnur Ingi Stefánsson (Grótta), Gunnar Harðarson (Valur), Ingvar Árnason (Valur), Magnús Einarsson (Afturelding), Ólafur Bjarki Ragnarsson (HK), Sigfús Páll Sigfússon (Fram), Sigurbergur Sveinsson (Haukar). Þjálfari liðsins er Heimir Ríkarðsson. Strákarnir á Spáni FJÓRTÁN Íslendingar eru á mála hjá liðum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en fyrsta umferð henn- ar á nýju tímabili verður leikin á öðr- um degi páska – næsta mánudag. Þeir dreifa sér á níu félög, þannig að einungis fimm lið í deildinni eru ekki með íslenskan leikmann í sínum röð- um þetta árið. Brann og Viking, liðin af vesturströndinni, eru með flesta Íslendingana, þrjá hvort félag.  Ólafur Örn Bjarnason, Kristján Örn Sigurðsson og Ármann Smári Björnsson leika með Brann og berjast þar um miðvarðastöðurn- ar tvær í liðinu.  Hannes Þ. Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Höskuldur Eiríks- son leika með Viking frá Stavan- ger.  Stefán Gíslason og Indriði Sig- urðsson leika með Lyn og Stefán hefur verið fyrirliði liðsins frá miðju síðasta sumri.  Árni Gautur Arason ver markið hjá Vålerenga.  Veigar Páll Gunnarsson leikur með Stabæk en hann varð næst- markahæstur í norsku úrvals- deildinni í fyrra.  Jóhannes Harðarson leikur með Start en hefur verið frá í tæpt ár vegna meiðsla.  Garðar Jóhannsson gekk til liðs við Fredrikstad í vetur.  Viktor Bjarki Arnarsson gekk til liðs við Lilleström í vetur.  Haraldur Freyr Guðmundsson leikur með nýliðum Aalesund en hann var kjörinn leikmaður ársins hjá félaginu í fyrra. Talið er að þrjú Íslendingaliðanna, Brann, Vålerenga og Lilleström, séu líkleg til að veita Rosenborg keppni um norska meistaratitilinn í ár. Flestir virðast hinsvegar telja að ný- liðar Aalesund muni eiga erfitt upp- dráttar í botnbaráttu deildarinnar og Fredrikstad sé líklegt til að vera einnig á þeim slóðum. Það verða minnst tveir „Íslendinga- leikir“ í hverri umferð deild- arinnar í ár. Þeir verða þrír í fyrstu um- ferðinni því Lilleström tek- ur á móti Fre- drikstad og Aalesund mæt- ir Start á öðrum degi páska og kvöld- ið eftir eigast Stabæk og Brann við í lokaleik umferðarinnar.  Í 1. deildinni leikur Marel Bald- vinsson með Molde. Liðið féll í fyrra og er talið afar líklegt til að vinna 1. deildina í ár. Fjórtán á ferð í Noregi Stefán Gíslason AÐGERÐ sem landsliðsmaðurinn í handknatt- leik, Alexander Petersson, gekkst undir á þriðjudag í Þýskalandi þar sem fjarlægðar voru átta skrúfur og tvær málmplötur úr kjálka hans, gekk vel að sögn Eivarar Pálu Blöndal, einkonu Alexanders. Skrúfurnar og málmplöturnar voru settar í kjálkann fyrir rúmu ári til þess að spengja hann saman í kjöl- far kjálkabrots sem Alexander varð fyrir í kappleik með íslenska landsliðinu gegn Rúss- um á Evrópumótinu í Sviss. „Aðgerðin gekk vel en Alexander er eðlilega mikið bólginn en það jafnar sig. Ég á von á hon- um heim á föstudaginn langa. Það er gott að þessi nauðsynlega aðgerð er að baki,“ sagði Ei- vor Pála í samtali við Morgunblaðið í gær. „Aðgerðin gekk vel“ Alexander Petersson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið D (05.04.2007)
https://timarit.is/issue/285397

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið D (05.04.2007)

Aðgerðir: