Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 1
fimmtudagur 5. 4. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir US Masters: Phil Mickelson segir að Tiger Woods sé kóngurinn >> 4 ERFITT HJÁ ENSKUM MANCHESTER UNITED TAPAÐI Í RÓM OG CHELSEA GERÐI JAFNTEFLI VIÐ VALENCIA Á HEIMAVELLI >> 2 Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is GUNNAR Heiðar Þorvaldsson landsliðs- maður í knattspyrnu og leikmaður þýska liðsins Hannover getur ekki leikið með sín- um mönnum á laugardaginn þegar þeir taka á móti meistaraliði Bayern München. Gunnar Heiðar á enn við nárameiðsli að stríða sem urðu þess valdandi að hann missti af leik íslenska landsliðsins gegn Spánverjum í Mallorca í síðustu viku. Gunnar Heiðar, sem gekk í raðir Hann- over frá sænska liðinu Halmstad síðastliðið sumar, hefur verið sérlega óheppinn hvað meiðsli varðar en hann missti af nær öllum fyrri hluta tímabilsins vegna þeirra. ,,Þetta er allt að koma. Ég er búinn að vera í meðferð hjá lækni í Berlín sem hefur gefið góða raun og vonandi sér nú fyrir endann á þessu. Ég missi því miður af leikn- um á móti Bayern München. Það hefði verið frábært að fá að spila á móti Bæjurunum en ég verð að fá mig alveg góðan og geta sýnt hvað í mér býr í stað þess að vera nánast á öðrum fæti. Vonandi verð ég klár um miðj- an mánuðinn þegar við mætum Stuttgart,“ sagði Gunnar Heiðar við Morgunblaðið í gær en hann hefur aðeins verið með í sjö leikjum liðsins af 27 í 1. deildinni á tíma- bilinu. ,,Maður hefur lært heilmikið á þessu fyrsta ári. Þetta er búinn að vera erfiður tími en ég reyni að taka þessu létt, brosa í gegnum þetta og koma sterkur til leiks á næsta tímabili.“ Gunnar Heiðar ekki með Hannover gegn Bayern Morgunblaðið/Ómar Með undirtökin Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar í Haukum sigruðu Keflavík, 87:78, í fyrsta úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfu- knattleik. Hér sækir Helena að körfu Keflvíkinga. » 3 Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Eftir páskana fara tveir síðustu leik- irnir fram hjá HSG Sulzbach/Leid- ersbach í deildarkeppninni en þótt því takist halda núverandi stöðu sinni og verða efst deildinni þá er það langt í frá öruggt um keppnis- rétt í efstu deild á næstu leiktíð. Að deildarkeppninni lokinni tekur við úrslitakeppni þar sem HSG Sulz- bach/Leidersbach mætir liðinu sem hafnar í fjórða sæti, takist HSG Sulzbach/Leidersbach að vinna deildina. Um leið mætast liðin sem hafna í öðru og þriðja sæti í úrslita- leikjum. Sigurliðin úr þessum rimm- um leika síðan til úrslita um sæti í efstu deild. Eitt lið fer upp í 1. deild úr suðurhluta 2. deildar og annað úr norðurhlutanum. Eivor og félagar standa vel að vígi takist þeim að vinna deildina og hafa þar með heimaleikjarétt í síðari úrslitaleikj- um um sæti í deildinni sem leiknir verða í maí. Eivor fór að leika með HSG Sulz- bach/Leidersbach fyrir nærri tveim- ur árum þegar hún flutti með eig- inmanni sínum, Alexander Petersson leikmanni Grosswallstadt og landsliðsmanni, frá Düsseldorf til Grosswallstadt. Fyrir ári vann HSG Sulzbach/Leidersbach 3. deildina og í vetur hefur allt verið í lukkunnar standi í 2. deild suður. Eivor segir að mikið hafi verið lagt í liðið fyrir þetta tímabil og m.a. sé uppistaða liðsins skipuð leikmönnum sem hafa hand- knattleik að lifibrauði, séu atvinnu- menn, sem e.t.v. sé ekki mjög al- gengt í 2. deildinni í þýska kvennahandknattleiknum. Fleiri íslenskir handknattleiks- menn eru í herbúðum HSG Sulz- bach/Leidersbach því Elfa Björk Hreggviðsdóttir hefur leikið með því undanfarin þrjú ár. Elva hefur reyndar verið fjarri góðu gamni síð- ustu þrjár vikur þar sem hún dvelur á Íslandi nú vegna náms við Kenn- araháskólann. Mikill áhugi er á meðal fólks fyrir leikjum HSG Sulzbach/Leidersbach og m.a komu rúmlega 3.000 manns á leik liðsins við TuS Metzingen fyrir viku síðan. „Það þykir mjög góð að- sókn á kvennaleiki. Við njótum góðs af því að hér í kringum okkur eru margir smábæir og ekki svo margt við að vera hjá íbúum. Þeir eru því fúsir að koma á leiki og mæta yf- irleitt snemma, jafnvel tveimur tím- um áður en leikur hefst til þess eins að fylgjast með upphitun,“ segir Ei- vor sem er línumaður. Framtíðin er óviss Eivor segir að óvíst sé hvað hún geri komist HSG Sulzbach/Leiders- bach upp í 1. deild. Hún hafi samning við félagið fram á vorið og allt sé á huldu með framhaldið verði liðið í efstu deild á næstu leiktíð. „Ég verð bara að sjá til hvernig leikir hjá okk- ur falla saman við leikina hjá Alex með Grosswallstadt. Kannski spilar maður eitthvað með, það verður bara að skýrast með tímanum,“ segir Ei- vor Pála Blöndal, handknattleik- skona hjá HSG Sulzbach/Leiders- bach. Allt lagt í sölurnar til að fara upp Eivor Pála Blöndal, eiginkona Alexanders Peterssonar, gerir það gott með HSG Sulzbach/Leidersbach Eivor Pála Blöndal Elfa Björk Hreggviðsdóttir „ÞAÐ gengur mjög vel og okkur vantar aðeins sigur til þess að vinna aðra deildina,“ sagði Eivor Pála Blöndal, handknattleikskona hjá þýska liðinu HSG Sulzbach/ Leidersbach og fyrrverandi leik- maður Vals. Liði hennar hefur vegnað afar vel á leiktíðinni, unnið 16 leiki gert þrjú jafntefli og tapað aðeins þremur og situr í efsta sæti suðurhluta 2. deildar þegar tvær umferðir eru eftir. „Stefnan er sett á að fara upp í 1. deildina og tals- vert hefur verið lagt í sölurnar til þess að það markmið náist,“ sagði Eivor í samtali við Morgunblaðið í gær, en hún var þá að ganga út af æfingu hjá liðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.