Morgunblaðið - 14.04.2007, Page 2

Morgunblaðið - 14.04.2007, Page 2
2 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ börn Í þessari viku þurfið þið að skoða Íslandskortið vel. Á því finnið þið nokkur bæjarnöfn og þeirra skulið þið leita í stafasúpunni. Aðeins eitt bæjarnafn finnst ekki í stafasúpunni og þegar þið hafið fundið út hvaða bæjarnafn það er þá hafið þið leyst verð- launaleik vikunnar. Þetta eina bæjarnafn skrifið þið á blað og sendið okkur fyrir 21. apríl. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, heimilisfang og aldur, þá eigið þið möguleika á að vinna DVD– myndina um Litla kjúllann. Framan á umslagið skrifið þið: Morgunblaðið Börn – verðlaunaleikur 14.4. 2007 Hádegismóum 2 110 Reykjavík Fyrir tveimur vikum áttuð þið að leysa púsl- þraut og reyndist sú þraut nokkrum töluvert erfið en þeir sem sendu inn rétta lausn og voru dregnir út fá geisladiskinn Emil í Kattholti. Vinningshafar eru: Katrín Edda Möller 8 ára Kópalind 1 201 Kópavogi Linda Björk Brynjarsdóttir 5 ára Faxastíg 37 900 Vestmannaeyjum Orri Heiðarsson 7 ára Háuhlíð 14 105 Reykjavík María Björg Fjölnisdóttir 6 ára Sunnuholti 2 400 Ísafirði Verðlaunaleikur vikunnar Katrín Lilja Pétursdóttir 9 ára Krossalind 35 201 Kópavogi Til hamingju krakkar! Þið getið nálgast geisla- diskana ykkar í afgreiðslu Morgunblaðsins eða hringt og fengið þá senda. Við viljum minna ykkur enn og aftur á að setja teikningar í sérmerkt umslög. Því miður lenda allt of margar teikningar í ruslinu okkar þar sem við opnum ekki allar innsendar lausnir við verðlauna- leiknum. Gauti Páll, 8 ára, teiknaði þessa glæsilegu mynd af dröng- unum í Vík. Þjóðsagan segir að tvö tröll hafi verið að draga þrísiglt skip að landi en þau voru of sein að helli sínum í fjall- inu. Þau voru rétt við fjallsræturnar við sólarupprás og þá urðu þau bæði og skipið að steini. Reynisdrangar Gunnar Hubert, 9 ára, teiknaði þessa ógurlegu mynd af eld- verðinum. Ætli eldvörðurinn sé góður eða slæmur? Það er ekki gott að segja til um það. Eldvörðurinn Athugaðu hvort þú kemst í gegnum völundarhúsið að höfði slöngunnar. Byrjaðu við einn af slönguhölunum þremur. Slönguvölundarhúsið Karítas, 9 ára, teiknaði þessa fallegu páskamynd af páska- eggjum undir regnboganum. Ætli hún Karítas sé nú samt ekki búin að borða páskaeggin sín núna? Páskaegg Þórdís María, 6 ára, teiknaði þessa fallegu mynd af henni Rósalind prinsessu sem er búin að breyta sér í hænu. Það væri nú gaman að kunna að galdra eins og hún Rósalind prinsessa og halda fallegar fiðrildaveislur eins og hún gerir gjarnan. Fallegasta hænan á bænum Dragðu línu frá 1–49 og kláraðu að teikna og lita myndina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.