Morgunblaðið - 14.04.2007, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 3
börn
Jógvan Hansen er 28 ára Færeyingur sem hefur
verið búsettur á Íslandi síðastliðin 3 ár. Hér rekur
hann fyrirtæki sitt ásamt félögum sínum, hár-
greiðslustofuna Unique, en á án efa eftir að vera ansi
upptekinn af skemmtanahaldi á næstunni þar sem
hann sigraði í X-Factor keppninni um síðustu helgi.
Við hittum þennan ljúfa, hógværa og sjarmerandi
söngvara sem sagði okkur lítið eitt frá sjálfum sér.
Hvers vegna ákvaðst þú að taka þátt í X-Factor?
Mig langaði til þess þegar ég sá keppnina aug-
lýsta en endanleg ákvörðun var ekki mín þar sem
Hara systurnar skráðu mig. Þá gerði ég mér grein
fyrir að þetta gæti verið gott tækifæri til að komast
eitthvað áfram í tónlist á Íslandi. Ég kynntist Hara
systrum, þeim Hildi og Rakel, í gegnum fyrrverandi
kærustu mína sem býr í Hveragerði. Það var í Evr-
óvisjónpartíi þegar Ruslana vann og við höfum verið
vinir síðan.
Hvað var það skemmtilegasta við að taka þátt í X-
Factor?
Félagsskapurinn fyrst og fremst og líka að fá að
kynnast Einari, Kristjönu og Yasmin.
Er einhver munur að búa á Íslandi og í Fær-
eyjum?
Já, lífsgæðakapphlaupið er miklu meira hér. Svo
er tungumálið líka skrítið.
Hafðir þú eitthvað fengist við tónlist áður en þú
fluttir til Íslands?
Já, alveg heilmikið. Ég byrjaði í klassískri tónlist
þegar ég var 9 ára og þá lærði ég á fiðlu. Ég fór svo
seinna í Sinfóníuhljómsveit Færeyja. Ég var líka
fiðluleikari í hljómsveit frænda míns sem hét Vísu-
menn. Þegar ég var 17 ára byrjaði ég að syngja og
var söngvari í hljómsveit sem hét Aria. Við gáfum
við út eina plötu. Ég fór líka í tónlistarlýðháskóla í
Danmörku. Seinna gaf ég svo út þrjár plötur
fyrir börn sem kallast Kularrötur.
Hvaða hljóðfæri finnst þér skemmtilegast að
spila á?
Uppáhaldshljóðfærin mín eru fiðla og gítar.
Annars kann ég aðeins á munnhörpu og mandólín
líka.
Hvort langaði þig meira til að vera hárgreiðslu-
maður eða söngvari þegar þú varst barn?
Þetta er létt spurning, söngvari.
Hvernig tónlist hlustaðir þú á þegar þú varst
barn?
Þegar ég var lítill strákur hlustaði ég mest á
kristilega barnatónlist. Mér fannst líka gaman að
stela plötum frá systur minni eins og Kiss og Twis-
ted sisters.
Áttir þú þér uppáhaldsleikfang þegar þú varst
barn?
Það er hræðilegt að segja það en uppáhaldsleik-
fangið mitt var hnífur, ég elskaði að tálga. Svo elsk-
aði ég líka bambusveiðistöngina mína. Foreldrar
mínir voru svo duglegir að gefa mér svoleiðis hluti
og sýndu mér hvernig ætti að nota þá.
Hræðistu eitthvað?
Já. Sjálfan mig stundum.
Varstu prakkari?
Nei, ég var frekar góður strákur nema ég stríddi
systur minni stundum.
Hver var þín helsta fyrirmynd í tónlistinni þegar
þú varst barn og hver er þín helsta fyrirmynd í dag?
Sem barn var það frændi minn sem ég fór síðar
að spila tónlist með. Í dag er það örugglega tónlist-
armaðurinn Sting
Hvað tekur svo við hjá þér núna?
Nú er bara meira að gera og ég ætla að reyna að
fá fleiri tónlistartækifæri.
Við kveðjum þennan ljúfa söngvara og væntum
þess að fá að heyra í honum á öldum ljósvakans á
næstunni.
Lífsgæðakapphlaupið
meira á Íslandi og
tungumálið skrítið
Morgunblaðið/ÞÖK
Hæfileikar Jógvan Hansen syngur eins og engill og spilar líka á fiðlu, gítar, munn-
hörpu og mandolín.
Þessir hlutir eru í felum á efri
myndinni. Getið þið fundið þá án
þess að kíkja á lausnina? Ef þið gef-
ist upp þá er lausnin aftast. Annars
skulið þið reyna eins og þið getið
áður en þið lítið á lausnina.
Píanósnillingur í feluleik
Hér fyrir ofan sjáið þið 16 hluti,
tannbursta, ánamaðk, límtúpu,
tungl, sleikjó, fána golfkylfu, pens-
il, nál, skál, appelsínubát, fugl,
skíðahúfu, banana, opna bók og
umslag.
dæmis mynd af ís mynduð þið leita að
reitum sem mynda tveggja stafa orð
og setja orðið ís þar inn í. Það sem
Á myndunum sérðu fimm sælgætis-
tegundir. Heiti þeirra passa inn í reit-
ina á einungis einn veg. Ef það væri til
gerir þetta svolítið flókið er að hér eru
tvö sjö stafa orð og þrjú níu stafa orð.
Gangi ykkur vel.
Nammi, namm
Þegar þið eruð í fjöruferð getið þið á
einfaldan hátt búið til lítinn bát, sjósett
hann og horft á eftir honum sigla sína
leið. Það eina sem þið þurfið að finna á
leiðinni er lítill trébútur og stór fjöður.
Trébúturinn þarf að vera frekar slétt-
ur öðrum megin og fjöðrin þarf að vera
heilleg.
Þið einfaldlega stingið fjöðurstafn-
um (harða endanum á fjöðrinni) ofan í
viðarbútinn og þá eruð þið komin með
bát.
Ef þið viljið eiga meira við bátinn þá
getur verið gaman að tálga viðarbút-
inn til en munið samt að fá leyfi hjá
fullorðnum áður en þið handleikið hníf.
Fjöðrina skuluð þið þá þvo vel því á
henni geta leynst hinar ýmsu bakterí-
ur og er ágætt að losna við þær áður en
báturinn verður skraut í herberginu
ykkar. Svo skuluð þið festa band í bát-
inn svo hann sigli ekki frá ykkur.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun.
Fjaðrabátar