Morgunblaðið - 04.05.2007, Side 2

Morgunblaðið - 04.05.2007, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ úrslit PHOENIX Suns og San Antonio Spurs mætast í undanúrslitum Vest- urdeildar í NBA-deildinni í körfu- knattleik. Spurs lagði Denver Nug- gets í fjórða sinn og hafði betur 4:1 og það sama var uppi á teningnum hjá Suns gegn LA Lakers. Kobe Bryant, aðalstjarna LA La- kers, lét óánægju sína með uppbygg- ingastarfið hjá félaginu sem hefur tekið þrjú ár. „Ég er meira en pirr- aður á ástandinu. Við höfum eytt þremur árum í að byggja upp lið og við erum enn ekki komnir upp úr kjallaranum. Það skiptir því miklu máli hvað gerist í sumar og þá sjáum við í hvaða átt félagið ætlar að stefna. Ef við ætlum að taka skref fram á við þá þarf að gera það núna. Þeir verða bara að gera eitthvað og það strax,“ sagði Bryant en hann skoraði 33 stig í leiknum. Þetta er annað árið í röð sem Lakers fellur úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppn- innar en liðið hefur ekki komist áfram frá því að Shaquille O’Neal lék með liðinu árið 2004. Bryant er 28 ára gamall og hann getur óskað eftir því að fara frá Lakers árið 2009. Það er því mikilvægt fyrir forráðamenn liðsins að finna „aukaleikara“ sem geta lyft Lakers á hærra plan strax á næstu leiktíð. Vandamálið er að La- kers getur ekki boðið helstu stjörnum deildarinnar álitlegan samning þar sem liðið er við efri mörk launaþaks NBA-deildarinnar. Kevin Garnett, Jason Kidd og Jermaine O’Neal eru allt leikmenn sem forráðamenn La- kers hefðu áhuga á að fá til liðsins en það er ekki auðvelt. Steve Nash leikmaður Suns sagði að liðið hefði ekki leikið vel þrátt fyr- ir 119:110-sigur liðsins en hann skor- aði 17 stig og gaf 10 stoðsendingar. að það eru ekki nema eitt til tvö ár eftir af ferlinum og ég ætla að njót þess á meðan ég get,“ sagði Finley hann er 34 ára gamall. Allen Ivers náði sér ekki á strik í liði Nuggets eftir að hafa leikið gríðarlega vel í fyrsta leiknum sem var eini sig- urleikur Denver. „Ég hef aldrei le ið eins illa í úrslitakeppni áður. Þa eru gríðarleg vonbrigði og ég kom Denver til þess að hjálpa liðinu á næsta stig en því miður tókst það ekki,“ sagði Iverson en hann kom Philadelphia í febrúar í stórum lei mannaskiptum. „Við áttum aldrei í sérstökum vand- ræðum í þessum leik en við vissum að Lakers hefði engu að tapa og þeir myndu mæta grimmir til leiks,“ sagði Nash en hann hitti aðeins úr 5 af 15 skotum sínum í leiknum og tapaði boltanum 7 sinnum. Denver er úr leik eftir 93:78-tap liðsins gegn San Antonio Spurs. Michael Finley, leikmaður Spurs, hitti úr 8 af alls 9 skotum sínum utan þriggja stiga línunnar og skoraði hann alls 26 stig. „Þetta var í raun fá- ránleg hittni,“ sagði Gregg Popovich þjálfari Spurs eftir leikinn. „Ég veit Bryant er að missa þolinmmæðina HANDKNATTLEIKUR HK – Stjarnan 29:26 Digranes, deildabikar karla, DHL-bikar- inn, úrslit, fyrsti leikur, miðvikudagur 2. maí 2007. Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 4:4, 7:7, 9:11, 11:11, 12:13, 14:13, 14:16, 17:18, 23:18, 26:21, 27:24, 29:25, 29:26. Mörk HK: Augustas Strazdas 9, Tomas Ei- tutis 8, Ragnar Hjaltested 5, Valdimar Þórsson 3, Sergei Petraytis 3, Ólafur Bjarki Ragnarsson 1. Varin skot: Egedijus Petkevicius 14/2. Mörk Stjörnunnar: Davíð Kekelia 8, Pat- rekur Jóhannesson 7, Björn Óli Guðmunds- son 6, Ívar Markússon 2, Elías Már Hall- dórsson 2, Arnar Theódórsson 1. Varin skot: Roland Valur Eradze 8/1, Árni Þorvarðarson 1. Þýskaland Magdeburg – Düsseldorf..................... 33:24 Staðan: Kiel 27 22 2 3 989:773 46 Hamburg 27 22 2 3 877:742 46 Magdeburg 28 21 2 5 899:774 44 Nordhorn 27 20 2 5 838:751 42 Gummersbach 28 20 2 6 965:866 42 Flensburg 27 20 1 6 891:790 41 Lemgo 27 18 1 8 855:788 37 Kr-Östringen 28 16 2 10 815:782 34 Göppingen 28 14 1 13 828:823 29 Grosswallst. 27 12 3 12 726:741 27 Wilhelmshav. 28 9 2 17 798:852 20 Düsseldorf 28 8 0 20 733:848 16 Balingen 27 6 3 18 707:796 15 Minden 28 7 1 20 692:817 15 Melsungen 28 7 0 21 766:865 14 Wetzlar 28 5 1 22 727:882 11 N-Lübbecke 28 5 0 23 794:897 10 Hildesheim 25 2 1 22 659:772 5 KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn Undanúrslit, seinni leikir: Sevilla – Osasuna..................................... 2:0 Luis Fabiano 37., Dirnei Renato 53.  Sevilla í úrslit, samanlagt 2:1. Werder Bremen – Espanyol................... 1:2 Hugo Almeida 4. – Ferran Coro 50., Jesus Lacruz 61. Rautt spjald: Miroslav Klose (Bremen) 19.  Espanyol í úrslit, samanlagt 5:1. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Vesturdeild, 8-liða úrslit: Denver – San Antonio...........................78:93  San Antonio vann 4:1 LA Lakers – Phoenix........................100:119  Phoenix vann 4:1. í kvöld KNATTSPYRNA Lengjubikar kvenna A-deild, úrslitaleikur: Egilshöll: KR – Valur............................19.15 Lengjubikar karla B-deild, úrslitaleikur: Boginn: Afturelding – Fjarðabyggð.........20 Jordan var sex sinnum í sigurliði Chi- cago Bulls í NBA-deildinni og fimm sinn- um var hann kjörinn besti leikmaður NBA-deildarinnar, MVP. „Það er erfiðara fyrir Tiger að sigra á stórmóti þar sem hann þarf að gera allt sjálfur en ég var hluti af góðu liði. Ef ég átti slæman dag þá voru aðrir sem tóku við og hjálpuðu liðinu. Það er ekki hægt í golfi,“ sagði Jordan í gær. Hann er ágæt- ur kylfingur og bandarískir fjölmiðlar greina frá því að forgjöf hans sé á bilinu 2–4. Jordan tók upp á ýmsu í gær og spark- aði m.a. í golfbolta sem Tiger Woods var búinn að setja upp á tíið á teig. Boltinn endaði hjá ungum dreng sem var hæst ánægður með sendinguna og Woods virt- ist nokkuð sáttur við niðurstöðuna. Það vakti athygli að Jordan lék ekki með Nike golfkylfum en Nike vörumerkið og Jordan eru líklega á meðal þekktustu vörumerkja heims eftir áratuga sam- vinnu. Jordan sló boltann með Ping kylf- um og tókst nokkuð vel upp. Woods sagði í sjónvarpsviðtali að Jor- dan hefði á sínum tíma haft samband við sig og frá þeim tíma hefðu þeir verið góð- ir vinir. „Hann er í raun eins og stóri bróðir minn. Það eru ekki margir íþróttamenn sem hafa fengið eins mikla athygli og Michael Jordan. Hann vissi því hvernig átti að bregðast við ýmsum hlutum sem ég átti eftir að ganga í gegn- um þegar minn ferill var að hefjast. Ég lærði ótrúlega margt af þeirri reynslu og þekkingu sem hann bjó yfir. Við skemmtum okkur alltaf þegar við leikum golf og það breytist aldrei,“ sagði Woods. Reut Tveir góðir Tiger Woods bendir Michael Jordan á hvert upphafshögg hans fór á fimmtu braut. MICHAEL Jordan segir að það sé erf- iðara fyrir Tiger Woods að sigra á stórmóti í golfi í samanburði við að vera leikmaður í meistaraliði NBA- deildarinnar. Jordan og Woods léku í gær saman í ráshóp í Pro/Am móti fyrir Wachovia -meistaramótið á PGA- mótaröðinni sem hófst í gær. Þeir fé- lagar vöktu gríðarlega athygli en þeir þekkjast mjög vel og gerði Jordan óspart grín að besta kylfingi heims á hringnum. Tiger Woods lærir af Michael Jordan íþróttir ÞAÐ verða spænsku félögin Sevilla og Espanyol sem mætast í úrslita- leik UEFA-bikarsins í knattspyrnu en þau slógu Osasuna frá Spáni og Werder Bremen frá Þýskalandi út í undanúrslitunum í gærkvöld. Sevilla vann Osasuna 2:0 og 2:1 samanlagt og Espanyol gerði góða ferð til Þýskalands, sigraði þar lið Bremen 2:1 og samanlagt 5:1. Úrslitaleikurinn fer fram á Hamp- den Park í Glasgow miðvikudags- kvöldið 16. maí. Þetta er annað árið í röð sem Se- villa leikur til úrslita um UEFA- bikarinn. Liðið lagði Middlesbrough í úrslitaleiknum í fyrra og getur orðið annað liðið í sögu keppninnar til að vinna hana tvisvar í röð en Real Madrid lék þann leik árin 1985 og 1986. Sevilla á enn góða mögu- leika á spænska meistaratitlinum og er komið í úrslit í bikarkeppninni, gegn Barcelona, þannig að liðið get- ur unnið þrjá titla á tímabilinu. Það voru Brasilíumennirnir Fa- biano og Renato sem skoruðu mö in fyrir Sevilla, hvort í sínum hál leik. Espanyol er litla liðið í Barcelo borg og á nú möguleika á sínum fyrsta Evróputitli. Félagið hefur aldrei orðið spænskur meistari en komst í UEFA-bikarinn með því a verða spænskur bikarmeistari í fjórða sinn síðasta vor. Þá slapp ið naumlega við fall úr 1. deildin en það siglir nú lygnan sjó í 12. s deildarinnar. Espanyol fór með 3:0 forskot ti Þýskalands en Bremen, sem er í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar eygði von eftir að Almeida skora byrjun leiks. Sóknarmaðurinn Mi roslav Klose var hinsvegar rekin velli á 19. mínútu, þegar hann fék sitt annað gula spjald, fyrir leik- araskap. Tíu Þjóðverjar áttu að v um erfitt uppdráttar og eftir að þ Coro og Lacruz skoruðu fyrir Es anyol snemma í seinni hálfleik, 2 voru úrslitin ráðin. Sevilla og Espanyol í úrslitaleik á Hampden ENSKA knattspyrnusambandið hefur sektað Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, um 2.500 pund, tæpar 320 þúsund krónur, og áminnt hann alvarlega fyrir framkomu sína eftir úrslita- leik deildabikarsins gegn Chelsea í lok febrúar. Wenger neitaði ásök- unum sambandsins en aganefnd þess kom saman í gær og komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að sekta hann og áminna. Þetta er í þriðja sinn á þessu tímabili sem Wenger er sektaður fyrir fram- komu sína og samtals hefur hann þurft að greiða 15 þúsund pund, eða tæpar tvær milljónir króna. Wenger sekt- aður í þriðja sinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.