Morgunblaðið - 22.06.2007, Page 1

Morgunblaðið - 22.06.2007, Page 1
föstudagur 22. 6. 2007 bílar mbl.isbílar Sportbíllinn Audi TT sómir sér vel og veitir ánægju undir stýri » 4 4.3”                           !! EFLAUST hafa margir hugsað sér að keyra hringinn í kringum landið í sum- ar. Líklega hefur fáum öðrum en Bjarka Hermannssyni, Birni Krist- inssyni, Guðfinni Eiríkssyni, Helenu Sigurðardóttur og Óttari Johnson þó dottið í hug að aka fjarstýrðum bíl hringinn. Þessi hópur leggur af stað í leið- angur með fjarstýrðan bíl aðfaranótt sunnudagsins 24. júní og áætluð heim- koma er að morgni þriðjudags 26. júní og vonast til að slá heimsmetið í slíkum akstri. Bílinn er um fimmtungur af stærð venjulegs bíls, 82 sm á lengd og tæplega 10 kg, og gengur fyrir 95 okt- ana bensíni. Bjarki, sem verður farþegi í bíl sem eltir fjarstýrða bílinn, mun stýra hon- um. Helena mun keyra við hlið bílsins á fjórhjóli til þess að varna því að aðrir bílar keyri yfir hann. Hópurinn fékk leyfi frá lögreglunni og sérstök viðvörunarljós verða sett á bílana. Fjarstýrði bíllinn keyrir hrað- ast fimmtíu kílómetra á klukkustund, og ástæða þykir til að gæta þess að gera öðrum ökumönnum aðvart. Hópurinn sem skipulagði ferðina veit ekki til þess að fjarstýrður bíll hafi verið keyrður jafn langa vegalengd og vonast því til þess að setja heimsmet. Ferðin er farin til styrktar Rjóðrinu sem er hvíldarheimili fyrir langveik börn. Þeir sem vilja styrkja Rjóðrið geta hringt í síma 901 5000 og bætast þá þúsund krónur á símreikning við- komandi. Einnig má senda skilaboð um framlög í farsímanúmer 864 6812 eða á netfangið helenaos@simnet.is. Morgunblaðið/Frikki Fjarstýrður bensínbíll Þessir krakkar munu aka fjarstýðum bíl af gerðinni Baja í kringum landið. Bı́llinn gengur fyrir bensíni. Þau vonast til þess að setja heimsmet í akstri á fjarstýrðum bíl í hringferðinni. Hyggjast aka fjarstýrðum bensínbíl hringinn í kringum landið á tveimur dögum Vonast til að setja heimsmet AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.