Morgunblaðið - 22.06.2007, Page 2

Morgunblaðið - 22.06.2007, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ bílar VW Passat 4 Motion Station, árg. 2002, ek.7 0 þús. km. Verð 1.390 þús. kr. Áhv. 875 þús. kr. Kia Sportage Grand Classic, árg. 2002, ek. 85 þús.km. Verð 950 þús. kr. Áhv. 854 þús. kr. Toyota Avensis Wagon Terra, árg. 1999, ek. 147 þús. km. Verð 640 þús. kr. M.Benz M ML350, árg. 2005, ek. 56 þús. km. Verð tilboð 3.990 þús. kr. Verð áður 4.490 þús. kr. Ford F150 Super Crew 35”, árg. 2005, ek.25þús.km. Verð 3.850 þús. kr. Áhv. 2.400 þús. kr. VW Golf Comfort 4 Motion, árg. 2005, ek. 39 þús. km. Verð 1.470 þús. kr. Áhv.1.170 þús. kr. Subaru Impreza Wagon GX 4WD, árg. 2003, ek. 53 þús. km. Verð 1.210 þús. kr. Áhv. 610 þús. kr. Toyota Land Cruiser 100 VX 35”, árg. 2006, ek. 20 þús. km. DÍSEL. Verð 9.490 þús. kr. Porsche Cayenne, árg. 2004, ek. 67 þús. km. Verð 6.490 þús. kr. Stgr. Tilboð 5.890 þús. kr. Lincoln Mark LT, árg. 2006, ek.10 þús. km. Verð 4.490 þús. kr. Funahöfða 1 • Opið vd kl. 10:00-18:30 • Lokað laugardaga í júní og júlí TUTTUGU og einn ökukennari, sem var á vegum stofnunar Kennaraháskóla Íslands, Símenntun- Rannsóknir-Ráðgjöf, lauk nýlega námi til kennslurétt- inda á bifhjól. Í þeim hópi eru tvær konur sem munu vera þær fyrstu hér á landi sem öðlast slík réttindi. Námið stóð yfir í heila viku og fór að mestu leyti fram erlendis, á kennslusvæði SKA skammt utan við Kaup- mannahöfn. Í fréttatilkynningu frá aðstandendum námsins segir að það sé von þeirra og hinna nýútskrif- uðu kennara að ný viðhorf og nýjar kennsluaðferðir sem þeir kynntust í námi sínu í Danmörku komi til með að nýtast vel við bifhjólakennslu hérlendis. Kennsluréttindi á bifhjól Nýútskrifaðir 21 nemandi útskrifaðist með réttindi til að kenna á bifhjól eftir að hafa numið í Danmörku. ÁHUGAMENN um kappakstur eiga þess senn kost að sjá keppanda í formúlu-1 aka keppnisbíl hér á landi. Þar verður á ferð þýski öku- þórinn Nico Rosberg sem keppir fyrir Williams. Mun hann sýna kúnstir á Williams-bíl við Smáralind. Sýning Rosberg mun eiga sér stað næstkomandi þriðjudag. Annars vegar klukkan 16.30 og hins vegar klukkan 18. Fyrir og eftir aksturinn mun hann gefa eiginhandaráritun þeim sem hennar óska. Daginn áður verður hægt að fylgj- ast með vélvirkjum Williams setja bílinn saman í Vetrargarðinum í Smáralind. Aðgangur að því og sýn- ingunni daginn eftir er ókeypis. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem keppnisbíl úr formúlu-1 er ekið hér á landi. Hingað kemur Nico Rosberg á vegum Baugs og Hagkaupa. Í tilefni komu hans til Íslands verður Hag- kaup með sérstakan leik þar sem vinningshafi fær ferð fyrir tvo á breska kappaksturinn í Silverstone í Englandi í júlí. Rosberg er sonur heimsmeistar- ans frá 1982, Finnans Keke Ros- berg, sem þá var einnig keppandi Williams. Að honum hefur talsvert kveðið í mótum ársins en þó brást bíllinn honum í síðasta móti, banda- ríska kappakstrinum í Indianapolis. Þar hafði hann með vel útfærðri her- fræði unnið sig úr 14. sæti á rás- marki í það sjötta á endamarki er mótorinn gaf sig. Daginn eftir Íslandsheimsóknina verður Rosberg 22 ára. Hann er jafnaldri Lewis Hamiltons en fædd- ur síðar á árinu. Hann er því yngst- ur reglulegra keppenda, en Þjóð- verjinn Sebastian Vettel, sem hljóp í skarðið hjá BMW í Indianapolis um síðustu helgi vegna fjarvistar Ro- berts Kubica, er þó mun yngri, að- eins 19 ára. Kappi Nico Rosberg kappaksturs- maður verður á Íslandi í næstu viku og sýnir þar formúlu 1 kappakst- ursbíl frá Williams-liðinu. Rosberg spyrnir á Williams-bíl við Smáralind BMW mótorhjólaklúbbur var stofnaður í liðinni viku í húsakynnum B&L. Á fundinum var kosin undirbúningsstjórn til að ganga frá umsókn til BMW auk þess sem stofnfundurinn valdi merki fé- lagsins. Stjórninni var jafnframt falið að undirbúa drög að samþykktum félags- ins og fyrsta stjórnarkjör og verður boðað til almenns félagsfundar um leið og þetta tvennt liggur fyrir, ásamt aðildarumsókninni til alþjóðasamtaka BMW-klúbba. Undirbúningsstjórnina skipa Gunnar Biering ritari, Helga Guðrún Jónas- dóttir gjaldkeri og Njáll Gunnlaugsson formaður. Mótorhjólaklúbbur BMW Morgunblaðið/Golli Torfæruhjól Nýja BMW HP2 torfæruhjólið var til sýnis á stofnfundinum.Rennileg bifhjól BMW-hjólin voru hvert öðru glæsilegra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.